Morgunblaðið - 12.09.2020, Síða 8

Morgunblaðið - 12.09.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2020 Bankastræti 12 | sími 551 4007 | skartgripirogur.is Armband frá 14.900,- Stórt men 7.900,- Hálsmen 14.900,- Eyrnalokkar 7.900,- Hringur 18.900 Lítið men 23.900,- Björn Bjarnason, fyrrverandidóms- og kirkjumálaráðherra, ritaði ágæta ábendingu til kirkju- þings á vef sinn í gær. Þar sagði hann að boðað hefði verið að ræða og álykta á kirkjuþingi „um gjörbreytta stefnu í útlendingamálum til að opna landið enn frekar fyrir farand- fólki og flóttamönnum“. Á sama tíma bærust fréttir frá Svíþjóð um þáttaskil í útlendingaumræðum þar.    Í pistlinum segir Björn: „Yfirvöld íNoregi og Danmörku tóku fyrir mörgum árum allt aðra stefnu í út- lendingamálum en gert var í Sví- þjóð. Þótt Norðmenn og Danir glími víða við mikinn samfélagsvanda vegna skorts á aðlögun aðkomu- fólks að norsku og dönsku þjóðlífi eru vandræðin fjarri því eins mikil og í Svíþjóð. Sænskir vinstrisinnar með jafn- aðarmenn í fararbroddi hafa mark- visst hafnað allri gagnrýni í þá veru að stefna þeirra og félagsleg útgjöld til útlendingamála ýti undir glæpi og afbrot í Svíþjóð.“    Hann bendir á að á dögunumhafi orðið þáttaskil í um- ræðunni um þessi mál í Svíþjóð þeg- ar yfirmaður hjá lögreglunni upp- lýsti um umfang erlendrar glæpastarfsemi í landinu. Þetta hafi orðið til þess að Stefan Löfven, for- sætisráðherra jafnaðarmanna, hafi sagt í sjónvarpi á miðvikudag að þegar aðlögun nýbúa sé ekki við- unandi sé ljóst að félagsleg spenna myndist. Það sé ekki gott en hafi gerst hjá Svíum.    Pistli sínum lýkur Björn á þessumorðum: „Á kirkjuþingi sem nú stendur ættu biskupar að kynna sér umræðurnar um þáttaskilin í Sví- þjóð áður en þeir hvetja til þess að fetað sé í fótspor þeirra.“ Björn Bjarnason Ágæt ábending til kirkjuþings STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Borgarfulltrúum í minnihluta borg- arstjórnar og embættismönnum borgarinnar ber ekki saman um hversu mörg verslunarrými standa auð við göngugötur í miðbænum. Í umsögn umhverfis- og skipu- lagssviðs við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, áheyrnarfulltrúa Mið- flokksins, sem birt var á fundi skipulags- og samgönguráðs í vik- unni, kemur fram að skv. lauslegri talningu megi áætla að nýting rýma sé almennt yfir 90%. Í sumar hafi verið 79 rými í Bankastræti, Lauga- vegi upp að Klapparstíg og Skóla- vörðustíg upp að Bergstaðastræti og þar af hafi sjö rými staðið tóm. Á göngugötunni á Laugavegi frá Klapparstíg og upp að Frakkastíg hafi verið 45 rými í sumar og þar af hafi fjögur rými staðið tóm. Í fyrra hafi verið leyfð umferð á þessu svæði og þá hafi eitt rými staðið tómt. „Ástæður fyrir lokun versl- unar- og þjónustuhúsnæðis við um- ræddar götur geta helgast af mörg- um þáttum, s.s. af því að viðkomandi rými er að taka breytingum og/eða nýr rekstur að taka við,“ segir í um- sögninni. Vigdísi þótti svarið sérkennilegt og segir í bókun að það standist enga skoðun að segja að sumarið 2020 hafi verið 7 tóm rými, hvað þá að 4 rými standi auð frá Laugavegi að Klapparstíg. 26 rými sögð laus Samkvæmt talningu sem Miðbæj- arfélagið í Reykjavík hafi gert hafi verið 26 laus verslunarrými frá Laugavegi 1 að Snorrabraut og hafi þeim fjölgað enn meira síðustu vik- ur. omfr@mbl.is Ósammála um fjölda tómra rýma  Borgin segir nýtingu verslunarrýma á göngugötum almennt vera yfir 90% Kolbrún Sævarsdóttir héraðsdómari lést á líknardeild Landspít- alans 9. september sl., 56 ára að aldri. Kolbrún fæddist á Selfossi 7. ágúst 1964. Foreldrar hennar voru Jónína Auðunsdóttir, f. 1945, d. 1997, og Sævar Norbert Larsen, f. 1946, d. 2000. Hálf- systkini Kolbrúnar móðurmegin eru Stefán og Eva Guðrún Gunn- björnsbörn og föður- megin Steinunn Mar- grét, Jóhannes Arnar, Friðrik Rafn og Linda Rut Larsen. Kolbrún ólst upp á Selfossi til átta ára aldurs en árið 1972 flutti fjöl- skyldan til Reykjavíkur. Kolbrún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti 1984. Á menntaskólaárunum æfði hún frjáls- ar íþróttir með ÍR og eignaðist þar vinkonur sem hafa haldið hópinn síð- an. Eftir stúdentspróf fór Kolbrún í ársskiptinám til Bandaríkjanna en hóf nám við lagadeild Háskóla Ís- lands haustið 1985 og lauk cand. jur prófi vorið 1990. Eftir laganám vann Kolbrún hjá borgarfógeta í tvö ár. Þá réð hún sig til nýstofnaðs Héraðsdóms Reykja- víkur sem fulltrúi en árið 1993 opnaði hún lögmannsstofu. Kolbrún ákvað síðan að fara í fram- haldsnám og haustið 1995 skráði hún sig í nám við Háskóla Ís- lands og hélt í skipti- nám til Kaupmanna- hafnar. Kolbrún flutti heim frá Kaupmanna- höfn vorið 1997. Tók hún þá til starfa hjá fíkniefnadeild lögregl- unnar í Reykjavík og var þar fram í árs- byrjun árið 2000 er hún hóf störf sem fulltrúi hjá ríkissaksóknara. Kolbrún tók námsleyfi haustið 2000 og nam alþjóðleg mann- réttindi við Háskólann í Lundi. Hún var skipuð saksóknari árið 2005. Árið 2010 var Kolbrún settur hér- aðsdómari við Héraðsdóm Reykja- víkur og þann 1. mars 2012 var hún skipuð í embættið. Á starfsferli sín- um sinnti Kolbrún ýmsum trún- aðarstörfum og kenndi við háskóla. Hún tók sæti sem varadómari í Hæstarétti árið 2017. Sumarið 2012 greindist Kolbrún með brjóstakrabbamein. Meðferðin gekk vel og leit út fyrir að hún hefði unnið bug á meininu. Í desember 2015 greindist hún á ný, og ljóst að krabbameinið var þá búið að dreifa sér. Við tók hörð barátta sem Kol- brún tókst á við af æðruleysi og hug- rekki til síðasta dags. Andlát Kolbrún Sævarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.