Morgunblaðið - 24.09.2020, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020
Byltingarkennd nýjung
í margskiptum glerjum
50–65%
stærra
lessvæði
Sjónmælingar
eru okkar fag
Tímapantanir á
opticalstudio.is
og í síma 5115800
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur
gefið út framkvæmdaleyfi vegna
nýrrar gatnatengingar á milli Borg-
artúns og Snorrabrautar ásamt að-
lögun að núverandi gatnakerfi. Áður
hafði borgarráð samþykkt að láta
bjóða verkið út. Kostnaðaráætlun er
40 milljónir króna.
Um er að ræða 1. áfanga fram-
kvæmdar við gerð nýrra gatnamóta
Snorrabrautar og Borgartúns. Í síð-
ari áfanga verður svo opnað í gegnum
miðeyju Snorrabrautar og sett upp
umferðarljós. Framkvæmdir eru í
samræmi við deiliskipulag fyrir
Hlemm og nágrenni sem samþykkt
var í borgarráði hinn 19. mars 2020.
Aukakrókur verður úr sögunni
Í dag eru aðstæður þannig að komi
bílar akandi vestur Borgartún geta
þeir ekki ekið beint inn á Snorra-
braut. Þurfa þeir að beygja til vinstri
fram hjá kínverska sendiráðinu í átt
að Lögreglustöðinni og síðan taka
hægribeygju inn á Snorrabraut.
Þessi aukakrókur verður úr sögunni
þegar nýju gatnamótin, svokölluð T-
gatnamót, verða komin í gagnið.
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi
Miðflokksins, var ekki sátt við mála-
lyktir og bókaði í borgarráði að það
væri hreint með ólíkindum að borg-
arstjóri og meirihlutinn ætluðu að
fara í þessar gerræðislegu fram-
kvæmdir þvert á vilja lögreglunnar.
„Í upphafi þessa máls lagði lögreglan
inn ítarlega umsögn í þá veru að við-
bragðsflýti frá lögreglustöðinni við
Hverfisgötu yrði stefnt í hættu þegar
framkvæmdirnar verða að fullu
komnar til framkvæmda. Öryggis-
sjónarmið sem snúa að viðbragðsflýti
lögreglu, sjúkrabíla og slökkviliðs
sem snúa að vernd borgaranna hafa
aldrei truflað meirihlutann. Minnt er
á að Dagur B. Eggertsson borg-
arstjóri er formaður stjórnar Slökkvi-
liðs höfuðborgarsvæðisins og ber því
ábyrgð á almannavörnum á höf-
uðborgarsvæðinu. Almannavarnir
eru samnefnari viðbragða og úrræða
þegar hættu- og neyðarástand skap-
ast á höfuðborgarsvæðinu. Þrenging-
arstefna meirihlutans trompar al-
mannavarnir í borginni,“ bókaði
Vigdís.
Borgarfulltrúar meirihlutans
bentu hins vegar á að verkefnið væri í
samræmi við deiliskipulag fyrir
Hlemm og nágrenni sem borgarráð
samþykkti í mars á þessu ári. Borg-
arráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
bókuðu að mikilvægt væri að vinna í
góðu samráði við lögregluna varðandi
aðgengi og akstursleiðir við Hlemm.
Á árunum 2013-14 var unnið að
endurgerð Borgartúns, milli Snorra-
brautar og Sóltúns. Gróðursvæði var
komið fyrir milli götunnar og hjóla-
stíga og skipt um ljósastaura í göt-
unni. Fjórum miðeyjum var bætt við
til að auðvelda gangandi vegfar-
endum að þvera götuna. Þá var bíla-
stæðum fækkað verulega.
Beinn vegur kemur í stað beygju
Breytingar á mót-
um Borgartúns og
Snorrabrautar verða
boðnar út á næstunni
Morgunblaðið/sisi
Gatnamótin Í fyrsta áfanga verksins verður Borgartúnið framlengt og því þurfa ökumenn ekki að taka aukakrók til að komast inn á Snorrabrautina.