Morgunblaðið - 12.09.2020, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 12.09.2020, Qupperneq 49
Á Veggnum í Þjóðminjasafninu verður í dag opnuð sýn- ingin „Tónlist, dans og tíska“ með athyglisverðum ljós- myndum eftir Vigfús Sigurgeirsson (1900-1984). Í tilkynningu frá safninu segir að andrúm menningarlífs- ins í Reykjavík komi sterkt fram í þessum sérvöldu ljós- myndum Vigfúsar frá árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Þar má sjá dansmeyjar og tónlistarmenn í bland við ein- stakar myndir af tískusýningu á Hótel Borg. Glæsileiki og fágun eru allsráðandi í myndatökunum. Vigfús hafði á 4. áratugnum heimsótt Þýskaland þar sem hann kynntist kvikmyndagerð en öðlaðist líka nýja sýn í ljósmyndun. Þannig gætir áhrifa þýsks expressíón- isma í þeim ljósmyndum hans sem hér má sjá, þar sem sterkir skuggar og ljós leika stórt hlutverk og auka hrifnæmi verkanna. Vigfús var einn allra þekktasti ljósmyndari og kvikmyndagerðamaður Ís- lands á fyrri hluta 20. aldar. Hann var ætíð leitandi og nýjungagjarn og sótti í að kynna sér helstu nýjungar í miðlunum. Eftir hann liggja einstakar hemildar- ljósmyndir, til að mynda af atvinnulífi á Íslandi og þá var hann um áratuga skeið ljósmyndari forsetaembættisins, allt frá stofnun þess árið 1944, og skrásetti Vigfús samskipti forsetans og landsmanna á afar athyglisverðan hátt. Þá nálgaðist hann landslagsljósmyndun líka með merkilegum hætti. Andrúm menningarlífsins í Reykjavík SÝNING Á VERKUM VIGFÚSAR SIGURGEIRSSONAR OPNUÐ Á VEGGNUM Danslist Ein dramatískra mynda Vigfúsar á sýningunni á Veggnum. Vigfús Sigurgeirsson Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Teiknað fyrir þjóðina - Myndheimur Halldórs Péturssonar nefnist yfir- litssýning sem opnuð verður í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands í dag. Halldór var og er einn dáðasti teiknari þjóðarinnar og á sýning- unni má sjá teikningar, skissur og fullunnin verk Halldórs, allt frá barnæsku til æviloka. Unnar Örn Auðarson er sýningarstjóri og segist hann hafa unnið með teymi úr safninu. Hann er spurður að því hvernig hann og teymið hafi nálgast verkefnið. „Börn Halldórs gáfu Þjóðminjasafn- inu arfleifð föður síns fyrir þremur árum og þar var mikið af skissum, alveg frá því hann var fjögurra og fimm ára að aldri þar til hann lést árið 1977. Við vildum draga upp mynd af teiknaranum Halldóri Pét- urssyni og hann er maður sem býr innra með fólkinu í landinu. Við reynum að sýna mjög breiða mynd af honum og sýnum mörg verk sem fólk áttar sig ekki á að eru eftir hann. Við erum aðallega að vinna með öll þessi verk sem hann teikn- aði, t.d. forsíður á Vikuna á mjög breiðu tímabili, forsíður á tímaritið Úrval sem við erum með bæði skiss- ur að og upphaflegu forsíðurnar. Síðan teiknaði hann merki fyrir- tækja, m.a. Rafmagnsveitu Reykja- víkur,“ segir Unnar. Hundrað þúsund eintök Árið 1976 var haldin mikil sýning á verkum Halldórs á Kjarvals- stöðum og samhliða henni gefin út bók um listamanninn. Unnar segir að með sýningunni í Þjóðminjasafn- inu nú vilji hann sýna aðra hlið á Halldóri en um leið draga upp klassísk verk eins og Vísnabókina sem allir þekki. Hún kom fyrst út árið 1946 og segist Unnar halda að hún hafi verið endurútgefin þrettán sinnum. „Það er búið að prenta þessa bók í yfir hundrað þúsund eintökum,“ bendir hann á. En hvað þurfti sýningarteymið að skoða mörg verk í safneigninni? „Fjölskylda Halldórs gaf Þjóð- minjasafninu yfir fimm þúsund verk og svo fengum við lánuð verk frá Þjóðskjalasafninu, þar eru frum- drög hans að frímerkjum sem við sýnum líka. Svo fengum við lánuð frumdrög að peningaseðlunum