Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2020 fjallvegir á milli þéttbýlisstaðanna í Vestur-Barðastrandarsýslu, Miklidalur og Hálfdán. Til að tengja staðina saman eins og Flat- eyri og Suðureyri voru tengdir við Ísafjörð á sínum tíma þarf vænt- anlega göng undir báða þessa fjall- vegi. Göngin yrðu samtals um 8,9 km en göngin undir Breiðadals- og Botnsheiðar eru 9,1 km,“ segir Gísli. Óvissa í jarðgangagerð Þegar Gísli tók við forstöðu jarð- gangadeildar Vegagerðarinnar var verið að grafa Héðinsfjarðargöng og kom hann aðeins að þeim í lok- in. Hins vegar kom hann að fullu inn í undirbúning Óshlíðarganga sem síðar fengu nafnið Bolung- arvíkurgöng. Þá hafði hann um- sjón með gerð Vaðlaheiðarganga, fyrir hönd Vegagerðarinnar, Norð- fjarðargöngum, göngunum undir Húsavíkurhöfða og Dýrafjarð- argöngum sem brátt verða opnuð. Þá hefur hann unnið að undirbún- ingi vegganga í Fjarðarheiði, milli Héraðs og Seyðisfjarðar, en þau verða næsta jarðgangaverkefni Vegagerðarinnar. Starf hans felst í því að stjórna undirbúningi og hönnun jarð- ganga, annast útboð og fylgjast með framkvæmdum. Alltaf er töluverð óvissa við jarð- gangaframkvæmdir. Jarðlög eru ekki eins og talið var eða vatns- æðar opnast. Í allri seinni tíma sögu jarðgangagerðar á Íslandi hafa þó aðeins orðið þrjú stóráföll, að sögn Gísla, en jarðgöngin eru nú samtals 64 km að lengd. Hann nefnir áföll í Breiðadalsgöngum árið 1993, Vaðlaheiðargöngum 2014 og aftur Vaðlaheiðargöngum 2015. Sést á því hversu mikil óheppni það var að tvö stóráföll urðu í Vaðlaheiðargöngum sem settu kostnaðaráætlanir úr skorð- um. Mikil samgöngubót Þá er það á hans könnu að hafa yfirsýn yfir rekstur og viðhald allra vegganganna þótt stöðvar Vegagerðarinnar á hverjum stað annist daglegan rekstur. „Mikill öryggisbúnaður er í jarðgöngum, fjarskiptakerfi, rafmagn og fleira, ólíkt almennum vegum. Til þess þarf mikinn búnað sem þarf að reka og halda við. Það er lítill vandi að búa til ný göng en meiri vandi að reka þau,“ segir Gísli. Dýrafjarðargöngin verða mikil samgöngubót á Vestfjörðum. Þau opna leiðina á milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar því Hrafnseyrar- heiði er aðalhindrunin á þessari leið. „Það er óhamingja Vestfjarða að ekki skuli vera vegur á milli tveggja aðalþéttbýlissvæðanna. Það er sambærilegt við það ef ekki væri vegur á milli Akureyrar og Húsavíkur. Því fylgir ótrúleg ein- angrun. Ég kom úr öðrum lands- hluta og það kom mér á óvart þeg- ar ég flutti vestur hvað menn voru einangraðir í sínum firði. Ekki að þeir kæmust ekki í burtu en hefðin var þannig að fjörðurinn var sá heimur sem þeir höfðu og voru ekkert að spekúlera hvað væri að gerast í næsta firði,“ segir Gísli og bætir því við varðandi áhrif Dýra- fjarðarganga að reynslan sýni að það taki tíma fyrir fólkið að venj- ast samgöngubótum og samfélögin að þróast þannig að þær verði not- aðar til fulls. Jarðgöng á Íslandi Kortagrunnur: Loftmyndir Fyrir 1990 1990- 1999 2000- 2009 2010 og síðar 18,29 km 7,2 km0,83 38,39 km Heildarlengd jarð- ganga m.v. verklok BOLUNGAR VÍKURGÖNG 2010 5,4 km DÝRAFJARÐARGÖNG Haust 2020 5,6 km ARNARDALSHAMAR 1948 30 m VESTFJARÐAGÖNG 1996 9,12 km Um 2 km tvíbreið, annars einbreið með útskotum STRÁKAGÖNG 1967 800 m Einbreið með útskotum HÉÐINSFJARÐARGÖNG 2010 7,1 + 3,9 km MÚLAGÖNG 1990 3,4 km Einbreið með útskotum VAÐLAHEIÐARGÖNG 2018 7,5 km HÚSAVÍKURHÖFÐAGÖNG 2017 990 m Ekki hluti af þjóðvegakerfi nu NORÐFJARÐARGÖNG 2017 7,9 km FÁSKRÚÐSFJARÐARGÖNG 2005 5,9 km ALMANNASKARÐSGÖNG 2005 1,3 km HVALFJARÐARGÖNG 1998 5,77 km 2 akr. um 3,55 km 3 akr. um 2,1 km Gísli Eiríksson byrjaði að vinna hjá Vegagerðinni um fermingu. Var á sumrin í brúarvinnuflokki föður síns, Eiríks Jónasar Gíslasonar, en hafði áður verið mörg sumur með foreldrum sínum við brýr sem Jón- as var að byggja því móðir hans, Þorgerður Þorleifsdóttir, var ráðs- kona flokksins. Ýmis ævintýri gerðust. Á árinu 1962 var verið að undirbúa brúar- gerð á Fjallsá á Breiðamerkur- sandi. Fjallsá og Jökulsá voru þá báðar ófærar bílum. Bygging- arefnið var flutt á vorin í Öræfa- sveit og geymt til sumarsins og þannig var sementið flutt vorið 1962. „Pabbi tók mig með í fyrsta túrinn. Urðu miklir erfiðleikar að komst vegna vatnavaxta og við urðum vatnstepptir í