Morgunblaðið - 12.09.2020, Síða 29

Morgunblaðið - 12.09.2020, Síða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2020 að fyrir á fjölbreyttri starfsævi. Við- fangsefnið er að lýsa lífinu og harminum sem þrúga þig og fjöl- skylduna þegar ferðalokin nálgast. Eitt afrek finnst mér þú vinna í þessari bók. Þú hefur aldrei skrifað jafn góðan texta. Hann er lipur og þægilegur, framvindan líður hægt og rólega fram og maður bíður eftir næstu síðum. Hún leiðir okkur smám saman að því meginatriði sem eflaust er tilefni skrifanna. Hér ert þú leikstjórinn og aðal- leikandinn, en aukaleikaranir eru um allt sviðið og koma inn þegar tími verksins kallar á þá. Minningar- brotin raðast saman úr langri ævi og starfsævi. Úr verður mynd af lífi þínu og tilveru sem er í senn heillandi en um leið tregablandin. En þó að Brosað gegnum tárin sé öðrum þræði sprottin af djúpum harmi, listilega vel sögð flétta af lífi þínu, þá er hún að mínu mati fyrst og fremst óður til lífsins, óður til listanna, dansins, bókmenntanna, æskuástarinnar sem fylgir þér allt lífið og síðast en ekki síst er hún uppgjör við hin illu öfl sem hafa ásótt þig og fjölskyldu þína. Von mín er sú að með þessu verki hafi þér tekist að reka vofurnar út í ystu myrkur þar sem þær eru best geymdar. » Bréf til Bryndísar Schram um Brosað gegnum tárin Höfundur starfaði um árabil með Bryndísi Schram. Fyrst sem sam- kennari í tungumálum við Mennta- skólann á Ísafirði þar sem hann var kennari 1973-1980. Síðar sem blaða- maður á Alþýðublaðinu þar sem Bryndís var leiklistargagnrýnandi. er sá veruleiki að geta setið sem fast- ast eftir skýlaust lögbrot í starfi nokkuð sem við og annað láglauna- fólk þekkjum ekki. Í ofríki sínu gegn launafólki og brotum á áratugalöngum venjum vinnumarkaðarins naut Icelandair einlægs stuðnings og leiðsagnar frá Samtökum atvinnulífsins. Fram- kvæmdastjóri SA steig fram til að lýsa því yfir að hann teldi umrædd lög úrelt og því ekki ástæðu til að fara eftir þeim. Afar náin tengsl eru milli Ice- landair og nýrrar forystu Samtaka atvinnulífsins, en bæði fram- kvæmdastjóri og forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs SA eru fyrr- um stjórnendur hjá Icelandair. Þess- ir einstaklingar sátu með núverandi æðstu stjórnendum Icelandair í stjórn Sambands ungra sjálfstæð- ismanna 2009-2011 og hafa svo verið innstu koppar í búri með þeim í braskfélaginu Lindarvatni. Þessi klíka hefur ákveðið sín á milli að það eigi að nota lífeyrissparnaðinn okkar, láglaunakvenna og -karla um land allt, til að bjarga Icelandair. Um þetta höfum við aldrei verið spurðar. Enginn hefur ritað okkur erindi eða kannað hug okkar. Kjörnir fulltrúar launafólks sem stigið hafa fram til að benda á staðreyndir málsins hafa verið uppnefndir „skuggastjórn- endur“, jafnvel þótt þeirra fram- ganga hafi ekki falið í sér neitt nema spurningar og umræðu fyrir opnum tjöldum. Á sama tíma vitum við vel að í skuggum bakherbergja er nú verið að taka ákvarðanir um lífeyrissparn- aðinn okkar af elítu þessa lands. Þótt enginn hafi spurt okkur álits og að við höfum aldrei setið í stjórn SUS eða öðrum valdsmannaklúbbum