Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2020 ✝ Rafnar KarlKarlsson fædd- ist í Reykjavík 12. nóvember 1937. Hann lést 4. júlí 2020 á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Foreldrar hans voru Karl Nilson Jónsson á Stað í Grindavík, f. 31. júlí 1902, d. 12. jan- úar 1962, og Jóhanna Þuríður Oddsdóttir, f. 21. júlí 1895 á Vesturhúsum í Landbroti, d. 2. maí 1972. Rafnar ólst upp hjá foreldrum sínum í Kópavogi og átti hann níu hálfsystkini. Systk- ini Rafnars samfeðra voru: Brynjólfur, f. 27.12. 1925, d. 6.5. 2013, Guðbjartur, f. 16.10. 1927, d. 15.9. 1977, Helga, f. 29.1. 1929, d. 21.6. 1987, Guðmundur, f. 2.2. 1930, d. 7.9. 2009, og Sig- urjón Nielsen, f. 6.7. 1928, d. 1.6. 2015. Systkini Rafnars sam- mæðra: Jóhanna Einarsdóttir, f. kennari, f. 15. feb. 1965, barn hennar Jana Rós Reynisdóttir, sambýlismaður Per Jörgen Nik- las Landin, f. 15. ágúst 1989, sonur þeirra Jakob Ýmir, f. 4. apríl 2020. 4) Rafnar Karl prentari, f. 16. júlí 1968, giftur Regínu Sólveigu Gunn- arsdóttur, f. 1. júlí 1969, d. 27. október 2011, börn þeirra a) Gunnar, f. 28. feb. 2002, b) Skorri Hrafn, f. 7. ágúst 2004. Sambýliskona Rafnars er Ragn- heiður Kolviðsdóttir, börn henn- ar a) Sylvía Líf, f. 29. mars 1994, b) Margrét Eva, f. 24. maí 2002. b) Kolviður Sævar, f. 30. janúar 2005. Rafnar fór ungur á vertíð til Vestmannaeyja og vann um tíma hjá hernum á Keflavík- urflugvelli. Hann lærði prent- verk hjá Guðmundi Jóhannssyni og vann um árabil hjá Let- urprenti. Um tíma starfaði hann í afleysingum á millilandaskip- um Eimskipafélagsins og á sumrin hjá Hval hf. Árið 1985 stofnaði hann prentsmiðjuna Rúnir og starfaði þar allt fram til 2017 þegar sonur hans tók við. Útförin fer fram frá Linda- kirkju í dag, 20. júlí 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. 18.5. 1919, d. 2.1. 1998, Þorgrímur Einarsson, f. 20.6. 1920, d. 21.7. 2007, Anna Sigríður Ein- arsdóttir Björns- dóttir, f. 5.7. 1921, d. 10.3. 2016, Einar Oddur Þór Ein- arsson, f. 10.7. 1925, d. 31.3. 2010. Rafnar kynntist eiginkonu sinni, Unu Olgu Ragnarsdóttur Løv- dal, f. 28. janúar 1940 í Reykja- vík, vorið 1957. Foreldrar henn- ar voru Hulda Ingibjörg Benediktsdóttir, f. 6.9. 1916, d. 19.4. 1998, og Ragnar Kornelius Løvdal, f. 25.3. 1910, d. 8.10. 1979. Saman eignuðust þau fjögur börn: 1) Karl Jóhann matreiðslumaður, f. 18. maí 1959, börn hans: a) Örn, f. 29. sept. 1983, b) Emil, f. 23. des. 1988, c) Jóhann f. 30. sept. 1992. 2) Dóttir, f. 1. nóv. 1961, d. 1. nóv 1961. 3) Hulda Ingibjörg Elsku pabbi, nú hefur þú fengið hvíldina eftir stutt snörp veikindi sem tóku á. Þú kvart- aðir aldrei en hvíslaðir stundum að mér hvað þetta væri erfitt. En þú fórst sáttur, hafðir upp- lifað margt og gert nánast allt sem þig langaði til að gera eins og þú orðaðir það sjálfur. Minningar úr æsku eru lit- aðar af endalausum ævintýraleg- um útilegum að sumri og oftast var veiðistöngin með. Og þær voru ófár veiðiferðirnar sem við fórum bara tvö saman, eld- snemma var lagt af stað með hundana upp á hálendi. Hund- arnir voru alltaf með, hvort sem þú áttir þá eða ekki. Við systkin- in áttum hunda sem við sáum nánast ekki á sumrin því þeir voru í veiðiferðum með þér hing- að og þangað um landið. Þegar ég kom í bæinn með dýrin mín var erfitt að sjá hvorir voru ánægðari með endurfundina, hundarnir eða þú. Við ræddum oft jafnrétti út frá ýmsum sjónarhornum og vorum ansi oft sammála um að vera ósammála. Þó að mér fynd- ist þú litaður af gömlum karl- lægum hefðum varstu nú samt þannig gerður að þú kenndir