Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2020 Boðið er upp á einkaskoðun og fólk vinsamlegast beðið um að hafa samband í síma 898-9396 eða á hakon@valfell.is og panta tíma til skoðunar. Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is Þingvangur ehf byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi. STILLHOLT 21 - AKRANESI Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu. Sýningaríbúð á 1. hæð. Innréttingar og fataskápar frá danska framleiðandanum HTH Innhurðir og flísar frá Parka Heimilistæki frá Ormsson Aðeins örfáar íbúðir eftir Opið hús sunnudaginn 13. sept. kl. 12-13 Ég ætla að hafa þann háttinn á að senda þér lítið letters- bréf í tilefni bókar þinnar sem nú er að koma út. Mér finnst það við hæfi. Sendibréf hafa gegnt sérstöku hlutverki allt þitt líf. Frásögn þín byggist oftar en ekki á efni bréfanna. Það að eiga þessi gömlu samskipti „skjalfest“ í gamaldags sendibréfum er eimitt ör- yggið fyrir því að það eru þínar til- finningar og þinn veruleiki sem er dreginn fram og endurspeglar síðan atburðarás og samskipti þín við þína nánustu. Þetta leiðir mig að öðrum sann- indum. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að þeir sem ætla að segja sögu sína, eigi fyrir alla muni að gera það sjálf/ir. Ekki fá öðrum efn- ið eða handritið í hendur. Gera þetta sjálf. Brosað gegnum tárin er góð bók. Ég hef ýmislegt lesið frá þér á lífsleiðinni en fullyrði nú að þér hef- ur aldrei tekist betur upp. En fyrst af öllu langar mig að hrósa þér fyrir kjark þinn og ein- lægni sem skín í gegnum textann á hverri einustu síðu bókarinnar. Ég veit af langri reynslu að þér verður ekki þakkað fyrir hreinlyndi eða þor. Áhrifarík er lýsing þín á móður þinni og föður, ástríki þeirra, hvernig mamma var alltaf heima og tók á móti þér úr skólanum, aðstoðaði þig á dýrmætu mótunarskeiði. Heima- vinnandi elskandi móðir margra barna sem sá um allt sem sneri að heimilinu, á líklega ekki upp á pall- borðið hjá feministum nútímans. En hún talar sterkt til okk- ar sem þekkjum ná- kvæmlega þennan tíma þegar ein laun voru lát- in duga til að sjá fyrir rekstri heimilis og „mamma var alltaf heima“ til að taka á móti svöngum börnum sem þurftu kærleika og aðstoð að loknum vinnudegi í skólanum. Þér verður heldur ekki þakkað fyrir hreinskilna frásögn af framkomu framámanna í þinn garð. Það kemur að því hjá okkur öllum, sem þekkjum áhrif rógburðar á sál- arlíf okkar, að einn daginn fáum við bara nóg. Segjum hingað og ekki lengra. Óhróður um okkur sjálf og okkar nánustu étur okkur smám saman að innan, hversu hörð sem við teljum okkur vera. En þú tókst af skarið í þessari bók og sagðir frá. Það er óvenjulegt ef ekki einstakt að þú sláir þannig frá þér. Það er vandasamt að draga fram fjölbreyttan lífsferil sem staðið hef- ur svo lengi sem þinn, Bryndís. Það er meistaralegt að takast að velja þá atburði og atriði sem skipta máli og mynda að lokum söguna þína. Ball- ettinn og dansinn í upphafi, leiklist- arferilinn, kennarastarfið og skóla- meistarahlutverkið, listferill í sjónvarpi, svo bara nokkuð sé nefnt af hlutverkum þínum í lífinu. En þá er tvennt ótalið sem líður eins og rauður þráður í gegnum bókina. Annars vegar ástarsagan sem liggur í bakgrunni þessarar bókar þinnar og harmur fjölskyldunnar sem opin- berast í lokakaflanum. Þetta er ekki bók um afrek þín, dugnað þinn og hin vandasömu verk- efni og störf sem þér hefur verið trú- Óður til lífsins Eftir Þráin Hallgrímsson Þráinn Hallgrímsson