þá viljum við, sem kjörnir fulltrúar sjóðfélaga í Gildi, með þessari grein upplýsa um afstöðu okkar. Hún er einföld. Við munum aldrei una við það að eftirlaunasjóður okkur verði not- aður til að niðurgreiða taprekstur stórfyrirtækisins Icelandair og árásir þess á grunnréttindi launafólks. Aldrei. Höfundar sitja í fulltrúaráði Gildis og í stjórn fulltrúaráðs Gildis sem aðal- og varamaður. Ef rétt er munað þá var svo, í upphafi skóla- ferils þess er þetta rit- ar, að kennarinn stimpl- aði með stjörnustimpli í stílabókina manns ef maður gerði það sem manni bar að gera. Lík- lega var maður mjög upp með sér þannig að maður sá í raun stjörn- ur. Eldri nemendum hefði að öllum líkindum ekki hugnast að fá stjörnur í sínar bækur, þótt það frekar hallærislegt. Konungar hengdu málmhluti sem voru nefndir orður á hirðina og að öllum líkindum hefur þeim sem fengu þótt þetta upp- hafning. Stjörnurnar og orðurnar eru stjórntæki. Enn í dag eru hengdar orður á hirðina, þ.e. bæði hæstarétta- rdómarar og ráðherrar fá orður fyrir að sinna þeim störfum sem þeir hafa óskað eftir að sinna. Líklega eru þeir jafn ánægðir með orðurnar sínar og sá er þetta ritar var með stjörnurnar í stílabókina. Jón Steinar Gunnlaugsson var gerður að heið- ursfélaga hjá Lögmanna- félaginu og hefur þótt það að öllum líkindum hin mesta vegtylla. Síðar ósk- aði Jón Steinar eftir því að verða af þessum heiðri. Er framangreint hé- gómi? Er mannveran hé- gómleg í hugsunum sín- um? Nýverið fékk dómari við Mannréttindadómstól Evrópu heiðursnafnbót frá háskóla í Tyrklandi. Telja verður að dómar- anum hafi þótt hann eiga heiðurinn skilið jafnt og öðrum sem veitist heið- ur, sama í hvaða formi heiðurinn er. Ekki veit sá er þetta ritar hvers vegna dómarinn fékk umrædda heið- ursnafnbót. Er það vegna þess að hann vinnur það starf sem hann sóttist eftir að vinna? Einhverjir telja að dómarinn hefði ekki átt að þiggja heið- urinn vegna þess að stjórnvöld í Tyrk- landi séu ekki nógu góð. Eftir síðari heimsstyrjöldina var alræðisstjórn/einræði í löndum Aust- ur-Evrópu. Stjórnvöld þessara landa voru svo slæm að þau þurftu að neyða fólk til að búa við ógnarstjórn þeirra, samanber Berlínarmúrinn, sem var til að halda fólk inni. Töluverður hóp- ur fólks á Íslandi blessaði þessa stjórnunarhætti og jafnvel blessar enn slíka stjórnunarhætti samanber Venesúela. Íslenskir stjórnmálamenn heimsóttu þessa einræðisherra og blessuðu þá. Meðal annarra var Ceu- sescu sóttur heim, stuttu áður en hann var drepinn af þjóð sinni. Er ekki dómarinn hluti af þessum pólitíska veruleika þar sem þykir eðli- legt að eiga samskipti við stjórnvöld, sama hvers lags stjórnvöldin eru? Heimurinn er m.a. drifinn áfram af hégóma. Dómarinn er hluti af heim- inum og tekur þátt í honum. Mann- veran er ekki fullkomin og dómarar eru mannverur. Ef mannveran væri fullkomin þyrfti enga dómara. Það er ekki nóg að skamma dómarann eins og einhverjir hafa gert, það breytir engu. Það þyrfti mikið víðtækari breytingar, eins og dómarinn benti á þá hafa aðrir þegið svipaðar vegtyllur og hann þáði og þess vegna fannst honum eðlilegt að hann gerði slíkt hið