Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 15
Taima’a al-Hariri, 17 ára gamall flótta- maður frá Sýrlandi sem býr í Za’atari- flóttamannabúðunum í Jórdaníu, hafði gengið reglulega í skóla þar til jórdönsk yfirvöld bönnuðu samkomur til að berjast gegn út- breiðslu COVID-19. „Þegar kórónuveiran birtist var öllum kennslustofum lokað og við höfðum enga kennara lengur sem við gátum átt samskipti við,“ segir Taima’a. „Ég var byrjuð á sjálf- boðavinnu með flóttabörnum sem þjáðust af krabbameini en það var allt sett í bið.“ Þótt faraldurinn hafi haft áhrif á líf barna og ungmenna um allan heim hefur hann komið sérlega illa við flóttabörn eins og Taima’a. Þau hafa glímt við margþættan skort; þau neyddust til að flýja heimili sín vegna stríðs og neyðarástands, sum ein síns liðs, og neyðast til að draga fram lífið án allra venjulegra þæginda. Og nú hefur COVID-19 bætt gráu ofan á svart. Jafnvel áður en faraldurinn brast á fékk einungis helmingur allra flóttabarna á grunnskólaaldri formlega menntun og einungis 22% barna á framhaldsskólaaldri. Þá eiga börn sem lifa í sárri fátækt – þar á meðal flóttabörn – á hættu að lenda í þrælkun og mansali, sem dregur enn úr líkum á að þau geti gengið í skóla. Skortur á formlegri menntun er aðeins ein af mörgum áskorunum sem blasa við flóttafólki. Heilsu- gæsla og hreinlætismál – sem eru afar mikilvægir þættir í að tryggja öryggi stórra hópa fólks sem býr í flóttamannabúðum – voru víðast í ólagi jafnvel áður en COVID-19 kom fram á sjónarsviðið. Og nú þegar foreldrar eiga enn erfiðara með að sjá börnum sínum fyrir mat er hungur enn stærri ógn en far- aldurinn sjálfur, eins og sést af ný- legum viðvörunum og niðurskurði hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (World Food Pro- gramme, WFP) og Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Sem stendur búa 80% allra flóttamanna í löndum sem eru ófær um að sjá fyrir þeim. Í Tyrklandi búa 3,7 milljónir flóttamanna og í Úganda, Pakistan og Súdan sam- anlögðum búa nær fjórar milljónir flóttamanna. Jórdanía og Líbanon hýsa flóttamenn sem eru nálægt þriðjungi af heildarfólksfjölda í hvoru landi um sig. Þar sem meira en helmingur allra 26 milljóna flóttamanna í heiminum er börn – þar af um 300.000 án fylgdar full- orðinna – er það risavaxið verkefni að standa vörð um réttindi þeirra. Við vinnum í návígi með ungum aðgerðasinnum frá 100 milljóna herferðinni fyrir réttindum barna, sem halda sínu striki þrátt fyrir COVID-19. Þeirra á meðal er Seme Ludanga Faustino, suðursúd- anskur flóttamaður sem var árið 2017 meðal stofnenda ungmenna- hreyfingarinnar I CAN South Sud- an í Bidibidi-flóttamannabúðunum í Úganda, sem hýsir mesta fjölda forsjárlausra barna í öllum heim- inum. Samtök Faustinos, sem voru stofnuð með það markmið að nota listir til að veita forsjárlausum börnum áfallahjálp, hafa snúið sér að því að dreifa sápu og heimsækja börn til að kenna þeim að verja sig fyrir kórónuveirunni. Við þessar aðstæður hafa ríkis- stjórnir ríkra landa komið skammarlega fram; þau hafa eytt billjónum bandaríkjadala í að draga úr neikvæðum áhrifum COVID-19 á hagkerfi sín en gert lítið sem ekk- ert fyrir lönd með mikinn fjölda flóttamanna og eigin borgara sem hafa flúið. Vegna fjárþurrðar