Morgunblaðið - 12.09.2020, Page 6

Morgunblaðið - 12.09.2020, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2020 Aðalfundur Búmanna hsf. Aðalfundur Búmanna hsf., verður haldinn mánudaginn 5. október 2020 og hefst hann kl. 14.00 í Gullteig B á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík. Í samræmi við 13. gr. samþykkta Búmanna verður félags- mönnum sem búa í meira en 200 km akstursfjarlægð frá til- greindum aðalfundarstað gefinn kostur á að mæta og taka þátt í aðalfundinum í gegnum fjarfundarbúnað á fjarfundar- stað. Fjarfundarstaður verður á Hótel Kea, Hafnarstræti 87-89 á Akureyri. Nánar vísast til reglna um rafræna þátttöku á félagsfundum Búmanna sem eru aðgengilegar á vef Búmanna www.bumenn.is. Innskráning á fundinn á aðalfundarstað og fjarfundarstað hefst kl. 13.00 og eru félagsmenn hvattir til að mæta tíman- lega til skráningar. Aðalfundurinn er opinn öllum félagsmönnum Búmanna og hafa þeir málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt á fundinum. Hver félagsmaður má fara með umboð frá einum öðrum félagsmanni. Framboðsfrestur til stjórnarkjörs er til 21. september 2020. Framboðum skal skila á netfangið gunnarkr@bumenn.is. Dagskrá aðalfundar Búmanna er í samræmi við samþykktir félagsins sem hér segir: 1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræður um hana. 3. Framlagning ársreikninga, umræða og afgreiðsla. 4. Ákvörðun um hvernig ráðstafa skuli rekstrarafgangi eða bregðast við ef tap verður á rekstri félagsins. 5. Kynning á ákvörðun stjórnar um fjárhæð félagsgjalda, inntökugjalda, þjónustugjalda og annarra gjalda sem ákveðin er af stjórn félagsins samkvæmt samþykktum þess. 6. Ákvörðun gjalds í viðhaldssjóð félagsins. 7. Ákvörðun í framlag til varasjóðs félagsins. 8. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 9. Kosning formanns til eins árs. 10. Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára. 11. Kosning þriggja varamanna í stjórn til eins árs. 12. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna. 13. Kosning löggilts endurskoðanda til eins árs og tveggja skoðunarmanna og eins til vara, alla til eins árs. 14. Kosning þriggja manna kjörnefndar. 15. Önnur mál sem tiltekin eru í fundarboði. 16. Önnur mál. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Mikill áhugi er á fyrirhuguðum golf- ferðum til Spánar á vegum ferða- skrifstofunnar Golf Saga þrátt fyrir þær hömlur sem eru á ferðalög vegna kórónuveirufaraldursins. Ferðirnar hafa ekki verið auglýstar á meðan forsvarsmenn ferðaskrif- stofunnar eru að ganga frá síðustu skrefum til að lágmarka áhættu vegna ferðalagsins. Engu að síður hafa um 250 manns skráð sig á lista til að komast í ferðirnar. Um er að ræða tvær ferðir sem fyrirhugað er að fara í október. Með- al annars hefur verið rætt við Ís- lenska erfðagreiningu um að ferða- langarnir verði skimaðir fyrir brottför. Ekki er þó búið að ganga frá því að svo verði. Viðræður eru í gangi. „Við erum þó búin að sjá til þess að hjúkrunarfræðingur mun hitamæla fólk áður en það heldur af stað,“ segir Hörður Arnarson, fram- kvæmdastjóri Golf Sögu. Flogið verður með Icelandair til Jerez á suðvesturströnd Spánar. „Þangað fljúga bara tvær eða þrjár vélar á dag og við verðum ein á flug- vellinum þegar við lendum. Svo verður farið inn í sótthreinsaðar rút- ur þar sem starfsmaður sem búinn er að fara í skimum tveimur dögum