mér í stað þess að gera hlutina fyrir mig. Þú vildir að ég yrði sjálfbjarga með sem flest. Karl- lægu hefðirnar náðu nú ekki lengra en það. Þú áttir erfitt með að sitja auðum höndum. Varst alltaf að dunda þér eitthvað; gera upp bíla, dytta að húsinu, vinna í garðinum, smíða fyrir sumarbú- staðinn. Það lék allt í höndunum á þér. Í vor kom fyrsta langafabarn- ið. Það sem þú varst ánægður með þennan langafastrák. Í veikindunum var hann ljósið, þú þreyttist ekki á að horfa á hann og dást að því hvað hann var góður. Þú varst stríðinn, stundum fyndinn og reyndir stundum á þolinmæðina. Góðar minningar um þig pabbi minn. Núna situr þú sennilega í einni veiðiferðinni með einn kaldan á bakkanum og bíður þess að landa þeim stóra. Þín dóttir, Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir. Elsku afi minn. Nú ertu far- inn frá okkur og ég sakna þín svo mikið. Upp úr stendur þó þakklæti fyrir allan þennan tíma sem við áttum og allar minning- arnar okkar. Allir þeir sem kynntust þér, hversu mikið eða lítið sem það var, hafa orð á því hversu góður maður þú varst. Þú varst ein- staklega mikill dýravinur og þú kenndir mér mikilvægi þess að vera góður við dýrin. Að þínu mati var óþarfi að eitra fyrir eða leggja gildrur fyrir mýsnar. Það var miklu meira vit í að gefa þeim að éta til þess að þær kæmu ekki inn. Þú hafðir rétt fyrir þér. Þú varst alltaf boðinn og bú- inn að hjálpa mér og þú varst einstaklega laginn við að finna lausnir á ýmsum vandamálum og svo varstu algjör listamaður þótt þú hafir aldrei viðurkennt það. Þú hafðir orð á því við mig einu sinni að þú hefðir aldrei ætlað þér að verða prentari, sem varð þitt ævistarf. Þú hafðir tröllatrú á mér og kenndir mér að ég gæti orðið hvað sem ég ætlaði mér og ég ætti að fylgja hjartanu í þeim efnum. Það hef- ur reynst mér svo mikilvægt og gott veganesti í lífið. Þú varst alltaf svo þolinmóður við okkur barnabörnin og leyfðir okkur alltaf að vera með í öllu sem þú varst að gera. Þau eru ófá kvöldin sem við eyddum saman í að slá blettinn, tína ána- maðka fyrir veiðiferðir, þrífa bíl- ana og svona mætti áfram telja. Og allar útilegurnar okkar og sumarbústaðarferðirnar. Og öll jólin sem við sátum yfir mynda- gátunni. Við höfðum svo gaman af félagsskap hvort annars. Við vorum alltaf eitthvað að bralla saman og það var alltaf svo gaman hjá okkur. Þú kenndir mér að spila ýmis spil en þú taldir mig oft vera að svindla þegar ég vann þig og stundum sagðist þú ekki vilja spila meira þegar ég hló að því hversu miklu betur mér gekk í spilinu. En það var allt í gamni gert og þú varst aldrei strangur eða reiður við okkur barnabörnin. Þegar ég byrjaði á unga aldri að fikta í bókhaldinu í prent- smiðjunni sá ég að sumir við- skiptavinir voru ekki nægilega duglegir að borga reikningana. Ég vildi taka á þeim fastari tök- um en þér var tamt en lærði fljótlega af þér að til lengdar væri miklu betra að vera ekki of strangur við viðskiptavinina. Það væri best að byggja gott lang- tímasamband á gagnkvæmu trausti og finna lausn á vanda- málum í sameiningu. Þannig varst þú. Það voru aldrei nein læti eða dramatík í kringum þig, elsku afi minn. Þú hafðir líka rétt fyrir þér og þetta hefur reynst mér dýrmæt lexía. Ég kveð þig nú í bili, elsku afi minn, með miklum söknuði. Ég mun segja Jakobi sögur af þér, sýna honum myndir af þér og kenna honum allt það mikilvæga sem þú hefur kennt mér. Það gleður mig svo að þið náðuð að hittast. Þú ert og verður besti afi í öllum heiminum. Þig, sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur og fagrar vonir tengdir líf mitt við, minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá. Heyrirðu ei, hvern hjartað kallar á, heyrirðu ei storm er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina sem aldrei gleymist meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað) Jana Rós Reynisdóttir. Hinsta kveðja frá Lionsklúbbi Kópavogs Í dag kveðjum við einn af máttarstólpum klúbbsins okkar, Rafnar K. Karlsson. Rafnar gekk í klúbbinn árið 1996 og alla sína tíð í klúbbnum hefur hann verið mjög virkur og tekið þátt í öllum okkar fjáröfl- unarstörfum og oftast fremstur í flokki. Sérstaklega þegar um veislur var að ræða svo sem herrakvöld og skötuveislur, þar var hann æðsti maður í eldhús- inu sem hann stýrði með miklum sóma. Auk þess sá hann um að prenta flest okkar gögn svo sem félagaskrá, jólakort og aðgöngu- miða í veislur okkar svo eitthvað sé nefnt. Rafnar gegndi mörgum stjórnunarstörfum innan klúbbs- ins af trúmennsku og kostgæfni. Fyrir störf sín var hann sæmdur Melvin Jones-orðunni. Við fé- lagarnir komum til með að sakna hans sárt. Minning um góðan félaga lifir. Við sendum innilegar samúðarkveðjur til eft- irlifandi eiginkonu hans, Unu R. Ragnarsdóttur, og fjölskyldunn- ar allrar. F.h. Lionsklúbbs Kópavogs, Sigurjón Sigurðsson, ritari. Rafnar Karl Karlsson ✝ Guðbjörg Gísla-dóttir fæddist í Reykjavík 25. ágúst 1940. Hún lést á Hjúkrunarheimili Hrafnistu DAS í Boðaþingi 10. júlí 2020. Foreldrar hennar voru Unnur Ólafsdóttir, hús- móðir í Reykjavík, f. 10.7. 1915, d. 27.7. 1975, og Gísli Jakobsson, bakari í Reykjavík, f. 22.12. 1913, d. 26.12. 1993. Guðbjörg var þriðja í röð sex systkina: Ólöf Sjöfn, f. 1936, d. 11. feb. 2020, Gunnlaugur Haf- stein, f. 1937, Guðbjörg, f. 1940, d. 10.7. 2020, Þorsteinn, f. 1947, Gísli, f. 1955, og Guð- rún Indíana, f. 1957. Guðbjörg gift- ist 9.7. 1966 Sig- urði Sigurðssyni vélvirkja, f. 8. jan. 1939. Fyrir átti Guðbjörg Unni Guðbjarg- ardóttur, f. 20. janúar 1962, en saman eignuðust þau eina dóttur, Laufeyju, f. 26. apríl 1967, maki Jón Bjarki Sigurðsson, f. 1965, börn þeirra: a) Sigurður Björn, f. 1991, maki Sig- urbjörg Ósk, barn Elmar Trausti; b) Arnór Ingi, f. 1993, maki Lina Marija. Útförin fer fram frá Linda- kirkju í dag, 21. júlí 2020, kl. 13. Guðbjörg ólst upp á Njarðar- götu í Reykjavík í húsi stórfjöl- skyldunnar og gekk í Miðbæjarskóla þar til þau fluttu í Hafnarfjörð 1953, þá fór hún í Flensborg og lauk gagnfræða- prófi þaðan. Eftir gagnfræða- próf vann hún á Fæðingarheim- ilinu þar til hún hóf störf í Landsbankanum 23.10. 1962, síðast sem útibússtjóri eða til loka síns starfsaldurs, 31.12. 2003. Guðbjörg var öflug í fé- lagsstarfi allt sitt líf, sat í stjórn starfsmannafélags Landsbankans í mörg ár auk Selvíkurnefndar sem var með sumarbústaði starfsmanna Landsbankans þar sem fjöl- skyldan eyddi oftast einni viku af sumarfríi fjölskyldunnar. Hún var í málfreyjum ITC. Síðar lá leið hennar í Oddfel- lowregluna, 12. febrúar 2005, og lauk hún öllum stigum í sinni stúku auk þess að vera í Rebekkubúðum. Þegar golf- bakterían tók yfir sat hún í stjórn Golfklúbbsins Odds. Guðbjörg og Sigurður voru mjög samrýnd hjón og gerðu flestallt saman, höfðu gaman af að spila hvort sem það var vist, bridge eða golf. Þau fóru nær árlega til Gran Kanarí frá u.