Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Vandaðir þýskir póstkassar, hengi- lásar, hjólalásar og lyklabox. MIKIÐ ÚRVAL Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16 Erum með þúsundir vörunúmera inn á vefverslun okkar brynja.is Frí heimsending út maí Undirritaður skrif- aði stutta grein í ágústmánuði þess efnis að hjúkrunar- heimili landsins fengju ekki greidd daggjöld vegna van- nýtingar á rýmum sem var til komin vegna Covid-19. Heimilin tóku ekki inn einstaklinga með- al annars til að eiga pláss fyrir sérstaka Covid-deild ef smit kæmi upp á heimilinu. Þessar töpuðu tekjur nema milli eitt og tvö hundruð milljónum króna. Veru- legar fjárhæðir fyrir heimili sem eru flest nú þegar rekin með halla. Formlegt svar við beiðni okkar um greiðslu framangreinds barst nýlega frá Sjúkratrygging- um Íslands og var í raun um að ræða áframsendingu svars frá heilbrigðisráðuneytinu. Svo virðist sem SÍ hafi ekki sjálfstæðar skoð- anir og vald í málum sem þessu. Og svarið var á þá leið að heil- brigðisráðuneytið ætlaði sér ekki að greiða þessar töpuðu dag- gjaldatekjur til hjúkrunarheim- ilanna í bili og málið yrði skoðað í upphafi næsta árs. Þetta eru kaldar kveðjur til þeirra aðila sem lögðu mikið á sig á fyrri hluta ársins við að verjast veirunni og undirbúa starfsemina á þann hátt að bærist veiran inn á heimilin þá væri í raun allt gert til að bregðast við á sem skynsam- legastan og bestan hátt. Skilaboðin frá heilbrigðisráðuneytinu eru mjög skýr. Líf og heilsa heimilismanna hjúkrunarheimila skiptir ekki máli. Mesta hættan er á að stjórnendur heimil- anna undirbúi sig ekki með sama hætti í þessari þriðju og væntanlega fleiri næstkomandi bylgjum Covid-19, þar sem það er ekki hægt, það eru hreinlega ekki til fjármunir til þess. Því fylgir mikil hætta á að illa fari fyrir alla aðila. Það sem blasir við er að sýkist einhverjir á hjúkrunarheimilum landsins verði þeir sendir inn á Landspítala. Enda staðfesti for- stjóri þess góða fyrirtækis í Kast- ljósi nýlega að aukinn kostnaður þeirra vegna Covid-19 næmi mörgum milljörðum og það yrði allt saman greitt af ríkisvaldinu. Það er ekki sama Jón og séra Jón. Hjúkrunarheimilin áfram hunsuð Eftir Gísla Pál Pálsson Gísli Páll Pálsson » Skilaboðin frá heil- brigðisráðuneytinu eru mjög skýr. Líf og heilsa heimilismanna hjúkrunarheimila skipt- ir ekki máli. Höfundur er formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. gisli@grund.is Að vinna gegn glórulausri misskipt- ingu auðs er eitt stærsta verkefni okk- ar tíma. Nýjar tölur Hagstofunnar um að 10% ríkustu Íslend- inganna eigi 56% af hreinum eignum landsmanna eru blaut tuska í andlit verka- fólks en staðfesta augljóst vandamál. Það er hlut- verk verkalýðshreyfingarinnar að vera í fararbroddi í baráttunni gegn misskiptingu og nota kjara- samningagerð til þess. Ný launatölfræði staðfestir að krónutöluhækkanir í samningum Eflingar síðan 2019 hafa bætt kjör hinna lægst launuðu hlutfallslega meira en hinna tekjuhærri. Nú- gildandi kjarasamningur á al- mennum vinnumarkaði, sem var undirritaður að aflokinni verkfalls- baráttu hundraða Eflingarfélaga, hefur einnig stuðlað að auknum jöfnuði. Leiðréttingin sem Efling- arfélagar hjá Reykjavíkurborg og sveitarfélögum knúðu þar að auki fram með hetjulegri verkfallsbar- áttu vorið 2020 styður sama mark- mið. Í ljósi kórónuveirukreppunnar er enn mikilvægara en áður að auka hlut láglaunafólks í heildar- tekjum. Allir sem til þekkja, jafn- vel íhaldssamir hagfræðingar, eru sammála um að leiðin út úr núver- andi kreppu er í gegnum kaup- mátt almennings sem viðheldur innlendri eftirspurn. Láglaunafólk er mun líklegra en aðrir til að verja viðbótarkrónum sínum í lífsnauðsyn- legar vörur og þjón- ustu í nærhagkerfinu, fremur en lúxusferðir, sparnað eða fitun aflandsreikninga í fjarlægum löndum. Þess vegna er það góð og skynsöm hag- fræði að veita lág- launafólki viðbótar- krónur til að spila úr. Einnig er góð og skynsöm hagfræði að íslenska ríkið, sem býr við fá- dæma góða skuldastöðu, beiti sér til að viðhalda eftirspurn í gegnum atvinnustefnu í þágu launafólks. Mikið af opinberu fé hefur þegar runnið til stórfyrirtækja í ferða- þjónustu en ganga þarf lengra til að tryggja að opinbert fé haldist í hagkerfinu og skili sér til almenn- ings. Ríkið hefur enn mikið svigrúm til að hækka atvinnuleysisbætur og skapa störf á boðlegum kjörum fyrir atvinnulaust fólk. Íslenskir atvinnurekendur lögðu mikla áherslu á langan kjarasamn- ing í samningalotunni vorið 2019 og höfnuðu alfarið tillögu um styttri samningstíma. Þeim varð að ósk sinni. Langur samningstími kemur til góða í nú- verandi ástandi. Samningurinn veitir heimilum verka- og lág- launafólks von í erfiðum að- stæðum og hagkerfinu öllu dýr- mæta örvun. Launahækkanir núgildandi kjarasamninga verða aldrei snertar. Gaspur leiðarahöf- unda og leiðtoga atvinnurekenda um annað er ólíkindalæti. Ólíkindalæti Eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur » Launahækkanir nú- gildandi kjarasamn- inga verða aldrei snert- ar. Gaspur leiðara- höfunda og leiðtoga atvinnurekenda um annað er ólíkindalæti. Sólveig Anna Jónsdóttir Höfundur er formaður Eflingar – stéttarfélags. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.