Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 20
✝ Hanna BjörkHálfdán-
ardóttir fæddist í
Reykjavík 2.
ágúst 1955. Hún
lést eftir skamm-
vinn veikindi á
Landspítalanum í
Fossvogi 10. júlí
2020.
Foreldrar
hennar voru Hálf-
dán Helgason,
leigubílsstjóri, f. 8.6. 1916, d.
8.12. 1969, og Dagbjört Jó-
hannesdóttir, húsmóðir, f.
9.1. 1922, d. 28.5. 1981.
Systkini Hönnu eru 1)
Ragnheiður Hálfdánardóttir,
f. 3.4. 1945. 2) Helgi Þórir
Hálfdánarson, f. 5.10. 1952. 3)
Sigrún Edda Hálfdánardóttir,
f. 15.11. 1958. 4) Svandís Íris
Hálfdánardóttir, f. 23.1. 1964.
Sammæðra er Álfhildur Erla
Jónsdóttir, f. 31.8. 1939.
Hanna giftist Bjarna Sig-
urðssyni frá Hlemmiskeið á
Skeiðum, f. 7.2. 1951, þann 2.
ágúst 1980. Saman eignuðust
þau tvö börn. Þau
eru: 1) Dagbjört
Rut Bjarnadóttir,
f. 4.6. 1976. Maki
hennar er Har-
aldur Daði Haf-
þórsson, f. 1975.
Synir þeirra eru:
Kristófer Andri, f.
1998, Arnór Máni,
f. 2003, Viktor
Bjarki, f. 2008. 2)
Sigurður Freyr
Bjarnason, f. 25.10. 1978.
Maki hans er Silja Dögg
Andradóttir, f. 1980. Börn
þeirra eru: Aníta Rut, f. 2003,
Bjarni Leó, f. 2007, Óskar
Andri, f. 2010.
Hanna starfaði við ýmis
bókhalds- og skrifstofustörf en
síðustu árin sem sundlaug-
arvörður í Árbæjarlaug.
Hanna setti fjölskylduna
ávallt í forgrunn og voru
barnabörnin henni ákaflega
mikilvæg og þótti henni virki-
lega vænt um þau. Útförin fer
fram frá Guðríðarkirkju í dag,
21. júlí 2020, klukkan 13.
Nú hef ég kvatt elsku mömmu
mína í hinsta sinn eftir skamm-
vinn og óvænt veikindi. Það er svo
erfitt að trúa því og hugsa um það
að hún sé ekki lengur hér með
okkur og muni ekki koma í sínar
vanalegu óvæntu heimsóknir til
mín. Við mamma brölluðum mikið
saman og gátum alltaf talað sam-
an um allt og ekkert þótt við vær-
um kannski ekki alltaf sammála
um hlutina. Við fórum í ófáar
búðarferðirnar saman, útilegur á
árum áður, utanlandsferðir og
margt fleira. Mamma var einstök
kona, hugulsöm, hjálpsöm og ég
og fjölskyldan mín gátum alltaf
treyst á hana. Strákarnir mínir
voru sannarlega með ömmu
Hönnu í vasanum þ.e.a.s. hún var
alltaf boðin og búin til að gera allt
fyrir þá og var sannkölluð amma
sem hugsaði vel um alla auga-
steinana sína og vildi aldrei gera
upp á milli barnabarna sinna.
Alltaf var mjög vinsælt hjá mín-
um strákum að fá að fara til
ömmu Hönnu að gista og leið
þeim einstaklega vel hjá henni.
Þar var aldeilis dekrað við þá og
þar fengu þeir t.d. fótanudd, ís og
annað sem ekki var eins auðvelt
að fá heima. Mamma hugsaði
fyrst og fremst um aðra og vildi
sjá til þess að öllum í kringum
hana myndi líða vel. Hún naut
þess að vera innan um aðra og
alltaf var fjör og læti í kringum
hana sem ég á eftir að sakna mik-
ið. Ég á eftir að nýta mér og taka
út í lífið mitt allar þær leiðbein-
ingar, gildi og þann kraft sem hún
bjó yfir.
Síðustu dagar hennar voru mér
mikilvægir, að fá að tala við hana
og láta hana vita hve mikilvæg
hún var mér. Eins og við kvödd-
umst í síðasta sinn „Elsku
mamma, ég elska þig út í geim og
til baka, see you later og þá svar-
aðir hún á móti alligator,“ og hélt
þannig í húmorinn sinn til hins
síðasta.
