Morgunblaðið - 24.09.2020, Page 39

Morgunblaðið - 24.09.2020, Page 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020 ✝ Guðmundur Theó-dórsson fæddist í Reykjavík 5. maí 1938. Hann lést 3. september 2020. Foreldrar hans voru Theódór Þorláks- son, f. 5. ágúst 1896 á Laugalandi í Austur-Barðastrandar- sýslu, d. 3. mars 1978 og Helga Illugadóttir, f. 7. október 1901 í Ólafs- vík, d. 26. janúar 1991. Bróðir hans er Guðlaugur Theódórsson, f. 13. maí 1944. Hálfsystur eru Guðbjörg Jóns- dóttir, f. 29. desember 1927 og Guðný Jónsdóttir, f. 22. janúar 1935. Guðmundur átti einn son, Ei- rík Örn Guðmundsson, f. 23. nóvember 1977, móðir Ásdís Jónsdóttir, f. 1939. Guðmundur ólst upp á Lauga- landi í Reykhóla- sveit, lauk námi frá Bændaskól- anum á Hvann- eyri 1962 og starf- aði mestan hluta starfsævinnar hjá Álafossi í Mos- fellsbæ. Guðmundur var söng- og tón- elskur og söng með þremur kór- um, Álafosskórnum, Gerðu- bergskórnum og kór Fella- og Hólakirkju. Útför Guðmundar fer fram frá Fella- og Hólakirkju 24. sept- ember 2020 og athöfnin hefst klukkan 13. Blíðviðrisdagur við Breiða- fjörð. Varla skýhnoðri á himni og örlar ekki á báru, sjórinn eins og spegill. Sindrinn skríður út úr mynni Þorskafjarðar. Ekkert rýf- ur kyrrðina utan háttbundin slög vélarinnar. Fyrir stafni eru Skál- eyjar, Sviðnur og enn lengra Svefneyjar og Flatey. Guðmund- ur vinur minn í meira en hálfa öld stendur keikur í skut með aðra hönd á stýri en hina lausa til að slá af vélinni því víða eru blindsker og boðar, hættulegir hverri fleytu. Margar voru ferðirnar sem við fórum út í eyjar og annes. Stund- um við tveir, stundum fleiri sam- an. Ég og Eygló, Gísli Sævar, Þór- arinn og síðast en ekki síst Jón Manni sem gerði hverja ferð enn skemmtilegri með glaðværð sinni og óborganlegum sögum. Þessar myndir sitja eftir hugskotinu þótt langt sé um liðið. Í þessu umhverfi naut Guðmundur sín best og hef- ur það líklega mótað persónuleika hans að vissu leyti. Ekki er ör- grannt um að ég hafi skynjað ann- an hljóm í röddinni þegar hann var vestra, léttari, en að sama skapi ábyrgðarfyllri þegar hann skipaði til sætis í bátnum svo ekki hallaðist meira á annað borðið, vel vitandi um ábyrgð sína sem skip- stjóri. Ekki var hann maður margra orða, hafði enga þörf fyrir að sýnast í því fremur en öðru, og aldrei á öllum þessum árum minn- ist ég þess að hann hafi lagt illt orð til nokkurs manns eða haft uppi dómhörku um menn eða málefni. Grandvar maður til orðs og æðis. Góður göngumaður þyrlar ekki upp ryki. Góður ræðumaður segir ekkert sem að verður fundið. Þessi orð úr Bókinni um veginn lýsa vini mínum vel. Guðmundur bar tilfinningar sínar ekki á torg og ekki var alltaf auðvelt að ráða í hvernig honum raunverulega leið á sinni lífs- göngu. Í mörg ár söng hann í þremur kórum, Álafosskórnum, kór Fella- og Hólakirkju og Gerðubergskórnum. Tónlist var honum það sem vatn er þyrstum manni. Þetta kórastarf var honum mikils virði í víðu samhengi því þarna var fólk sem deildi sameig- inlegum áhugamálum. Ég þykist vita að starfið í kirkjukórnum sem honum var kært hafi vakið ein- lægan áhuga hans á almennu kirkjustarfi. Eitt er víst, að ef á kirkjuna var hallað, með réttu eða röngu, kom hann henni ævinlega til varnar. Dóttur minni er það í barnsminni þar sem við sátum heima í eldhúsi fyrir meira en þrjátíu árum og höfðum þagað lengi. Guðmundur las Morgun- blaðið. Til þess að rjúfa þessa löngu þögn varð mér á að spyrja vin minn: „Hvar skyldi Jesús Kristur hafa verið frá 12 ára aldri til þrítugs, þau ár sem menn taka út mestan þroska?