Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skotland ereinn okkarnæsti ná- granni. Samgöngur á milli landanna eru prýðilegar, við eðli- legar aðstæður. Skotar eru fimm og hálf milljón á 78 þúsund ferkíló- metrum. Tvær konur eru í topp- stöðum landsins. Drottninguna eiga þeir með öðrum og Fyrsti ráðherra er Nicola Sturgeon, sem varð 50 ára fyrir tveimur dögum og er fyrst kvenna af 5 sem gegnt hafa embættinu. Skosk sérmál eru snúin um þessar mundir og Sturgeon reynir að hafa önnur atriði í brennidepli en dagleg átakaefni. Hún barðist gegn útgöngu Breta úr ESB. Þeir samþykktu. Út vildu 52%,en 48% ekki. Í þjóðaratkvæði um slit Skota við Bretland sögðu 55% nei. Við talningu í Brexit- kosningum sást að meirihluti Skota vildi að Bretar yrðu kyrr- ir í ESB. Talningin var fram- kvæmdaatriði og hafði enga stjórnskipulega þýðingu. Stur- geon krefst nú nýs þjóð- aratkvæðis. Þegar sjálfstæði hafi náðst fram þar muni Skot- land ganga í ESB eins og vilji þeirra hafi verið í kosningu um Brexit. Það er margt brogað við rök- semdafærslu Sturgeon. Hún og aðrir forystumenn Þjóðarflokksins fullyrtu að þjóð- aratkvæðið um Skotland væri ein- stakt tækifæri. Slík kosning yrði ekki endurtekin næstu áratugi. Forystan taldi að fleiri yrðu knúnir til að segja já við spurn- ingu um sjálfstæði sem væri eina skiptið í lífi þeirra sem spurt væri. Skotar svöruðu því ekki í kosningu um Brexit hvort Skotar ættu að sækja einir um aðild að ESB. Meirihluti þeirra taldi hins vegar að Bretar ættu að vera kyrrir, sem er allt annað mál. Skotland á 100 kílómetra landamæri með Englandi en enga slíka tengingu við ESB. Nú er öllum nýjum ESB ríkjum skylt að taka upp evru. Stur- geon segist ætla að halda pund- inu þótt Skotland fari í ESB! Stór hluti fjármálastjórnar Skotlands yrði því áfram í Lond- on. ESB mun aldrei samþykkja aðild Skotlands eins og ótvíræð- ar yfirlýsingar Frakklands og Spánar sýna. Spánn telur að slíkt ýti undir frelsiskröfur í Katalóníu og Frakkar horfa til Korsíku. Staðreyndir benda því eindregið til þess að nú hafi dregið úr líkum þess að Skotar yfirgefi hið Breska kon- ungdæmið í bráð. Sturgeon, leiðtogi Skota, segir Brexit auka líkur á sjálf- stæði Skota. Stað- reyndirnar segja annað} Óþægilegar staðreyndir Doði Reykja-víkurborgar gagnvart hags- munum fyrirtækja þegar fram- kvæmdir eru ann- ars vegar virðist vera viðvarandi. Nú eru verslunareigendur við Laugalæk í Laugarneshverf- inu í uppnámi vegna vegafram- kvæmda sem torvelda aðgengi að verslunum þeirra verulega. Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Hauk Benediktsson, rekstrarstjóra Krambúðar- innar, og segir hann að sala hafi dregist mikið saman eftir að framkvæmdirnar hófust. Hann kveðst gera sér grein fyrir að laga þurfi lagnir og annað, en hann hefði viljað fá að vita fyrr að þessar fram- kvæmdir stæðu fyrir dyrum. Haukur íhugar að fara fram á skaðabætur við Reykjavíkur- borg. Sigurður Haraldsson, eig- andi Pylsumeistarans, rekur verslun sem hefur orðið fyrir áhrifum af framkvæmdum. Hann segir í frétt Morgun- blaðsins að viðskiptavinir hans kvarti undan því að ekki sé auðvelt að komast í verslunina og hann hafi ekki haft hug- mynd um að ráðast ætti í framkvæmdirnar fyrr en byrjað var á þeim. Hann telur þó ekki að það muni hafa neitt upp á sig að fara fram á bætur. „Maður verður bara að taka þessu eins og kórónuveirunni, það er einn dagur í einu,“ bætir Sigurður við. Vinnubrögðin vegna fram- kvæmdanna við Laugalæk minna óþægilega á fram- kvæmdirnar á Hverfisgötu í fyrra þegar verulega þrengdi að rekstri veitingastaða og gistihúsa og vart var hægt að komast að Þjóðleikhúsinu. Í fréttinni kemur fram að við- gerðirnar eigi að standa fram í október. Ljóst er að kynna þyrfti fyr- irhugað rask með rækilegum hætti fyrir þeim sem munu verða fyrir því, þannig að þeir geti gripið til viðeigandi ráð- stafana. Hér er um að ræða