Elsku mamma, hvíldu í friði og
mun ég ávallt geyma þá góðu
minningu um þig sem þá góðu
mömmu og ömmu sem þú varst,
ég veit þú verður alltaf með okk-
ur og heldur áfram að passa upp
á okkur öll.
Blessuð vertu baugalín.
Blíður Jesú gæti þín,
elskulega móðir mín;
mælir það hún dóttir þín.
(Ágústína J. Eyjólfsdóttir)
Þín dóttir,
Dagbjört Rut
Bjarnadóttir.
Takk Hanna.
Ég kom inn í fjölskylduna fyr-
ir um það bil 25 árum síðan. Mik-
ið var ég heppinn að þú skyldir
vera tengdamamma mín og
amma strákanna okkar. Síðustu
ár dekraðir þú við mig eins og
strákana, man ég sérstaklega
eftir því að alltaf voru klárar
grillaðar samlokur á kvöldin
þegar ég kom heim eftir æfing-
ar, það fannst mér alger toppur.
Þú varst alltaf boðin og búin til
þess að hjálpa okkur öll þessi ár,
hvort sem það var að nudda kálf-
ana á strákunum, passa Títus,
sækja og skutla, hvað sem það
var þá gátum við alltaf reitt okk-
ur á þig, já og Bjarna líka. Við
áttum mjög góða tíma síðustu ár,
fórum tvisvar til að mynda til Te-
nerife sem gott er að minnast.
Takk Hanna fyrir að vera
amma strákanna okkar og sjá
svona vel um þá. Þeir kepptust
um að fá að gista þar sem allt var
í boði, nudd, ís og alger yfirráð
yfir sjónvarpinu.
Takk Hanna fyrir að vera
mamma konunnar minnar sem
ég veit að elskar þig mikið og gat
alltaf leitað til þín með hvað sem
var.
Þín verður sárt saknað en
minningin er góð.
Mínar dýpstu samúðarkveðj-
ur til meistara Bjarna og allra
sem eiga um sárt að binda á
þessum erfiða tíma.
Daði Hafþórsson
og fjölskylda.
Elsku Hanna,
Við erum öll meðvituð um að
veikindi og dauði eru hluti af líf-
inu. Lífinu sem er ljúft en líka
svo brothætt. Með stuttum fyr-
irvara breytist allt. Eftir
skammvinn veikindi er lífi þínu
lokið hér. Við stöldrum við,
íhugum, minnumst og þökkum
fyrir þig og það sem þú hefur
gefið okkur. Þú varst okkur svo
mikilvæg. Enn og aftur segjum
við góða ferð.
Það er svo þungt að missa,
tilveran er skekin á yfirþyrmandi hátt,
angist fyllir hugann,
örvæntingin og umkomuleysið
er algjört,
tómarúmið hellist yfir,
tilgangsleysið virðist blasa við.
Það er svo sárt að sakna
en það er svo gott að gráta.
Tárin eru dýrmætar daggir,
perlur úr lind minninganna.
Minninga sem tjá kærleika og ást,
væntumþykju og þakklæti
fyrir liðna tíma.
Minninga sem þú einn átt
og enginn getur afmáð
eða frá þér tekið.
Tárin mýkja og tárin styrkja.
Í þeim speglast fegurð minninganna.
Gráttu,
því að sælir eru sorgbitnir
því að þeir munu huggaðir verða.
Sælir eru þeir
sem eiga von á Krist í hjarta
því að þeir munu lífið erfa,
og eignast framtíð bjarta.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Íris, Ívar og börn.
Ég minnist Hönnu frænku
með hlýhug. Þegar ég var yngri
kallaði ég hana alltaf Hönnu
ömmu, hún tók mér opnum örm-
um og átti ég margar góðar
stundir í heimsóknum hjá henni.
Hanna var einstaklega brosmild
og það var alltaf stutt í hláturinn
og grínið, það ríkti svo mikil
gleði og hamingja í kringum
hana.
Þegar ég var yngri var fastur
liður í jólaundirbúningnum að
fara í piparkökubakstur til
Hönnu og Bjarna. Það voru ým-
is form og fígúrur skorin út en
mér efst í huga eru stóru pip-
arkökutilraunirnar sem Hanna
hvatti okkur frændsystkinin til
að gera. Það er mjög lýsandi
fyrir það hvernig hún hvatti
mann til dáða og til að prófa sig
áfram með hina ýmsu hluti þótt að
óvíst væri hvernig útkoman yrði.
Ég allar okkar stundir
geymi í hjarta mér.
Af heilum hug og hjarta
allt ég þakka þér.