“ Félagi minn leit upp úr blaðinu í fimm sekúnd- ur og svaraði: „Tja, það er nú það,“ og hélt svo áfram að lesa Moggann. Þetta er líklega það lengsta sem við komumst í að ræða trúmál. Síðustu árin voru orðin Guð- mundi þungbær vegna veikinda. Skyndilegt fráfall hans kom mér sem og öðrum samt mjög í opna skjöldu. Nú er skipið úr nausti og eft- irminnilegur persónuleiki og traustur vinur genginn, sem for- réttindi voru að kynnast og eiga að vini í meira en hálfa öld. Syni hans og öllum ættingjum eru sendar samúðarkveðjur. Símon Gunnarsson. Fyrir réttum 40 árum stofnuðu nokkrir söngelskir starfsmenn Álafosskór sem kenndur var við fossinn fagra og fyrirtækið sjálft og fékk nafnið Álafosskórinn. Frá stofnun var Guðmundur Theódórsson ein traustasta stoðin í kórnum. Hann söng með kórnum alla tíð og tók virkan þátt í öllu starfi, æfingum, tónleikum og fjölda söngferða til margra landa. Síðasta ferðin var farin 2019 í Rín- ardalinn þar sem kórinn söng í Dómkirkjunni í Worms fyrir fullu húsi. Guðmundur fæddist í Reykja- vík, en fjölskyldan flutti þegar hann var kornabarn að Lauga- landi í Reykhólasveit, þar sem hann átti æsku sína og uppvöxt. Faðir hans var annálaður hag- leiksmaður og listasmiður. Hann kom upp sundlaug fyrir fjölskyld- una og leiddi heitt vatn í bæinn til upphitunar og annarra nytja. Guð- mundi þótti vænt um sveitina sína. Reykhólasveitin er einn af þeim stöðum sem hvað fallegastir eru á landinu og minninguna um fegurð sveitarinnar bera menn með sér í brjósti alla tíð og þeir sem hafa bú- ið þarna og flytja burt skilja eftir hluta af sálinni og vitja því heima- haganna eins oft og hægt er. Guðmundur dvaldist jafnan á Laugalandi í sumarfríum sínum, meðan bærinn var í höndum fjöl- skyldunnar. Trillu átti hann, sem hann notaði sér til gagns og gam- ans þegar hann dvaldi vestra. Af sjómennskunni hafði hann mikla ánægju. Bátinn gaf hann loks Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum og mátti sjá hann í sjónvarpsþáttaröðinni „Flateyjar- gátu“. Guðmundur var gæddur góðum tónlistarhæfileikum og átti orgel og spilaði löngum á það. Í kórsöng var hann mikill happafengur, bassaröddin sterk, falleg og tær. Hann var lagviss með afbrigðum og stjórnendur höfðu orð á því að tónlistin væri honum guðsgjöf og hefði hann allt á hreinu og þyrfti litla tilsögn. Hann var traustur maður í kynn- ingu, hæglátur, umtalsfrómur og hlédrægur. Samt var hann vel heima í flestum málum, en tróð ekki skoðunum sínum upp á aðra. Hann hugsaði áður en hann talaði og meiddi hvorki menn né málstað með fleipri og óvarkárni. Öllum þótti vænt um hann og aldrei skipti hann skapi, þannig að tekið væri eftir. Hann var liðsmaður í besta skilningi þess orðs og hans verður sárt saknað. Við sem unn- um náið með honum í áraraðir fundum vel hvað nærvera hans var þægileg og góðmennska og greið- vikni voru honum í blóð borin. Álafosskórinn hefur misst einn sinn besta félaga. Við þökkum Guðmundi Theó- dórssyni langa og ánægjulega samferð og þá gleði og ánægju sem hann gaf af sér. Hann siglir nú á bátskelinni sinn til móts við eilífðina í örugga höfn. F.h. félaga í Álafosskórnum, Þrúður Helgadóttir. „Við Gvendur …“ Mamma stríddi pabba stundum á því að hann segði oftar Gvendur en við Heiða. Guðmundur Theódórsson var líklega best þekktur sem Gvendur á Laugalandi hjá mér og mínu fólki. Þeir pabbi voru æskuvinir og áttu í einstöku vinasambandi þangað til pabbi dó fyrir 20 árum. Gvendur hélt tryggð við okkur fjölskylduna þó að pabbi félli frá og hefur fagnað öllum stórvið- burðum