Morgunblaðið - 24.09.2020, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 24.09.2020, Qupperneq 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020 ✝ Haukur GústiJóhann Guð- mundsson fæddist á Oddsflöt í Grunnavík 25.6. 1928. Hann lést í Brákarhlíð 16.9. 2020. Foreldrar hans voru Elísa Guðrún Einarsdóttir frá Dynjanda, f. 1.7. 1900, d. 6.4. 1985, og Guðmundur Árnason Páls- son frá Höfða, f. 24.1. 1895, d. 2.6. 1967. Systkini hans eru Að- alheiður, f. 7.1. 1923, d. 29.8. 1977, Steinunn María, f. 11.5. 1924, d. 26.11. 2007, Páll Hall- dór, f. 22.7. 1925, og Gunnur Einars, f. 15.3. 1934, d. 8.12. 2007. Haukur ólst upp í Grunnavík til 1942 en þá fluttist fjöl- skyldan til Ísafjarðar. Hann var í farskóla í Grunnavík og barnaskólanum í Bolungarvík. Hann byrjaði ungur að stunda sjóinn á trillunni Baldri með föður sínum og bróður. Á Ísa- firði vann hann á Ísafjarð- með Guðmundi Kristbjörnssyni Eydal, f. 16.3. 1956. Hugur Hauks leitaði alltaf til sjávar. Vann hann um tíma á togurum hjá Tryggva Ófeigs- syni. Réð sig síðan til Miðness við netagerð og vann þar í nokk- ur ár. Fór svo í Stýrimannaskól- ann og tók þar skipstjórnarpróf. Var hann með ýmsa báta hjá Miðnesi eða þar til hann stofnaði sitt eigið útgerðarfélag kringum bátinn Grunnvíking. Rak hann þá útgerð í mörg ár eða þar til sonur hans tók við. Haukur undi sér best á sjónum en var lag- hentur og lagaði það sem þurfti lagfæringar við. Hann reisti þeim hjónum sumarbústað í Grunnavík 1980 þar sem þau dvöldu á hverju sumri meðan heilsan leyfði. Einnig fóru þau lengi vel hvert haust til Kan- aríeyja. Haukur hafði mikinn áhuga á knattspyrnu. Fór á leiki innanlands og horfði á ensku knattspyrnuna. Síðari ár dvöldu þau flestar helgar í sumarbústað sem þau áttu í Skorradal. Þar gerði Haukur ýmsar tilraunir við ræktun á kartöflum. Fyrir 13 árum fluttu þau í Boðahlein í Hafnarfirði. Þau voru nýflutt í Brákarhlíð í Borgarnesi þegar Haukur lést. Útför hans verður gerð frá Lindakirku í Kópavogi í dag, 24. september 2020, klukkan 15. arbátum. Árið 1947 fluttist hann suður. Var fyrst á sjó í Sandgerði með til- vonandi tengda- föður sínum eina vertíð. Þar fann hann konuefnið sitt, Önnu Magneu Jónsdóttur, f. 18.11. 1929. For- eldrar hennar voru Guðrún Magn- úsdóttir, f. 25.4. 1908, d. 3.2. 2000, og Jón Valdimar Jó- hannsson, f. 5.6. 1906, d. 26.5. 1979. Anna og Haukur giftu sig 3. febrúar 1951 og byrjuðu að búa í Skipasundinu í Reykjavík, en lengst bjuggu þau í Vallhólm- anum í Kópavogi. Sonur þeirra er Gunnar Örn, f. 15.7. 1950. Synir hans og Elfu Dísar Arn- órsdóttur, f. 21.7. 1957, eru Haukur Ársæll, f. 4.4. 1985, og Jóhann Örn, f. 5.9. 1987. Fyrir átti Elfa Dís Kristbjörn Guð- mundsson Eydal, f. 30.9. 1976, og Sigrúnu Jónu Guðmunds- dóttur Eydal, f. 30.11. 1977, Ég minnist hér, með nokkrum orðum, móðurbróður míns Hauks Guðmundssonar, skip- stjóra og útgerðarmanns. Hann ólst upp í litlum torfbæ norður í Grunnavík í Jökulfjörðum þar sem menn stunduðu búskap og sumir hverjir útræði sem auka- grein. Haukur var lítt hneigður til bústarfa, að eigin sögn, en því meir að sjónum enda farinn að róa til fiskjar á opnum báti með föður sínum og eldri bróður Páli frá fermingu, í Jökulfjörðum og Ísafjarðardjúpi, hvar veður eru æði oft válynd og ófyrirséð eins og dæmin sanna. En drengnum óx fljótt fiskur um hrygg og skorti hvorki afl né kjark og fyrr en varði var hann kominn um borð í