Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2020
Mulningsvél hefur lengi þótt
viðeigandi orð til að lýsa
íþróttaliðum eða mönnum sem
standa öðrum framar á sínu
sviði. Vél sem er svo öflug að
hún leysir efnislega hluti sundur
í frumeindir, þannig að þeir
hverfa með öllu. Lið sem er
bæði ósigrandi og lýjandi að
spila gegn.
Goðsagnakennt karlalið
Vals í handknattleik á árunum í
kringum 1980 var sennilega
fyrst liða á Íslandi til að fá þetta
skemmtilega viðurnefni. Liðið
náði þeim magnaða árangri að
komast í úrslitaleikinn í Evr-
ópukeppni meistaraliða en það
afrek er einstakt í íslenskri
íþróttasögu.
Hugtakið ber nú aftur á
góma og vísa menn þar til
knattspyrnukarla Vesturbæjar,
Íslandsmeistara KR, sem unnu
stórsigur í deildinni á síðustu
leiktíð, voru 14 stigum fyrir ofan
næsta lið og eru yfirleitt ósigr-
andi enn þann dag í dag, nema
þegar þeir mæta Handknatt-
leiksfélagi Kópavogs.
Gömlu karlfauskarnir
hafa tekið snöggt við sér og
andmælt þessari vitleysu. Ís-
landsbikar kemst ekki til jafns
við úrslitaleik í Evrópukeppni,
ungir íþróttamenn nútímans
hafa það allt of gott, fá greidd
of há laun fyrir iðju sína og hafa
aldrei spilað á malarvöllum. Þar
með eru afrek þeirra ómerk og
ógild í sjálfu sér.
Fortíðardýrkun eldri kollega
minna, sem gjarnan sveipa öll
forn afrek sögulegum ljóma,
hefur oft komið undirrituðu ung-
lambi skringilega fyrir sjónir.
Ríkjandi Íslandsmeistarar KR
eru víst mulningsvél og Eiður
Smári Guðjohnsen var ekki bara
betri fótboltamaður en Ásgeir
Sigurvinsson, hann vann líka
miklu stærri afrek!
BAKVÖRÐUR
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Nokkur Íslendingalið eru á meðal
mögulegra mótherja Valsmanna í
nýrri Evrópudeild karla í hand-
bolta en þar leika þeir í fyrstu um-
ferðinni í lok ágúst. Meðal liðanna
sem þeir geta mætt er Melsungen
frá Þýskalandi sem Guðmundur Þ.
Guðmundsson þjálfar og Arnar
Freyr Arnarsson leikur með. Einn-
ig eru Kristianstad (Ólafur Guð-
mundsson og Teitur Einarsson),
Skjern (Elvar Örn Jónsson), Hol-
stebro (Óðinn Þór Ríkharðsson og
Bjerringbro-Silkeborg (Þráinn Orri
Jónsson) mögulegir mótherjar.
Gætu mætt
Íslendingaliði
Morgunblaðið/RAX
Mótherji? Guðmundur Þórður Guð-
mundsson gæti mætt Val.
Ísak Snær Þorvaldsson, unglinga-
landsliðsmaður í knattspyrnu, gekk
í gær til liðs við skoska úrvalsdeild-
arfélagið St. Mirren. Ísak er á mála
hjá Norwich City á Englandi en
hefur nú verið lánaður til St. Mir-
ren út komandi keppnistímabil sem
hefst 1. ágúst. Ísak er 19 ára gamall
miðjumaður og var lánaður til
enska C-deildarliðsins Fleetwood
eftir áramótin en hafði aðeins spil-
að tvo leiki þegar keppni var aflýst
vegna kórónuveirunnar. Ísak kom
til Norwich frá Aftureldingu árið
2017.
Leikur næsta
árið í Skotlandi
Ljósmynd/St.Mirren
St. Mirren Ísak Snær Þorvaldsson
leikur í skosku úrvalsdeildinni.
