Morgunblaðið - 12.09.2020, Page 22

Morgunblaðið - 12.09.2020, Page 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2020 BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is „Hverfandi lítill hluti“ Þjóðverja var ekki meðvitaður um að helförin væri í gangi á dögum seinna stríðsins, að því er höfundar nýrrar hrollvekjandi heimildarmyndar halda fram. Bygg- ist myndin á viðtölum breska leik- stjórans fræga, Luke Holland, við á fjórða hundrað aldraðra Þjóðverja og Austurríkismanna, þar á meðal marga liðsmenn stormsveita Adolfs Hitlers, SS-sveitanna. Verður myndin, „Final Account“ eða „Loka- skýrslan“, frumsýnd á kvikmynda- hátíðinni í Feneyjum. Holland lést í júní í sumar en það tók hann rúman áratug að vingast við fyrrverandi nasista og fá þá til að tjá sig um það sem þeir vissu. Hið rismikla myndverk hans hefur hlotið mikið lof kvikmyndagagnrýnenda. Tímaritið Hollywood Reporter sagði kvikmyndina „óvenjulega“ og að þar kynni að heyrast síðasti vitn- isburður „virkra þátttakenda í hryll- ingi fangabúðanna“. Framleiðandinn Sam Pope sagði hinn merkilega vitnisburð sem Hol- land safnaði saman vera athygl- isverðan sakir þess hve löngum tíma hann varði til að ná trausti viðmæl- enda sinna. Margir þeirra hafi átt í erfiðleikum samvisku sinnar vegna en svo hafi aðrir verið lausir við alla iðrun og verið „stoltir“ af hlutverki sínu í SS-sveitunum, „þar sem treysta mátti hverjum og einum liðs- manni 100%“. Enn aðrir neituðu því að helförin hefði átt sér stað en játtu því að hafa vitað um fjöldamorðin. „Skellið ekki skuldinni á Hitler,“ sagði einn. „Hugmyndin var rétt … [en gyð- ingana] hefði átt að reka úr landi,“ frekar en drepa.“ Pope sagði að viðtöl við fólk sem ekki gegndi herþjónustu á stríðstím- anum, ekki síst konur, hefðu af- hjúpað lygar þess efnis að fáir hefðu vitað í Austurríki og Þýskalandi hvað var á seyði. „Viðkvæðið var að þeir hefðu ekki fengið vitneskju um hryllingsglæpina fyrr en eftir stríð,“ sagði hann við blaðamenn. „Í sam- tölunum kom í ljós að sá möguleiki var hverfandi lítill. Jafnvel þótt það hafi ekki verið á staðnum eða ekki tekið þátt í þeim þá þekkti fólkið fólk sem hafði hlerað orðróm. Bróðirinn hermaðurinn sem kom heim af víg- stöðvunum og sagði allt af létta,“ sagði Pope. „Fæðast ekki glæpamenn“ Ein af sárköldustu senum mynd- arinnar er frá Þýskalandi nútímans þar sem ungir nýnasistar hrópa nið- ur aldraðan fyrrverandi SS- hermann og segja tal hans um sakir sínar til þess fallið að þeir „skamm- ist sín fyrir að vera þýskir“. Hróp- yrðin löngu áttu sér stað við stóra borðið í tígulegu Wannsee-húsinu í úthverfi Berlínar þar sem lokalausn- in, áætlunin um brottvísun úr landi og útrýmingu allra gyðinga á þýsk- um yfirráðasvæðum, var samin. Með tilraunum öfgahægrimanna fyrir viku til að ráðast inn í þing- húsið í Berlín eru lexíurnar sem sag- an segir okkur augljósar, sagði Pope. „Þessar kröftugu og háska- legu hugmyndakenningar eru enn fyrir hendi og vaxandi að styrk, ekki bara í Þýskalandi og Austurríki, heldur um allan heim.