Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 6
ingur og framkvæmdastjóri Reykja-
vík Economics, segir skýringuna á já-
kvæðum flutningsjöfnuði frá Norður-
löndum mögulega þá að námsmenn
hafi flutt aftur heim vegna faraldurs-
ins. Það sé ótímabært að draga of víð-
tækar ályktanir af þessri þróun í ár.
Flytja burt í samdrætti
Hvað snertir búferlaflutningana
almennt á fyrri hluta ársins segir
Magnús Árni mega leiða líkur að því
að héðan hafi flust erlendir farand-
verkamenn. Ástæðan sé meðal ann-
ars mikill samdráttur í faraldrinum.
Verkafólkið hafi getað komist til síns
heima með flugi.
Sökum þess að margir erlendir
verkamenn hafi búið þétt saman,
jafnvel í atvinnuhúsnæði, telur
Magnús Árni það munu hafa óveru-
leg áhrif á íslenskan húsnæðismark-
að að þeir haldi heim á leið.
Hins vegar geti það aukið spurn
eftir íbúðum að íslenskum ríkis-
borgurum sé að fjölga. Þá meðal ann-
ars frá háskólamenntuðum Íslend-
ingum sem eru fluttir heim.
Þessi þróun geti vegið á móti nei-
kvæðum áhrifum veirunnar á
verðþróun á íbúðamarkaði.
Mest sé um vert að íbúum landsins
sé að fjölga, en ekki fækka, í niður-
sveiflu.
Leita heim til Íslands
Hagfræðingur segir aðflutning hafa áhrif á íbúðaverð
Aðflutningur Íslendinga frá Norðurlöndunum á árinu
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2020
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
Kæli- & frystiklefar
í öllum stærðum
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Við erum gríðarlega ánægð með að
geta komið til móts við öll liðin sem
vildu koma,“ segir Guðmundur
Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Cap-
elli Rey Cup. Vísar hann þar til
knattspyrnumótsins Rey Cup sem
haldið er árlega á vegum Þróttar í
Reykjavík.
Mótið hefur aldrei verið stærra en
nú í ár. Alls er gert ráð fyrir að um
1.700 ungmenni á aldrinum 13 til 16
ára taki þátt í Rey Cup. „Það hafa
aldrei eins margir tekið þátt í mótinu
og nú. Við erum auðvitað himinlif-
andi með það og hlökkum til að tak-
ast á við verkefnið,“ segir Guð-
mundur og bætir við að
heimsfaraldur kórónuveiru hafi sett
mark sitt á undirbúning mótsins.
Þannig hafi skipuleggjendur þurft að
gera ákveðnar breytingar. „Það er
búinn að eiga sér stað alveg gríð-
arlega mikilvægur undirbúningur.
Segja má að ástæðurnar þar að baki
séu tvær. Annars vegar út af fjölda
liða og hins vegar vegna veirunnar,“
segir Guðmundur.
Í stað þess að mótið hefjist á
fimmtudegi, líkt og tíðkast hefur
undanfarin ár, verður fyrsti leikur
leikinn á miðvikudegi. Alls eru leik-
irnir 370 talsins og því ljóst að allt
skipulag þarf að ganga upp. „Við
byrjum fyrr og náum þannig að klára
50 til 60 leiki á fyrsta deginum. Við
verðum með leikina á fjölda valla um
allan Laugardal og þannig verður
tryggt að sóttvarnareglur verði virt-
ar. Auk þessa hefur ýmislegt verið
gert til að bregðast við ástandinu, til
dæmis verður engin setningar-
athöfn, notast verður við einnota
áhöld, allt þrifið mjög vel auk fjölda
annarra ráðstafana,“ segir Guð-
mundur.
Ljóst er að sökum faraldursins
hafa fjölmörg íslensk íþróttafélög
orðið fyrir tekjumissi. Að sögn Guð-
mundar er Rey Cup gríðarlega
mikilvægur hluti af tekjuöflun Þrótt-
ar á hverju ári. „Þetta er stærsta
fjáröflun félagsins á hverju ári þann-
ig að þetta er auðvitað mjög mik-
ilvægt,“ segir Guðmundur
en tekur fram að skipu-
leggjendur vilji fyrst og
fremst tryggja að þátttak-
endur séu ánægðir. „Við viljum auð-
vitað passa að enginn skaði verði af
okkur völdum. Að öðru leyti snýst
þetta um að halda gott mót fyrir
krakkana. Ef það tekst þá erum
við ánægð,“ segir Guðmundur.
Fjölmennasta Rey Cup frá upphafi
Morgunblaðið/Arnþór
Framkvæmdastjóri Skipulagning mótsins hefur gengið mjög vel.
1.700 ungmenni taka þátt í Rey Cup Mótið hefst nú á miðvikudag og stendur fram til sunnudags
Undirbúningur hefur litast af heimsfaraldri kórónuveiru Stærsta fjáröflun Þróttar á hverju ári
Í kjölfar heimsfaraldurs kór-
ónuveiru hafa mörg erlend
knattspyrnulið þurft að draga
þátttöku sína á Rey Cup til
baka. Að sögn Guðmundar
hafa íslensk lið fyllt það
skarð, en alls taka 123
lið þátt í mótinu. „Við
erum að fá innlend
lið sem annars
hefðu farið á mót
erlendis. Við erum
ánægð með að hafa
náð að koma til móts við
við þessi 30 til 40 lið.