7. UMFERÐ
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Guðjón Baldvinsson skoraði sitt 60.
mark í efstu deild hér á landi þegar
hann gerði annað mark sitt og
fjórða mark Stjörnunnar í 4:1-sigri
á HK í 7. umferð Íslandsmótsins í
knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni,
um helgina. Stjarnan er eina tap-
lausa lið deildarinnar og með fæst
töpuð stig en liðið er með tíu stig og
á auðvitað þrjá frestaða leiki inni.
Garðbæingar unnu fyrstu tvo
leiki sína á Íslandsmótinu en urðu
svo að draga sig í hlé í tvær vikur
og fara í sóttkví vegna kór-
ónuveirusmits. Einhvers staðar
hefði slíkt áfall á miðju tímabili riðl-
að gengi liðsins en ekki hjá þaul-
æfðum Stjörnumönnum.
„Við vorum náttúrlega í mjög
góðu formi áður en þetta skall á. Við
æfðum hrikalega vel í samkomu-
banninu og það má eiginlega segja
að þetta hafi verið þrjú undirbún-
ingstímabil; fyrir áramót, eftir kór-
ónuveiruna og svo erum við aftur
sendir út að hlaupa þegar mótið er
hafið!“ sagði Guðjón í samtali við
mbl.is en hann er leikmaður 7. um-
ferðarinnar, fékk 2 M fyrir frammi-
stöðu sína gegn HK. Hann segir
leikmenn liðsins ekki hafa velt
ástandinu mikið fyrir sér, enda háð
æðri máttarvöldum. Þess í stað ein-
beittu þeir sér að því að halda sér í
standi og vera klárir í slaginn þegar
liðið loks sneri aftur. Það gekk eftir,
Stjarnan sótti stig á útivelli gegn
Völsurum og vann svo stórsigurinn
gegn HK.
„Ég var eiginlega bara orðinn
vanur þessu. Við litum á þetta sem
áskorun, það var enginn að fara að
gefa eftir þótt þetta hafi gerst. Mér
finnst við vera þannig lið, við pælum
ekkert í einhverju svona; það er
næsti leikur, næsta verkefni og allir
mjög ákveðnir.“
Höfum spilað saman í mörg ár
Litlar breytingar hafa orðið á lið-
inu, sem hafnaði í fjórða sæti deild-
arinnar í fyrra, 17 stigum fyrir neð-
an Íslandsmeistara KR, en Guðjón
gefur lítið fyrir það umtal að
Garðbæingar hafi gert mistök í
þeim efnum.
„Ein gagnrýnin sem við fengum í
sumar er að við höfum verið slappir
á leikmannamarkaðinum. Þá sagði
ég að það væri kostur að hafa sama
liðið fimm ár í röð frekar en að fá
nýtt lið á hverju ári. Við erum gríð-
arlega samheldnir núna og það sést
á okkar leik að þetta eru leikmenn
sem hafa spilað saman í mörg ár.
Það er oft mikilvægara en að fá allt-
af inn nýja,“ sagði Guðjón sem fer
ekki í feluleik með markmiðin í
Garðabænum. „Við teljum okkur
eiga góðan möguleika á að vinna
þetta mót og við erum í þessu til að
vinna, númer eitt, tvö og þrjú.
Þetta er sterk deild í ár, mörg
mjög góð lið. Hver einasti leikur er
mjög erfiður, þetta eru allt baráttu-
leikir og ef maður er ekki vel stillt-
ur þá tapast stig,“ sagði Guðjón og
benti á hversu ótrúlega ófyrir-
sjáanleg sum úrslitin hafa verið.
Hrikalegt fyrir veðmálagæjana
Sem dæmi nefndi hann Skaga-
menn, sem unnu frækinn 4:1-sigur
gegn Val einn daginn en fengu svo
harkalegan skell í 6:2-tapi gegn Vík-
ingum í fyrradag.
„Þetta hlýtur að vera hrikalegt
fyrir veðmálagæjana úti í heimi.
Þeir sjá ÍA vinna Val 4:1 og svo
tapa 6:2. Þetta mót er dálítið þann-
ig; sá sem er betur stilltur vinnur
leikinn.“
Eftir slitrótt tímabil og þrálát
meiðsli í fyrra virðist Guðjón sjálfur
vera að nálgast sitt besta stand,
orðinn 34 ára gamall. Hann spilaði
14 deildarleiki og skoraði þrjú mörk
á síðasta ári en hann er núna með
jafnmörg mörk í fjórum leikjum.