Alex Kári
Ívarsson.
Elsku Hanna frænka.
Risastórt skarð hefur myndast
í fjölskyldunni okkar sem ekki
verður hægt að fylla.
Það eru forréttindi að hafa átt
Hönnu sem móðursystur og sárt
að hugsa til þess að hún sé farin.
Við kveðjum Hönnu frænku með
miklum trega en minnumst með
hlýhug og þakklæti allra þeirra
góðu stundasem við áttum saman.
Mikill samgangur var á milli
heimila okkar í æsku og alltaf
gaman að fara að hitta Hönnu og
Bjarna og frændsystkinin í
Dúfnahólum og síðar Kristni-
braut á tyllidögum sem og öðrum
dögum. Ein af uppáhaldsminning-
um okkar sem krakkar var að
koma í heimsókn til Hönnu og
Bjarna, en alltaf var nóg af hlýj-
um faðmlögum og mikið stuð.
Okkur er sérstaklega minnisstætt
þegar öll fjölskyldan kom saman
fyrir jólin í Dúfnahólum og bakaði
fullt af piparkökum og kókoskúl-
um og eyddi góðum stundum
saman um áramótin að horfa á
alla flugeldana yfir Reykjavík.
Okkur krökkunum fannst svo allt-
af sérstaklega gaman að koma í
heimsókn og gista, þá var dekrað
extramikið við okkur. Við fengum
að horfa á Cartoon Network, stel-
ast í nammi og vaka fram eftir.
Þín verður sárt saknað, elsku
Hanna, og alls hins góða sem kom
frá þér. Góðu stundanna sem við
áttum saman munum við minnast
með gleði í hjarta og með miklu
þakklæti fyrir þann tíma sem við
áttum saman.
Sorgin er gríma gleðinnar.
Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur huga þinn,
og þú munt sjá,
að þú grætur vegna þess
sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran)
Hvíldu í friði.
Alma, Valgerður
og Ottó.
Í dag kveðjum við hana Hönnu
Björk Hálfdánardóttur úr þessum
heimi, allt of snemma, aðeins 64
ára að aldri. En svona kemur nú
Skaparinn, eða Skaparið réttara
sagt, fram við okkur stundum
(Skaparið á auðvitað að vera í
hvorugkyni, því það er eintóm
karlremba að karlkenna Skaparið
alltaf, eins og gert hefur verið hér
á jörðu, a.m.k. síðastliðin 4.000 ár
eða svo).
Hanna vann síðustu árin og
áratuginn í sundlaug Árbæjar. Og
leysti það starf með sérstakri
prýði. Starfsfólk á ekki bara að sjá
um að reglunum sé framfylgt,
heldur ekki síður vera til aðstoðar
við gesti og viðskiptavini sund-
laugarinnar, sem Hanna svo
sannarlega var, sem og allt starfs-
fólk laugarinnar. Ég hef nú bara
aldrei kynnst nokkru opinberu
fyrirtæki sem var og er eins og
Árbæjarsundlaugin. Alltaf að að-
stoða sundgesti í hvívetna, eink-
um krakkana sem gleyma og týna
endalaust. Og eru stundum pen-
ingalítil eða einstaka sinnum pen-
ingalaus. Alltaf var fundin einhver
viðunandi lausn á öllum þessum
vandamálum. Svona eiga borgar-
fyrirtæki að vera. Ég var sjálfur
borgarstarfsmaður í nokkur ár,
fyrir um 40 árum. Mikið vildi ég
hafa séð svona framkomu við far-
þegana í hvívetna eins og er þarna
við sundgestina í Árbæjarlaug-
inni. En því var nú alls ekki alltaf
að heilsa hjá sumum vagnstjórum
SVR, því miður. Og ég bara veit
alls ekki hvers vegna svona góður
andi og þjónustulund starfsfólks
sundlaugar Árbæjar hefur alltaf
verið. Get bara alls ekki svarað
því.
Alltaf var stutt í þennan smit-
andi og notalega hlátur hjá Hönnu
við flesta eða alla sem hún um-
gekkst. Það var eitt af aðals-
merkjum hennar. Og er reyndar
eitt af aðalsmerkjum flestra eða
allra góðra manneskja. Meðal
annars þess vegna var svona gam-
an alltaf að koma í laugina þar.
Við Hanna kynntumst líka enn
betur í gegnum dætur mínar og
dótturson hennar sem voru skóla-
systkini forðum í Ingunnarskóla.