sama. Þetta viðhorf kemur fram strax í bernsku þegar börn réttlæta óeðli- legar gjörðir sínar með því að benda á aðra. Það hefði engu breytt í hinu stóra samhengi ef dómarinn hefði ekki þegið þessa svokölluðu vegtyllu. Hégóminn, ágirndin, valdaþörfin, dómgreindarleysið og ýmislegt fleira sem er kannski ekki svo jákvætt hefði áfram ráðið ríkjum í heiminum. Eftir Bergur Hauksson Bergur Hauksson »Er ekki dómarinn hluti af þessum póli- tíska veruleika þar sem þykir eðlilegt að eiga samskipti við stjórn- völd, sama hvers lags stjórnvöldin eru? Höfundur er m.a. lögmaður. Hégóminn, dómgreindarleysið og margt fleira Um hálft ár er liðið frá því að framhalds- skólar og háskólar voru lokaðir og strangar samkomutakmarkanir voru settar á. Þá var ég á minni síðustu önn í framhaldsskóla og klár- aði stúdentspróf heima, fyrir framan tölvuskjá- inn. Að vera svona að- skilin vinum og kunn- ingjum í skólanum tók mjög á og ég fann fyrir mikilli depurð og einsemd eins og aðrir síðasta misserið. Við fundum samstöðu á fjarfundum þar sem allir voru sam- mála um að láta sig hafa þær breyt- ingar sem nauðsynlegar voru til að komast yfir þennan hjalla. Sjálf ein- beitti ég mér bara að skólanum og því sem ég þurfti að gera til að ná mínum markmiðum og fá stúdentsprófið í hendurnar. Tíminn leið hratt og fyrr en varði var ég mætt á bílastæði Verzlunarskólans og fylgdist himin- lifandi með samnemendum mínum útskrifast á skjánum. Stuttu síðar var slakað á samkomutakmörkunum enn frekar. Ég fann vel hvernig síðustu mánuðir höfðu tekið á og það var gott að fá aðeins að komast út fyrir dyr og í fjöl- menni aftur. Ég tók eft- ir því hvernig kór- ónuveirufaraldurinn hætti að vera málefni líðandi stundar hjá ald- urshópnum. Það var eins og hann væri ekki til lengur. Þetta þykir mér mik- ilvægt að hafa í huga því í raun var það vonin um að þetta myndi fljótt líða hjá sem kom okkur í gegnum fyrstu mánuðina af sam- komutakmörkunum. Aftur á móti sjá allir sem fylgjast með að það muni ekki gerast á næstunni. Umtalað er að lausnin liggi í því að „lifa með Co- vid-19“. Það er það eina sem hægt er að gera í stöðunni sem við nú erum í. Við verðum að hafa hægt um okkur um tíma og passa upp á einstaklings- sóttvarnir. Þar með þurfum við að halda okkur frá fjölmenni, viðhalda fjarlægðartakmörkunum, þvo hendur og nota andlitsgrímur. Skiljanlegar kröfur ekki satt? Þetta er það sem þarf að gera og við verðum bara ein- faldlega að verða við því. Það breytir því nú samt ekki að þetta tekur á og áskoranir eru mjög ólíkar eftir aldurs- hópum. Á síðasta misseri eltist ég um eitt ár, nú er ég 19 ára gömul samkvæmt almanakinu. 19 ára gömul stúlka ætti varla að hugsa svona mikið um aldur sinn en ég kemst ekki hjá því að finn- ast eins og þetta ár og næstu árin, þangað til við komumst endanlega yf- ir þennan hjalla, hefur líf mitt verið sett á bið. Frá því í marsmánuði hef ég mjög takmarkað hitt vini mína og kunningja sem ég sakna meira en ég gerði ráð fyrir. Jú, ég get hitt eina og eina manneskju en ég sakna þess mikið að sjá aðra en mína nánustu. Að sjá aðra og vera séð. Af þessari ástæðu finnur stór