frá Seðlabankanum, hann teiknaði seðlaröðina sem var í gildi milli 1960 og ’80. Hann málaði líka margar portrettmyndir og við sýnum fimm mjög sterka einstaklinga,“ svarar Unnar. Hann segir einnig lagða áherslu á ákveðin þemu í sýningunni. „Hann var náttúrulega Reykvíkingur og teiknaði Reykjavík alveg frá því hann var fimm ára og þar til undir lokin. Þannig að við erum með þorp- ið eða Reykjavík og líka sveitina, allar bókakápurnar, allar tímarita- kápurnar og svo framvegis,“ segir Unnar. „Við blöndum saman, reyn- um að sýna mjög vítt aldursbil í hverjum flokki, ef þannig mætti orða það.“ –Kom þér eitthvað á óvart þegar þú fórst að garfa í þessu, eitthvað sem þú vissir ekki fyrir um Halldór? „Ég þekkti hann ágætlega sem teiknara en það kom mér eiginlega á óvart hversu mikið hann vann,“ svarar Unnar. Halldór lærði bæði í Danmörku og Bandaríkjunum og eftir að hann sneri heim myndbirt- ist þessi teiknari sem var starfandi í yfir 40 ár, bendir Unnar á. „Það kom mér á óvart hversu mikið magn þetta er, hvað þetta er fjölbreytt og líka hvað þetta er jafngott,“ bætir hann við. Halldór hafi verið mjög afkastamikill en gæði teikninganna alltaf mikil. „Maður sem býr innra með fólkinu“  Yfirlitssýning á verkum Halldórs Péturssonar opnuð í Þjóðminjasafninu  Sýningarteymið vildi sýna aðra hlið á listamanninum  Elstu verk sýningarinnar teiknaði Halldór fimm ára að aldri Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Listamaðurinn Teiknarinn Halldór Pétursson á sýningu sem haldin var á verkum hans á Kjarvalsstöðum árið 1976. Hann lést ári síðar. Skopmynd Eitt verkanna sem sjá má á sýningunni um Halldór Pétursson. MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2020 Í Þjóðarbókhlöðunni stendur yfir sýningin Jaðarlönd með bókverkum sextán listamanna frá sjö löndum. Er sýningin á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Verkin eru eftir tíu fé- laga félagsins Arkir og sex erlenda listamenn. Sýningunni lýkur 20. september næstkomandi. Um helgar hefur verið boðið upp á bókverkaspjall með þátttöku listamannanna og verður svo aftur nú um helgina milli kl. 15 og 17 en þá verða á staðnum þær Svanborg Matthíasdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir og Sigurborg Stef- ánsdóttir. Sýningarstjóri er Kristín Þóra Guðbjartsdóttir. Skoða, lönd, texta, tungumál… Í tilkynningu segir að titill sýn- ingarinnar, Jaðarlönd, vísi til heima á jaðri veraldar, jaðri sem er, þeg- ar að er gáð, síbreytilegur í verald- arsögunni. Í fjölbreyttum bókverk- um skoða listamennirnir lönd og mæri, texta og tungumál, náttúru og menningarheima frá ólíkum sjónarhornum. Sýningin er annars vegar samsett úr nýlegum verkum sem hafa áður einungis verið sýnd í Bandaríkjunum, á farandsýning- unni Borderland, og hins vegar úr nýjum og eldri bókverkum félaga Arka og gesta þeirra frá Dan- mörku, Noregi, Litháen, Póllandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Sinna bókinni sem listformi Myndlistahópurinn Arkir hefur starfað allt frá árinu 1998. Í kjölfar námskeiðs í bókagerð fyrir starf- andi myndlistarmenn og kennara komu þá saman nokkrar listakonur sem höfðu sérstakan áhuga á bók- inni sem listformi. Arkir hittast reglulega til að bera saman bækur sínar, en félagar hópsins sinna alla jafna margvíslegri listsköpun á sviði málara- og grafíklistar, textíl- listar, ritlistar, myndlýsinga og hönnunar. Frá árinu 2005 hafa Arkir haldið fjölda sýninga og tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis. Fjölbreytileg bókverk á sýningu Margbrotin Bókverk eftir Kristínu Þóru Guðbjartsdóttur. Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.