Starfsfólk skólans þar mætti ald-
eilis læra mikið af starfsfólkinu í
Árbæjarlauginni. En það er aftur
annað mál.
Og ef að líkum lætur þá sefur
hún Hanna núna enn í skýlinu í
Sumarlandinu. Sumir kalla það
Sjúkrahúsið, aðrir Hótelið, og enn
aðrir Gistihúsið. – Því allir sem
deyja, menn, hin dýrin, sem og
allt lifandi virðast sogast með ein-
hverju undarlegu náttúrulögmáli
til þessa staðar. Þar er nú tekið
vel á móti öllum, algerlega öllum.
Sé eitthvað að marka rannsóknir
okkar í Sálarrannsóknarfélagi
Reykjavíkur þá koma allir þangað
meðvitundarlausir og minnislaus-
ir. Og þeir „sofa“ mikið framan af
meðan meðvitundin og minnið er
að hlaðast upp. Vakna fyrst yfir-
leitt eftir viku eða tíu daga, eða
jafnvel fyrr eða síðar en það, hálf-
ruglaðir og minnislitlir framan af.
Þá heilsa þeim oftast nánustu vin-
ir og ættingjar þeirra þar, sem á
undan voru farnir. Flestum finn-
ast þessi fyrstu kynni undarlegur
og undarlegir draumar og eru
hálfruglaðir. Að vera að hitta for-
eldra og eða afa og ömmur sínar
og aðra vini sprellifandi passar
ekki við heimsmynd margra eða
flestra sem héðan eru kallaðir í
burtu. En svo gerir fólk sér smám
saman grein fyrir því að þetta
þarna er raunveruleikinn sem þau
eru komin í. Og taka þeir því þá
langoftast mjög vel, fyrir utan
söknuðinn við lifendurna sem eftir
eru á jörðinni.
En við fjölskyldu og vini Hönnu
segi ég bara: Örvæntið ekki, því
þið eigið öll eftir að eiga langa og
innilega samfundi með henni
Hönnu, þegar ykkar tími héðan
kemur. Einkum og sér í lagi ef
hláturinn hennar Hönnu verður
einhvers staðar nálægur. Og þá
verður kátt í höllinni, svo sann-
arlega. Það er verst að laugarnar
þar eru víst ekki eins góðar og
þær bestu hér. En við verðum
bara að senda Yfirvaldinu þar
bænaskjal um betrumbót á því.
Það verður víst fátt annað að gera
í stöðunni þá.
Góða ferð Hanna mín. Og gangi
þér vel í nýjum heimkynnum,
Sjáumst síðar. Svo sannarlega.
Magnús H.
Skarphéðinsson.
Hanna Björk
Hálfdánardóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku besta systir, ég sit
harmi sleginn yfir að þú
skulir hafa farið svona
fljótt. Ég trúi þessu ekki
ennþá. Ég þakka þér fyrir
allt þótt sambandið hafi
ekki verið gott. Þakka þér
fyrir ferðina sem þú bauðst
mér í til Köben og margt
fleira. Það verður voða
tómlegt þegar þú ert farin.
Ég bið Guð að styrkja
Bjarna og krakkana henn-
ar.
Hvíldu í friði elsku syst-
ir. Minning þín mun lifa.
Kveðja. Þinn elskandi
bróðir,
Helgi Hálfdánarson.
Elsku amma, þú varst
besta amma í heimi. Þú
gerðir allt fyrir mig og
hjálpaðir mér í gegnum
margt. Þú varst alltaf til
staðar sama hvað.
Ég á svo mikið af
skemmtilegum minningum
sem ég mun aldrei gleyma.
Allar utanlandsferðirnar og
næturnar sem ég gisti hjá
þér og afa.
Ég veit að þér líður vel
núna og passar upp á mig.
Takk fyrir að vera besta
amma í heimi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í
hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Ég elska þig.
Þín
Aníta.
Elsku besta Hanna
amma. Þú varst besta
amma í heimi og passaðir
alltaf svo vel upp á okkur
krakkana. Við eigum eftir
að sakna þín mjög mikið.
Amma mín er
með eyru sem
hlusta af alvöru,
faðm sem heldur fast,
ást sem er endalaus
og hjarta gert
úr gulli.
Þínir ömmustrákar,
Bjarni Leó og
Óskar Andri.
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2020
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr
að andlátum og útförum. Þar eru birtar
andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar
sem eru aðgengilegar öllum en auk þess
geta áskrifendur lesið minningargreinar
á vefnum.
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát
ber að höndum og aðrar gagnlegar
við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar