Morgunblaðið - 12.09.2020, Side 30

Morgunblaðið - 12.09.2020, Side 30
30 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2020 B Æ J A R L I N D 1 4 - 1 6 2 0 1 K Ó P AV O G U R S Í M I 5 5 3 7 1 0 0 L I N A N . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6 denza skenkur kr. 77.000 AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Jón Ragnarsson. Félagar úr Kór Ak- ureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar. Organisti er Krisztina Kalló Szklenár. Félagar úr kirkjukórnum leiða almennan safnaðarsöng. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar í um- sjón Sigríðar Árnadóttur, Ásrúnar Atladóttur og Ingunnar Bjarkar Jónsdóttur. ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Sig- urður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Heitt á könnunni í Ási. Ferming- arbörn vorsins 2021 eru sérstaklega boðuð til guðsþjónustu ásamt foreldrum sínum eða forráðamönnum, og til kynningarfundar um fermingarstarfið, sem haldinn verður í kirkj- unni strax að guðsþjónustu lokinni. Sunnu- dagaskólinn hefst með fjölskylduguðsþjón- ustu 20. september kl. 11. ÁSTJARNARKIRKJA | Fermingarguðsþjón- ustur kl. 9.30 og 11. Kór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar. Prestar eru Kjartan Jónsson og Arnór Bjarki Blomsterberg, kirkjuverðir eru Hjalti Skapta- son og Anna Sólveig Gunnarsdóttir. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón með stund- inni hafa Sigrún Ósk, Pétur og Þórarinn. BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Magnús Björn Björnsson og sr. Pétur Ragn- hildarson þjóna. Félagar úr kór Breiðholts- kirkju leiða söng, organisti er Örn Magnússon. Sunnudagaskóli á sama tíma. Eftir guðsþjón- ustuna er fundur með fermingarbörnum næsta vors og foreldrum þeirra. Ensk bæna- stund kl. 14. Sr. Toshiki Toma þjónar. BÚSTAÐAKIRKJA | Fermingarmessa 13. september 11.30 og 13. Vegna takmarkana á fjölda eru þessar messur ætlaðar fermingar- börnum og þeirra nánustu ættingjum. Barna- messur hefjast svo 20. september kl. 11 og almennar messur verða í vetur kl. 13. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11 sunnu- dag. Hádegisverður í safnaðarheimili að messu lokinni á vægu verði. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má., mi. og fö. kl. 8. Lau. kl. 18 er vigilmessa og messa á pólsku kl. 19. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunn- arsson þjónar og prédikar. Eitt barn verður fermt í guðsþjónustunni. Félagar úr kór kirkj- unnar syngja undir stjórn Arnhildar Valgarðs- dóttur organista. María Björk Jónsdóttir syng- ur einsöng. Meðhjálpari er Kristín Ingólfsdóttir. Kaffisopi eftir stundina. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingarmessa sunnudag kl. 14. Hjörtur Magni Jóhannsson safnaðarprestur þjónar fyrir altari. Hljómsveit- in Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni. GLERÁRKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Upphaf sunnudagaskólans í vetur. Eydís Ösp og Sindri Geir leiða stundina. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er María G. Ágústsdóttir, organisti Ásta Haralds- dóttir. Kirkjukór Grensáskirkju leiðir söng. Einn drengur verður fermdur í messunni sem er öllum opin. Heitt á könnunni á undan og eft- ir messu. Þriðjudagur: Kyrrðarstund kl. 12. Fimmtudagur: Núvitund á kristnum grunni kl. 18.15. Opinn kynningarfundur 12-spora starfs Vina í bata kl. 19.15. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Ferming- arguðsþjónusta 13. sept. kl. 10.30. Prestur er Leifur Ragnar Jónsson. Organisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir og meðhjálpari er Guðný Aradóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sunnudaga- skóli kl. 11 í Vonarhöfn á efri hæð safnaðar- heimilisins. Umsjón hefur Bylgja Dís Gunnars- dóttir. Fermingarmessur kl. 11 og kl. 13. Vegna sóttvarnareglna er einungis pláss í kirkjunni fyrir fjölskyldur fermingarbarnanna. HALLGRÍMSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarf í umsjá Kristnýjar R. Gústafsdóttur. Fundur með for- ráðamönnum fermingarbarna eftir messu. Fyr- irlestur þriðjud. kl. 12.05. Lifandi vatn: Sr. Sig- urður Árni Þórðarson. Hádegisguðsþjónusta miðvikud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Ferming kl. 11. Félagar úr Kordíu, kór Háteigskirkju syngja. Jón Haf- steinn Guðmundsson leikur á trompet. Org- anisti er Guðný Einarsdóttir. Prestur er Helga Soffía Konráðsdóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sunnudag kl. 17. Sr. Bolli Pétur Bollason þjónar og kór Hjallakirkju flytur okkur tóna undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Eftir guðs- þjónustuna verður boðið upp á heita kjötsúpu og kaffi. KÁLFATJARNARKIRKJA | Fermingarguð- sþjónusta kl. 14. Kór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar. Prestar eru Kjartan Jónsson og Arnór Bjarki Blomster- berg og kirkjuvörður er Þórhildur Sif Þórmunds- dóttir. KEFLAVÍKURKIRKJA | Fermingarmessa kl. 11 sunnudag 13. september. Séra Erla Guð- mundsdóttir og séra Fritz Már Jörgensson þjóna fyrir altari. Arnór Vilbergsson og félagar úr Kór Keflavíkurkirkju leiða söng. Vegna sótt- varnasjónarmiða og gildandi fjöldatakmark- ana er eingöngu rými fyrir fermingarbörn og nánustu fjölskyldu í messunni. KÓPAVOGSKIRKJA | Umhverfisguðsþjón- usta kl. 11 tileinkuð umhverfisvernd, gjöfum jarðar og Guðs góðu sköpun. Sr. Sjöfn Jóhann- esdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór kirkj- unnar syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Marcelina Gój og Wiktoria Lukaszewska leika á flautu en þær eru skiptinemar frá Póllandi á vegum Listaháskóla Íslands. Sunnudagaskólinn í safnaðarheimilinu Borg- um kl. 11. LANGHOLTSKIRKJA | Sunnudagaskóli og fermingarmessa kl. 11. Prestur fatlaðra Guðný Hallgrímsdóttir fermir hópinn sinn. Gra- dualekór Langholtskirkju syngur undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur kórstjóra. Organ- isti er Magnús Ragnarsson. Pétur og Marta taka vel á móti sunnudagaskólahópnum í safnaðarheimilinu. Einnig er fermingarmessa kl. 11 í dag, laugardag, prestar Langholts- kirkju þjóna. LAUGARNESKIRKJA | Fermingarathafnir frá 10.40 til 13. Mánudagur 14.9. Kyrrðarkvöld kl. 20. Kirkjan opnuð kl. 19.30. Sr. Hjalti Jón Sverrisson leiðir stundina. Miðvikudagur 16.9. Helgistund með sr. Davíð Þór Jónssyni og Kristjáni Hrannari Pálssyni organista, í Félagsmiðstöðinni Dalbraut 18-20 kl. 14. Hugvekja, bæn og söngur. Fimmtudagur 17.9. Helgistund með sr. Davíð Þór Jónssyni og sr. Hjalta Jóni Sverrissyni í Há- salnum, Hátúni 10. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Kór Lindakirkju leiðir lofgjörð undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Messa 13. sept. kl. 14 . Uppskerumessa. Barnastarf, Sjónleik- urinn: Ósýnilegi vinurinn, sýndur. Séra Pétur Þorsteinsson þjónar, Kristján H. Pálsson sér um tónlist. Petra er messugutti og Ólafur Krist- jánsson tekur vel á móti kirkjugestum. SELJAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Bibl- íusaga og brúðuleikrit, söngur. Guðsþjónusta kl. 13 - ath. breyttan messutíma. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson prédikar og þjónar fyrir altari, kór Seljakirkju syngur og organisti er Douglas Brotchie, messukaffi í lokin. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sóknarprestur þjón- ar. Organisti safnaðarins leikur á orgelið og stjórnar Kammerkór Seltjarnarneskirkju sem leiðir almennan safnaðarsöng. Sveinn Bjarki sér um sunnudagaskólann ásamt leiðtogum. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safn- aðarheimilinu. Fermingarbörn vorsins 2021 hvött til að mæta ásamt foreldrum. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Tónlistar- guðsþjónusta kl. 11. Guðrún Árný söngkona og píanóleikari sér um tónlistarflutning og sóknarprestur þjónar. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Helgistund kl. 11. Sr. Brynja Vigdís þjónar fyrir altari og félagar úr kirkjukórnum leiða söng undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar organista. Fylgt verður eftir fjöldatakmörkunum almannavarna í helgi- stundinni. Orð dagsins: Miskunn- sami Samverjinn (Lúk. 10) Morgunblaðið/Golli Rangárvallasýsla Oddi. Í umræðum um borgarlínuna hefur komið fram að ein helsta fyrirmyndin sé fyrirhugað 50 km hraðvagnakerfi (Bus Rapid Transit, BRT) á Stavanger-svæðinu, þar sem búa 242.000 manns (2015) og reiknað með fjölgun upp í 300.000 árið 2040. Hlutur almenningssamgangna í Stavanger er 8% af ferðum og áætlað er að auka hann í 15% árið 2040. Í Noregi eins og reyndar víð- ast hvar í Evrópu eru borgir mun eldri en höfuðborgarsvæðið og mið- borgirnar gjarnan frá miðöldum. Götur eru þröngar og sums staðar varla bíllengd á milli húsa. Einka- bíllinn rúmast illa í evrópskum miðaldaborgum og þess vegna er eðlilegt að strætó og lestir gegni þar stærra hlutverki heldur en hér á höfuðborgarsvæðinu. Í samræmi við þetta er bílaeign á álíka fjöl- mennum borgarsvæðum í Evrópu yfirleitt miklu lægri en á höfuð- borgarsvæðinu. Með tilkomu borgarlínu er áætl- að að auka hlut strætó úr 4% upp í 12% af ferðum árið 2040, sem er 200% hlutfallsleg aukning. Höfuð- borgarsvæðið er bílaborg og ára- tuga hefð fyrir því að fólk noti þá bíla sem það hefur til umráða. Skráð ökutæki á Íslandi eru yfir 1.000 á hverja 1.000 íbúa. Það er því afar hæpið að markmiðið um að þrefalda hlut strætó náist. Bílaborgir Trúlega er Reykjavík mesta bíla- borg í Evrópu miðað við höfðatölu. Það segir e.t.v. ekki mikið, þar eð lítið er um bílaborgir í Evrópu. Hins vegar eru borgir í BNA, Kan- ada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi, sem eru álíka stórar og höfuðborg- arsvæðið, bílaborgir. Hver er skýr- ingin? Þessi lönd eiga það sameig- inlegt að þar bjuggu tiltölulega fáir frumbyggjar á miðöldum. Síðan hefst bylgja