“ Í álitsorðum sínum fyrir myndina hafnar Holland því að fordæma við- mælendur sína sem flestir voru á tí- ræðisaldri. Hann ólst upp í Þýska- landi og fjölskylda móður hans hvarf í helförinni. „Menn fæðast ekki glæpamenn, þeir eru búnir til,“ skrifaði hann. Vék hann sér samt ekki hjá því að spyrja karla og kon- ur, sem hann vingaðist við, grimmra spurninga. Meðframleiðandinn Riee Oord sagði augljóst að margir vissu ná- kvæmlega hvað var á seyði. „Þeir voru „bældir“. Einn þeirra sagði að stæðu 99 manns framan við hann í röð og segðu allt í lagi að slátra gyð- ingum myndi hann taka undir líka.“ Hið „afbrigðilega yrði mjög eðlilegt við kringumstæður af þessu tagi“. Heimildarkvikmyndin var sýnd á fimmtudag í Feneyjum, á sama degi og mögnuð og áhrifamikil mynd um fjöldamorð Serba á rúmlega 8.000 Bosníumönnum í Srebrenica sum- arið 1995. „Quo Vadis, Aida?“, eða Hvert ferðu, Aida? dregur upp vægðarlausa mynd af því hvernig hollenskir friðargæsluliðar á vegum SÞ afhentu sveitum serbneska hers- höfðingjans Ratkos Mladic óbreytta borgara sem leiddir voru til slátr- unar. Hlaut hún einnig langvarandi lófatak. Mladic var dæmdur í 40 ára fang- elsi fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag. Hann áfrýjaði þeim dómi og bíður niðurstöðu áfrýjunarinnar. AFP Helförin Gaddavír umlykur lóð Stutthof-útrýmingarbúða nasista við bæinn Sztutowo. Lík gyðinga voru brennd og öskunni dreift í skóginum í kring. Flestir Þjóðverjar vissu af helförinni  Lokaskýrslan, ný heimildarmynd um helförina, farin að vekja athygli  Verður frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum  Byggist m.a. á viðtölum við marga liðsmenn stormsveita Adolfs Hitlers Þess var í gær víða minnst að 19 ár eru nú liðin frá árás hryðjuverka- manna á Tvíburaturnana í New- York og Pentagon, byggingu varnar- málaráðuneytisins, 11. september 2001. Alls var fjórum farþegaþotum rænt þennan dag, þremur þeirra var flogið á fyrrgreind mannvirki en sú fjórða brotlenti á engi í Shanksville í Pensylvaníuríki. Hátt í 3.000 manns týndu lífi í ódæðinu. Á minningarathöfn við höfuð- stöðvar Atlantshafsbandalagsins (NATO) blöktu þjóðfánar aðildar- ríkjanna í hálfa stöng. Athöfnin fór fram við aðalinngang byggingar- innar og má þar finna minnisvarða um árásina, illa farinn bút frá burð- arvirki annars turnsins. „Þessi árás skerpti sýn bandalags- ins. Við erum staðráðin í að verja frelsi, lýðræði, mannréttindi og rétt- arríkið. Við færðum átökin yfir á heimaslóðir vígamanna. Þar tökum við slaginn svo við þurfum ekki að berjast gegn þeim á okkar grundu,“ sagði Kay Bailey Hutchison, fasta- fulltrúi Bandaríkjanna hjá NATO, í ávarpi sínu. „NATO heldur áfram að vera nauðsynlegt. Við tryggjum hvort öðru frelsi og tökumst á við nýjar áskoranir í sameiningu.“ AFP Samvinna Haldin var athöfn við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins. 19 ár frá ódæðinu í Bandaríkjunum 569 7000 · Lágmúla 4 · miklaborg.is Verð: 41,9 millj. Falleg 86,9 fm 3ja herb. íbúð á 4. hæð í góðu fjölbýli í Selásnum • Eldhús og bað hafa verið endurnýjuð • 2 svefnherbergi • Sér geymsla í kjallara • Frábært útsýni Vallarás 5 110 Reykjavík Nánari upplýsingar veitir: Friðrik Þ. Stefánsson hdl. og aðst. fasteignas. Sími: 616 1313 fridrik@miklaborg.is Nánari upplýsingar veitir: Ólafur Finnbogason lögg. fasteignasali sími: 822 2307 olafur@miklaborg.is PANTIÐ SKOÐUN hjá Friðrik í síma 616 131 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.