Morgunblaðið - 12.09.2020, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 12.09.2020, Qupperneq 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2020 ✝ Oddgeir Ís-aksson fæddist í Svalbarði á Greni- vík 16. júlí 1933. Hann lést á dval- arheimilinu Greni- lundi á Grenivík 30. ágúst 2020. Oddgeir var son- ur hjónanna Ísaks Vilhjálmssonar, f. 1906, d. 1986, og Ölmu Oddgeirsdótt- ur, f. 1907, d. 2004. Systkini Oddgeirs eru Aðal- björg, f. 1932, d. 1932, Hjördís, f. 1934, d. 1934, Hjördís, f. 1936, Sjöfn, f. 1938, d. 2019, Guðrún Kristín, f. 1940, Vilhjálmur, f. 1943, óskírður, f. 1943, d. 1943, Sveinn Þór, f. 1945, Borghildur Ásta, f. 1947, og Sóley, f. 1951. Oddgeir kvæntist Margréti Sigríði Jóhannsdóttur, f. 23.10. 1941, þann 13. nóvember 1960. Foreldrar hennar voru Jóhann Stefánsson, f. 1909, d. 1994, og Gíslína Kristín Stefánsdóttir, f. 1917, d. 1995. Börn Oddgeirs og Margrétar eru: 1) Jóhann, f. 1961, kvæntur Herdísi Önnu Friðfinnsdóttur, f. 1963, börn þeirra eru Vala Margrét, gift arprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1956 og starfaði samfleytt sem skipstjóri í 47 ár. Oddgeir lauk sjómannsferli sín- um sumarið 2010 þegar hann fór á strandveiðar norður við Gríms- ey, þá 77 ára gamall. Oddgeir rak útgerðirnar Sjöfn sf. og Hlaðir ehf. til margra ára með Margréti eiginkonu sinni, bróður sínum Vilhjálmi, mági sínum Er- hard og eiginkonum þeirra. Gerðu þau út Sjöfn ÞH-142 og urðu bátarnir með því nafni fjór- ir alls. Oddgeir var feng- og far- sæll skipstjóri, hann hélt vel utan um áhafnir sínar. Oddgeir og Margrét byggðu sér hús á Grenivík, Hagamel, og bjuggu þar svo til alla sína hjú- skapartíð. Oddgeir tók þátt í leiklistarstarfi í hreppnum á sín- um yngri árum, spilaði fótbolta með Magna, söng í kirkjukórn- um, tók þátt í starfi Lionsklúbbs- ins Þengils og eldri borgara fé- lagsins Ella. Hann sat í sveitarstjórn Grýtubakkahrepps um tíma. Útför Oddgeirs fer fram frá Grenivíkurkirkju í dag, 12. september 2020, klukkan 13.30. Streymt verður frá útförinni: https://tinyurl.com/y2qxlz58/. Virkan hlekk á streymið má nálgast á https://www.mbl.is/ andlat/. Ólafi Árna Jónssyni og sonur þeirra er Ásgrímur Jóhann, Eyrún Inga, gift Rob Polon og dóttir þeirra er Helena Vala, Birkir Orri. 2) Alma, f. 1964, dóttir hennar og Gunnars Gunnarssonar er Nanna. 3) Ísak, f. 1967, kvæntur Svanhildi Braga- dóttur, f. 1968. Börn Ísaks af fyrra sambandi með Svölu Reyn- isdóttur eru Inga Rakel, í sambúð með Andreu Dögg Kjart- ansdóttur, Arnar Geir, í sambúð með Vilborgu Önnu Jóhann- esdóttur og sonur þeirra er Ísak Bjarki, Fanney og Oddgeir. Börn Svanhildar eru Björn Atli Ax- elsson, Hrund Hákonardóttir og Aron Hákonarson. 