áður verður með grímu og tekur á móti okkur. Inni á golfsvæðunum sjálfum er svo búið að búa til eins konar „búblu“-samfélag,“ segir Hörður. Stefnt er að því að fara í fyrri ferð- ina 3. október og þá síðari 14. októ- ber. Segir Hörður að það skilyrði hafi verið sett að nýgengi smita í Ca- diz í Andalúsíu verði undir 20. Að öðrum kosti verður ekki farið. Til samanburðar er nýgengi smita í Barcelona 230 eða ríflega 11-falt meira en í Andalúsíu. „Þetta svæði sem við erum að fara inn á er vinsælasta ferðamanna- svæði Spánverja á sumrin. Þarna hafa verið 250-300 þúsund Spánverj- ar frá því í júlí. Þeir eru hins vegar flestir farnir heim þar sem skólar og fleira er að hefjast líkt og hér landi. Það verður því nokkuð langt um liðið síðan margir voru á svæðinu þegar við áætlum að koma. Eins og sakir standa er nýgengi smita 20 í hér- aðinu en okkar tengiliðir ytra vonast til þess að nýgengi smita verði orðið 10 eða 15 þegar að ferðinni kemur. Það er þá bara svipað og það er á Ís- landi,“ segir Hörður. Viðræður við ÍE Hann segir að upp hafi komið sú hugmynd að fá Íslenska erfðagrein- ingu með sér í lið og láta skima alla fyrir brottför. „Við höfum verið að velta því fyrir okkur hvort það nægi okkur að hitamæla fólk fyrir brott- för. Ef einhver mælist með hita þá fer hann ekki í vélina og fær fulla endurgreiðslu. Sama á við ef einhver greinist með kórónuveirusmit síð- ustu dagana fyrir brottför, þá fær viðkomandi endurgreiðslu,“ segir Hörður. Hann segir að eins sé unnið að því að reyna að tryggja það að fólk geti farið í samdægurs í skimun síðustu dagana fyrir brottför þótt það finni fyrir vægum veik- indaeinkennum á borð við særindi í hálsi. „Það er ekki búið að klára það mál en fólk verður að lágmarki hitamælt af hjúkrunarfræðingi áður en lagt er af stað. Að auki vonumst við líka til þess að staðan á Íslandi verði mun betri og að líkurnar verði afar litlar á að fólk verði með veiruna þegar kemur að ferðinni,“ segir Hörður. Hann segir að ekki sé búið að ganga frá bókunum farþega en um 250 manns eru á lista til þess að fara í ferðirnar. Hvor vél tekur um 180 farþega. „Þessar ferðir eru á svipuðu verði og þær eru í venjulegu árferði. Kannski er um að ræða 3-5% verð- hækkun,“ segir Hörður. Láta veiruna ekki stöðva golfferð  Golf Saga stefnir á að fara með 360 Íslendinga í golfferð í október  Miklar ráðstafanir áður en lagt er af stað  Til greina kemur að skima fólk fyrir brottför  Hætt við ef smitgengi hækkar í Cadiz Morgunblaðið/RAX Golf Margir hafa sýnt því áhuga að fara í golfferð til Spánar í október. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Salmonellusýkingum í eldi kjúklinga og svína og sláturhópum fjölgaði mjög á síðasta ári og hefur sú þróun haldið áfram í ár. Færst hefur í vöxt að Matvælastofnun hafi þurft að inn- kalla matvæli, og þá meira innfluttar vörur en þær sem framleiddar eru hér. Tíðni salmonellusýkingar í slátur- hópum kjúklinga var 1,2% árið 2019 en hafði verið 0,1% þrjú árin þar á undan, samkvæmt upplýsingum MAST. Tíðni í kjúklingaeldi var sömuleiðis 1,2% á síðasta ári en hafði verið vel undir 1% þrjú ár þar á und- an. Það sem af er þessu ári hefur til- vikum heldur fjölgað. Einnig sást fjölgun salmonellu- sýkinga í stroksýnum við slátrun svína, eða úr 1,1% 2018 í 3,4% árið 2019. Það sem af er þessu ári er tíðnin svipuð og á síðasta ári. Vigdís