Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2020 Í gangi er samn- ingastapp flugfreyja við Flugleiðir um kaup þeirra og kjör. Það er nýmæli að stappið snýst ekki um hækkun launa heldur kröfu Flugleiða um aukið vinnuframlag en óbreytt laun. Rökin eru þau að félagið sé í samkeppni við önnur flugfélög þar sem þessi verkþáttur sé ódýrari og ef félagið eigi að eiga sér lífsvon á flugmark- aðinum verði það að búa við sam- bærilegan kostnað af þessum verk- þætti og keppinautarnir. Um það ætti tæpast að deila, en vekur spurningu um hvort aðrir starfs- menn félagsins séu á svipuðum kjör- um og þeim sem launaviðmið freyj- anna er sótt til. Sama þróun og í farmennskunni Í fluginu er greinilega sama þró- unin í gangi og búin er að vera hjá farmönnum a.m.k síðustu 40-50 ár- in. Ef ég man rétt hófst hún hjá norskum útgerðum sem flögguðu skipunum út og réðu í framhaldinu sjómenn frá láglaunasvæðunum, t.d. Filippseyjum. Til að það væri ger- legt varð að skrá skipin í landi sem heimilaði slíkt. Rökin voru þau sömu og í fluginu; við verðum að búa við svipaðan kostnað vegna mönnunar skipanna og keppinaut- arnir. Norrænar útgerðir, að frá- töldum Íslendingum, svöruðu í grunninn á sama veg með því að lögleiða sérstaka alþjóðlega skipa- skrá sem kvað á um ýmis frávik frá gildandi reglum en þar bar skattaí- vilnanir hæst, ríkið gaf eftir skatta sjómanna sem runnu til útgerð- arinnar og lækkaði um leið launa- kostnaðinn sem sköttunum nam. Þetta fyrirkomulag gilti um þá sjó- menn sem störfuðu samkvæmt kjarasamningi milli viðkomandi út- gerðar og tilgreinds stéttarfélags. Þetta var gert til þess að bæta sam- keppnisstöðuna gagnvart sjómönn- um láglaunasvæðanna. Þegar búið var að flagga skip- unum út urðu sjómennirnir að búa við þá óvissu að útgerðin gat hve- nær sem er sagt þeim upp og ráðið í staðinn sjómenn frá laglaunasvæðunum. Ís- lensku útgerðirnar Eimskip og Samskip hafa ekki gert það hingað til hvað varðar siglingar til og frá landinu enda þar ekki um aðra samkeppi að ræða en á milli þessara tveggja félaga, hvað sem verður í framtíð- inni. Rétt er að geta þess að Eimskip var að taka í gagnið nýtt skip sem skráð er í Færeyjum. Ástæð- una sagði forstjórinn vera þá að Færeyingar byðu upp á alþjóðlega skipaskrá sem ekki væri boðið upp á hjá okkur en það væri hagstæðara að skrá skipið þar m.a. vegna hag- kvæmara skattaumhverfis, sem hann skýrði ekki frekar. Þetta hag- kvæma skattaumhverfi felst í því að útgerðinni er endurgreiddur skatta- hluti launanna sem íslenska ríkið gefur eftir en ekki það færeyska enda sjómennirnir með lögheimili hér á landi en ekki í Færeyjum. Af hverju Ísland, eitt norrænu landanna, án alþjóðlegrar skipaskrár? Af hverju ekki íslensk alþjóðleg skipaskrá? Um hana hefur bara ekki náðst samkomulag hingað til þrátt fyrir mikla vinnu. Lengst komust við á vorþingi árið 2007, þá var búið að þingfesta frumvarp sem var samstofna dönsku löggjöfinni um endurgreiðslu skattsins til við- komandi útgerðar. Á lokasprett- inum lagðist ASÍ alfarið gegn frum- varpinu í þáverandi mynd vegna þess að í því var ákvæði sem kvað á um að ef ráðnir væru sjómenn sem ekki væru í þeim félögum sem ættu samninga við viðkomandi útgerð tækju þeir kaup og kjör samkvæmt kjarasamningum síns heimalands, sem er sama staðan og kemur upp þegar búið er að flagga skipi út. Al- þingi lagði ekki í að ganga gegn áliti ASÍ í þessu máli, því fór sem fór. Afstaða ASÍ í