fjórðung úr ári – að því gefnu að ekki verði neinar tafir, sem kann að vera bjartsýni. Það hlýtur að vera meirihlutanum í Reykjavík umhugsunarefni að það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar borgin ræðst í framkvæmdir sé kórónuveiran. Kvartað undan erf- iðum rekstri við Laugalæk vegna framkvæmda borg- arinnar} Eins og kórónuveiran D ánaraðstoð er kannski ekki al- gengasta umræðuefnið á kaffi- stofum eða í heita pottinum en þó er þetta mikilvægt mál sem öðru hverju kemur upp í sam- félagsumræðunni. Dánaraðstoð er þýðing á gríska orðinu evþa- nasía, sem þýðir „góður dauði“ eða „að deyja með reisn“. Eiginleg merking er að binda enda á líf af ásetningi til þess að leysa hinn sjúka undan óbærilegum þjáningum. Ég bíð nú eftir skýrslu ráðherra um dánar- aðstoð eftir að þingið samþykkti skýrslubeiðni mína og fleiri þingmanna. Í skýrslubeiðninni er óskað eftir samantekt um löggjöf þeirra landa sem heimila dánaraðstoð og veittar upplýs- ingar um tíðni, ástæður og skilyrði fyrir veit- ingu dánaraðstoðar. Jafnframt óskaði ég eftir því að gerð yrði könnun meðal heilbrigðisstarfsmanna um viðhorf þeirra til dánaraðstoðar. Í almennum viðhorfs- könnunum hefur komið fram að allt að 77% almennings styðja dánaraðstoð við ákveðnar aðstæður. Kannanir um hug heilbrigðisstarfsmanna sem ég hef komist yfir eru frá 1997 og 2010 sýna að stuðningur þessara stétta er mun minni en almennings, en jókst þó töluvert milli kannana. Stuðningur heilbrigðisstarfsfólks fór þannig úr 5% í 18% hjá læknum en úr 9 í 20% hjá hjúkrunarfræðingum. Mun færri svara því þó til að vera tilbúin að veita slíka þjón- ustu. Í Hollandi, sem hefur verið í fararbroddi í lagasetningu um þessi mál, eru það jafnan heimilislæknar sem veita að- stoðina eftir að umsókn dauðvona sjúklings hefur farið í gegnum ítarlegt ferli og tveir læknar hafa skrifað upp á hana. Dánaraðstoð er veitt þegar læknar geta ekki linað þjáningar viðkomandi né gefið von um lækningu. Afstaða heilbrigðis- starfsfólks sem væntanlega myndi veita þjón- ustuna er því lykilatriði. Ekki ætti að skylda nokkurn til að veita þjónustu sem hann ekki vill veita í þessu efni. Almennt hafa læknar verið á móti dánaraðstoð en þó bendir ým- islegt til þess að einhver breyting kunni að vera á afstöðu heilbrigðisstarfsmanna til slíkr- ar aðstoðar og með þroskaðri umræðu kann að verða framhald á því. Ég vænti þess að skýrsla heilbrigðisráðu- neytisins verði nýr grundvöllur til upplýstrar og fordómalausrar umræðu um dánaraðstoð bæði innan heilbrigðiskerfisins og meðal al- mennings en líka innan þings. Ég hef djúpan skilning á því að dauðvona og sárþjáðir sjúklingar vilji hafa þann valkost að geta kvatt lífið og losnað undan þjáningum. Í því ljósi er dánaraðstoð val- defling hinna deyjandi. Það breytir ekki því að siðferðileg- ar spurningar í tengslum við dánaraðstoð eru margar og þeirra þarf að spyrja. Sjálf vona ég í nafni mannúðar að við sjáum á næstu ár- um skýran og vel skilgreindan íslenskan lagaramma um dánaraðstoð verða að veruleika. Í mínum huga snýst þetta um frelsi einstaklingsins til að ráða því hvenær hann kveður þennan heim og með hvaða hætti þegar öll sund eru lokuð vegna alvarlegra veikinda. bryndish@althingi.is Bryndís Haraldsdóttir Pistill Frelsið í lífi og dauða Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Sænska líftæknifyrirtækiðEnzymatica tilkynnti í gær,að munnúðinn ColdZymegegn kvefi gæti samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum rannsókna gert 98,3 prósent SARS-CoV-2- kórónuveirunnar, sem veldur Co- vid-19, óvirk. Í kjölfar þeirrar til- kynningar hækkuðu hlutabréf fyrir- tækisins í sænsku kauphöllinni um 67 prósent. Það var bandaríska rann- sóknarstofan Microbac Laboratories sem annaðist prófanir úðans með til- liti til verkunar hans gagnvart kór- ónuveirunni. Þarna er hins vegar rammíslensk uppfinning á ferð, en Enzymatica