Við undirritaðar eigum það sameig- inlegt að hafa starf- að sem láglaunakon- ur á íslenskum vinnumarkaði. Til að tryggja okkur fram- færslu í ellinni renn- ur hluti af launum okkar í lífeyrissjóð- inn Gildi. Lífeyrissjóðurinn ávaxtar sig með því að fjárfesta í alls konar kapítalískum rekstri, þar á meðal ís- lenskum fyrirtækjum. Eitt af fyrirtækjunum sem Gildi hefur fjárfest í er Icelandair. Nú stendur yfir mikil herferð til að bjarga rekstri fyrirtækisins, með hlutafjárútboði. Svo virðist sem margir búist við því að lífeyrissjóð- urinn okkar eigi að láta fé af hendi rakna til þessa framtaks. Við sitjum báðar í fulltrúaráði Gildis og að auki í stjórn fulltrúaráðsins sem aðal- og varamaður. Meðlimir fulltrúaráðsins fara með atkvæðisrétt á ársfundi Gildis, sem fer með æðsta vald í mál- efnum sjóðsins. Öllum er ljóst að fjárfesting í Ice- landair á þessum tímapunkti er ekki hefðbundin fjárfesting heldur kostn- aðarsöm björgunaraðgerð. Valda- miklir aðilar í samfélaginu vilja að líf- eyrissjóðir fjárfesti í Icelandair, ekki af því að það sé arðbært heldur af því að sjóðirnir séu nægilega stórir til að þola tapið. Það er sem sagt ætlast til þess að við, láglaunakonur sem höf- um stritað fyrir hverri krónu, tökum á okkur áhættuna á því að búa við skert lífeyrisréttindi á okkar ævi- kvöldi, réttindi sem sannarlega voru ekki ríkuleg fyrir, til þess að bjarga starfsemi íslensks stórfyrirtækis. Taprekstur Icelandair er ekki bara til kominn vegna kórónuveiru- faraldursins og niðursveiflu í ferða- þjónustu, heldur einnig vegna slæmra viðskiptaákvarðana sem Bogi Nils Bogason, forstjóri fyrirtækisins, tók við gerð framvirkra eldsneyt- issamninga. Vegna þessara mistaka forstjórans tapaði félagið 6,6 millj- örðum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020. Bogi Nils situr sem fast- ast í brúnni. Verkafólk þekkir ekki þann veruleika að fá að halda áfram í starfi eftir að hafa unnið slíkan skaða með mistökum og kunnáttuleysi. Mistök og kunnáttuleysi eru þó ekki eina sérkennið á forystu Ice- landair, fyrirtækisins sem ætlast er til að við gefum afrakstur vinnu okk- ar. Í sumar gerðist Icelandair brot- legt við lög um stéttarfélög og vinnu- deilur að mati Alþýðusambands Íslands og á yfir höfði sér mál fyrir Félagsdómi. Fyrirtækið beitti upp- sögnum og hótunum þar um til að kúga stéttarfélag til hlýðni sem átti í kjaradeilu við félagið. Slíkt er ský- laust brot á 4. grein laga um stétt- arfélög og vinnudeilur. Enn og aftur Aldrei Eftir Jónu Sveinsdóttur og Sólveigu Önnu Jónsdóttur » Við munum aldrei una við að eftir- launasjóður okkur verði notaður til að niðurgreiða taprekstur og árásir Icelandair á grunnréttindi launafólks. Jóna SveinsdóttirSólveig Anna Jónsdóttir Þann 19. mars 2019 tók gildi reglugerð ESB nr. 2019/452 um skimun beinna er- lendra fjárfestinga inn- an sambandsins (e. Foreign Direct Invest- ment Screening Re- gulation). Reglugerðin setur ramma um skim- un aðildarríkjanna á beinni erlendri fjárfest- ingu á grundvelli ör- yggis og allsherjarreglu. Það er þó hlutverk hvers og eins aðildarríkis að innleiða skimunaraðferð í sínu ríki. Með reglugerðinni er komið á fót samstarfsaðferðum milli aðildarríkj- anna og framkvæmdastjórnarinnar að því er varðar skimun sem gæti haft áhrif á öryggi eða allsherjar- reglu. Reglugerðin mun taka gildi þann 11. október nk. og verða aðild- arríki ESB að semja löggjöf um skimun erlendra fjárfestinga innan ramma reglugerðarinnar fyrir þann