Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 2
með lítinn fyrirvara. Þá segir hann að fyrirtækið muni skoða hvort farið verði fram á skaðabætur við Reykja- víkurborg. „Það er ekki komið svo langt, en við munum skoða málið mjög alvarlega. Við myndum sækja það til borgarinnar. Við hefðum vilj- Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Ljóst er að lagnaviðgerðir og fram- kvæmdir við Laugalæk í Laugarnes- hverfinu í Reykjavík koma sér mjög illa fyrir fyrirtæki á svæðinu. Af samtölum Morgunblaðsins við um- rædda rekstraraðila að dæma ríkir talsverð óánægja með framkvæmd- irnar, sem gera má ráð fyrir að ljúki í október. Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar hefur djúpur skurður verið grafinn á stóru svæði framan við verslanirnar. Hefur það orðið til þess að færri viðskiptavinir sækja þjónustu í Laugalæk. Óánægja með lítinn fyrirvara Að sögn Hauks Benediktssonar, rekstrarstjóra Krambúðarinnar, hefur salan dregist mikið saman eft- ir að framkvæmdir hófust. „Þetta hefur talsverð áhrif og salan er að minnka. Það sjá það allir að þetta hefur mikil áhrif og þetta hlýtur að hafa áhrif á allar búðir á svæðinu,“ segir Haukur, sem kveðst óánægður að fá að vita þetta fyrr, en við skiljum auðvitað að það þurfi að laga lagnir og annað,“ segir Haukur. Í sumum tilfellum fengu rekstrar- aðilar á svæðinu engan fyrirvara vegna framkvæmdanna. Af þeim sökum eru ákveðnir aðilar á svæðinu að skoða flöt á því að sækja bætur til borgarinnar. Þá er sömuleiðis óljóst hversu lengi ástandið mun vara, en borgin hefur gefið út að fram- kvæmdunum eigi að ljúka í október. Viðskiptavinir kvarta Sigurður Haraldsson, eigandi Pylsumeistarans, rekur verslun á svæðinu. Segir hann að erfitt sé að reka fyrirtæki í framangreindu ástandi. „Þetta er náttúrulega mjög óskemmtilegt. Það er ekki gaman að vera með búð í þessu hverfi eins og ástandið er núna. Það er svo mikill hávaði og læti frá þessu,“ segir Sig- urður, sem bindur þó vonir við að svæðið verði snyrtilegt að fram- kvæmdum loknum. Aðspurður segir hann að viðskiptavinir hafi kvartað undan því að ekki sé auðvelt að koma í verslunina. Þá kveðst hann óánægður með lítinn fyrirvara. „Eflaust hefur leigusalinn eitthvað fengið að vita, en ég hafði ekki hug- mynd fyrr en þeir byrjuðu. Maður verður bara að taka þessu eins og kórónuveirunni, það er einn dagur í einu. Ég reyni að gera eins gott úr þessu og ég get, en þetta á eftir að kroppa í mann,“ segir Sigurður. Spurður hvort hann muni leitast eftir því að fá tjónið bætt kveður Sig- urður nei við. Slík umleitan muni lít- ið hafa upp á sig. „Það er spurning hverjum þetta er að kenna. Ég hef enga trú á því að það þýði neitt frek- ar en hjá þeim sem voru á Hverfis- götunni. Mér er sagt að þetta verði voða fínt og þá verður maður bara að kyngja því,“ segir Sigurður. Engin bótakrafa borist Að því er fram kemur í svörum Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Morgunblaðsins er verið að endur- gera gatnamót á svæðinu. Í svarinu segir jafnframt að allt sé gert til að halda aðgengi eins góðu og mögulegt sé þótt erfitt sé að koma í veg fyrir tímabundin óþægindi eða rask. Þá hefur borginni ekki borist bótakrafa vegna málsins. Í svarinu kemur enn fremur fram að framkvæmdirnar hafi fyrst farið í kynningu í maí á þessu ári. Reksturinn ofan í djúpan skurð  Framkvæmdir við Laugalæk eiga að klárast í október  Hefur alvarlegar afleiðingar fyrir rekstrar- aðila  Kanna hvort hægt er að sækja skaðabætur til borgarinnar  Reynt að halda aðgengi góðu Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Vegaframkvæmdir Miklar framkvæmdir hófust í byrjun síðustu viku. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2020 MorgunblaðiðHádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Alexander Gunnar Kristjánsson alexander@mbl.is Húsfyllir var í veislusal Hótel Nor- dica á Suðurlandsbraut í gær þegar stjórn Flugfreyjufélagsins kynnti nýjan kjarasamning fyrir fé- lagsmönnum. Samningurinn er áþekkur þeim sem undirritaður var í síðasta mánuði, sem flugfreyjur felldu síðan með 72,65% greiddra atkvæða í atkvæðagreiðslu. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyju- félagsins, segir að mikil samheldni hafi verið hjá félagsmönnum á fundinum. „Þetta var ekki átaka- fundur, en hins vegar skein í gegn að fólk er í sárum eftir atburði síð- ustu daga. Við fengum yfir okkur þann raunveruleika að gengið yrði fram hjá okkur, öllum starfsmönn- um sagt upp og búið yrði til nýtt stéttarfélag til að lækka laun okkar til frambúðar,“ segir Guðlaug spurð hvernig hún hafi reynt að höfða til þeirra félagsmanna sem felldu síð- asta samning, um að samþykkja þennan. Þeir félagsmenn sem mbl.is ræddi við fyrir utan fundinn voru frekar á því að samningurinn yrði samþykktur en felldur, en þó mátti greina mikla óvissu með framtíðina. Guðlaug segir að mikil samheldni hafi verið hjá félagsmönnum á fund- inum. „Þetta var ekki átakafundur, en hins vegar skein í gegn að fólk er í sárum eftir atburði síðustu daga.“ Spurð hvort Flugfreyjufélagið muni beita sér hvað varðar þá að- gerð Icelandair að segja upp öllum flugfreyjum félagsins, segir Guð- laug að áherslan sé nú öll á að kynna samninginn og koma honum í atkvæðagreiðslu. „Við munum kryfja þetta mál og fara með það lengra ef við teljum að þörf sé á.“ Morgunblaðið/Arnþór Saman Mikil samheldni var á meðal félagsmanna á fundinum, segir Guðlaug. Áherslan sé á að kynna samninginn. Flugfreyjur komu saman og fóru yfir samninginn  Fólk í sárum eftir atburði síðustu daga, segir formaðurinn Fundur Samningurinn er áþekkur þeim sem ritað var undir í júnímánuði. „Umræðan gat oft verið svolítið rætin og andstyggileg en það sem mér finnst vera nýtt í þessu er þetta afturhvarf til for- tíðar — umræðan er eins og hún var á fjórða ára- tug síðustu ald- ar,“ segir Lára V. Júlíusdóttir, lög- maður og sér- fræðingur í vinnurétti, um orðræðuna í tengslum við kjaradeilur. Eftir að Icelandair tilkynnti að fé- lagið hefði sagt upp öllum flugliðum og að flugmenn myndu sinna starfi öryggisliða um borð tímabundið, leituðu fjölmiðlar meðal annars til Láru til að fá mat á lögmæti aðgerð- ar Icelandair. Sagði hún þá í samtali við mbl.is að hún sæi ekkert brot felast í henni frá lögfræðilegu sjón- armiði. Alþýðusamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið þar sem lögskýringar Láru voru sagðar rangar og fjarstæðukenndar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formað- ur Eflingar, sagði svo í Facebook- færslu að Lára talaði „úr hlið- arveruleika hinna auðugu“ og að um „ömurlegt þvaður í ruglaðri mann- eskju“ væri að ræða. Umræðan var á hærra plani Lára sagðist í gær ekki hafa séð þau ummæli og lét sér fátt um finn- ast um þau, þau dæmdu sig sjálf. Orðræðan í kringum kjaradeilur sé þó orðin öðruvísi en þegar hún starfaði hjá ASÍ, fyrst sem lögmað- ur og svo framkvæmdastjóri, í alls 12 ár. „Umræðan var á hærra plani en þetta þegar ég var hjá Alþýðu- sambandinu. Ég byrjaði árið 1982 og hætti 1994. Allan þann tíma var Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ og þá leyfðum við okkur ekki svona orðræðu.“ Ummæli Sólveigar dæmi sig sjálf  Orðræðan orðin öðruvísi en áður var Lára V. Júlíusdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.