Tryggvadóttir, sérgreinadýralæknir hjá MAST, tekur fram að ekki hafi orðið sambærileg fjölgun tilfella í fólki. Mikið eftirlit á búum Sýni eru tekin í eldi kjúklinga og aftur við slátrun hjá hverjum eldis- hópi. Ef jákvætt sýni greinist í eldi er ekki heimilt að setja afurðir þess hóps á markað og honum því fargað. Ef jákvætt sýni greinist við slátrun eru allar afurðir þess hóps innkall- aðar ef þær eru komnar á markað. Vigdís segir að fyrirtækjum sé heim- ilt að hitameðhöndla innkölluðu af- urðirnar og setja aftur á markað. Kjúklingar úr sjö sláturhópum hafa verið innkallaðir úr verslunum það sem af er ári og tíu voru innkallaðir á síðasta ári. Á árunum þar á undan var yfirleitt ekki tilkynnt um nema eina innköllun á ári. Eftirlit með svínum er öðruvísi. Fylgst er með mótefnum í kjötsafa- sýnum sem tekin eru við slátrun. Þannig sést hvort og þá hversu mikið smitálagið er á svínabúinu. Einnig eru tekin stroksýni af handahófi af svínaskrokkum í hverjum sláturhópi. Ef mótefnamælingar gefa tilefni til eru tekin sýni af öllum skrokkum og beðið með að setja kjötið á markað þar til niðurstöður liggja fyrir. Svína- kjöt var innkallað af markaði einu sinni á síðasta ári. Spurð um uppruna sýkinganna segir Vigdís að í langflestum tilfellum sé ekki um nýsmit að ræða. Á mörg- um alifugla- og svínabúum er salmon- ella í umhverfinu og geti blossað upp við ákveðnar aðstæður. Líklegast hafi flestar salmonellutegundirnar borist inn á búin fyrir nokkrum árum með fóðri eða fóðurhráefnum. Hún segir að þegar salmonella hefur greinst á búi geti verið mjög erfitt að losna við hana fyrir fullt og allt, hún geti verið lífseig í umhverfi, en til séu dæmi um að það hafi tekist. Aukninguna í fyrra og það sem af er þessu ári má að mestu rekja til kjúklingaeldis á tveimur búum, ann- ars vegar í eigu Reykjagarðs og hins vegar í eigu Matfugls. Samkvæmt upplýsingum Mast kom þó upp nýtt smit í ágúst á öðru búi hjá Reykja- garði og er unnið að faraldurs- fræðilegri rannsókn til að reyna að finna upprunann. Smit í afurðum og innköllun afurða af markaði hafa einnig verið hjá þessum tveimur fyr- irtækjum. Á sama tímabili hafa greinst já- kvæð stroksýni og/eða sést hækkun á mótefnastuðli vegna salmonellusmits á sjö svínabúum í eigu þriggja fyrir- tækja, Stjörnugríss, Síldar og fisks og Höndlunar. Salmonella gýs upp í kjúklingum og svínum  Töluvert um innköllun afurða  Ekki aukið smit í fólki Innkallanir Matvælastofnunar á matvælum Fjöldi innkallana 2014-2020 50 40 30 20 10 0 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 Heimild: MAST 26 36 25 25 37 41 24 Til og með 8. sept. Matvæli voru innkölluð að kröfu Matvælastofnunar 41 sinni á árinu 2019. Árið áður voru 37 innkallanir og það sem af er þessu ári hefur Mast kraf- ist innköllunar á 24 vörum. Hafa mun fleiri vörur verið innkallaðar á þess- um árum en á árunum á undan, eins og sést á línuriti hér að ofan. Herdís M. Guðjónsdóttir, sérfræðingur á markaðsstofu Matvælastofn- unar, segir að rangar eða of litlar merkingar séu algeng ástæða fyrir inn- köllun. Nefnir hún að óþolsvaldar séu ekki taldir upp í merkingum á um- búðum og merkingar séu ekki á tungumáli sem flestir Íslendingar skilja. „Svo erum við með í viðvörunarkerfi Evrópu, vöktum það. Það kemur heil- mikið upp í tengslum við það.“ Rangar merkingar INNKÖLLUN MATVÆLA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.