Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2020
Speglaframlenging
Kerrulás
Hitablásarar
Reiðhjólafestingar
á bíl
Tjalds
Flugnanet fyrir
börn og fullorðna
Rafmagnspumpa
Farangursteygjur
og strekkibönd
ikföng
Allt í ferðalagið
frá 3.845
4.485
2.995
frá 4.999
1.995
995
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
2.995Rafmangskælibox
frá 9.999
Okkur var rétt að takast aðgleyma óteljandi og óþolandi
fundum Æðstaráðs ESB út af
Grikklandsmálum um árið. Loksins
náðist niðurstaða sem tryggði að
Grikkir yrðu beiningarmenn um
áratugi, en þýskir og franskir
bankar fengju sitt.
Nú eru það fjár-tilfærslur
vegna kórónuveiru
sem kalla á langa
fundi. Í fréttum
sagði frá leikþætti
þar sem Macron
forseti Frakka sak-
aði Holland um
„Brexit-tilburði.“
Hvað þýddi það?
Gunnari Rögn-valdssyni þykir
þetta fyndið því
Holland sé útibú
Angelu Merkels og
eins konar bremsumiðstöð Þýska-
lands í ESB. Þannig að þegar Mac-
ron skammi Holland þá skammi
hann Þýskaland. „Á Sovéttímanum
var þetta kallað að „taka Albaníu á
málin,“ því þegar umboðslausum
Kommúnistaflokkunum í Kreml
líkaði ekki það sem eitthvert
stærra ríki í USSR-allsherj-
arverkóinu gerði, þá skammaði
Kremlið Albaníu, því hún var svo
lítil. Síðan urðu Kremlológar að
rýna í bollana og afkóða skamm-
irnar.
Sem sagt: „leiðtogar“ 27-ríkjahafa verið lokaðir ofan í suðu-
katli í bráðum fjóra daga til þess
að rífast um hámark 0,8 prósentu
af samanlagðri landaframleiðslu
Evrópusambandsríkja, dreift yfir
þrjú ár, eða 350 miljarða evra skv.
Eurointelligence í dag.
Sovétmenn voru þó aldrei svoheimskir að krefjast sameig-
inlegrar myntar í öllum ríkjum
kommúnismans.“
Emmanuel
Macron
Aftur og nýbúnir
STAKSTEINAR
Gunnar
Rögnvaldsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Formlegar viðræður um framtíðarsamband
Bretlands við EFTA-ríki Evrópska efnahags-
svæðisins: Ísland, Noreg og Liechtenstein, auk
Sviss, eru hafnar, að því er fram kemur í tilkynn-
ingu frá breska sendiráðinu.
„Á síðustu árum hafa Bretland og Ísland verið
að styrkja enn frekar sín nánu samskipti og með
þessu er enn eitt skrefið tekið á þessu ferðalagi
saman, nú stígur Bretland aftur á sviðið sem
sjálfstætt starfandi fríverslunarríki,“ er þar haft
eftir Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Ís-
landi.
Einsett sér að byggja á fyrri árangri
Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands,
vekur einnig athygli á þessu í færslu á Twitter og
segir viðskipti Bretlands og þessara ríkja metin
á 66 milljarða punda, eða sem nemur 11.713 millj-
örðum íslenskra króna. Bresk stjórnvöld hafi
einsett sér að byggja á þeim árangri í viðræðum
um hvernig efla megi þessi viðskiptatengsl.
Viðræðurnar formlega hafnar
Bretland á sviðið sem
sjálfstætt fríverslunarríki
Morgunblaðið/Eggert
Bretar Sendiherra Bretlands segir að með þessu
sé enn eitt skrefið tekið til að styrkja samskiptin.
Unnið er um þessar mundir við
endurbyggingu hafskipabryggju
og gerð nýrrar hafnaraðstöðu á
Bíldudal. Aukin umsvif þar í bæ,
bæði laxeldi og starfsemi kalkþör-
ungaverksmiðju, hafa kallað á upp-
byggingu. Viðlegukantar við höfn-
ina eru fullnýttir og hún er of lítil
fyrir þann iðnað sem nú er á svæð-
inu.
Í fyrri áfanga verksins, sem nú
er unnið að, er stálþil framan við
kalkþörungaverksmiðjuna lengt og
eldra þil við hafskipabryggju
endurnýjað. Nú er verið að reka
niður stálþil og í framhaldi af því
hefst lagnavinna. Þess er vænst að
steypa megi þekjuna næsta sumar.
Í síðari áfanga, sem boðinn verð-
ur út í haust, verður gerð ný að-
staða norðan við kalkþörungaverk-
smiðjuna. Núverandi grjótgarður
verður lengdur um 300 metra til
norðurs og landfylling lögð innan
svæðisins. Þetta er um 14 þúsund
fermetra svæði sem gert er ráð
fyrir að nýtist sem vinnusvæði og
geymslupláss. Áætlað er að bjóða
þennan áfanga út í haust.
sbs@mbl.is
Endurbæta hafnar-
aðstöðuna á Bíldudal
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bíldudalur Stálþilið er rekið niður með stórum krana og mikið er umleikis.