með okkur, síðast skírn dóttur minnar í fyrrasumar. Þegar pabbi og mamma héldu veislu gisti Gvendur gjarnan á sóf- anum og pabbi fór stundum í „helgarferð“ niður á Hverfisgötu til Gvendar og Helgu móður hans, meðan hennar naut við. Þeir áttu margar glaðar stund- ir í sveitinni þeirra beggja, Reyk- hólasveit. Þeir eyddu tíma á Laugalandi og þar var ýmislegt brallað. Þeir sigldu á hverju sumri ásamt fleiri félögum, ekki síst Gísla Sævari sem var þriðji æsku- félaginn, um Breiðafjarðareyjarn- ar. Fóru á land og tjölduðu í eyju eða á nesi. Pabbi dýrkaði þessar ferðir. Þegar pabbi og mamma keyptu brotinn vegavinnuskúr og ákváðu að gera úr honum sumarbústað hristu margir hausinn. En Gvend- ur var þá sem endranær stoð og stytta og hjálpaði þeim að smíða. Hann átti síðan góðar heimsóknir vestur á Dagverðará í bústaðinn til þeirra, og áfram til okkar þó að pabbi væri fallinn frá. Símon og Eygló og Þórarinn voru oft með í för og tjaldvagn. Gvendur var ekki fyrirferðar- mikill þó að hann væri virkur í leik og starfi, hann söng í þremur kór- um og þó að heilsan færi þverr- andi hélt hann áfram að syngja. Ég dæsti stundum þegar ég svar- aði í símann sem unglingur og Gvendur var á línunni, því hann talaði hægt og svo virðulega: „Er faðir þinn heima?“ Mikið vildi ég nú samt fá að heyra hann segja þetta núna. Mig langar að gera orð pabba að mínum en hann orti þessar vís- ur fyrir 22 árum: Sextíu ár eru svolítið puð en samt eru búin að tifa. Við þökkum þér fyrir það góði Guð, að Guðmundur fékk hér að lifa. Á heiðursdegi við hugsum til þín og hverfum frá dagsins önnum, því Breiðafjörðurinn bjartur þér skín betur en flestum mönnum. (JS) Fyrir hönd mömmu og okkar systkinanna sendi ég syni hans og fjölskyldu og öllum þeim sem þótti vænt um Gvend innilegar samúðarkveðjur. Minningin um mætan mann lifir. Ólína Kristín Jónsdóttir. Guðmundur Theódórsson Trausti Eyjólfs- son fæddist í Vest- mannaeyjum árið 1928 og ólst þar upp en flutti upp á land og sótti sér menntun í Bændaskólanum á Hvanneyri í Borgarfirði. Árið 1949 giftist hann Jakobínu Björgu Jónasdóttur. Þau hófu bú- skap í Gunnarsholti á Rangárvöll- um, fluttu tveimur árum síðar til Vestmannaeyja og bjuggu þar uns þau festu kaup á jörðinni Volaseli í Lóni. Þau fluttu aftur til Vest- mannaeyja árið 1968. Í janúar 1973 hófst eldgos í Heimaey. Trausti hafði fyrr um haustið fengið orlof frá störfum til þess að taka að sér að sinna félagsstarfi nemenda Bændaskólans á Hvann- eyri um eins ár skeið. Við gosið í Heimaey fluttu Jak- obína og yngri börn þeirra á Hvanneyri. Fyrstu árin bjuggu þau sér heimili á heimavist skól- ans og sinntu því starfi að aðstoða nemendur skólans í daglegu lífi. Trausti Eyjólfsson ✝ Trausti Eyj-ólfsson fæddist 19. febrúar 1928. Hann lést 30. ágúst 2020. Útför Trausta fór fram 5. sept- ember 2020. Trausti hafði það starf að styrkja fé- lagslíf þeirra auk þess að vinna önnur störf fyrir skólann. Þau hjónin reistu sér hús á Hvanneyri. Heimili þeirra var hlýlegt og myndar- legt og þau hjón góð heim að sækja. Trausti hafði haga hönd og fékkst m.a. við að binda inn skjöl og bæk- ur fyrir skólann. Hann orti einnig ljóð og þýddi söngtexta og fékkst við það í frítíma sínum að mála myndir fyrir sjálfan sig og aðra. Kirkjan sem nú stendur á Hvanneyri var á sínum tíma reist af Bændaskólanum og átti að veita nemendum kirkjulega þjón- ustu meðan á námi þeirra stóð, en jafnframt sóknarkirkja. Trausti fékk það hlutverk meðfram öðrum störfum að sinna kirkjunni, sjá um þrif hennar og opna fyrir aðkomu- fólki. Það fórst