Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2020 Hellaskoðun fyrir tvo í Raufarhólshelli Gisting fyrir tvo í standard herbergi Morgunverðarhlaðborð Sumartilboðsverð: 20.600 kr. Skoðaðu glæsilegu sumartilboðin okkar á hotelork.is/tilbod Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna 27 settust á fund í Brussel í gær, fjórða daginn í röð, til að reyna að ná samkomulagi um aðgerðir til að örva hagkerfi Evrópu. Um er að ræða bæði styrki og lán, sem gætu samtals numið 750 milljörðum evra, jafnvirði 120 þúsund milljarða króna. Charles Michel, forseti leiðtoga- ráðs Evrópusambandsins, lagði upp- haflega til að 500 milljörðum evra yrði varið í beina styrki. Hann hefur síðan lagt fram málamiðlunartillögu um að styrkurinn lækki í 390 millj- arða evra en lánahlutinn hækki á móti. Búist var við að fundurinn gæti dregist fram á nótt. Upphaflega var áformað að viðræðurnar myndu taka tvo daga en hart hefur verið deilt um útfærslur á örvunarpakk- anum og umfang hans. Ríkin hafa skipst í ólíkar fylkingar þar sem Austurríki, Svíþjóð, Danmörk, Finn- land og Holland standa saman og vilja útdeila lægri upphæð og setja skilyrði fyrir úthlutun. Hafa ríkin þannig öðlast viðurnefnið „þau spar- sömu“. Á sama tíma vilja Ítalía, Spánn og bandamenn þeirra rausn- arlegar aðgerðir. Michel greip til þess ráðs í gær að bjóða „sparsömu“ ríkjunum af- slátt af framlögum þeirra til sjóða sambandsins, gegn því að þau sam- þykktu úthlutunina. Ekki höfðu bor- ist tíðindi af viðtökum þessa boðs, þegar Morgunblaðið fór í prentun. Deilur leiðtoganna munu hafa orðið háværar á kvöldverðarfundi á sunnudagskvöld þar sem Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sakaði Mark Rutte, forsætisráðherra Hol- lands, og Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, um að stofna Evrópu- samvinnunni í hættu með því að hugsa aðeins um eigin hagsmuni. Þá hótaði Macron að ganga út ef þeir hlustuðu ekki á sjónarmið hans og Angelu Merkel, kanslara Þýska- lands. Að sögn viðstaddra barði Macron eitt sinn í borðið og skammaði Kurz fyrir að fara frá borðinu til að svara símtali. Þá sakaði hann Rutte um að haga sér eins og David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, sem gjarnan tók harða afstöðu á leiðtogafundum ESB og endaði á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í Bret- landi um úrsögn úr bandalaginu. Rutte sagði við blaðamenn á eftir, að hann væri í Brussel til að gæta hagsmuna lands síns, en ekki til að vingast við aðra leiðtoga eða sækja afmælisveislur þeirra. Merkel varð 66 ára á föstudag, fyrsta fundardag- inn, og nokkir fundarmanna gáfu henni þá gjafir. gummi@mbl.is Stormasamur leiðtogafundur  Viðræður leiðtoga ESB-ríkja um fjárframlög til að örva hagkerfi ríkjanna héldu áfram fjórða daginn í röð  Áttu að taka tvo daga  „Sparsömu“ ríkjunum boðinn afsláttur af framlögum til sambandssjóða Ný rannsókn bendir til þess að allir hvítabirnir gætu verið horfnir af yfirborði jarðarinnar fyrir árið 2100, þar sem hlýnun jarðarinnar þýðir að þeir hafa skemmri tíma af árinu til þess að veiða sér til lífsbjargar, og eiga því frekar á hættu að svelta. Í rannsókninni, sem birtist í tíma- ritinu Nature Climate Change, segir að á vissum svæðum hafi fjölda hvítabjarna hrakað undir þolmörk, þar sem minna sé um hafís, sem aft- ur þýði að birnirnir eiga erfiðara með að veiða sér seli til átu. Það leiðir aftur af sér að þeir ná ekki að safna á sig því fitulagi sem þarf til þess að lifa af heimskautavet- urinn, en kvendýrin treysta sérstak- lega á það til þess að geta framleitt mjólk fyrir bjarnarhúnana. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni sögðu í samtali við AFP-fréttastofuna að vandamálið væri aðallega það hvað birnirnir ættu erfitt með að aðlagast breyttu tíðarfari. „Ef við gætum varðveitt með einhverjum töfrum hafísinn myndu hvítabirnirnir líklega geta lif- að af, þrátt fyrir hækkandi hitastig á norðurslóðum,“ sagði Steven Amst- rup, sem leiddi rannsóknarteymið. Talið er að um 25.000 hvítabirnir fyrirfinnist í náttúrunni um þessar mundir, en tegundin er talin við- kvæm en ekki enn í útrýmingar- hættu samkvæmt kvarða alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN. Amstrup segir hins vegar að sú skilgreining sé gölluð, þar sem kvarðinn vegi og meti einkum þætti eins og veiðiþjófnað og ásókn manna í búsvæði dýra, sem hægt sé að taka á með samstilltu átaki. „Við getum hins vegar ekki reist girðingar til að verja hafísinn,“ segir Amstrup. Horfnir fyrir næstu aldamót?  Hafa skemmri tíma til selaveiða AFP Í hættu Horfurnar þykja fremur dökkar fyrir framtíð hvítabjarna. Bruno Dey, fyrrverandi fangavörður í Stutthof, útrýmingarbúðum nasista í Póllandi, bað í gær fórnarlömb hel- fararinnar afsökunar á gjörðum sín- um í seinna stríði. „Ég vil í dag biðja þá sem gengu í gegnum vítisloga brjálæðisins afsök- unar, sem og aðstandendur þeirra. Svona atburður má aldrei aftur eiga sér stað,“ sagði Dey, sem er 93 ára gamall. Dey er ákærður fyrir að vera með- sekur um morð á 5.230 manns, sem tekin voru af lífi í fangabúðunum á meðan hann var fangavörður á veg- um SS-sveitanna. Gert er ráð fyrir að dómur muni falla á fimmtudaginn og hefur ákæruvaldið krafist þess að Dey fái þriggja ára fangelsisdóm. Lögmaður Deys hefur hins vegar óskað eftir því að hann verði sýkn- aður eða dómurinn skilorðsbundinn. ÞÝSKALAND AFP Fangavörður Dey hylur andlit sitt með möppu fyrir ljósmyndurum. Bað fórnarlömb helfarar afsökunar Sameinuðu arabísku furstadæmin bættust í hóp geimkönnuða í fyrrinótt þegar könnunarfari þeirra, „Von“, var skotið á loft um kl. 22 að ís- ætlað að rannsaka lofthjúp rauðu plánetunnar, en bæði Kínverjar og Bandaríkjamenn munu senda för til Mars á næstu vikum. lenskum tíma frá Japan. Skotið heppnaðist vel og var því fagnað mjög, þar sem fresta hafði þurft flugtakinu í tvígang vegna veðurs. Von er Vongóðir um fyrstu könnunarferðina til Mars AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.