4) Gísli Gunn- ar, í sambúð með Margréti Ósk Hermannsdóttur, börn þeirra eru Oddgeir Logi, Klara Sjöfn og Mó- eiður Alma. Oddgeir fór snemma til sjós með Ísak föður sínum á trillunni Kóp TH-142 og fór á sína fyrstu síldarvertíð 15 ára gamall á Verði TH-4. Hann lauk skipstjórn- Í dag kveðjum við elskulegan föður og tengdaföður, Oddgeir Ísaksson. Þótt missirinn sé mikill eigum við fjársjóð minn- inga, sem gott verður að rifja upp á góðum stundum. Lífsviðhorf hans var að gera vel það sem hann tók sér fyrir hendur og umgangast alla hluti af virðingu og kenndi það af- komendum sínum. Sem ung- lingur byrjaði ég að vinna hjá pabba í útgerðinni, ég tel mig hafa verið heppinn að byrja starfsferil minn þarna og hef búið að því síðan. Pabbi tók í nefið alla tíð. Stundum ákvað hann að hvíla sig á neftóbakinu á ferðalögum erlendis og skildi dósina eftir heima. En var oftast búinn að þefa uppi einhvern með tóbaks- pontu í flugstöðinni og veit ekki til þess að hann hafi nokkru sinni verið neftóbakslaus á ferðum sínum. Segja má að hann hafi kynnst mörgum í gegnum pontuna. Pabbi var mjög mikill fjöl- skyldumaður og skein það í gegn að fjölskyldan var honum mikils virði. Hann bar hag hennar fyrir brjósti og sýndi áhuga á því hvað allir hans voru að gera og var alltaf til staðar. Pabbi var einstakur afi sem var stoltur af sínum og það var tvöföld hamingja þegar hann varð afi og fékk fyrstu barnabörnin tvíburadætur okk- ar Völu Margréti og Eyrúnu Ingu í fangið. Þær eins og öll önnur barnabörnin hændust að afa sínum og ræktuðu sam- bandið við hann af alúð alla tíð. Hann hafði gaman af að fylgj- ast með þeim vaxa og dafna og tók virkan þátt í að ala þær upp í sveitasælunni á Grenivík, sem þeim fannst „Paradís“. Þó var eitt sem hann gat ekki lært og það var að þekkja þær í sundur, í seinni tíð fannst honum ágætt að önnur væri í námi erlendis þá var hann öruggur um hvora hann var að hitta. Þegar sonur okkar, Birkir Orri, fæddist ellefu árum síðar sýndi hann honum sömu natni og dætrunum. Það myndaðist sterkur strengur á milli þeirra frá fyrstu tíð. Þeir voru miklir félagar og höfðu ánægju af að brasa sam- an. Sá yngri elti þann eldri, báðir svolítið samanreknir með þykkar hendur sem kom sér vel þegar taka þurfti á því. Það mátti oft heyra í þeim langar leiðir segjandi sögur, skelli- hlæjandi og koma svo lallandi skælbrosandi heim eftir góðan dag. Eitt af sameiginlegum áhugamálum þeirra voru bílar enda voru þær ófáar ökuferð- irnar sem þeir fóru saman og var umræðuefnið að sjálfsögðu bílar af bestu gerð, Benz og BMW. Pabbi og mamma áttu saman 62 góð ár og það var unun að sjá hvað þau nutu þess að vera saman. Væntumþykja, virðing og umhyggja einkenndi sam- skipti þeirra sem er okkar fyr- irmynd. Elsku mamma, við verðum til staðar fyrir þig, höldum áfram veginn með minningar um góð- an mann í hugum okkar. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Með þakklæti kveðjum við og sjáum þig sigla í sumarlandið fagra. Jóhann og Herdís Anna. Oddgeir Ísaksson tengdafað- ir minn er farinn í sína hinstu ferð. Mikill er missir tengda- móður minnar. Komdu sæl, var kveðjan sem mætti mér í hvert skipti sem ég hitti hann. Hann hafði sterka og gefandi nærveru og sýndi mikinn áhuga á því sem maður var að fást við þá stundina, hvort sem við vorum nýkomin heim úr ferðalagi eða höfðum verið að passa barnabarnið. Alltaf vildi hann heyra hvernig hefði gengið eða fá lýsingar á því sem við hefðum upplifað. Hann hafði sterkar skoðanir á hlutunum, var alltaf tilbúinn í rökræður og stóð fast á sínu, sem gerði samræðurnar við hann oft mjög líflegar og skemmtilegar. Ég tala nú ekki um ef