„Leikstíllinn hentar mér aðeins
betur núna, ég fæ fleiri færi. Svo
vonast ég líka bara til að haldast
heill í sumar, ég var mikið frá í
fyrra vegna meiðsla og það var erf-
itt. Vonandi gengur það eftir og
þetta verður gott og skemmtilegt
sumar,“ sagði Guðjón í samtali við
Morgunblaðið en næsta verkefni
Stjörnumanna er á fimmtudaginn,
þar sem þeir mæta spræku liði ÍA á
Akranesi.
Litum á sóttkvína sem
enn eina áskorunina
Guðjón Baldvinsson skoraði tvö fyrir Stjörnumenn sem eru enn ósigraðir
Morgunblaðið/Eggert
Leikform Guðjón Baldvinsson og samherjar í Stjörnunni eru í gríðargóðu standi og hafa sýnt það í sumar.
KR-ingurinn Pablo Punyed er í liði umferðarinnar hjá Morgunblaðinu í
þriðja sinn en úrvalslið 7. umferðar Pepsi Max-deildar karla má sjá hér fyr-
ir ofan. Hann er sá fyrsti í deildinni sem er valinn þrisvar í liðið í ár.
Valgeir Valgeirsson úr HK og Stefán Teitur Þórðarson úr ÍA eru efstir í
M-gjöfinni eftir sjö umferðir en þeir hafa fengið 7 M hvor.
Með 6 M eru Pablo Punyed úr KR, Thomas Mikkelsen úr Breiðabliki,
Haukur Páll Sigurðsson úr Val, Ágúst Eðvald Hlynsson úr Víkingi og
Valdimar Þór Ingimundarson úr Fylki.
Ein dómaraeinkunn féll niður í blaðinu í umferðinni. Guðmundur Ársæll
Guðmundsson fékk 7 fyrir leik Stjörnunnar og HK. vs@mbl.is
7. umferð
í Pepsi Max-deild karla 2020
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
23-5-2
Beitir Ólafsson
KR
Jónatan Ingi Jónsson
FH
Davíð Örn Atlason
Víkingi
Rodrigo Gómez
KA Daníel Laxdal
Stjörnunni
Guðjón Baldvinsson
Stjörnunni
Kristinn Freyr
Sigurðsson
Val
Ágúst Eðvald
Hlynsson
Víkingi
Haukur Páll
Sigurðsson
Val
Pablo Punyed
KR
Þórir Jóhann
Helgason
FH
2
2
2
2 3
Pablo valinn í þriðja skipti
Tobias Thomsen
skoraði tíma-
mótamark fyrir
KR-inga þegar
hann innsiglaði
sigur þeirra á
Fylki, 3:0, í
Pepsi Max-deild
karla í fótbolta
á sunnudaginn.
Danski fram-
herjinn, sem þar
gerði fyrsta mark sitt á tíma-
bilinu, skoraði 2.100. mark félags-
ins í efstu deild frá upphafi, eða
frá árinu 1912 þegar KR var með
á fyrsta Íslandsmótinu.
KR er fyrsta félagið til að ná
þeim markafjölda og er líka það
eina sem til þessa hefur náð að
skora tvö þúsund mörk eða meira.
Það styttist þó í þann áfanga
hjá Valsmönnum, sem eru næstir
á markalistanum með 1.991 mark.
Skagamenn eru síðan þriðju með
1.745 mörk og Framarar fjórðu
með 1.601 mark.
Thomas Mikkelsen varð þriðji
leikmaður Breiðabliks til að skora
30 mörk í efstu deild þegar hann
gerði mark liðsins í 1:2 ósigri
gegn Val sama dag á Kópavogs-
vellinum. Hann varð um leið ní-
undi erlendi leikmaðurinn til að
skora 30 mörk eða meira í deild-
inni. vs@mbl.is
Thomsen
með tíma-
mótamark
Tobias
Thomsen