togara. Þeim sem þar stóðu á dekki ýmist með trollið í fanginu eða í fiskaðgerð, oft í ólgusjó eða hríð- arbyl, var víst sjaldnast fisjað saman. Síðar aflaði Haukur sér skipstjórnarréttinda og gerðist formaður á bátum í Sandgerði. Þar í plássi hafði hann jú sett í þann stóra, er hann kynntist Önnu Jónsdóttur, sjómannsdótt- ur frá Sjónarhóli, sem varð lífs- förunautur hans og hefur fylgt honum ævina í blíðu og stríðu. Þau hafa staðið saman sem einn maður – alla tíð. Ég átti því láni að fagna að komast um borð hjá frænda mínum, þá aðeins 16 ára, um það höfðu þau vélað systk- inin, móðir mín og hann. Þarna fékk ég að kynnast mörgu um mannlífið, sem ég hafði ekki upplifað áður og gleymi aldrei – ekki síst persónu- gerð Hauks. Hann virtist alltaf yfirvegaður og rólegur á hverju sem gekk, hvort heldur fiskirí var dræmt eða gott – var stund- um þurr á manninn, ef í móti blés. Honum var mjög umhugað um velferð áhafnar sinnar og sýndi það í hvívetna, slíka menn er gott að eiga sem fyrirmynd og bindast tryggðaböndum. Þar kom að Hauk langaði sjálfan að eignast bát og gera út þótt efnin væru kannski ekki mikil. En hann var kjarkmaður mikill, með staðfasta konu sér að baki. Þau áræddu að leggja allt sitt undir - og tefla til vinnings og hann treysti eðlisgreind sinni, til að kljást við þann gula, sem reynd- ist mikið heillaspor fyrir bæði. Bátinn eignuðust þau og auð- vitað hlaut báturinn nafnið Grunnvíkingur, útgerðin gekk framúrskarandi vel alla tíð. Haukur var vakinn og sofinn yfir útgerðinni nótt sem nýtan dag, sá um öll veiðarfæri sjálfur, kunni þar allt sem kunna þurfti, hvort heldur var að fella net eða splæsa víra, allt lék þetta í hönd- um hans. Færi báturinn í slipp til viðhalds eða viðgerða var hann alltaf á vaktinni, svo öllu væri til skila haldið. Á seinni árum komu þau sér upp litlu sumarhúsi á bernsku- slóðum hans á Oddsflöt í Grunna- vík og þangað var haldið öll sum- ur meðan heilsan leyfði, reyndar áttu þau líka sumarhús í Borg- arfirði, ef ekki var fært alla leið til Grunnavíkur. Þangað bar Haukur sterkar taugar alla tíð og þar gat hann yljað sér við gamlar minningar um æskuárin. Fallinn er nú frá einstakur dugnaðar- og eljumað- ur, sem gerði oftast meiri kröfur til sjálfs sín en annarra. Far þú í friði kæri frændi og friður Guðs þig blessi. Önnu og Gunnari syni þeirra sem og Páli bróður hans og öðrum ættingjum sendi ég samúðarkveðjur. Hilmar Hafsteinsson. Haukur Guðmundsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR SIGGEIRSDÓTTIR húsmóðir, lést laugardaginn 19. september á Eir hjúkrunarheimili. Sendum við starfsfólki á Eir sérstakar þakkir fyrir góða umönnun. Útförin mun fara fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 25. september klukkan 13. Kolbeinn Steinbergsson Erla K. Ólafsdóttir Sigrún Steinbergsdóttir Sigmundur Felixson Ólafur Þ. Steinbergsson Jóhanna S. Ragnarsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Okkar elskaði og besti GUÐNI ÓLAFUR GUÐNASON kennari, sem lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 10. september, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. september klukkan 13. Magnea Steiney Jónsdóttir Guðrún Elín Guðnadóttir Guðni Ólafur Guðnason Margrét Steiney Guðnadóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRÐUR ÁS. JÚLÍUSSON, fyrrv. útibússtjóri, Blásölum 13, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 17. september. Útförin fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 28. september klukkan 15 og verður streymt á slóðinni www.facebook.com/groups/thordurjul. Erna Gunnarsdóttir Hans Júlíus Þórðarson Soffía Guðrún Kr. Jóhannsd. Gunnar Kristinn Þórðarson Ásdís Rósa Þórðardóttir Ívar Páll Jónsson og barnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR ljósmóðir, Hraunvangi 1, Hafnarfirði, lést 17. september á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 28. september klukkan 13. Athöfninni verður einnig streymt á slóðinni: https://www.facebook.com/ MinningarsidaGudbjorgJohannesdottir Benedikt Halldórsson Sigurbergur Árnason Súsanna Rós Westlund Aðalbjörg Benediktsdóttir Guðjón Þór Victorsson Halldór Benediktsson Ingibjörg Helgadóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær maðurinn minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJÁLMAR GUNNARSSON málarameistari, Hólabergi 84, lést á Hrafnistu Skógarbæ að kvöldi 31. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fjölskyldan vill koma innilegu þakklæti til allra sem önnuðust hann síðastliðið hálft ár, á erfiðum tímum; starfsfólks Landspítala Fossvogi á deildum A-2, B-4, B-5 Vífilsstöðum og Skógarbæ. Einnig innilegustu þakkir til heimahjúkrunar fyrir umhyggju og góða þjónustu fimm mánuðina þar á undan. Guðrún Erla Melsted Gunnar Hjálmarsson Erla Elíasdóttir Hjálmar Hjálmarsson Berglind Ágústsdóttir Halldór Óli Hjálmarsson Ingólfur Hjálmarsson Árni Hjálmarsson Ágústa Björk Svavarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 ✝ Kristín Vigfús-dóttir fæddist í Hafnarfirði 21. nóvember 1934. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 5. september 2020. Foreldrar hennar voru Elísabet Niku- lásdóttir og Vigfús Þorgilsson (látin). Var Kristín í hópi sjö systkina sem ól- ust upp á Vitastíg 6a í Hafn- arfirði. Systkini hennar eru Hörður, Óskar og Þorbjörg sem eru látin og eftirlifandi bræður hennar eru Ólafur, Lýður og Ómar. Kristín giftist Grétari Finn- bogasyni 24. júlí 1954. Þau Grét- ar og Kristín hófu búskap sinn í Keflavík og voru búsett þar til ársins 1963 að þau fluttu til Hafnarfjarðar og bjuggu þar upp frá því. Grétar andaðist árið 2002. Börn þeirra Kristínar og Grétars eru: Vigdís Erla, f. Guðjónssyni og þeirra börn eru Hrafnhildur Emma Þórð- ardóttir, Gabriel Gaui Þórð- arson, Sara María, Theodór Donni og Oliver Steinar. 3. Elísabet Stella er gift Gunnari Einarssyni og þeirra börn Erla Kristín Bjarnadóttir, Guðmundur Bjarnason, Berg- lind Bjarnadóttir og Halldór. a) Maður Erlu Kristínar er Daníel Oddsson og þeirra dætur Hekla og Högna. b) Kona Guðmundar er Brynja Rut Guðmundsdóttir og þeirra synir Jökull Bjarni og Jakob Ernir. c) Maður Berg- lindar er Stefán H. Jónsson og þeirra börn Stella Björt, Grétar Logi og Emil Rafn. 4. Kona Ómars er Árdís Sig- mundsdóttir og þeirra börn Guðfinnur Þórir, Kristín Björg og Almar Erlingsson. a) Guð- finnur er giftur Sigrúnu Egg- ertsdóttur og dóttir þeirra er María Sól. Kristín lauk hefðbundnu barnaskólanámi í Hafnarfirði og samhliða heimilisstörfum starf- aði hún á St. Jósefsspítala í um 30 ár. Útför Kristínar Vigfúsdóttur fór fram í kyrrþey að ósk henn- ar frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 17. september 2020. Jarðsett var í Hafnarfjarðarkirkjugarði. 1953, Guðjón Ragn- ar, f. 1955, Elísabet Stella, f. 1956, og Þórir Ómar, f. 1962. 