Sérstaklega í ástandinu sem
nú ríkir,“ segir Guðmundur.
123 lið taka
þátt í mótinu
KOMA TIL MÓTS VIÐ ALLA
Búferlaflutningar frá Íslandi 2000 til 2020*
Aðfluttir umfram brottflutta
Íslenskir Erlendir
2000 62 1.652
2001 -472 1.440
2002 -1.020 745
2003 -613 480
2004 -438 968
2005 118 3.742
2006 -280 5.535
2007 -167 5.299
2008 -477 1.621
2009 -2.466 -2.369
2010 -1.703 -431
2011 -1.311 -93
2012 -936 617
2013 -36 1.634
2014 -760 1.873
2015 -1.265 2.716
2016 -146 4.215
2017 352 7.888
2018 -65 6.621
2019 -200 5.020
2020* 240 1.190
+6
+5
+4
+3
+2
+1
0
-1
-2
-3
-4
Þúsundir
’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19 ’20
Samtals Íslenskir Erlendir
2000-2020 -11.583 50.363
2005-2008 -806 16.197
2009-2011 -5.480 -2.893
2012-2020 -2.816 31.774
2015-2020 -1.084 27.650
Íslenskir ríkisborgarar
Erlendir ríkisborgarar
*Til og með 30. júní 2020 (fyrstu 6 mánuði ársins)
Fyrstu 6 mán.
ársins 2020
Heimild: Hagstofa Íslands
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Íslenskum ríkisborgurum á Íslandi
hefur fjölgað í kórónukreppunni. Með
því sker kreppan sig úr í þessu efni
enda hefur jafnan
orðið brottflutn-
ingur íslenskra
ríkisborgara í
kreppu.
Landsmönnum
fjölgaði um 1.870 á
fyrsta fjórðungi
og um 560 á öðr-
um fjórðungi. Á
öðrum fjórðungi
fluttu 280 fleiri ís-
lenskir ríkisborg-
arar til landsins en frá því. Þá fluttu
héðan 260 fleiri erlendir ríkisborgar-
ar en til landsins. Það er í fyrsta sinn
frá 2. ársfjórðungi 2012 sem slíkt ger-
ist. Aðfluttir erlendir ríkisborgarar
hafa þannig verið fleiri en brottfluttir
31 ársfjórðung í röð, eða alls 32.350
umfram brottflutta á tímabilinu. En
þá var lengstum uppgangur í hag-
kerfinu.
Það vekur einnig athygli að um 230
fleiri íslenskir ríkisborgarar hafa flutt
heim frá Danmörku, Noregi og Sví-
þjóð á fyrri hluta ársins en fluttu héð-
an til þessara landa.
Magnús Árni Skúlason, hagfræð-
Magnús Árni
Skúlason
Búferlaflutningar til og frá Norðurlöndunum
Aðfluttir íslenskir ríkisborgarar Brottfluttir
2019 Svíþjóð Danmörk Noregur Alls
1. ársfj. 80 170 70 320 310
2. ársfj. 80 140 90 310 220
3. ársfj. 210 310 140 670 880
4. ársfj. 100 180 90 370 250
Alls 470 800 390 1.670 1.660
2020 Svíþjóð Danmörk Noregur Alls
1. ársfj. 180 60 80 320 170
2. ársfj. 170 60 110 340 260
Alls 350 120 190 660 430
Pétur Magnússon
petur@mbl.is
„Þetta er það sem við höfum verið að
tala um að gæti gerst, sérstaklega
þegar fólk er ekki að passa sig,“ seg-
ir Þórólfur
Guðnason sótt-
varnalæknir í
samtali við mbl.is
um hópsýkingar
af kórónuveirunni
sem nú hafa kom-
ið upp í Evrópu
og víðar.
Þau tíðindi bár-
ust til dæmis um
helgina að íbúar
Barcelona hefðu
verið hvattir til þess að halda sig
heima nema brýna nauðsyn bæri til
að fara út. Þá hefur smitum einnig
fjölgað á stöðum eins og í Hong
Kong, þar sem fá tilfelli höfðu áður
komið upp. Þórólfur segir að þetta sé
áhyggjuefni og sýni hvað geti gerst
ef fólk gæti ekki að einstaklings-
bundnum sýkingavörnum. „Þetta
sýnir hvað getur gerst hér ef við
slökum á.“
Lagfæra þurfti upplýsingar á co-
vid.is, upplýsingasíðu stjórnvalda
um faraldurinn, í gær en þrír voru
sendir í einangrun um helgina, tveir
á laugardaginn og einn á sunnudag.
Þar með eru alls átta manns í ein-
angrun vegna kórónuveirunnar. Þá
eru 84 í sóttkví vegna veirunnar.
Þórólfur segir að ósamræmi í töl-
unum hafi kallað á þessa lagfæringu,
og að tölfræðin um virk smit, óvirk
smit og fólk sem biði eftir niðurstöð-
um hafi valdið nokkrum ruglingi, svo
að ákveðið hafi verið að greina betur
frá þeim sem voru með virk smit
annars vegar og óvirk smit hinsveg-
ar. „Núna eru þetta eðlilegri tölur,
raunverulegri tölur en þetta voru.“
Alltaf hætta ef fólk
passar sig ekki
Þrír sendir í einangrun um helgina
Morgunblaðið/Íris
Skimun Þrír voru sendir í ein-
angrun vegna kórónuveirunnar.
Þórólfur
Guðnason