Morgunblaðið - 12.09.2020, Page 42

Morgunblaðið - 12.09.2020, Page 42
42 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2020 Ég var að leita eftir Omega-3 fitusýrum án eftirbragðs og var bent á Krill olíuna, sem ég hef nú notað að staðaldri sl. 10 ár. Þessi olía blandast við vatn, sem aðrar fiskiolíur gera ekki og innheldur einnig hið öfluga andoxunarefni astaxanthin, sem mér finnst vera mikill plús. Ég finn það að með æfingum og réttu mataræði virðist regluleg inntaka Krill olíunnar hjálpa mér að nota fitubirgðir líkamans betur og gera það að verkum að líkaminn verður tónaðri og vöðvarnir sýnilegri. Ég mæli heilshugar með Krill olíunni frá Natures aid fyrir alla! Sólveig Bergsdóttir Íslandsmeistari og landsliðskona í fimleikum. Krill Oil – öflugustu omega-3 fitusýrurnar! Krill olía er omega 3 í sinni hreinustu og öflugustu mynd, sótt í Suðurskautshafið sem er hreinasta hafsvæði veraldar. Líkaminn á mjög auðvelt með að nýta sér fitukeðjurnar í krillinu og ekkert eftirbragð er eftir inntöku. Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. 30 ára Berglind fædd- ist í Reykjavík og býr þar enn. Hún er verk- fræðingur að mennt og vinnur við eignastýr- ingu hjá LSR. Hún hef- ur áhuga á útivist, íþróttum og samveru með fjölskyldunni. Maki: Hörður Árnason, f. 1989, flug- umferðarstjóri hjá Islandia. Barn: Sölvi, f. 2018. Foreldrar: Alma Harðardóttir, f. 1956, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum og Bjarni Bjarnason, f. 1955, rafmagns- tæknifræðingur hjá Verkís. Þau búa í Reykjavík. Berglind Bjarnadóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þið hafið lagt hart að ykkur upp á síðkastið og eigið svo sannarlega skilið að njóta góðra tíma og lyfta ykkur aðeins upp. Sjáðu til þess að þú fáir útrás fyrir sköp- unargleði þína. 20. apríl - 20. maí  Naut Vertu frjálslegur og opinn gagnvart nýjum samstarfsaðilum en hleyptu þeim ekki lengra í fyrstu lotu en hæfilegt er. Trúðu á sjálfan þig en hlustaðu vel á aðra. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Einhver aðili kemur inn í líf þitt og honum fylgja ýmsir spennandi möguleikar. Næstu vikur verða áhugaverður tími. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Fólk nálgast þig og biður þig um að taka að þér flókin verkefni. Listræn æv- intýri, vinna með börnum og allt sem teng- ist skemmtigörðum og gestrisni gengur vel. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Snúið vandamál kemur upp í vinnunni og þér er falið að finna lausn á því. Haltu þínu striki því sumum er ekki sjálfrátt vegna eigin mistaka. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það má margt gera sér til upplyft- ingar án þess að kosta til þess miklum fjár- munum. Njóttu þess að eyða tíma með fjöl- skyldunni og gömlum vinum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það leikur allt í höndunum á þér og þú munt uppskera ríkulega. Þú hagnast í dag, sama hvað þú tekur þér fyrir hendur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Einlægni er það sem þú þarft að hafa í huga, þegar þú talar fyrir mál- efnum sem þú berð fyrir brjósti. Sinntu fé- lagslífinu vel og lyftu þér upp. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Samvinna þinna nánustu gerir tiltekt og viðgerðir á heimilinu sérlega auð- veldar í dag. Ný tækni eða breyttar aðferðir mun gera lífið skemmtilegra. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ástvinir elska þig enn meira þeg- ar þeir sjá þig á kafi í vinnu. Gerðu hlutina bara á þeim hraða sem þér hentar og mundu að skipuleggja þig vel. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hafðu augun hjá þér í dag og bregstu skjótt við, ef einhver þarfnast að- stoðar þinnar. Leitaðu uppi tækifæri til að tala við aðra og hlustaðu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gættu þess að gefa ekki svo mikinn gaum að öðrum að þú gleymir sjálfum þér. Njóttu þess fölskvalaust sem lífið gefur þér. liðinn. Það er mikill kostur að hafa þennan sveigjanleika og ég held það hafi hjálpað Íslendingum mikið í gegnum tíðina.“ Gauti minnist þess að þegar hann var strákur hafi kennarar iðulega kennt fyrir hádegi og svo unnið eitt- hvað annað eftir hádegi og jafnvel bætt við sig kvöldvinnu líka, jafnvel á bar. „Þetta var ekkert endilega út af verið eitt sumar á rækju í Húnaflóa, verið verkamaður í Reykjavík og fyrsta starfið var blaðburður. „Þessi fjölbreytni í störfum var lengi vel séríslenskt fyrirbæri sem mætti hugsanlega skýra með smæð þjóðfélagsins. En núna eru fjölmiðlar eins og Spiegel og Guardian að spá þessu módeli í framtíðinni og að tími þess að stunda eitt starf alla ævina sé G auti er fæddur í Reykja- vík og ólst upp í Hlíða- hverfi og er Valsari í húð og hár. Gauti gekk í Hlíðaskóla, Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskólans og loks Réttarholtsskóla. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1980. Sama ár og Gauti lauk BA-prófi frá Háskóla Ís- lands í ensku árið 1987 fékk hann lög- gildingu sem skjalaþýðandi og dóm- túlkur. „Ég ólst upp við þýðingar á heimilinu og ungur sór ég og sárt við lagði að ég myndi hvorki verða þýð- andi né kennari, en endaði svo með að verða hvort tveggja.“ Eftir háskólann á Íslandi ákvað Gauti að nema við Edinborgarháskóla þar sem hann lauk meistaraprófi í skoskum bók- menntum 1991. Síðar hélt hann til Þýskalands og lauk doktorsprófi 2001 frá Johannes Gutenberg háskólanum í Mainz/Germersheim. Áhugi Gauta á Þýskalandi er mikill því í Skotlandi kynntist hann konu sem hann var spenntur fyrir. „Það er svolítið skondið, en ég kynntist kon- unni minni ekki á skemmtistað eins og margir, heldur í klaustri. Ég fór í ferðalag til hinnar heilögu eyjar Lindisfarne til að sjá klaustur- rústirnar þar sem fyrsta víkingaá- rásin átti sér stað árið 793. Þar hitti ég konu sem ég fór að tala við og ég vissi strax eftir samtalið að þessum samræðum væri hreint alls ekki lokið.“ Gauti sá að hann yrði að læra þýskuna betur því mennta- skólaþýskan var ekki upp á marga fiska. „Ég fór til Þýskalands og fór strax að tala, en var ekki beysinn til að byrja með. En við Sabine ákváðum að rífast bara á ensku, svo það var al- veg ljóst að eitthvað heitt væri undir ef enskan heyrðist á heimilinu. Svo fluttist hún hingað til Íslands með mér og núna getum við rifist eða ver- ið ástfangin á þremur tungumálum.“ Fyrir utan ýmis tilfallandi störf með námi hefur Gauti verið grunn- skólakennari á Laugarbakka í Mið- firði, þýðandi frá árinu 1980 og síðan háskólakennari frá árinu 1994 og er núna prófessor í þýðingafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur unnið í banka, skúrað á Landspítalanum, sárafátækt, heldur voru bara brettar upp ermarnar þegar menn voru að byggja sér sitt draumahús og þótti ekkert tiltökumál þá. Konan mín sagði að í Þýskalandi væri það óhugs- andi að kennari ynni á bar, en það gat alveg gerst hér.“ Gauti hefur skrifað greinar í blöð frá níunda áratugnum, en mestmegn- is fræðitexta af ýmsu tagi, bækur og greinar. Einnig skrifaði hann og þýddi leiktexta í stúdentaleikhúsi í Þýskalandi og var hluti af því gefinn út. Hann hefur verið bókmennta- gagnrýnandi í Víðsjá hjá RÚV frá 2002 og 2011 kom út safn ritdóma hans í bók undir titlinum Viðbrögð úr Víðsjá og kom hún út í þýskri þýð- ingu árið eftir undir heitinu Aus- brüche und Eindrücke. „Fyrsta þýðing mín kom út 1980, reyfari þýddur á ritvél. Ég man það ennþá hvernig það var að hamra á pappírinn, prentsvertan og að þurfa að mála yfir villur með tippexinu fræga. Þegar maður fékk tölvu var það algjör bylting,“ segir hann en bætir við „að hugsanlega séu of mikl- ar upplýsingar á netinu og margar misvísandi“. Á níunda áratugnum þýddi Gauti nokkrar bækur, m.a. eftir dr. Ruth Westheimer og Stephen King, en einnig mikið fyrir Sjónvarpið þangað til hann fór í lengra nám erlendis. „Ég hef þýtt töluvert af ljóðum þýskra skálda sem birtust fyrst í Les- bók Morgunblaðsins og síðar hef ég þýtt tvær bækur eftir ljóðskáldið Manfred Peter Hein, Frá vetri til vetrar og Að jaðri heims. Ég þýddi bókina Laókóon eftir Gotthold Ephraim Lessing í Lærdómsritaröð Bókmenntafélagsins.“ Einnig hefur Gauti þýtt ásamt öðrum bækur í þýð- ingaritröð Bókmenntafræðistofnunar HÍ eftir Roland Barthes, Paul Virilio og Erich Auerbach. „Ég hef verið í ritstjórn tímaritsins Jón á Bægisá frá 2003 og einnig um tíma tímarits Hugvísindastofnunar, Ritsins.“ Auk þess hefur hann rit- stýrt nokkrum bókum sem komið hafa út hjá Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur, Bókmenntafræðistofnun og Þýðingasetri Háskóla Íslands. Gauti hefur verið virkur í fé- Gauti Kristmannsson, prófessor og þýðandi - 60 ára Fjölskyldan Sabine Leskopf, Selma, Fjóla, Gauti og Jakob og hundurinn Ívan. Kynntist konunni í klaustri Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Tungumálin Get verið ástfanginn af konunni minni á þremur tungumálum. 30 ára. Bjarki fædd- ist og býr enn á Húsavík. Hann er viðskiptafræðingur og er að auki að ljúka við tölv- unarfræði frá Há- skólanum í Reykja- vík. Maki: Berglind Jóna Þorláksdóttir, f. 1991, skrifstofustjóri hjá Norðurþingi. Börn: Sóley Ósk, f. 2015, og Baldvin Axel, f. 2019. Foreldrar: Guðrún Ósk Brynjarsdóttir, f. 1968, hjá Þekkingarneti Þingeyinga og Baldvin Axel Baldursson, f. 1966, hjá Eimskip. Þau búa á Húsavík. Bjarki Baldvinsson Til hamingju með daginn Þann 5.9. fögn- uðu hjónin Rannveig Ás- björnsdóttir og Stefán Carlsson 50 ára gullbrúð- kaupsafmæli. Þau voru gefin saman þann 5.9. 1970 í Langholtskirkju. Gullbrúðkaup

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.