hluti ungmenna í dag fyrir einmanaleika. Okkur leiðist, það er ekkert að frétta og við bíðum bara eftir því að fá að gera eitthvað. Þótt staðan gæti vel verið verri þá kemst ég ekki upp úr þessari vanlíð- an sem grípur mig stanslaust. Ég sé fram á að ég muni vakna eftir kannski eitt, tvö eða þrjú ár og jú, lausn hefur verið fundin á faraldr- inum en ég er á sama stað og ég var þegar ég var 18 ára að klára stúd- entspróf. Af þessari ástæðu finn ég til með þeim sem bregðast við þessari vanlíð- an og fá fyrir það óvægna gagnrýni. Það að framkvæma í hugsunarleysi er víst engin afsökun en er það ekki það sem maður gerir á þessum aldri? Við erum öll að reyna að læra að lifa með Covid-19 en þetta er snúið og þá sérstaklega fyrir ungt fólk sem þarfnast þess félagsskapar sem fylgir því að mæta í skóla og samkvæmi. Þess vegna er mjög skiljanlegt að fólk og þá sérstaklega ungt fólk með lífið framundan geri mistök við að reyna að viðhalda geðheilsunni og um leið virða sóttvarnareglur. Það er mikilvægt að forðast þá slæmu um- ræðu sem hefur myndast um þau sem gera slík mistök. Umræðan einkenn- ist gjarnan af miklum fordómum og mér þykja kynþáttafordómar og kynjamismunun mjög áberandi hluti af henni. Satt að segja veit ég ekki hvort þeir sem láta mest í sér heyra í þessum málum hefðu gert betur en við í þessum aðstæðum. Kannski, en mér þykir það nú samt ólíklegt. Ég get að minnsta kosti sagt að þegar þyrmir yfir mig vegna þessa farald- urs er ég líkleg til þess að finna upp á alls konar vitleysu til að komast hjá því að vera jafn föst og einangruð og ég hef upplifað mig síðustu daga og mánuði. Lífið sett á bið Eftir Evu Margit Wang Atladóttur Eva Margit Wang Atladóttur »Ég kemst ekki hjá því að finnast eins og þetta ár og næstu árin, þar til við komumst end- anlega yfir þennan- hjalla, hafi líf mitt verið sett á bið. Höfundur er háskólanemi. Myndbirting Bisk- upsstofu af Jesú með kvenbrjóst í auglýs- ingu fyrir sunnudaga- skólann í vetur hefur vakið athygli. Mörgum er misboðið, jafnt inn- an þjóðkirkjunnar sem utan, en aðrir ýmist umbera þessa óvæntu framsetningu eða fagna henni. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að það sé ekki forsenda þess að geta fundið til samkenndar með öðru fólki að umbreytast í aðra. Allir þurfa að njóta sannmælis og virðingar sem manneskjur og er eðlilegt að menn vilji að þeim sé tekið eins og þeir eru. Það er best gert með því að vera sam- kvæmur sjálfum sér og koma fram við aðra eins og maður vill að sé kom- ið fram við mann sjálfan. Stóra spurningin hér er hvort það geti talist eðlilegt að kyni Jesú og lík- ama hans sé umbreytt í von um að kærleiksboðskapur hans verði ein- hverjum aðgengilegri eða samrýmist betur ríkjandi tíðaranda. Hvergi hafa varðveist samtímalýsingar á útliti Jesú að öðru leyti en því að í ritsafni Nýja testa- mentisins er honum lýst sem karlmanni af gyðing- legum uppruna sem hafi klæðst kyrtli, haft fald, verið í skóm og gagnrýnt þá sem klæddust rík- mannlega. Tiltækar heimildir um líf fólks á þessum tíma gefa enn- fremur til kynna að Jesús hafi sennilega verið frek- ar dökkur yfirlitum og