1. Vigdís Erla er gift Helga Rúnari Gunnarssyni og þeirra börn Ólafía, Gréta og Fjóla. a) Ólafía er gift Birni Guðmundssyni og þeirra börn Vigdís Lilja Ásgeirsdóttir, Bertel Snær og Ingibjörg Embla. b) Gréta er gift Ólafi Erni Oddssyni og þeirra börn Oddur Helgi, Þórdís Ósk og Fannar Óli. c) Fjóla er gift Guðmundi Steinsen Rúnars- syni og þeirra synir Arnar Máni, Haukur og Jakob. 2. Guðjón Ragnar er giftur Hrafnhildi Jónsdóttur og þeirra börn Jón Grétar og Guðrún Þóra. a) Jón Grétar er giftur El- ísabetu Grétarsdóttur, þeirra börn eru Nikulás Hrafn, Ólafía Gyða og Hrafnhildur Rósa. b) Guðrún Þóra er gift Gísla Þór Elsku mamma mín! Nú ert þú komin á góðan stað í Guðsríki, laus við líkamann sem svo oft gerði þér grikk þegar aldurinn fór að færast yfir þig, sem verð- ur víst ekki umflúið þegar ald- urinn er orðinn þetta hár, 85 ár. Þegar sjónin þín fór að daprast var mikið tekið frá þér og var það erfitt fyrir okkur fjölskyld- una að horfa upp á það og geta lítið gert annað en hjálpað þér að leita lausna sem í boði voru fyrir þig. Elsku mamma, þú varst stoð mín og stytta á minni lífsleið og hjálpaðir mér að halda áfram í námi eftir að ég eignaðist fyrsta barnið mitt, Erlu Kristínu mína. Þá varst þú alltaf til staðar fyrir okkur og Erla Kristín fékk að koma í afa- og ömmuholu þegar við foreldrarnir vorum á sífelld- um vöktum. Og svo síðar þegar Guðmundur minn og Berglind fæddust voruð þið alltaf til stað- ar fyrir mig og mín börn. Þetta hef ég oft sagt við þig og þakkað þér, elsku mamma mín. Svo þeg- ar aldurinn færðist yfir þig og heilsan fór að daprast gat ég launað þér allt það sem þú gerð- ir fyrir mig með því að vera til staðar fyrir þig. Þú varst elsku- leg mamma mín alltaf brosandi og kát og árin okkar saman á St. Jósefsspítala þar sem við unnum saman voru yndislegur tími og bara góðar minningar með okk- ar góða samstarfsfólki sem margt varð okkar bestu vinir. Nú eruð þið pabbi sameinuð á ný og ég er viss um að það hafa verið fagnaðarfundir í Guðsríki þegar pabbi fékk þig loksins til sín. Far þú í friði, elsku mamma mín, og takk fyrir allt. Þín dótt- ir, Elísabet Stella. Elsku mamma mín. Nú ertu búin að kveðja okkur og komin í faðminn hans pabba. Við höfum átt svo margar góðar stundir saman, ekki síst eftir að pabbi dó. Þá komst þú mikið til okkar og ferðaðist mikið með okkur. Þú varst alltaf svo falleg og ynd- isleg og naust þess að koma með að heimsækja dætur okkar Helga og barnabörnin sem elsk- uðu þig öll. Síðasta árið var þér erfitt, heilsunni hrakaði ört, en alltaf var gott að vera með þér. Takk fyrir allt elsku mamma mín, þín verður sárt saknað. Minningu um yndislega móður geymi ég í hjarta mínu. Minning um móður Í hjarta mínu er lítið ljós, sem logar svo skært og rótt. Í gegnum torleiði tíma og rúms það tindrar þar hverja nótt. Það ljósið kveiktir þú, móðir mín, af mildi, sem hljóðlát var. Það hefur lifað í öll þessi ár, þótt annað slokknaði þar. Og þó þú sért horfin héðan burt og hönd þín sé dauðakyrr, í ljósi þessu er líf þitt geymt, – það logar þar eins og fyrr. Í skini þess sífellt sé ég þig þá sömu og þú forðum varst, er eins og ljósið hvern lífsins kross með ljúfu geði þú barst. Af fátækt þinni þú gafst það glöð, – þess geislar vermdu mig strax og fátækt minni það litla ljós mun lýsa til hinsta dags. (Jóhannes úr Kötlum) Guð geymi þig elsku mamma mín. Þín dóttir, Vigdís. Kristín Vigfúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.