Öræfum. Sementið var losað á Fagurhóls- mýri um miðnætti og þá fengum við okkur eftirmiðdagskaffi sem þar beið. Komið var fram á nótt þegar við komum til gistingar í Svínafelli en kurteisir menn kunnu ekki við annað en að borða kvöld- matinn sem enn beið okkar. Dag- inn eftir fórum við út á sand og gekk sæmilega suður að Núps- vötnum. Þá var farið að rigna aftur og Núpsvötnin höfðu grafið sig niður þannig að bílarnir komust ekki upp á vesturbakkann. Olíubíll sat fastur í ánni. Við biðum í vega- gerðarbílunum í næstum sólar- hring,“ segir Gísli. Vatnstepptir í Öræfum ÆVINTÝRI Í ÆSKU Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Haust 2020 SKOÐIÐ hjahrafnhildi.is Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgdu okkur á facebook Verð 64.900 – 69.900 kr. SKOÐIÐNETVERSLUNLAXDAL.IS DÁSAMLEGAR DÚNÚLPUR OG KÁPUR Gæðavottaðar • 2 síddir St. 36-48 • Margir litir var byggt var reistur lítill geymslu- skúr úr steinsteypu í suðvest- urhorni lóðarinnar. Árið 1928 var búið að byggja nýjan og stærri geymslu- og þvottaskúr úr stein- steypu í suðausturhorni lóðarinnar. Árið 1942 var þessi skúr lengdur til norðvesturs og um leið byggður bíl- skúr úr timbri framan við hann, meðfram austurlóðamörkum. Húsið virðist hafa staðið óbreytt fram til ársins 1968, að öðru leyti en því að smárúðurammar í efri hluta glugganna voru fjarlægðir. Staðið autt frá 2017 Árið 1968 var innréttað versl- unarhúsnæði á neðri hæð hússins, sem hafði þá um tíma verið notuð undir skrifstofur. Um leið var gluggum á framhlið hæðarinnar breytt í stóra verslunarglugga og inngangur settur á þá hlið. Síðan var opnuð þarna Búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann. Þá var bíl- skúrinn austan við húsið rifinn. Búsáhaldaverslunin var rekin fram til ársins 2017. Síðan þá hefur húsið staðið autt. Niðurrif kært Nikulás Úlfar Másson, bygging- arfulltrúi Reykjavíkur sagði við mbl.is í gær, að niðurrif hússins yrði kært til lögreglu, framkvæmdir á lóðinni hefðu verið stöðvaðar og ekkert yrði gert þar í bili. „Það var ekkert leyfi til niðurrifs og það var aldrei sótt um það. Þú mátt ekki rífa hús eða fikta í þeim með neinum hætti. Hann hins vegar bara reif húsið á innan við klukku- tíma,“ sagði Nikulás. Langur aðdragandi Birgir Örn Arnarson, eigandi hússins við Skólavörðustíg, sagði í samtali við mbl.is að langur aðdrag- andi hafi verið að framkvæmdum þar. Áformin hafi þurft að fara tvisvar í grenndarkynningu og margsinnis hafi verið brotist inn í húsið. „Það er nú fyrir þreyttan að þola að mál skuli hafa þróast með þessum hætti. Nú þarf ég að fá botn í hvað þarf að gera til að ljúka þess- um endurbótum,“ segir Birgir. Hann rekur að húsið hafi verið orðið myglað af rakaskemmdun og engin prýði hafi verið af því. Teikn- ingar af endurbyggðu húsi sýni að það verði mjög glæsilegt. „Það verður í stíl við götumynd- ina og verður líkt því útliti sem var upphaflega á húsinu,“ segir Birgir sem kveðst vera að reyna að finna út hvað nákvæmlega fór úrskeiðis og olli því að húsið var rifið. „Það gera allir mistök,“ segir hann. Ljósmynd/Google Skólavörðustígur 36 Ekkert er eft- ir af þessu friðaða húsi nema rústir. Bæjarráð Ár- borgar fjallaði á fundi sínum á fimmtudag um skýrslu starfshóps stjórnvalda um fjárhags- stöðu sveitarfélaga. Í kjölfarið var samþykkt ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að bregðast við þeim tekju- og útgjaldavanda sem sveitarfélög í landinu glíma við vegna kórónuveirufaraldursins og muni reyna mjög á fjárhag sveitar- félaga í ár og á næsta ári. „Allt önnur lögmál gilda um skuldasöfnun ríkissjóðs en sveitar- félaganna. Mikil skuldasöfnun sveitarfélaga mun skerða getu þeirra til viðspyrnu og þjónustu á næstu árum og því mikilvægt að leitað verði annarra leiða. Útsvars- tekjur sveitarfélaganna skerðast verulega vegna Covid-19, eins og fram hefur komið. Ofan á það bæt- ist tekjuskerðing vegna lækkaðra framlaga úr Jöfnunarsjóði. Á sama tíma kallar ríkisstjórn Íslands eftir auknum fjárfestingum til örvunar atvinnulífs og uppbyggingar inn- viða,“ segir m.a. í ályktun bæjar- ráðs, sem telur mikilvægt að stjórn- völd styðji sveitarfélögin til að geta staðið í framlínunni. Stjórnvöld bregðist við vanda sveitarfélaga Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.