með stuttklippt dökkt hár og mögulega stutt skegg. Reyndar er að finna nánari lýsingu á útliti Jesú í Opinberun Jóhannesar en þar er um að ræða táknræna sýn sem varðar ekki jarðvistardaga hans held- ur guðdóm hans í kjölfar upprisu hans og uppstigningar. Jóhannes segir þar að hann hafi séð „einhvern, líkan mannssyni, klæddan skósíðum kyrtli og gullbelti var spennt um bringu hans. Höfuð hans og hár var hvítt eins og hvít ull, eins og mjöll, og augu hans eins og eldslogi. Og fætur hans voru sem gló- andi málmur í eldsofni og raust hans sem niður mikilla vatna. Hann hafði í hægri hendi sér sjö stjörnur og beitt, tvíeggjað sverð gekk út af munni hans og ásjóna hans skein sem sólin í mætti sínum.“ (Op 1:13-16.) Það segir sig sjálft að ekki ber að taka þessum orðum sem bókstaflegri lýsingu á því hvernig Jesús hafi litið út fram að því þegar hann var tekinn af lífi á krossi. Þess má þó geta að það sjónarmið hefur verið sett fram með- al guðfræðinga að gríska fleirtölu- hugtakið mastois sem hér er þýtt sem „bringa“ eigi við um kvenbrjóst og sé gullbeltið, sem flestir telja vísun til æðsta prestsins, í raun brjóstahald- ari. Þetta myndi þýða að í guðdóm- inum sé hið karllega og kvenlega ekki aðgreint heldur eitt og hið sama. Tvíkynja guðdómur er a.m.k. vel- þekktur í trúarbragðafræði og má finna dæmi í ritum Biblíunnar þar sem Guð er ekki síður móðir en faðir, svo sem þegar Guð líkir sér við móður með brjóstbarn (Jes 49:15). Sjálfur líkti Jesús sér við hænu sem „safnar ungum sínum undir vængi sér“ (Mt 23:37) og endurrómar þar Saltarann þar sem menn eru sagðir leita „í skugga vængja“ Guðs (Sl 26:8). Þá hafa sömuleiðis verið færð rök fyrir því að hebresku orðin El sjaddaj sem gjarnan eru þýdd sem „Guð al- máttugur“ í Gamla testamentinu geti þýtt þegar betur sé að gáð „Guð með [kven]brjóst“ í merkingunni „Guð sem nærir“. Sjaddaj sé því upp- haflega kvenleg birtingarmynd Guðs en Jahve (sem sennilega merkir „Hann er“ og vísar til þess þegar Guð kynnir sig sem „Ég er“ (2M 3:14-15)) sé karlleg birtingarmynd hans. Þessi kenning á vaxandi fylgi að fagna. Tilgreina má allmarga texta í Biblí- unni þar sem talað er um kvenbrjóst með jákvæðum hætti og færa má rök fyrir því að það sé í anda hennar að Guði sé lýst þannig táknrænt. Úti- lokað er hins vegar að hinn sögulegi Jesús hafi haft kvenbrjóst en hafa ber þó í huga að fyrir höfundum rita Nýja testamentisins skiptir útlit hans engu máli. Aðalatriðið fyrir þeim er kær- leiksboðskapur hans, hvernig hann kom fram við aðra og hvað hann gerir fyrir þá. Í því ljósi er ekki óeðlilegt að Jesús sé túlkaður með táknrænum hætti á þann veg sem er í anda fagn- aðarerindisins. Það getur hver og einn gert á eigin forsendum en kirkj- unni ber að minna á Jesúm guðspjall- anna sem tók sér stöðu meðal þeirra sem voru á jaðri samfélagsins. Það þarf ekki að breyta Jesú til að sýna samkennd hans með öðrum. Jesús með kvenbrjóst? Eftir Bjarna Rand- ver Sigurvinsson Bjarni Randver Sigurvinsson » Það þarf ekki að breyta Jesú til að sýna samkennd hans með öðrum. Höfundur er trúarbragðafræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.