Morgunblaðið - 12.09.2020, Síða 2

Morgunblaðið - 12.09.2020, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2020 www.kofaroghus.is - sími 553 1545 359.000 kr. Tilboðsverð 518.000 kr. Tilboðsverð 416.500 kr. Tilboðsverð 34mm 34mm44mm Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik má finna á vef okkar Afar einfalt er að reisa húsin okka r Uppsetning teku r aðeins einn da g BREKKA 34 - 9 fm STAPI - 14,98 fm NAUST - 14,44 fm 25% afsláttur 25% afsláttur 30% afsláttur TILBOÐ Á GARÐHÚSUM! (SÍÐUSTU HÚSIN 2020) VANTAR ÞIGPLÁSS? Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að hol- lenskur karlmaður sæti fangelsi í sjö ár fyrir að reyna ásamt öðrum manni að smygla tæpum 38 kílóum af am- fetamíni og tæpum 5 kílóum af kók- aíni til landsins. Fram kemur í dómi Landsréttar, að samkvæmt matsgerð og fram- burði verkefnastjóra hjá Rannsókn- arstofu í lyfja- og eiturefnafræði hefði mátt útbúa um 73,5 kg af am- fetamíni með 12% styrkleika og 6,7 kg af kókaíni með 60% styrkleika úr fíkniefnunum sem hald var lagt á. Hollendingurinn, Heinz Bernhard Sommer, kom ásamt rúmenskum fé- laga sínum með ferjunni Norrænu í fyrrasumar. Fíkniefnahundar gáfu merki um fíkniefni í Austin Mini Cooper-bifreið sem þeir komu á og reyndust efnin hafa verið falin í sér- útbúnu læstu hólfi undir farangurs- geymslu bílsins. Sommer sagðist vera ellilífeyrisþegi og fyrrverandi bankastarfsmaður. Sagðist hann ekki hafa vitað af fíkniefnunum í bílnum heldur tekið að sér, gegn greiðslu, að vera ökumaður fyrir Rúmenann, sem hafi ætlað að dvelja í fríi hér á landi. Þeir hafi þekkst lítið en fram kom við rannsókn málsins að þeir komu til Íslands í ágúst 2018 í sama bíl og var tilgangur ferðarinn- ar og ferðatilhögun með sama hætti. Báðir voru mennirnir dæmdir í 7 ára fangelsi í héraði. Rúmeninn undi dómnum en Landsréttur staðfesti í gær dóminn yfir Sommer og taldi sannað að hann hefði vitað af efn- unum í bílnum. Dæmdir í 7 ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl  Hægt hefði verið að framleiða 80 kíló af fíkniefnum úr efnunum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ferja Mennirnir komu með Nor- rænu og voru fíkniefnin falin í bíl. Sjálfstæðisflokkurinn hyggst leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi á þriðjudag um að breyting verði gerð á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar sem heimilar íbúabyggð á Keldum og í Örfirisey. Samhliða því verði ráðist í skipulagningu atvinnulóða á Keldum. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðis- flokks, segir í samtali við Morgun- blaðið að málið sé mikilvægt fyrir hagsmuni almennings. Í greinargerð Sjálfstæðisflokks segir að meirihlutinn í borgarstjórn gangi út frá því að hægt sé að koma íbúabyggð sem nemi 4.000 íbúðum á flugvallarsvæðinu í Vatnsmýrinni. Að mati Sjálfstæðisflokks liggi þó fyrir að ekkert verði byggt í Vatnsmýrinni á næstu 10 til 20 árum enda hafi ekki verið ákveðið hvar annað flugvallar- stæði yrði staðsett. Enn fremur sé út- lit fyrir að vegna efnahagslægðar í kjölfar heimfaraldursins muni tæp- lega verða ráðist í framkvæmdir við lagningu nýs flugvallar, framkvæmd sem oddviti Sjálf- stæðisflokks segir að muni kosta um 100 milljarða. Að þessu gefnu sé ljóst að gat upp á 4.000 íbúðir sé í húsnæðisáætlun borgarinnar en hún gerir ráð fyr- ir því að um 1.000 íbúðir verði byggðar á ári til ársins 2040. Eyþór segir að við þessum bráða húsnæðisskorti megi bregðast með uppbyggingu íbúabyggðar í Örfirisey og á Keldum. Á báðum stöðum sé pláss fyrir rúmlega 2.000 íbúðir. Í Ör- firisey verði fyrirhuguð byggð sem muni hafa jákvæð áhrif á umferð inn- an borgarinnar sökum nálægðar hennar við verslun og þjónustu. Eins og stendur er ekki leyfi til uppbygg- ingar íbúabyggðar á svæðinu vegna nálægðar við birgðastöð olíufélag- anna. Samþykkt var á fundi borgar- ráðs árið 2019 að umfang hennar yrði minnkað um helming fyrir árið 2025. Þá segir í tillögu Sjálfstæðisflokks að uppbygging íbúabyggðar