Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2020 og er því fullkomlega löglegur,“ segir Ásmundur G. Vilhjálmsson, aðjúnkt við Háskóla Íslands, þar sem hann kennir m.a. alþjóðlegan skattarétt. Samkvæmt málflutningi fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins hefur Apple greitt allt niður í 0,005% skatt af milljarða hagnaði á undanförnum árum, sem túlkað var sem óbeinn og ólög- mætur ríkisstyrkur sem til þess er gerður að lokka alþjóðleg stórfyr- irtæki til Írlands á kostnað ann- arra Evrópulanda. En það þykir dómstóli Evrópusambandsins ósannað. „Framkvæmdastjórnin er auð- vitað allt annað en ánægð með málalyktir og velta menn þar á bæ því eðlilega fyrir sér hvað unnt sé að gera við því,“ bætir Ásmundur við og segir ýmsa kosti koma til greina, svo sem áfrýjun til Evr- ópudómstólsins, en að sóknarfæri kunni líka að felast í 116. gr. Evr- ópusambandssamningsins. Að hans sögn ætti þó frekar að nota kraftana í að fullgera hugmyndir um samræmda skattlagningu fyr- irtækja. „Það yrði til að koma í veg fyrir skattaleg undirboð einstakra ríkja eins og Írlands á sínum tíma. Hluti af því gæti verið sam- komulag um ákveðinn lágmarks- skatt sem löndin væru skuldbund- in að ganga út frá við skattlagningu fyrirtækja,“ segir Ásmundur. „Hið opinbera þarf á tekjum að halda til að reka sig og í því sam- bandi sitja allir við sama borð, bæði stórir og smáir. Hinn venju- legi maður á erfitt með að skilja hvers vegna stór og öflug al- þjóðleg fyrirtæki eins og Apple, Google og Amazon sem vaða í peningum svo að segja þurfa rík- isaðstoð til að greiða skatta sína. Að mati hans verður skatta- afsláttur því að vera vel ígrund- aður, byggjast á efnahagslegum forsendum og vera tímabundinn.“ Kærkomin niðurstaða Í samtali við Morgunblaðið seg- ir Bjarnfreður Ólafsson, skattalög- fræðingur hjá Logos, að nið- urstaða málsins sé kærkomin. „Eitt er það ef viðkomandi ríki telur á sér brotið og að eitthvert fyrirtæki sé að misnota skatta- reglurnar hjá því og reynir þannig að skattleggja fyrirtæki þrátt fyr- ir að fyrirtækið haldi því fram að það geri allt samkvæmt lögum og beiti einhvers konar heildarmati á aðstæðum,“ segir Bjarnfreður og heldur áfram. „Svo er komið út í allt aðra sálma þegar það er óumdeilt að viðkomandi fyrirtæki fór að lögum og reglum í viðkomandi ríki. Það er ekki bara staðfest í framkvæmd heldur líka af viðkomandi ríki. Þetta var samkomulag sem fékk bindandi álit á grundvelli al- mennra reglna sem standa öðrum til boða. Ekki bara Apple. Þar af leiðandi var þetta ósannað og ég tel mjög ólíklegt að þessu verði snúið við,“ segir Bjarnfreður. Að sögn Bjarnfreðs er skatta- samkeppni af hinu góða. „Það er mikilvægt að hún sé góð svo lengi sem hún er gagnsæ og stuðlar ekki að leynd eða skjóli fyrir glæpi. Þá eru rök fyrir því að samkeppni í skattamálum sé af hinu góða. Ef hún er ekki til stað- ar hækka bara skattarnir og að- haldið fer. Þá eru það bara stóru ríkin sem vinna,“ segir Bjarn- freður. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Írland að vera í skatta- samkeppni. Það er lítið land og með þannig efnahag að þetta eru gríðarlega mikilvægar tekjulindir fyrir landið. Þetta býr til mikið af dýrmætum störfum sem skila af sér afleiddum skatttekjum eins og tekjuskatti og virðisaukaskatti,“ segir Bjarnfreður. „Allur rekstur þarf að vita hvar hann stendur. Það var aldrei fyrirsjáanlegt að mál sem snerist um svona háar upphæðir í skatt gæti komið upp. Það er margfalt „Covid“ fyrir þessi stórfyrirtæki að fá svona ákvörðun. Það getur vel verið að fólki finnist þetta ekki réttlátt en þá verður það að vera í lögum og reglum hvar mörkin eru.