og íslenska líftæknifyrirtækið Zymetech runnu saman árið 2016. Hugvitið á bak við PreCold-munnúðann er frá Zymetech, en það er einmitt hann sem þarna er á ferð undir nafninu ColdZyme. Tíu ára samstarf „Já, þetta er sama varan og er framleidd á sama stað, bara undir mismunandi nöfnum,“ segir Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor emeritus við Háskóla Íslands og rann- sóknastjóri Zymetech, í samtali við Morgunblaðið. „Áður en við samein- uðumst vorum við komin út með þennan munnúða [PreCold] og þeir komnir með ColdZyme. Við vorum áður búin að vinna með Enzymatica í tíu ár, meðal annars við þróun á þessum munnúða. Til þess að koma munnúðanum á alþjóðamarkað, sem er mjög dýrt ferli og krefst breiðrar þekkingar, sameinuðum við kraftana og nú er þetta allt undir sama hatti. Við erum með rann- sóknir, þróun og ensímframleiðsluna úr þorskinum á Íslandi en þeir eru með skráningar, umsjón með útvist- un á klínískum rannsóknum og mark- aðssetningu.“ Mjög mikilvægt skref „Á þessu stigi getum við ekki farið þangað,“ segir Ágústa, spurð hvort hún telji íslenska munnúðann hugsanlegt rothögg í baráttu heims- byggðarinnar við kórónufaraldurinn, „það eina sem við getum sagt er að ColdZyme/PreCold virkar á kórónu- veiruna sem veldur Covid-19 in vitro [í tilraunaglasi] og það virkar einnig á kórónuveirur sem valda kvefi. Þar erum við með klínískar rann- sóknir, en væntanlega verða rann- sóknirnar á SARS-CoV-2 teknar áfram í klínískar rannsóknir. Samt sem áður er þetta mjög mikilvægt skref og ColdZyme er vara á mark- aði, en hún fékk nýlega viðurkenn- ingu sem lækningatæki í flokki III. Til að komast þangað þarf varan að uppfylla öll skilyrði sem sett eru af Evrópusambandinu um öryggi og virkni samkvæmt ströngustu skil- yrðum um lækningavörur. Klínískar rannsóknir í sambandi við þessa þætti varðandi áhrif vörunnar á kvef liggja fyrir,“ segir prófessorinn. Áralangt ferli að baki Hún segir ýmislegt skipta máli varðandi lækningavörur, til dæmis það mikla skráningarferli sem eigi sér stað á þeim vettvangi. „Síðustu fjögur árin höfum við unnið að þessu skráningarferli til að öðlast Class III medical device-skráninguna, sem er mjög mikilvægt skref og kemur okk- ur mikið framar í ferlið þar sem við megum fullyrða um verkun lækn- ingavara sem hafa farið í gegnum klínískar rannsóknir. Þetta eigum við eftir að gera varðandi áhrif Cold- Zyme/PreCold á Covid-19-sjúkdóm- inn þó að varan hafi greinilega þessi áhrif in vitro.“ Stífar skorður Ágústa bendir um leið á að fyrir- tækið sé skuldbundið markaðnum um að greina frá öllum rannsóknanið- urstöðum hvort sem um er að ræða in vitro eða klínískar rannsóknir, skrán- ingar, einkaleyfi eða aðrar mik- ilvægar upplýsingar. „Það er gaman að geta þess að við vorum að fá nýtt einkaleyfi fyrir ensímin úr þorskinum sem gildir til ársins 2035,“ segir hún. „Markaðurinn setur okkur mjög stífar skorður, þú verður að eiga við- skipti við viðurkennd og óháð fyrir- tæki og í þessu tilfelli er það við- urkennt bandarískt fyrirtæki [Microbac Laboratories] sem tekur að sér að framkvæma prófanirnar,“ segir rannsóknastjórinn að skilnaði. Rammíslenskt hugvit er nýjasti atgeirinn Ljósmynd/Háskóli Íslands Prófessor emeritus Ágústa Guðmundsdóttir, rannsóknastjóri Zymetech, segir fyrirtækið hafa unnið að þróun úðans í samstarfi við Enzymatica. Breska líftæknifyrirtækið Syna- irgen tilkynnti í gær að sam- kvæmt bráðabirgðanið- urstöðum rannsókna gæti úðalyf þess, SNG-001, minnkað líkurnar á því, að fólk veiktist al- varlega af völdum kórónuveir- unnar, um allt að 79 prósent auk þess að rúmlega tvöfalda líkur á fullum bata þeirra sem lyfið notuðu. SNG-001 inniheldur prótín úr interferón beta-flokki, en notk- un þess hefur verið útbreidd við meðferð gegn miðtaugakerfis- sjúkdómnum MS. Tvöfaldar lík- urnar á bata BRETLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.