Magni var nýbúinn að spila leik, þá var nóg um að tala. Heimsóknir til tengdafor- eldra minna hafa alltaf verið mjög gefandi og skemmtilegar og þar var tekið á móti manni af þvílíkum rausnarskap. Oddgeir var mjög hreinskil- inn og lét fólk heyra sannleik- ann, hvort sem það voru barna- börn sem voru ekki að standa sig nógu vel í fótboltaleiknum eða að hrósa þegar það átti við. Börn löðuðust að honum og hann sýndi þeim áhuga, enda voru barnabörnin ein þau gáf- uðustu og duglegustu sem uppi hafa verið. Hann gerði mér fljótt ljóst eftir að við sonur hans tókum saman, að ef ég vildi verða fyr- irmyndartengdadóttir þá væri gott að eiga tóbakshorn í ís- skápnum og þegar hann kom í heimsókn var gott að setjast við eldhúsborðið og fá sér aðeins í nefið. Einn af hans helstu kostum var jákvæðnin. Hann hafði þann eiginleika að geta alltaf séð það jákvæða við allar breyt- ingar alveg fram á síðustu stundu. Hann gerði sér grein fyrir því að allt yrði miklu auð- veldara ef hann einblíndi á það jákvæða og það var í raun alveg magnað að upplifa það. Hann horfði til framtíðar og sá tæki- færin sem fólust í breytingum. Það er gott fyrir okkur sem eftir lifum að hafa þetta að leið- arljósi, hreinskilni, þrautseigju og jákvæðni. Eitt sinn heyrði ég sagt: „Það er þeim ekki erfitt að deyja sem lifað hafa góðu lífi.“ Það á svo sannarlega við hjá honum. Lífið hans með Möggu tengdamömmu var einstakt og til mikillar fyrirmyndar fyrir okkur öll. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Genginn er góður maður sem ég hugsa til með virðingu, hlýju og þakklæti. Svanhildur Bragadóttir. Elsku afi Oggi hefur kvatt okkur. Hans verður sárt saknað en minning hans lifir í hjörtum okkar. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til ykkar ömmu í Hagamel. Alltaf varst þú svo áhugasamur um allt það sem um var að vera í lífi okkar barnanna og þó sérstaklega um allt sem við kom fótboltanum, brosið sem kom á andlitið á þér þegar sigur var í höfn er ógleymanlegt. Magni var þitt félag alla tíð og varstu besti stuðningsmaður okkar í fótbolt- anum. Afi var ekki í vandræð- um með að passa okkur þegar við vorum yngri, þú skarst nið- ur ferskan ananas, slátursneið- ar, opnaðir rúsínubauk og allir voru glaðir. Ósjaldan bauðstu upp á ís sem alltaf var til nóg af í frystiskápnum í kjallaranum í Hagamel. Þú varst eftirláts- samur við okkur barnabörnin sem þú varst alla tíð svo stoltur af og á stundum svolítið stór- kostlegur þegar þú gafst okkur pening fyrir ís sem dugað hefði í margar ísferðir. Þó að lík- aminn hafi verið orðinn þreytt- ur þá varstu alltaf svo viljugur og vildir allt fyrir okkur gera. Það voru ófáir rúntarnir í skúr- inn hvort sem við vorum að þvo bíla eða skera af netum, þú kenndir okkur réttu handtökin. Fyrir allt þetta erum við óend- anlega þakklát. Þær voru líka margar ferð- irnar yfir götuna í stuttar ör- heimsóknir, hvort sem við vor- um að næla okkur í góðgæti í búrskápinn í kjallaranum eða þú að stelast í íslenskt neftóbak sem þú geymdir í rafmagnstöfl- unni hjá okkur til að fela það fyrir ömmu Möggu. Þú varst frábær og við vitum að þú fylg- ist með og vakir yfir okkur öll- um um ókomin ár. Við söknum þín mjög mikið, elsku afi. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Prestshólum) Oddgeir Logi, Klara Sjöfn, Móeiður Alma. Elsku afi okkar, Oddgeir Ís- aksson, er fallinn frá. Orð fá því varla lýst hversu vænt okkur þótti um hann afa Ogga á Grenivík. Það eru ófáar minningar sem koma upp í hugann þegar við hugsum til baka. Við systkinin höfum ekki tölu á því hversu oft við renndum til Grenivíkur til að hitta afa og ömmu í Haga- mel. Þar var alltaf tekið höfð- inglega á móti okkur og eigum við margar frábærar minningar frá þeim stundum sem við eyddum þar. Afi Oggi var alltaf í góðu skapi og hress, honum fannst gaman að ræða um málefni líð- andi stundar og var mjög áhugasamur um hvað við barnabörnin vorum að gera í lífinu. Þegar við vorum yngri fannst okkur hann oft blóta frekar mikið og vildum við senda hann í mannasiðaskóla, aldrei varð þó úr því. Þegar við systur vorum yngri var afi einu sinni að flytja fiskikar niður á höfn og þá kom ekki annað til greina en að leyfa barnabörn- unum að sitja í karinu á meðan afi keyrði á undan, börnunum til mikillar skemmtunar. Það er kannski ekki skrýtið að við héldum á þessum tíma að það væru engar reglur á Grenivík. Afi var einn mesti sjómaður sem sögur fara af og var alltaf gaman á sjómannadaginn að fara um borð í Sjöfn, þar sem afi sat við stýri. Einnig var afi einn mesti berjakarl sem við þekkjum og var alltaf gaman að kíkja með honum í berjamó á Höfða. Afi Oggi og amma Magga fóru saman í gegnum lífið og við vottum ástkæru ömmu sam- úð okkar. Elsku afi, við söknum þín. Við kveðjum þig með þakklæti í hjarta og þökkum þér fyrir öll árin sem við fengum að vera samferða þér. Þín barnabörn, Eyrún Inga, Vala Margrét og Birkir Orri Jóhannsbörn. Afi minn, Oddgeir Ísaksson eða afi Oggi, var einstakur maður. Afi var gríðarlegur húmoristi sem kom með réttu brandarana á réttu augnablikunum og sagði sögur á þann hátt að fólk sperrti eyrun. Hann var ekkert að skafa utan af hlutunum og talaði svo tæpitungulaust að stundum þótti fólki nóg um. Hann blótaði hátt og snjallt og á tímabili töluðum við frænk- urnar um að það þyrfti að senda hann í mannasiðaskóla. Og svei mér þá ef blótið minnk- aði ekki aðeins með árunum! Það var líka málið með afa, hann hlustaði á það sem við frændsystkinin höfðum að segja og leit á okkur sem al- gera jafningja – þá var hann með það á hreinu að afkom- endur sínir væru upp til hópar snillingar sem gætu allt milli himins og jarðar. Allt mátti hjá afa og ömmu á Grenó, til dæmis þurfi ekki að fara í bílbelti þegar farið var á rúntinn á víkinni og okkur var gefinn 5000 kall til að kaupa nammi á laugardögum. Við fengum að velja uppáhaldsmat- inn okkar og leggja Hagamel undir okkur fyrir hina ýmsu leikþætti, söngleiki og aðrar uppákomur dag sem nótt. Þó að við höfum hvorki verið af sama kyni né á líkum aldri þá fékk ég oft að heyra að ég væri líkari honum afa Ogga en foreldrum mínum. Svo fylgdi það oftast sögunni að við vær- um bæði lítil, drjúg með okkur og raddsterk. En það var ekki leiðum að líkjast! Afi var einstaklega stoltur af okkur barnabörnunum sínum og sýndi lífi okkar ósvikinn áhuga. Honum þótti ekki