á Keld- um og ekki síður uppbygging at- vinnulóða muni koma á jafnvægi í borginni. Bílaumferð til vesturs muni minnka rísi atvinnuhúsnæði á Keld- um. Horfa fulltrúar Sjálfstæðisflokks þá aðallega til þess að stofnanir rík- isins geti flutt starfsemi sína þangað. Flótti stofnana síðustu ár úr borginni sé staðreynd og nefndur er sérstak- lega í tillögunni flutningur höfuð- stöðva Íslandsbanka, Trygginga- stofnunar og Sýslumannsins á höfuð- borgarsvæðinu til annarra sveitar- félaga. Mistókst að svara eftirspurn Eyþór segir í samtali við Morgun- blaðið að borginni hafi mistekist að svara eftirspurn. „Uppbygging íbúa- byggðar á þessum tveimur svæðum er gríðarlega mikilvæg fyrir almenn- ing. Lagt er upp með í lífskjarasamn- ingnum að tryggð verði húsnæðis- uppbygging fyrir alla. Reykjavíkur- borg verður að standa við sinn hluta samningsins og byggja fleiri íbúðir,“ segir Eyþór. Hann bætir við að með hlutdeildar- lánum ríkisstjórnarinnar ætli stjórn- völd sér að skapa eftirspurn eftir hús- næði. „Og því verður borgin að vera á tánum og stuðla að því að framboð sé tryggt. Fólksfjölgun í Reykjavík er undir landsmeðaltali og það er ein- ungis vegna þess að ódýrara er að byggja annars staðar. Eðlilega fer fólk þangað þá. Vinstrimeirihlutinn hefur aðallega einbeitt sér að bygg- ingu lúxusíbúða og innleiðingu fé- lagslegra ráðstafana. Við í Sjálfstæð- isflokknum viljum frekar huga að almenna markaðnum. Fólk á að geta keypt sér húsnæði á viðráðanlegu verði um alla Reykjavík.“ oddurth@mbl.is „Gat“ upp á 4.000 íbúðir  Sjálfstæðismenn vilja byggja á Keldum og í Örfirisey  Ekki verði byggt í Vatns- mýrinni á næstunni  Eyþór Arnalds segir flótta fólks og stofnana staðreynd Eyþór Arnalds Transkonan Veiga Grétarsdóttir segir að viðmót fólks til sín hafi breyst eftir að hún gekk í gegnum kynleiðréttingarferli sitt, og að svo virðist sem meira mark sé tekið á henni þegar hún notar „gömlu röddina“ sína í símann. Reynsla transmanna sé einnig sú að meira mark sé tekið á þeim. Þannig hafi hún eitt sinn átt er- indi við bifreiðaverkstæði og hringt þangað til að forvitnast um við- gerðir. Sá sem var til svars vildi hins vegar lítið aðstoða þar til Veiga sagði að hún hefði starfað sem rennismiður í tuttugu ár. „Eft- ir þetta kynni ég mig ekki og nota bara gömlu röddina mína þegar ég hringi í erindum sem þessum,“ seg- ir Veiga m.a. í viðtalinu. Heimildarmynd Óskars Páls Sveinssonar um Veigu, Á móti straumnum, verður frumsýnd í Há- skólabíói 3. október næstkomandi, og er rætt við hana í Sunnudags- blaði Morgunblaðsins. Betra að beita „gömlu röddinni“ Tilkynnt var í gær að ellefu ára drengur hefði látist á heimili sínu í Garðabæ á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er um að ræða dreng á tólfta ári og lést hann af völdum skotsárs á heimili sínu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vildi lítið tjá sig um málið, en staðfesti að ekkert benti til þess að nokkuð saknæmt hefði átt sér stað. Tilkynning lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu vegna málsins er svo- hljóðandi: „Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um andlát barns í Garðabæ á þriðju- dag vill Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu koma því á framfæri að um er að ræða mikinn harmleik, en ekk- ert bendir til þess að nokkuð sak- næmt hafi átt sér stað. Lögreglan mun ekki veita frekari upplýsingar um málið og biður jafn- framt fjölmiðla að veita aðstand- endum svigrúm til að syrgja á þess- um erfiðu tímum.“ Lést af völdum skotsárs  Ekkert saknæmt talið hafa átt sér stað Ljósmyndasýningin World Press Photo var opn- uð í gær í Kringlunni og gátu gestir og gangandi þar virt fyrir sér þær fréttaljósmyndir ársins 2019 sem unnu til verðlauna World Press Photo- samtakanna. Kringlan stendur fyrir sýningunni í samstarfi við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Rýnt í bestu fréttaljósmyndir síðasta árs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.