málinu var afar tor- ráðin þar sem samtökin hafa ekki, það ég best veit, skipt sér af mál- efnum farmanna, t.d. lagt farmönn- um lið í erfiðum kjaradeilum. Sömuleiðis finnst mér það tákn- rænt að ASÍ hefur ekki haft uppi neinar aðfinnslur þegar íslensk skip eru skráð í færeysku skipaskrána, sem kveður á um sömu heimildir ef skráðir eru á skipin sjómenn sem ekki eiga aðild að íslenskum kjara- samningum, en mér skilst að það hafi verið dropinn sem fyllti mælinn hjá ASÍ á sínum tíma svo út úr fló. Minnir ögn á tvískinnunginn þegar kristni var lögfest á Alþingi en þá var heimilað að bera út börn – bara ef enginn sæi til. Vantar döngun Skemmst er frá að segja, að frá vorþingi árið 2007 hefur ekki verið minnst á útflöggun kaupskipa í sam- þykktum stéttarfélaga sjómanna, a.m.k. þeim sem ratað hafa í fjöl- miðla, þótt þau sigli öll undir er- lendum fánum. Forystu sjómanna- félaganna virðist skorta döngun, eða vera alveg sama um hvaða dula blaktir í skutnum, það best verður séð. Það er af sem áður var þegar íslenska þjóðin var stolt af því að eiga kaupskip undir eigin fána, tákn um sjálfstæði hennar. Aðferðafræði þeirra sem stjórna íslensku samgöngutækjunum sem tengja landið við umheiminn er nokkuð skondin. Þeir krefjast þess einfaldlega að laun þeirra sem starfa um borð séu á pari við laun þeirra áhafna sem eru frá láglauna- svæðunum. Því hefur ekki verið hreyft, það ég best veit, að hin fjölmörgu önnur störf en um borð í flugvél eða skipi skuli greidd samkvæmt einhverjum lægri töxtum sem finnast fyrir sömu störf einhvers staðar úti í hinum stóra heimi eða að stjórnunin og skrifstofuhaldið yrði flutt þangað sem hagstæðari kjör bjóðast vegna þeirra starfa. Tvískinnungur Eftir Helga Laxdal Helgi Laxdal » Að binda bara laun í flugvélum og kaup- skipum við láglauna- svæðin, þ.e. að aftengja þau almennri launa- þróun í landinu, er mis- munun sem gengur ekki upp. Höfundur er vélfræðingur og fyrrver- andi yfirvélstjóri. punkta60@gmail.com Umhyggjusami, um- vefjandi, elskandi Guð, frelsari og eilífi lífgjafi! Blessaðu okkur öll sem ferðumst um land- ið okkar fallega í sum- ar. Gef að við fáum not- ið landsins og náttúrunnar og hins óviðjafnanlega lands- lags, fegurðar sköpunar þinnar. Uppi á fjöllum, niðri í dölum, í fjörðum og hvar sem við komum eða förum um. Forðaðu okkur sem ferðumst um landið okkar frá öllu illu, hvers kyns hættum, slysum og tjóni. Hjálpaðu okkur að reynast góðir gestgjafar. Og minntu okkur á að sýna aðgát, kurteisi og ábyrgð, tillitssemi og þol- inmæði í umferðinni og virðingu í samskiptum öllum hvert við annað, landið, náttúruna og náttúruöflin og veita þeim aðstoð sem á vegi okkar verða og stuðning sem á því þurfa að halda. Leið okkur svo heil heim með dýrmætar minn- ingar í farteskinu sem við getum yljað okkur við. Gefðu að við fáum að upplifa eitthvað nýtt og spennandi og getum um leið notið áningar og friðar með góðum ferðafélögum og í þakklæti til þín sem skapar og græð- ir, nærir og gefur líf. Í þakklæti til þín sem vilt að við njótum þess besta sem þú hefur skapað og gefið og lífið hefur upp á að bjóða. Hjálpaðu okkur að njóta eðlilegra samvista í faðmi fjölskyldu, vina eða kunningja og gef við eignumst jafn- vel nýja kunningja og vini. Hjálpaðu okkur að hafa augun opin fyrir eigin velferð og náungans og koma þeim til hjálpar sem hjálpar eru þurfi. Þess bið ég þig, náðugi og mis- kunnsami Guð. Þig sem ert höf- undur og fullkomnari lífsins og einn ert fær um að viðhalda því um eilífð. Í Jesú nafni. Amen. Með samstöðu-, friðar- og kær- leikskveðju. – Lifi lífið! Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Bæn fyrir fólki á ferðalagi Sigurbjörn Þorkelsson » Blessaðu okkur sem ferðumst um landið okkar. Gef að við fáum notið landsins, náttúr- unnar og hins óviðjafn- anlega landslags, feg- urðar sköpunar þinnar. Dómur hefur fallið í máli Sæmundar Ás- geirssonar gegn Páli á Húsafelli, þar sem Páli er gert að rífa hús á jörð sinni, sem á að hýsa merkilegt og dýrmætt safn fornra legsteina. Þessi dómsniðurstaða kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Eins og ég skil þetta hafa verið gerð mistök í stjórnsýslu Borg- arbyggðar varðandi þetta hús og nú á að refsa Páli fyrir þau. Það er einnig með öllu óskiljanlegt að nið- urstaða dómsins skuli ekki gefa Páli tóm til andmælaréttar eða áfrýjunar til æðri dómstóla. Þessi réttur, sem að vísu er til staðar á pappírnum, er þurrkaður út þegar þess er gætt að áfrýjun til Lands- dóms tekur tvö ár og önnur tvö ef til kasta Hæstaréttar kemur. Nið- urstaða dómsins gefur Páli tvo mánuði til að rífa húsið. Að öðrum kosti skuli hann sæta dagsektum að upphæð 40.000 krónum. Þetta fé rennur beint í vasa Sæmundar Ásgeirssonar. Á mánuði myndi þessi upphæð nema 1,2 milljónum króna. Auk þess ber Páli að greiða allan málskostnað, sem nemur tveimur milljónum króna. Ég veit ekki betur en Sæmundur Ásgeirs- son hafi notið góðs af nágranna sínum Páli frá Húsafelli þegar hann hefur viljað sýna gestum sín- um list Páls. Engu að síður hefur Sæmundur séð ástæðu til þess að kæra Pál. Upphaflega var stefnt að því að láta rífa bæði leg- steinasafnshúsið og Pakkhúsið, sem er stórkostlegt listasafn, sem hýsir meðal annars allar stein- hörpur Páls, sem hafa vakið heimsathygli. Pakkhúsinu tókst að bjarga og þar með dýrmætum list- verðmætum og stórkostlegu húsi, sem var gert upp á staðnum með mikilli vinnu og ærnum til- kostnaði. Bílastæðin umtöluðu, sem Sæ- mundur óttast að verði notuð þegar gesti ber að garði til þess að skoða lista- verk Páls, voru upp- haflega gerð fyrir kirkjugesti kirkjunnar á Húsafelli. Hvort yf- irráðaréttur Sæmund- ar yfir þessum bíla- stæðum sé ótvíræður, þegar hann keypti gamla bæinn, sagt ósagt látið, en varla skaðar það starf- semi Sæmundar, sem gistihúseig- anda, ef fólk kemur á staðinn til þess að upplifa listasafn Páls frá Húsafelli. Páll Guðmundsson hefur gert Húsafell alþjóðlega þekkt sem einstakt listasafn. Hin fjöl- breytta listsköpun hans hefur vak- ið heimsathygli og dregið að fjölda erlendra gesta til Borgarbyggðar. Páll hlýtur með sínu einstaka listræna framlagi að vera stolt Borgarbyggðar. Það hlýtur að vera augljóst hverjum heiðarlegum manni að allt þetta mál lyktar af spillingu og ráðaleysi þeirra aðila Borgarbyggðar, sem bera ábyrgð. Ég vil sérstaklega beina orðum mínum til núverandi sveitarstjóra Borgarbyggðar þegar ég segi: Þetta mál og framgangur þess er með öllu óviðunandi og skamm- arlegt fyrir þig og þína samstarfs- menn. Þetta þarf að leysa strax! Eftir Gunnar Kvaran » Þetta mál og framgangur þess er með öllu óviðunandi og skammarlegt fyrir Borgarbyggð. Gunnar Kvaran Höfundur er sellóleikari og prófessor emeritus við Listaháskóla Íslands. sellokvaran@gmail.com Til varnar vini mínum Páli Guð- mundssyni lista- manni frá Húsafelli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.