Morgunblaðið - 24.09.2020, Page 35

Morgunblaðið - 24.09.2020, Page 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Vandaðir þýskir póstkassar, hengi- lásar, hjólalásar og lyklabox. MIKIÐ ÚRVAL Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16 Erum með þúsundir vörunúmera inn á vefverslun okkar brynja.is Frí heimsending út maí Undirritaður skrif- aði stutta grein í ágústmánuði þess efnis að hjúkrunar- heimili landsins fengju ekki greidd daggjöld vegna van- nýtingar á rýmum sem var til komin vegna Covid-19. Heimilin tóku ekki inn einstaklinga með- al annars til að eiga pláss fyrir sérstaka Covid-deild ef smit kæmi upp á heimilinu. Þessar töpuðu tekjur nema milli eitt og tvö hundruð milljónum króna. Veru- legar fjárhæðir fyrir heimili sem eru flest nú þegar rekin með halla. Formlegt svar við beiðni okkar um greiðslu framangreinds barst nýlega frá Sjúkratrygging- um Íslands og var í raun um að ræða áframsendingu svars frá heilbrigðisráðuneytinu. Svo virðist sem SÍ hafi ekki sjálfstæðar skoð- anir og vald í málum sem þessu. Og svarið var á þá leið að heil- brigðisráðuneytið ætlaði sér ekki að greiða þessar töpuðu dag- gjaldatekjur til hjúkrunarheim- ilanna í bili og málið yrði skoðað í upphafi næsta árs. Þetta eru kaldar kveðjur til þeirra aðila sem lögðu mikið á sig á fyrri hluta ársins við að verjast veirunni og undirbúa starfsemina á þann hátt að bærist veiran inn á heimilin þá væri í raun allt gert til að bregðast við á sem skynsam- legastan og bestan hátt. Skilaboðin frá heilbrigðisráðuneytinu eru mjög skýr. Líf og heilsa heimilismanna hjúkrunarheimila skiptir ekki máli. Mesta hættan er á að stjórnendur heimil- anna undirbúi sig ekki með sama hætti í þessari þriðju og væntanlega fleiri næstkomandi bylgjum Covid-19, þar sem það er ekki hægt, það eru hreinlega ekki til fjármunir til þess. Því fylgir mikil hætta á að illa fari fyrir alla aðila. Það sem blasir við er að sýkist einhverjir á hjúkrunarheimilum landsins verði þeir sendir inn á Landspítala. Enda staðfesti for- stjóri þess góða fyrirtækis í Kast- ljósi nýlega að aukinn kostnaður þeirra vegna Covid-19 næmi mörgum milljörðum og það yrði allt saman greitt af ríkisvaldinu. Það er ekki sama Jón og séra Jón. Hjúkrunarheimilin áfram hunsuð Eftir Gísla Pál Pálsson Gísli Páll Pálsson » Skilaboðin frá heil- brigðisráðuneytinu eru mjög skýr. Líf og heilsa heimilismanna hjúkrunarheimila skipt- ir ekki máli. Höfundur er formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. gisli@grund.is Að vinna gegn glórulausri misskipt- ingu auðs er eitt stærsta verkefni okk- ar tíma. Nýjar tölur Hagstofunnar um að 10% ríkustu Íslend- inganna eigi 56% af hreinum eignum landsmanna eru blaut tuska í andlit verka- fólks en staðfesta augljóst vandamál. Það er hlut- verk verkalýðshreyfingarinnar að vera í fararbroddi í baráttunni gegn misskiptingu og nota kjara- samningagerð til þess. Ný launatölfræði staðfestir að krónutöluhækkanir í samningum Eflingar síðan 2019 hafa bætt kjör hinna lægst launuðu hlutfallslega meira en hinna tekjuhærri. Nú- gildandi kjarasamningur á al- mennum vinnumarkaði, sem var undirritaður að aflokinni verkfalls- baráttu hundraða Eflingarfélaga, hefur einnig stuðlað að auknum jöfnuði. Leiðréttingin sem Efling- arfélagar hjá Reykjavíkurborg og sveitarfélögum knúðu þar að auki fram með hetjulegri verkfallsbar- áttu vorið 2020 styður sama mark- mið. Í ljósi kórónuveirukreppunnar er enn mikilvægara en áður að auka hlut láglaunafólks í heildar- tekjum. Allir sem til þekkja, jafn- vel íhaldssamir hagfræðingar, eru sammála um að leiðin út úr núver- andi kreppu er í gegnum kaup- mátt almennings sem viðheldur innlendri eftirspurn. Láglaunafólk er mun líklegra en aðrir til að verja viðbótarkrónum sínum í lífsnauðsyn- legar vörur og þjón- ustu í nærhagkerfinu, fremur en lúxusferðir, sparnað eða fitun aflandsreikninga í fjarlægum löndum. Þess vegna er það góð og skynsöm hag- fræði að veita lág- launafólki viðbótar- krónur til að spila úr. Einnig er góð og skynsöm hagfræði að íslenska ríkið, sem býr við fá- dæma góða skuldastöðu, beiti sér til að viðhalda eftirspurn í gegnum atvinnustefnu í þágu launafólks. Mikið af opinberu fé hefur þegar runnið til stórfyrirtækja í ferða- þjónustu en ganga þarf lengra til að tryggja að opinbert fé haldist í hagkerfinu og skili sér til almenn- ings. Ríkið hefur enn mikið svigrúm til að hækka atvinnuleysisbætur og skapa störf á boðlegum kjörum fyrir atvinnulaust fólk. Íslenskir atvinnurekendur lögðu mikla áherslu á langan kjarasamn- ing í samningalotunni vorið 2019 og höfnuðu alfarið tillögu um styttri samningstíma. Þeim varð að ósk sinni. Langur samningstími kemur til góða í nú- verandi ástandi. Samningurinn veitir heimilum verka- og lág- launafólks von í erfiðum að- stæðum og hagkerfinu öllu dýr- mæta örvun. Launahækkanir núgildandi kjarasamninga verða aldrei snertar. Gaspur leiðarahöf- unda og leiðtoga atvinnurekenda um annað er ólíkindalæti. Ólíkindalæti Eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur » Launahækkanir nú- gildandi kjarasamn- inga verða aldrei snert- ar. Gaspur leiðara- höfunda og leiðtoga atvinnurekenda um annað er ólíkindalæti. Sólveig Anna Jónsdóttir Höfundur er formaður Eflingar – stéttarfélags. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.