“ Skattafrúin fer fyrir tapliðinu  Árlega verður Evrópusambandið af 35 milljörðum evra skatttekna vegna undanskots fyrirtækja á skatti  Kærkomin niðurstaða segir skattalögfræðingur og „mjög ólíklegt að þessu verði snúið við“ AFP Skar upp herör Hin danska Margrethe Vestager er framkvæmdastjóri samkeppnismála hjá Evrópusambandinu. FRÉTTASKÝRING Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Ráðamenn á Írlandi gátu andað léttar eftir að dómur hins al- menna dómstóls Evrópusam- bandsins féll á dögunum. Nið- urstaðan var sú að bandaríska stórfyrirtækið Apple þurfti ekki að greiða írska ríkinu um 14,3 milljarða í vangoldna skatta. Þetta kann að hljóma órökrétt en er engu að síður staðreynd. Um sigur Írlands var að ræða þar sem nú getur landið þjónað áfram sem nokkurs konar skattspörunarríki fyrir alþjóðleg stórfyrirtæki og um leið veitt þeim fyrirsjáanleika í rekstri. Bein erlend fjárfesting alþjóðlegra stórfyrirtækja hefur verið hornsteinn í stefnu írskra stjórnvalda um árabil enda leiðir hún af sér þúsundir starfa fyrir íbúa landsins og afleiddar skatt- tekjur. Áfrýjun kemur til greina Árið 2016 var Apple gert að greiða áðurnefnda upphæð sam- kvæmt úrskurði frá samkeppnis- eftirliti Evrópusambandsins, en niðurstaða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á þeim tíma túlkaði skattaívilnanir írskra stjórnvalda sem ólöglega ríkisað- stoð. Hin danska Margrethe Vestager, eða skattafrúin, eins og Bandaríkjaforseti kallar hana, hefur farið fyrir samkeppnis- málum hjá Evrópusambandinu um árabil. Hún hefur skorið upp her- ör gagnvart skattalegri hagræð- ingu stórfyrirtækja og hóf mála- rekstur framkvæmdastjórnarinnar gegn tæknirisanum Apple árið 2014. Hún fer fyrir tapliðinu í þetta skiptið. „Árlega verður Evrópusam- bandið af 35 milljörðum evra skatttekna vegna undanskots fyr- irtækja á skatti. Stór hluti af þessu undanskoti byggist á sam- komulagi við einstök aðildarríki Fjölmargar breytingar hafa átt sér stað í alþjóðlegu skattaumhverfi á undanförnum árum. OECD-staðallinn Common Reporting Standard þykir almennt vel lukkaður en í honum felast sjálfvirk upplýsingaskipti á milli ríkja frá bönkum og öðrum vörslustofnunum um upplýsingar um fjár- eignir sem erlendir skattaðilar hafa í vörslu hjá sér. Annað má segja um BEPS-aðgerðaáætlun OECD sem hefur það að markmiði að stemma stigu við skattskipulagningu alþjóðlegra stórfyrirtækja sem leitt hefur til afar lágra skattgreiðslna. „Ef þetta er sú hugmyndafræði sem er ofan á, að þau eigi að greiða hærri skatta og það sé eitthvað í regluverki ESB, hjá ríkjum OECD eða í tvísköttunarsamningum sem þurfi að laga og breyta til þess að hækka skattstofna á alþjóðafyrirtæki, þá þarf sú vinna að ganga í gegn. Það er lykilatriði að hlutirnir séu fyrirsjáanlegir og byggðir á lögum,“ segir Bjarnfreður. Hlutirnir séu fyrirsjáanlegir ALÞJÓÐLEGT SKATTAUMHVERFI Útivistarskór SMÁRALIND www.skornirthinir.is • Leður • Vatnsheldir • Vibram sóli Verð 19.995 Stærðir 36 - 47 Florians easons Netverslun www.skornir.is 40-50% afsláttur Str. 36-56/58 Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Útsalan í fullum gangi Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.