slæmt að ég skyldi velja mér að læra stjórnmálafræði og við gátum rætt um þjóðmál löngum stund- um þótt við værum nú ekki allt- af sammála. En það var einmitt eitt helsta einkenni afa, hann bar virðingu fyrir ólíkum skoð- unum þótt hann héldi líka sín- um ákveðið á lofti. Ég er svo innilega stolt af því að vera afkomandi afa og kveð hann með söknuði og þakklæti. Elsku afi – þú verður alltaf mesti snillingur lífs míns. Þín Nanna Gunn. Það er alls ekki sjálfgefið að eignast á lífsleiðinni jafn traustan og góðan vin og Odd- geir var. Á kveðjustund koma upp í hugann góðar samveru- stundir og samtöl sem við átt- um svo mörg á síðustu áratug- um. Minnist ég símtalanna sem snerust fyrst og fremst um fréttir af fjölskyldunum og fisk- iríi. Oddgeir ólst upp á Greni- vík og átti þar heima alla tíð. Hann byrjaði ungur sem skip- stjóri, hætti kominn vel á átt- ræðisaldurinn eftir farsælan og fengsælan feril en ekki minnk- aði áhuginn þó svo hann væri kominn í land. Oft þegar við höfðum lokið við að tala saman hugsaði ég hvers vegna fiski- fræðingar sem hafa það hlut- verk að áætla stærð fiskistofna og gefa ráðleggingar um heild- arafla leiti ekki í reynslu og þekkingu manna eins og Odd- geirs. Ég er ekki í vafa um reynsla hans og þekking á nátt- úru hafsins var meira virði heldur en nokkurt prófskírteini frá háskóla. Oddgeir reri marg- ar vertíðir í Breiðafirði og var þá oft tekið í spil í eldhúsinu heima á Rifi þegar í land var komið. Þá var slegið fast í borð- ið og glaðvær hlátur hans óm- aði um húsið þegar honum gekk vel. Þau Magga komu oft í heimsókn til okkar í Rif, við fórum til þeirra á Grenivík og auk þess áttum við margar góð- ar stundir saman á Mallorka. Oddgeir naut sín í sólinni og metnaður hans í okkar daglega minigolfi er eftirminnilegur og sérstaklega þá viðbrögð hans við slæmu höggi þar sem hann sagði ekkert en stappaði þungt niður fæti. Ég minnist síðasta samtalsins sem við áttum viku áður en hann lést og eins og ávallt var hann ekkert að tala í kringum hlutina. Hann sagði að hans tími væri farinn að stytt- ast mjög en hann skyldi hringja og láta mig vita þegar hann hrykki upp af og hló við. Hann sagðist ekki geta kvartað, hann hefði lifað langa og farsæla ævi og ætti yndislega fjölskyldu. Þegar hann nefndi fjölskylduna sá ég fyrir mér blikið í augum hans sem kom alltaf þegar hann minntist á þau enda þótti honum einstaklega vænt um þau öll og var mjög stoltur fjöl- skyldufaðir. Nú hefur Oddgeir skipstjóri leyst landfestar og látið úr höfn í hinsta sinn. Ástvinum sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Ásbjörn Óttarsson og Margrét G. Scheving. Oddgeir Ísaksson Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Húsavík, Vestmannaeyjum, áður til heimilis að Ljósheimum 2, lést laugardaginn 5. september á hjúkrunarheimilinu Litlu-Grund við Hringbraut. Útför hennar fer fram í Áskirkju fimmtudaginn 17. september klukkan 15. Aðstandendur vilja þakka starfsfólki Litlu-Grundar fyrir alúðlega umönnun. Þórunn Ósk Jónsdóttir Þorsteinn Guðmundsson Guðrún Jóna Thorarensen Ástþór Ragnar Þorsteinsson Ester Þorsteinsdóttir og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.