Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskiðpti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2020 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Tekjur íslenska tæknifyrirtækisins Stjörnu-Odda í Garðabæ, eða Star- Oddi eins og fyrirtækið heitir al- þjóðlega, hafa vaxið um tugi pró- senta á þessu ári vegna kórónu- veirufaraldursins. Þrefalt fleiri mælar hafa selst en í venjulegu ár- ferði. Tekjur félagsins á síðasta ári námu ríflega 284 milljónum króna og hagnaður var 7,7 milljónir. Velt- an hefur vaxið að jafnaði um 10- 15% árlega mælt í Bandaríkjadöl- um um nokkurra ára skeið en aldr- ei vaxið eins og nú, eins og fram kemur í samtali Morgunblaðsins við framkvæmdastjóra félagsins, Sigmar Guðbjörnsson. Tuttugu og fjórir starfa hjá félaginu. „Eftir- spurnin hefur verið slík vegna Co- vid-19 að við höfum þurft að neita lyfjafyrirtækjum um pantanir vegna þess að við höfum ekki náð að afgreiða eins fljótt og þau hafa óskað eftir,“ segir Sigmar. Flýttu fyrir þróun nýs mælis Hann segir að faraldurinn hafi jafnframt flýtt þróun á nýjum hita- stigsmæli, sem verður vel undir einu grammi á þyngd. „Nýi mæl- irinn mun auðvelda rannsóknir í bólefnaþróun hjá alþjóðlegum lyfjafyrirtækjum í baráttunni við veirur á borð við SARS-CoV-2 sem veldur sjúkdómnum Covid-19,“ segir Sigmar. Mælitæki Star-Odda hafa verið notuð við veirufræðirannsóknir og bóluefnaþróun víðs vegar um heim- inn í yfir 15 ár. Þar hafa smáir hitamælar fyrirtækisins verið not- aðir í nokkru magni til að mæla á nákvæman hátt viðbrögð dýra við ýmsum veirum og smitsjúkdómum og hversu vel bóluefni virka gegn þeim. Í langflestum tilvikum eru lyf og bóluefni prófuð á dýrum í forklínískum tilraunum áður en þau fara í klínískar prófanir á mannfólki, eins og Sigmar út- skýrir. „Nýi mælirinn mun auðvelda margt. Þar sem hann er minni en önnur mælitæki hefur hann minni áhrif á velferð dýrsins og það er auðveldara að setja hann inn í dýrið. Það kemur sér vel fyrir það, sem og auðvitað rannsóknina sjálfa.“ Auk þess er að sögn Sigmars hægt að nota mælinn í minni dýr en áður, minni mýs og einnig hamstra, sem minnkar kostnað lyfjafyrirtækjanna. Á hugmyndastigi um hríð Sigmar segir að varan hafi verið á hugmyndastigi hjá Star-Odda í nokkurn tíma, en ástandið í heim- inum hafi flýtt fyrir þróuninni, eins og fyrr sagði. „Við erum að skipu- leggja vöruþróun næstu tveggja ára og erum með þrjátíu verkefn- istilraunir á teikniborðinu. Nýi mælirinn er þar á meðal.“ Spurður hvort Star-Oddi sé orðið þekkt stærð í lyfjaþróunargeiran- um á heimsvísu segir Sigmar að svo sé. Fyrirtækið selji þó ekki bara til vísindarannsókna, en eft- irspurn eftir mælitækjum í þær hafi þó aukist mikið. „Það eru fimm aðilar sem eru mest áberandi í þessum mælitækjabransa sem við erum í, og hver er með ólíka lausn og hönnun. Okkar vörur njóta ákveðinnar sérstöðu vegna smæðar þeirra og áreiðanleika.“ Til að undirstrika vinsældir mæla fyrirtækisins segir Sigmar að mælarnir séu hluti af í það minnsta sjö einkaleyfum fyrir bólu- efni alþjóðlegra lyfjafyrirtækja og tugir ritrýndra greina í veirufræði- og bóluefnarannsóknum hafi notast við mælana. „Það hafa til dæmis nokkur lyfjafyrirtæki skráð inn einkaleyfi þar sem okkar tæki eru inni í einkaleyfinu. Það er gríðarleg aug- lýsing fyrir okkur þegar t.d. risa- fyrirtæki eins og breska lyfjafyrir- tækið GSK (GlaxoSmithKline) skráir vörur okkar inn í sitt einka- leyfi.“ 200 fyrirtæki glíma við Covid-19 Sigmar segir að um 200 fyrir- tæki í heiminum séu að glíma við gerð bóluefnis gegn kórónuveir- unni. „Búnaður okkar hjálpar þess- um aðilum að afla upplýsinga um áhrif veirunnar og lækningar við henni. Við erum að sjálfsögðu ekki að selja öllum þessum tvö hundruð, en þeir sem eru að versla af okkur eru að kaupa mikið magn.“ Sigmar segir aðspurður að útlit sé fyrir að Star-Oddi muni selja tvö þúsund mæla á þessu ári til bóluefnarannsókna. „Það er mikið magn. Þetta er allt framleitt og hannað á Íslandi, og kaupendur eru nokkrir tugir aðila í þessum bóluefnageira.“ Sigmar telur að aukningin sem orðið hefur í vírusrannsóknum vegna kórónuveirufaraldursins muni halda sér til framtíðar. Auk mæla fyrir veirurannsóknir framleiðir Star-Oddi mæla í haf- rannsóknir og til rannsókna á villt- um dýrum, ásamt því sem mælar félagsins eru settir í borholur svo dæmi séu tekin. Tekjur vaxið um tugi prósenta í faraldrinum  Þróa mælitæki sem auðveldar þróun á bóluefnum gegn veirum Morgunblaðið/Hari Sala Sigmar segir að spurnin eftir mælum fyrirtækisins hafi verið slílk að Star-Oddi hafi þurft að neita lyfjafyrirtækjum um pantanir. Mælingar » Mælitæki Star-Odda hafa verið notuð við veirufræðirann- sóknir og bóluefnaþróun víðs vegar um heiminn í yfir 15 ár. » Mæla á nákvæman hátt við- brögð dýra við ýmsum veirum og smitsjúkdómum og hversu vel bóluefni virka gegn þeim. » Í langflestum tilvikum eru lyf og bóluefni prófuð á dýrum í forklínískum tilraunum áður en þau fara í klínískar prófanir á mannfólki. » Minnsti mælir fyrirtækisins er á stærð við lítið lyfjahylki. Hann er ígræddur í kviðarhol dýrs eða undir húð þess. Þar skráir mælirinn líkamshita dýrsins með tímastimpli á 5-10 mínútna fresti og getur mælt í marga mánuði. Eftir að tilraun lýkur er mælirinn fjarlægður úr dýrinu og er þá hægt að greina áhrif sýkingar og/eða bólu- efnis á líkamshita dýrsins. » Í tilfelli SARS-CoV-2/ Covid-19 er sérstaklega notast við erfðabreyttar mýs, hamstra og merði við prófanir. ● Mikil hækkun varð á gengi bréfa í Icelandair í gær, eða 8,97% í fimm milljóna króna viðskiptum. Stendur gengi félagsins nú í 1,98 krónum á hvern hlut. Næstmest hækkun í gær varð á bréfum í leigufélaginu Heimavöll- um, eða 1,37% í 222 þúsunda króna viðskiptum. Gengi Heimavalla í lok dags í gær var 1,48 krónur á hlut. Þriðja mesta hækkun gærdagsins varð á bréf- um fjarskiptafélagsins Sýnar, en fyrir- tækið hækkaði um 1,09%. Mest lækkun varð á bréfum Festar í gær, eða um 2,15%. Icelandair hækkaði mest í kauphöllinni ● Margrét Elín Arnarsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem yfir- kennari hjá Flug- akademíu Íslands. Í tilkynningu frá akademíunni segir að skólinn hafi ný- lega verið samein- aður úr Flug- akademíu Keilis og Flugskóla Íslands og sé nú stærsti flugskóli landsins. Eins og kemur einnig fram í tilkynn- ingunni býr Margrét Elín yfir umtals- verðri reynslu úr flugheiminum og hef- ur meðal annars starfað sem flugmaður hjá Icelandair síðan 2014 og þar áður sem flugumferðarstjóri hjá Isavia. Auk þess hefur Margrét starfað til fjölda ára sem bók- og verklegur flug- kennari hjá Flugakademíu Keilis. „Ég er mjög spennt fyrir komandi tímum. Stærsta verkefnið til að byrja með er að innleiða uppfærða samevrópska nám- skrá. Það er líka vert að minnast á það að þrátt fyrir að flug sé í lágmarki núna vegna veirufaraldurs hefur sagan sýnt okkur að besti tíminn til að læra flug sé í kreppu,“ segir Margrét. Margrét Elín Arnarsdóttir. Ráðin yfirkennari Flug- akademíu Íslands STUTT 21. júlí 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 140.27 Sterlingspund 175.95 Kanadadalur 103.29 Dönsk króna 21.517 Norsk króna 15.115 Sænsk króna 15.509 Svissn. franki 149.02 Japanskt jen 1.3092 SDR 194.75 Evra 160.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 189.0859 Hrávöruverð Gull 1802.9 ($/únsa) Ál 1618.0 ($/tonn) LME Hráolía 43.4 ($/fatið) Brent Ísland er enn talsvert á eftir hinum Norðurlandaþjóðunum í fjármögnun fyrirtækja. Þetta kemur fram í pistli á vef Viðskiptaráðs Íslands, þar sem fjallað er um árlega úttekt viðskipta- háskólans IMD á samkeppnishæfni ríkja. Samkvæmt niðurstöðum fyrir árið 2020 er Ísland í 21. sæti í samkeppnis- hæfni og féll um eitt sæti á milli ára. Í pistlinum segir að þó svo að Ís- land standi framarlega á mörgum sviðum, til dæmis hvað varðar at- vinnustig, jafnrétti, menntun og ýmsa innviði, sé ekki það sama hægt að segja um fjármögnun atvinnulífsins, sem hefur verið veikleiki í talsverðan tíma. „Í ár varð ekki stór breyting þar á en töluverð bæting var þó í þeim þáttum er varða aðgengi að lánsfjár- magni, skilvirkni hlutabréfamarkað- arins og áhrif Seðlabankans á hag- kerfið. Aftur á móti versnaði aðgengi að áhættufjármagni og aðdráttarafl hagkerfisins fyrir erlendra fjárfesta dvínaði.“ Þrátt fyrir hraða lækkun megin- vaxta Seðlabankans hefur Ísland fjar- lægst hin norrænu löndin þegar kem- ur að vaxtamun innlánsstofnana en samkvæmt niðurstöðum IMD og gögnum Seðlabankans hafa vaxta- lækkanir ekki enn skilað sér að fullu í lægri útlánavöxtum til fyrirtækja. Ísland enn aftarlega í fjármögnun fyrirtækja  Ný úttekt IMD  Aðgengi að áhættufjármagni versnaði Morgunblaðið/Ófeigur Rekstur Enn mætti bæta fyrir- tækjaumhverfið hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.