Morgunblaðið - 12.09.2020, Page 1

Morgunblaðið - 12.09.2020, Page 1
Æ Indland áAkureyri 13. SEPTEMBER 2020SUNNUDAGUR Fæ alltafgæsahúðaf drauga-sögum Á RáðhústorgiAkureyrar máfinna IndianCurry house þarsem borinn erfram bragð-mikill ind-verskurmatur. 20 Loksins frjálsHeimildarmynd um kajakróður ogkynleiðréttingu Veigu Grétarsdóttur. 8 Guðrún Guðlaugs-dóttir sendir frá sérglæpasögu um reim-leika í húsum. 14L A U G A R D A G U R 1 2. S E P T E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  215. tölublað  108. árgangur  + www.hekla.is/audisalur Vinsæli fjórhjóladrifni rafbíllinn + Afmælispakki Basic 8.170.000 kr. Dæmi um búnað: 20” álfelgur, loftpúðafjöðrun, íslenskt leiðsögukerfi, hiti í stýri *Bíll á mynd er Advanced S-line MEÐAL ÞEKKT- USTU LEIKARA SVÍÞJÓÐAR KANNA SÖGUFRÆGA LÓÐ HÓTEL AKUREYRI 4SVERRIR GUÐNASON 46  Lilja Alfreðs- dóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, er bjartsýn á að ferðaþjónustan muni aftur taka við sér þegar far- aldrinum lýkur. Hún segir það sérstakt gleði- efni að búist sé við afgangi af viðskiptajöfnuði á árinu, sem nemi um 2% af lands- framleiðslu, þrátt fyrir þau áföll sem dunið hafa á að undanförnu. Í aðsendri grein Lilju, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, kemur fram að sökum þess að samdráttur á þjónustujöfnuði er bæði í inn- og út- flutningi myndast minni halli en ætla mætti af tekjufalli ferðaþjón- ustunnar. „Ferðaþjónustan mun taka við sér og skapa aftur mikil verðmæti, en framtíðarverkefni stjórnvalda er að fjölga stoðunum undir út- flutningstekjum þjóðarinnar og tryggja að hagkerfið þoli betur áföll og tekjusamdrátt í einni grein,“ segir Lilja. »25 Ferðaþjónusta muni taka aftur við sér Lilja Alfreðsdóttir  Þrálát salmonellusýking á tveim- ur kjúklingabúum veldur því að tíðni salmonellu í sláturhópum og kjúklingaeldi hefur verið 1,2% á þessu ári og því síðasta, sem er margfalt það sem var á þremur ár- um þar á undan. Sama þróun hefur orðið í svínarækt. Ekki hefur orðið tilsvarandi aukning í salmonellu- sýkingum í fólki sem bendir til þess að umfangsmikið eftirlit MAST og ráðstafanir kjúklingabúa virki. Sýni eru tekin í eldi kjúklinga og aftur við slátrun. Ef jákvætt sýni greinist í eldi er fuglahópnum farg- að. Ef jákvætt sýni finnst við slátr- un eru allar afurðir þess sláturhóps innkallaðar. Kjúklingar úr sjö sláturhópum hafa verið innkallaðir það sem af er þessu ári og tíu á síð- asta ári. Sömuleiðis er virkt eftirlit með svínakjöti. »6 Þrálát salmonellu- sýking á búum Eldi Strangt eftirlit er með kjúklingum. Huga þarf að ýmsum viðhaldsverkefnum nú þeg- ar haustið er skollið á og var þessi listakona í óðaönn að lappa upp á þetta vegglistaverk í Skipholti þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Það er þó spurning hversu vel verkið hefur sóst í vætutíðinni síðustu daga. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lappað upp á vegglistaverkin fyrir veturinn Baldur Arnarson Þóroddur Bjarnason Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar (SAF), segir brýnt að taka á skuldavanda ferðaþjónustunnar ef ekki eigi illa að fara. Samkvæmt greiningu SAF og Hagstofunnar skulduðu fyrirtæki í ferðaþjónustu, án flugs, um 255 milljarða 2018. Nýrri tölur eru ekki til en SAF telur þær lítið breyttar. Jóhannes Þór vekur athygli á því að ferðaþjónustan hafi greitt 25 milljarða í leigu af fasteignum og tækjum árið 2018. Það sýni hvað virðiskeðjan sé stór og hversu víða hagsmunirnir liggja í þjóðfélaginu. Ríkið ekki stikkfrí í kreppunni Spurður hvernig ríkið ætti að fást við skuldir einkaaðila bendir Jó- hannes Þór á aðgerðir eftir banka- áfallið sem sneru m.a. að vaxtaálagi. „Aðkoma ríkisins getur að hluta til falist í því að 2⁄3 hlutar bankakerfisins eru á forræði ríkisins. Ríkið er því ekki stikkfrí í þessu frekar en öðrum málum sem þessu tengjast.“ Fyrirhugað hlutafjárútboð Ice- landair fer fram í næstu viku. Sjóðirnir þykja líklegri Morgunblaðið hafði samband við ýmsa aðila á markaði – greinendur, sjóðstjóra og fjárfesta – og töldu flestir að útboðið myndi klárast með þátttöku lífeyrissjóða. Einkafjár- festar hefðu ekki fjárfestingargetu í líkingu við þá sem sjóðirnir hafa. Vegna óvissu verði ákvörðun um fjárfestingu tekin á síðustu stundu. Ríkið taki á skuldavanda  SAF vilja að ríkið létti á skuldum ferðaþjónustu í gegnum hlutdeild í bönkum Rúmlega 250 milljarðar » Síðasti Fjármálastöðugleiki Seðlabankans kom út 1. júlí. » Þar kom fram að heildar- útlán kerfislega mikilvægra banka til ferðaþjónustu námu rúmum 250 milljörðum króna. » Það er ekki fjarri niðurstöðu SAF fyrir árið 2018 en sam- tökin tóku flugið út fyrir sviga. MFerðaþjónustan ... »16 og 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.