tíma. Hingað til hefur skimunarreglu- gerðin aðallega verið nefnd í tengslum við ógnina við að erlendir aðilar eignist evrópskar atvinnu- greinar í veitugeiranum og á sviði tækni, t.d. vélfærafræði, netöryggis og gervigreindar, en nú hefur CO- VID-19-heimsfaraldurinn einnig beint athyglinni að mikilvægum inn- viðum heilbrigðisþjónustu og fram- boði á mikilvægum vörum í þeim geira. Rétt er að benda á að umrædd gerð hefur ekki lagagildi á Íslandi. En ætla má að hún verði tekin til skoðunar hjá EES/EFTA- ríkjunum á grundvelli XXI. viðauka EES- samningsins. Í fram- haldinu yrði hún lögð fyrir sameiginlegu EES-nefndina sem tek- ur ákvörðun um hvort taka eigi gerðina upp í EES-samninginn. Eftir að tilskipunin hefur verið tekin upp í EES- samninginn ber að inn- leiða hana í landsrétt, sbr. 7. gr. EES-samningsins. Leiðbeiningar í ljósi COVID-19 COVID-19-faraldurinn og nið- ursveifla í efnahagslífinu hefur aukið meðvitund aðildarríkja ESB varð- andi fjárfestingar í heilbrigðisgeir- anum. Með hliðsjón af þessu birti framkvæmdastjórn ESB í mars sl. leiðbeiningar um skimun á beinni er- lendri fjárfestingu með sérstaka áherslu á heilbrigðisgeirann. Leiðbeiningar framkvæmda- stjórnarinnar hafa það markmið að tryggja sameiginlega nálgun ESB varðandi erlenda fjárfestingu á tím- um COVID-19-faraldursins. Mark- mið leiðbeininganna er að gæta að hagsmunum fyrirtækja innan ESB og mikilvægra eigna á ýmsum svið- um í heilbrigðisgeiranum; s.s. varð- andi læknisfræðilegar rannsóknir, líftækni og innviði, en á sama tíma að grafa ekki undan almennu víðsýni ESB fyrir erlendum fjárfestingum. Í leiðbeiningunum leggur fram- kvæmdastjórnin því áherslu á að að- ildarríkin beiti öllum tiltækum laga- legum ráðstöfunum til að koma í veg fyrir að eignir og tækni sem skipta máli fyrir lýðheilsu verði yfirtekin með erlendri fjárfestingu. Þegar þetta er skrifað eru 15 að- ildarríki ESB með skimunarkerfi fyrir beinar erlendar fjárfestingar sem miða að því að bregðast á áhrifa- ríkan hátt við beinum erlendum fjár- festingum. Önnur aðildarríki, þar á meðal Danmörk, eru annaðhvort í því ferli að innleiða eða útfæra nánar skimunarkerfi sín. Utan ESB tóku nýlega gildi innlendar skim- unarreglur í Ástralíu þannig að nú verði að skima allar erlendar fjár- festingar – sama hversu lítill hluti fyrirtækisins er keyptur og óháð til- gangi eða tegund viðskipta. Lög- gjöfin er því afar takmarkandi og þýðir að héðan í frá eru allar beinar erlendar fjárfestingar í áströlskum fyrirtækjum háðar leyfi. Staða Íslands Eins og fyrr segir ber að hafa í huga að umræddar reglur hafa ekki verið teknar upp í EES-samninginn. Verður þó að telja að Ísland sé al- mennt opið fyrir erlendum fjárfest- ingum að frátöldum takmörkunum í lögum nr. 34/1991 um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Á Ís- landi er ekki formlegt skimunarkerfi hvað varðar beinar erlendar fjárfest- ingar. Áhugavert verður að fylgjast með viðhorfi íslensku ríkisstjórnarinnar til þess að koma á fót formlegri skim- un á beinum erlendum fjárfest- ingum. Beinar erlendar fjárfestingar innan ESB og staða Íslands Eftir Diljá Helgadóttur » COVID-19- faraldurinn og niðursveifla í efnahags- lífinu hefur aukið með- vitund aðildarríkja ESB varðandi beinar erlend- ar fjárfestingar. Diljá Helgadóttir Höfundur er lögfræðingur, LL.M., með framhaldsmenntun í alþjóðlegum viðskiptarétti frá Duke-háskóla í Bandaríkjunum. Vantar þig pípara? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.