þurfti WFP sem dæmi í apríl að tilkynna 30% niðurskurð á matargjöfum sem það veitir meira en 1,4 millj- ónum flóttamanna í Úganda. Brotabrot af því fé sem hefur verið notað til að bjarga fyr- irtækjum í Evrópu og Bandaríkj- unum gæti bjargað lífi tugþúsunda flóttamanna. Þess vegna hvetjum við stjórnvöld til að fylla strax í eyðurnar í fjárstuðningi við flótta- fólk og sjá til þess að jaðarsettustu hóparnir fái sanngjarnan skerf af fjárstuðningi vegna COVID-19. Til að ná þessu markmiði ætti að stofna alþjóðlegan almannatrygg- ingasjóð sem gerður yrði aðgengi- legur hverju barni sem þarf stuðn- ing, þar á meðal flóttabörnum sem verða harðast úti vegna heimsfar- aldursins og afleiðinga hans. Einnig myndi það hafa gríðarleg áhrif að fella niður skuldir fátækra ríkja sem hýsa mikinn fjölda flótta- fólks fyrir árin 2020 og 2021. Þótt lönd sem veitt hafa lán geri hlé á kröfum sínum um endurgreiðslu er það einungis gálgafrestur. Þótt við köllum eftir skjótum við- brögðum má það heldur ekki gleymast hvað þarf síðan að gerast. Nú þegar leiðtogar Evrópusam- bandsins leggja lokahönd á sam- komulag um fólksflutninga og hæli hvetjum við þá til að tryggja að hvert einasta flóttabarn innan ESB njóti þeirra réttinda sem lögfest eru í evrópskum lagaramma. Á liðnum áratug hafa þúsundir for- sjárlausra flóttabarna horfið í Evr- ópu og er líklegt að mörg þeirra hafi orðið fórnarlömb mansals. Við krefjumst markvissra aðgerða til að vernda þennan hóp, þar á meðal að 5.000 forsjárlausum börnum sem nú eru í millibilsástandi í Grikklandi verði fundinn nýr sama- staður. Hvert flóttabarn verður að hljóta góða menntun. Sem dæmi hefur Jórdaníustjórn styrkt flótta- fjölskyldur með góðum árangri til að tryggja að börnin komist í skóla. En yfir 75 milljónir barna (þar á meðal þau sem eru á vergangi í eig- in landi) þurfa sárlega stuðning til náms. Stjórnvöld um allan heim verða að fylla í 8,5 milljarða banda- ríkjadala eyðu í þessum málaflokki svo að börn geti notið þeirra grundvallarréttinda sinna að stunda nám. Mikilvægara er en nokkru sinni fyrr að heimsbyggðin standi að baki flóttafólki, sérstaklega flótta- börnum. Þegar þessi heimsfaraldur er genginn yfir verðum við dæmd af því hversu vel við stóðum vörð um þau viðkvæmustu meðal okkar, ekki síst þau sem þurftu að flýja heimili sín vegna átaka og neyðar- ástands sem þau áttu engan hlut að því að skapa. Réttindi þeirra, eins og allra barna, eru ótvíræð. Sem stendur erum við að bregðast þeim. Eftir Kailash Satyarthi og Ali bin Hussein prins » Brotabrot af því fé sem hefur verið not- að til að bjarga fyr- irtækjum í Evrópu og Bandaríkjunum gæti bjargað lífi tugþúsunda flóttamanna. Kailash Satyarthi Kailash Satyarthi er handhafi friðar- verðlauna Nóbels og stofnandi Laure- ates and Leaders for Children. Hans hátign Ali bin Hussein Jórd- aníuprins er í stjórn Laureates and Leaders for Children. Verndum flóttabörn í faraldrinum Prince Ali bin Hussein 15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2020 Horft til hafs Lundarnir í Hafnarhólmanum á Borgarfirði eystra eru spakir og vanir mannaferðum, enda sækir fjöldi ferðamanna fjörðinn heim á hverju ári til að komast í návígi við fuglinn. Skúli Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.