þ.b. 1975 þar til þau byrjuðu í golfi, þá breyttust ferðir þeirra í golf- ferðir, en auk þess fóru þau oft í veiði á Arnarvatnsheiði með vinafólki. Þessu til viðbótar hafði Guðbjörg gaman af handavinnu, lestri góðra bóka og henni þótti sæti bitinn alltaf góður. Við systur erum afskaplega lánsamar með foreldra. Mamma var besta móðir sem hægt er að hugsa sér; hjartahlý, brosmild og alltaf tilbúin að hjálpa ef hún gat, hvort sem það var okkur, vinum okkar eða öðrum. Vinir okkar systra voru ávallt vel- komnir heim til okkar og í eitt- hvert skiptið sem Unnur var með partí heima dásamaði mamma hvað vinir hennar voru góðir að aðstoða Laufeyju með lestur fyrir bílprófið. Það sem hún vissi ekki var að þeir voru að kenna henni að hraðahindr- un þýddi kvennaskóli fram und- an o.s.frv. Við systur erum viss- ar um að mamma hefði haft húmor fyrir þessari kennslu. Þegar barnabörnin voru hjá henni fengu þau að gera allt og ekki er ég viss um að öll tveggja ára börn fengju að spreyta sig á hamri og sög eða yfirtaka stofuna í fleiri daga með legó. Þegar langömmu- drengurinn fæddist sagði hún að það væri ekki til fallegra barn í heiminum og þegar ein- hver sagði við hana að það fyndist öllum langömmum sagði hún að það væri ekki rétt, hann væri langfallegasta barnið, og hún lýstist upp þegar hún talaði um hann eða sá hann. Við erum lánsöm að hafa fengið að alast upp hjá mömmu og pabba og hafa fylgt henni í gegnum líf okkar, hennar verð- ur minnst fyrir allar ánægju- legu stundirnar sem við áttum saman og yljum okkur við þær. Við erum þakklát fyrir að hún fékk að fara eins og staðan var orðin þó svo að hennar verði saknað. Unnur, Laufey og fjölskylda. Því fylgir sorg og söknuður að kveðja systur sína. Guðbjörg – eða Böggí eins og hún var kölluð – var stoð og stytta í uppeldi bróður síns frá barn- æsku fram yfir unglingsárin. Þær góðu minningar leita sterkt á hugann nú við leið- arlok. Ég minnist samvistanna á Hagamel og síðar á Tómasar- haga þar sem ég sem unglingur átti gott athvarf. Það var henni happafengur að kynnast eftirlif- andi manni sínum, Skagamann- inum Sigurði Sigurðssyni, sem flest er til lista lagt, en alla tíð var hjónaband þeirra fallegt og ástríkt. Nánast allan sinn starfsaldur vann Böggí í Landsbankanum við góðan orðstír. Hún var virk í félagsmálum, m.a. Oddfellow- reglunni, og saman stunduðu þau Siggi og Böggí golf af mikl- um þrótti samhliða því sem þau sinntu af natni og ástúð dætrum sínum og barnabörnum. Systir mín var glaðlynd og kraftmikil en síðustu misserin tók hrak- andi heilsa sinn toll. Því mætti Böggí eftir sem áður með brosi og glampa í augum þegar við hittumst. Það var því fátt sem benti til kveðjustundar því hjá Böggí var ávallt allt í sóma. En daginn eftir brúðkaupsafmæli hennar og Sigga og á fæðingar- degi móður okkar kvaddi hún, en þær mæðgur voru mjög nán- ar alla tíð. Böggí, Siggi og dæturnar, Unnur og Laufey, lögðu ekki síður sitt af mörkum við ungan bróðurson og frænda, hann Magnús Kjartan, sem átti margar góðar samverustundir með þeim á Tómasarhaganum – og yngri bræður hans og systir, þau Jóhannes, Þorsteinn og Hallbera Guðný, minnast ekki síður heimsókna og góðra stunda með þeim. Eftirlát var Böggí frændliði sínu, sem féll þeim vel í geð, en bróður sínum gerði hún þá perutertu, sem alla tíð er til viðmiðunar þeirri list að baka hina fullkomnu perutertu. Nú hafa tvær systur mínar, Böggí og Dúdda, kvatt á árinu en báðar höfðu þær mikil áhrif á uppvöxt og þroska bróður síns. Aðeins fimm mánuðir skilja að hinstu för þeirra og það fylgja þeim báðum hlýjar minningar og væntumþykja. Böggí var svipmikil manneskja, hlý, brosmild og kraftmikil. Þeir mannkostir öfluðu henni góðra og tryggra vina og lögðu grunn að farsæld í starfi og ekki síst góðri fjölskyldu. Henn- ar verður saknað af þeim sem áttu skjól í gæsku hennar og vináttu. Við Hallbera þökkum fyrir fallega og blíða samfylgd á liðn- um áratugum og við kveðjum systur og mágkonu með sökn- uði. Við leiðarlok og þessa hinstu kveðju birtast minningar um góða daga og fallegar sam- verustundir. Við sendum Sigga og fjölskyldunni samúðarkveðj- ur með þeirri ósk að minning Böggíar megi lifa áfram björt og falleg. Gísli Gíslason. Guðbjörg systir mín, Böggý, lést 10. júlí síðastliðinn. Hún lést á afmælisdegi móður okkar, en þeirra samband var alltaf náið og kært. Fyrir fimm mán- uðum lést Ólöf Sjöfn, Dúdda, elsta systir okkar. Það er því stórt skarð höggvið í sex systk- ina hóp á stuttum tíma. Það er ljúfsárt að kveðja hana Böggý. Hún var stóra systir, sem alltaf var til staðar í sorg og gleði. Minningarnar eru margar. Hún var sjö árum eldri en ég og ætíð tilbúin að styðja og styrkja. Hjartahlýrri manneskju hef ég sjaldan kynnst. Minningarn- ar um þessa góðu systur mína eru margar. Það er skrýtið að hugsa til þess að geta ekki leng- ur rætt í trúnaði við þessa ljúfu og góðu konu. Eftir lát móður okkar leitaði ég til hennar, bæði með hversdagslega hluti og flókna. Fyrstu minningarnar eru frá bernskunni, þegar alltaf var sól og Böggý var með vin- konum sínum skátastúlkunum. Það voru í minningunni gleði- tímar. Og minningarnar svo ótal margar og ljúfar: Böggý á leið í útilegu með gleði og söng í hjarta. Böggý að setja brillj- antín í hárið á mér, þrettán ára gömlum, svo ég gæti líkst amer- ískum glanssöngvurum. Og á öðrum stað, þegar hún kom heim úr vinnunni í kjötbúðinni og sagði við mig: „Steini, ég heiti á þig að ef ég fæ vinnu í Landsbankanum skal ég gefa þér hálskeðju með nafninu þínu!“ Og auðvitað stóðst það og Böggý fór að vinna í Lands- bankanum, þótt ung væri. Háls- keðjan entist einhver ár en Landsbankastarfið sýnu lengur. Þeir hjá Landsbankanum báru gæfu til að átta sig á því hve góður starfskraftur hún systir mín var. Árin í bankanum urðu því ekki aðeins mörg heldur varð ferillinn innan hans far- sæll, eins og við var að búast. Böggý vann sig upp í metorð- um, ár frá ári, og varð að síð- ustu útibússtjóri. Einhvern tíma þurfti ég að ræða við banka- stjóra Landsbankans um að- stoð. Þegar hann vissi hver systir mín væri sagði hann ein- faldlega: „Nú, er þetta bróðir Guðbjargar? Hjálpið mannin- um!“ Böggý giftist ung Sigurði Sig- urðssyni sundkappa af Skagan- um og þau bjuggu sér fyrst heimili á Tómasarhaga, síðan í Árbæ og loks í Ársölum í Kópa- vogi. Á öllum þessum stöðum var gestrisnin og góður andi þeirra beggja alltumlykjandi. Dæturn- ar, Unnur og Laufey, fengu því ástúðlegt uppeldi í hvívetna. Böggý og Siggi voru samhent hjón. Bæði störfuðu í Oddfellow- reglunni. Þau höfðu gaman af spilamennsku og voru í bridge- klúbbum. Bæði stunduðu golf- íþróttina af miklu kappi. Böggý var um tíma í stjórn golfklúbbs- ins síns, því allir vildu njóta starfskrafta hennar. Við Maja nutum þess alltaf að spila við þau golf, bæði hér heima og er- lendis. Og við hjónin settum okk- ur aldrei úr færi að spila með þeim golfhring. Maja spurði allt- af: „Eru Böggý og Siggi að spila? Er laust með þeim?“ Óminnishegrinn sótti grimmilega að báðum systrum mínum síðustu mánuði þeirra jarðvistar. Minningin í brjósti mér er þó um væntumþykju, trúmennsku og hlýju. Við María kveðjum Böggý systur mína með sárum sökn- uði. Við vottum einnig Sigga okkar, dætrunum og afkomend- um okkar innilegustu samúð. Þorsteinn Gíslason. Guðbjörg Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.