innflytj- enda til þessara landa fyrir 100-200 árum. Vöxtur borgarsvæða með 200.000-300.000 íbúa hefur því að mestu átt sér stað eft- ir að bíllinn kemur til sögunnar. Það sama gildir um höfuðborg- arsvæðið, sem taldi aðeins um 10.000 íbúa um aldamótin 1900. Það er því eðlilegt að höfuðborgarsvæðið sem og borgarsvæði af svipaðri stærð í ofangreindum löndum séu skipulögð sem bílaborgir. Reynsla af borgarlínu á Eugene-svæðinu í Oregon Fyrir rúmum tveim árum síðan kannaði ég samgönguáætlanir 36 borgarsvæða í BNA með 200.000 – 300.000 íbúa. Á aðeins tveim þess- ara borgarsvæða voru hrað- vagnakerfi í uppbyggingu. Annað borgarsvæðanna í BNA með 200.000 - 300.000 íbúa, sem hefur tekið í gagnið hraðvagnakerfi, er Eugene-svæðið í Oregon. Áætlað er að íbúum á svæðinu muni fjölga úr 252.000 upp í 307.000 á tíma- bilinu 2015-2035. Fyrsti áfangi kerfisins var tek- inn í notkun 2007, þriðji og síðasti áfanginn 2017. Á svæðinu eru komnir um 28 km af BRT-leiðum. Fróðlegt er að skoða hvernig ferðavenjur til vinnu breyttust á tímabilinu 2009-2018. Á Eugene- svæðinu fækkaði ferðum með strætó til vinnu um 10% á tíma- bilinu, þrátt fyrir töluverða upp- byggingu hraðvagnaleiða og 6% fjölgun íbúa. Ferðum með fólksbíl til vinnu, sem voru að jafnaði um 87.000 árið 2009, hafði aftur á móti fjölgað upp í tæp 100.000 árið 2019. Leiðakerfi strætó á Eugene- svæðinu er í endurskoðun. Vænt- anlega verður niðurstaðan sú að leiðum verði fækkað og ferðatíðni aukin á þeim leiðum sem eftir verða. Þótt farþegum hafi fækkað í kerfinu í heild þá fjölgaði þeim í BRT-hluta kerfisins. Árlegur fjöldi farþega er um 10 milljónir. Til samanburðar er árlegur fjöldi far- þega með strætó á höfuðborgar- svæðinu um 12 milljónir. Reynsla af borgarlínum í stærri bílaborgum Í BNA, Kanada og Ástralíu er búið að byggja upp nokkrar borg- arlínur í meðalstórum og stórum bílaborgum. Reynslan af þeim hef- ur verið misjöfn. Yfirleitt hefur farþegafjöldi aukist umtalsvert, eða að jafnaði um nokkra tugi pró- senta á samgönguásum borgarlín- anna. Hins vegar er þó nokkuð breytilegt hve stór hluti nýrra far- þega er fyrrverandi bílstjórar. Það þykir gott ef fyrrverandi bílstjórar eru meira en 20% af nýjum farþeg- um og sjaldgæft að hlutur þeirra sé meiri en 50%. Aðrir nýir farþeg- ar eru þeir sem höfðu áður verið farþegar í fólksbíl, gengið eða hjól- að. Eða þá að þeir hefðu hreinlega ekki ferðast nema vegna þess að þjónusta almenningssamgangna var bætt. Eftir því sem bílaborgir stækka er yfirleitt auðveldara fyrir strætó/ lestir að keppa við einkabílinn. Í Los Angeles er hlutur almennings- samgangna um 10% af öllum ferð- um. Í litlum bílaborgum í BNA er hlutur strætó yfirleitt aðeins örfá prósent. Ofangreind reynsla frá erlendum bílaborgum gefur ekki tilefni til bjartsýni um að markmiðið um 12% hlut almenningssamgangna af ferðum á höfuðborgarsvæðinu ná- ist. Reynsla af borgar- línum erlendis Eftir Þórarin Hjaltason » Á Eugene-svæðinu fækkaði ferðum með strætó til vinnu um 10% á tímabilinu, þrátt fyrir töluverða uppbyggingu hraðvagnaleiða og 6% fjölgun íbúa. Þórarinn Hjaltason Höfundur er umferðarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarverkfræðingur í Kópavogi. thjaltason@gmail.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.