Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2020 Fullkomið fatbrauð f yrir öll tækifæri „MÍN ER FREISTAÐ AÐ SEGJA A, EN ÉG HELD AÐ RÉTTA SVARIÐ SÉ D: ALLT AF UPPTÖLDU.” „LOKIÐ Á BLANDARANUM ER ALLTAF AÐ FLJÚGA AF.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að liggja grafkyrr svo þú vekir hana ekki. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ODDI, KOMDU AÐ LEIKA! HUNDAR … ÞEIR ELSKA ALLA ATHYGLI SPARK! SNATI, VERTU ÞOLINMÓÐUR! ÉG LOFA AÐ ÉG SKAL GEFA ÞÉR LEIFARNAR ÞEGAR ÉG ER BÚINN! VÆL MUN ÉG TÓRA NÓGU LENGI?! SNÖ RL Ámundason og sonur þeirra er Uni. Systkini Kristins eru Sigurlaug , f. 20.7. 1961, búsett á Ólafsfirði; Líney, f. 24.5. 1963, búsett á Ólafsfirði, og Örn, f. 31.7. 1969, d. 6.11. 1993, sjó- maður á Ólafsfirði. Foreldrar Kristins voru hjónin Hrafn Ragnarsson, f. 25.11. 1938, d. 11.11. 2002, skipstjóri á Ólafs- firði, og Lilja Kristinsdóttir, f. 8.4. 1941, d. 23.6. 2015, húsfreyja á Ólafsfirði. Kristinn E. Hrafnsson Lilja Kristín Stefánsdóttir húsfreyja á Knappstöðum Jónas Jósafatsson bóndi á Knappstöðum í Stíflu Líney Jónasdóttir verkakona í Ólafsfirði Kristinn E. Stefánsson verkamaður í Ólafsfirði Lilja Kristinsdóttir húsfreyja í Ólafsfirði Jónína Kristín Gísladóttir húsfreyja í Miðbæ Stefán Hafliði Steingrímsson verkamaður í Miðbæ í Ólafsfirði Harpa Hreinsdóttir kennari á Akranesi Úlfur Ragnarsson fv. tæknimaður í Rvík Sigurveig Stefánsdóttir húsfr. og starfsm. á leikskólaBjörn Valur Gíslason skipstjóri og fv. alþingismaður Salka Guðmundsdóttir leikskáld Friðrik Skúlason tölvufræðingur og ættfræðingur Hreinn Ragnarsson kennari á Laugarvatni Karl Ágúst Úlfsson formaður Rit- höfundasambandsins Sjöfn Friðriksdóttir sérkennari í Rvík Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi á Akureyri Björn Þór Ólafsson skíðakappi Máni Atlason framkvæmda- stjóri Helga I. Stefánsdóttir starfsmaður Landspítalans Gísli Gíslason starfsm.fulltrúi. hjáSamkaupum Ólafur Stefánsson sjómaður í Ólafsfirði Guðmundur Ólafsson leikari Guðrún Kristmundsdóttir húsfreyja á Smyrlabergi Stefán Jónsson bóndi á Smyrlabergi á Ásum, A-Hún. Sigurlaug Stefánsdóttir húsfreyja í Reykjaskóla Ragnar Þorsteinsson kennari lengst af í Reykjaskóla í Hrútafirði Alvilda María Friðrika Bogadóttir húsfreyja í Ljárskógaseli Þorsteinn Gíslason bóndi í Ljárskógaseli í Dölum Úr frændgarði Kristins E. Hrafnssonar Hrafn Ragnarsson skipstjóri í Ólafsfirði Þetta erindi eftir Sveinbjörn Eg-ilsson rifjaðist upp fyrir mér um helgina, – veðrið olli því: Þó landnyrðingur ljótur sé og lemji hús og fold; þó bresti hljóð og braki tré, og beri snæ sem mold, mitt skal ei hræðast hold, því blíðviðrið á byljavængjum hvílir. Indriði á Skjaldfönn skrifaði á föstudag: „Ég var nýbúinn að slá og raka hlaðvarpann áður en himin- gáttirnar hvolfdu úr sér og ána- maðkarnir þurftu að leita upp á yfirborðið til að bjarga sér frá drukknun og þá settust lóur, stelk- ar, tjaldshjón með tvo stálpaða unga, hrossagaukar, þrestir, sól- skríkjur, þúfutittlingar og stein- deplar að veisluborði“: Í varpanum er fuglafjöld sem finnst nú ósköp gaman og berjast ekki um veg og völd en veiða maðka saman. Enn skrifaði Indriði: Ekki er tíðin alveg góð - er að rifna skýjaþilið. Sækir að oss syndaflóð sem við eigum ekki skilið. Og bætti við: „Upp úr miðnætti fór að kólna og um kl. 3.00 byrjaði að sjatna í Selá og því haldið á síðan, enda hiti kominn niður í fjórar gráð- ur og farið að grána í fjöll. Tún- spildur næst ánni flæddu, en það stóð svo stutt að ekki er líklegt að jökullinn í vatninu hafi kaffært grös að neinu ráði. Því fór þetta betur en á horfðist í gærkveldi.“ Á sunnudag skrifaði Indriði og kallaði „Miðnætti“: Sigla í norðri sólbjört ský, seggjum eykst nú kraftur. Virðist, eftir vikufrí, vorið komið aftur. Guðmundur Arnfinnsson sagði „Sumar að nýju“: Í dag er blíða brostin á brosir sól við ungri jurt vindaskessa grett og grá geystist hjá með engri kurt. Hallmundur Guðmundsson yrkir „Himnaföðurljóð“: Ég sá á himninum heiðbláa rönd, hugði að nú mundi létta. Almættið beitti þá annarri hönd; ákvað regnið að þétta. Kristján Björn Snorrason svaraði: Halli með ánægju á það ég bendi að áfram við göturnar vörðum. Og ekki er Drottinn með hangandi hendi í hlíðunum vestur á fjörðum! Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ljótur landnyrðingur og hlaðvarpalíf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.