honum vel úr hendi og var fenginn til þess að vera meðhjálpari kirkjunnar. Hann gegndi því starfi frá hausti 1972 til ársins 2017 eða um 45 ára skeið. Þessi þjónusta hans við kirkj- una fyrir skólann, söfnuðinn, sóknarprestana og organista hennar var ómetanleg. Hún var unnin af stakri trúmennsku, elskusemi, hlýju og mikilli vand- virkni. Fyrir athafnir fór hann um kirkjuna og tíndi suðandi flugurn- ar úr gluggum og lagði í lófa sinn og bar þær út á stétt til þess að sleppa þeim út í frelsið. Þær áttu sinn rétt til lífs eins og við menn- irnir sagði hann. Og þegar hringt var til helgra tíða og við upphaf at- hafna var allt til reiðu í kirkjunni, fágað og fínt. Hann stóð á kirkju- tröppunum eða í kirkjugættinni og tók fagnandi á móti söfnuðin- um með hlýjum og vinalegum orð- um. Betri aðstoðarmann í guðs- húsi var vart hægt að hugsa sér og fyrir þessa þjónustu ber honum heilshugar þökk frá söfnuði Hvanneyrarkirkju að honum látn- um. Fyrir hönd Hvanneyrarsafnað- ar segjum við því sem þetta skrif- um í kveðjuskyni: Haf þú þökk fyrir allt og allt, þú trúfasti þjónn í húsi Guðs, fyrir vináttu þína og elskusemi alla. Megir þú nú hvíla í friði Guðs sem skóp þig! Við sem eftir lifum kveðjum Trausta nú, góðan trúfastan vin, þakklátum huga og minnumst hans með söknuði um leið og þökkum samfylgdina. Fjölskyldu hans og vinum samúð okkar við fráfalls hans. Hann hvíli í friði og minning hans lifi. Flóki Kristinsson fv. sóknarprestur, Guðmundur Sigurðarson sóknarnefndarformaður. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGFRÍÐAR NIELJOHNÍUSDÓTTUR, Hólmgarði 28. Ólöf Guðmundsdóttir Jón Heiðar Gestsson Ársæll Guðmundsson Gunnhildur Harðardóttir Helga Gottfreðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær mamma okkar, ESTER ANNA ARADÓTTIR frá Akurey, Vestmannaeyjum, lést á heimili sínu 2. september. Útför hennar fór fram í kyrrþey að hennar ósk föstudaginn 11. september. Börn og fjölskyldur Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU JÓHANNSDÓTTUR, Suðurgötu 57, Siglufirði. Með þakklæti og hlýhug. Sigurður Þór Haraldsson Jóhann St. Sigurðsson Eyrún Björnsdóttir Ómar Freyr Sigurðsson Margrét Jónsdóttir Birkir Þór Sigurðsson Svava Ingimarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SESSELJA NÍELSDÓTTIR, lést miðvikudaginn 16. september á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 28. september klukkan 15. Ragnhildur Skjaldardóttir Níels Skjaldarson Eiríkur S. Skjaldarson Hulda Hrafnkelsdóttir Stefán Skjaldarson Birgit Nyborg barnabörn og barnabarnabörn Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, Sléttuvegi 3, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 15. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegt þakklæti til allra sem önnuðust hann og studdu í gegnum tíðina. Þeim sem vilja minnast hans er bent á SEM-samtökin, kt. 510182-0739, rkn. 323-26-1323. Fjölskylda hins látna Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, dóttur, systur og ömmu, GUÐNÝJAR HELGU GUÐMUNDSDÓTTUR löggilts endurskoðanda. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á krabbameins- og líknardeildum Landspítalans fyrir hlýhug og góða umönnun. Friðrik Smári Björgvinsson Andri Friðriksson Hrafnhildur Kristinsdóttir Gunnar Helgi Friðriksson Svava Stefanía Sævarsdóttir Alexander Elvar Friðriksson Bertha María Smáradóttir Kristófer Máni Friðriksson Kristín Dís Árnadóttir Guðm. Helgi Guðjónsson Inga Dóra Þorsteinsdóttir Ingigerður Guðmundsdóttir Kristín Hrönn Guðmundsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.