Morgunblaðið - 24.09.2020, Síða 41

Morgunblaðið - 24.09.2020, Síða 41
fyrir þennan heim að svo mörgu leyti. Hvíl í friði Eiríka mín. Ég elska þig og ég mun sakna þín. Allt var kyrrt og allt varð hljótt. Miður dagur varð sem nótt. Sorgin bjó sig heiman að. Englar himins grétu í dag. Allt var kyrrt og allt varð hljótt. Öllu lokið furðufljótt. Englar himins grétu í dag. (Kristján Kristjánsson, KK) Elsku Soffía systir, Aggi, Sig- urður og Anna. Ég finn til með ykkur af öllu hjarta. Guð sé með ykkur og gefi ykkur styrk til að komast í gegnum þessa erfiðu tíma. Eybjörg. Skottan mín, hún Eiríka Steinunn, er fallin frá - alltof snemma. Ég var svo heppin að fá að fylgjast með Eiríku frá fyrsta degi, í gegnum vinskap okkar Bjarna við Soffíu og Agnar. Man eftir henni nokkurra daga gam- alli, í sólgulum galla, með þykka hárbrúskinn sinn, fallegu augn- umgjörðina og ofurlöngu augn- hárin. Gulur er fyrir mér liturinn hennar Eiríku. Ófáar minningar um samveru- stundir koma upp í hugann frá því Eiríka og strákarnir mínir voru lítil. Eiríka var uppátækja- söm, fljót til og sífellt spyrjandi. Einhvern tímann þegar hún var á þriðja eða fjórða ári ræddum við í gamni hvort ég mætti eiga hana. Henni fannst það ekki al- veg ganga upp, sér í lagi gagn- vart foreldrunum, svo við prútt- uðum okkur niður á það að ég fengi að eiga aðra litlu tána hennar, hún skyldi þó geyma hana. Þegar Eiríka Steinunn, Sig- urður Andri og Anna Kristín voru yngri var það fastur liður í jólaundirbúningnum hjá okkur Bjarna og strákunum að fá þau í gistingu á aðventunni. Það var eiginlega mikilvægara en að skreyta fyrir jólin. Oft fórum við og sóttum jólatré út í skóg, spil- uðum og grilluðum síðan kjúk- ling og franskar og Eiríka pass- aði vel upp á að ekkert í eldamennskunni væri ofnæmis- valdandi fyrir bróður sinn. Þetta voru góðir tímar, fullir af gleði og sakleysi bernskunnar. Eiríka Steinunn var bráð- skörp og með fallegt hjartalag. Hún var mikill lestrarhestur og sem barn eyddi hún löngum stundum á bókasafninu í Gerðu- bergi. Hún var líka handlagin og eftir að hún lærði að prjóna átta eða níu ára gömul var hún fljót- lega farin að prjóna peysur á fjölskyldumeðlimi en dvaldi stutt við minni byrjendaverk. Við vor- um um tíma saman í prjónaklúbb ásamt fleiri vöskum prjónakon- um úr fjölskyldunni hans Bjarna, Eiríka entist þar mun lengur en ég. Það var stundum erfitt að átta sig á öllu því sem fór fram í koll- inum á henni Eiríku. Ég held hún hafi hugsað miklu hraðar en við flest og því höfum við stund- um átt erfitt með að fylgja henni eftir og skilja hana. Og stundum var Eiríka svolítið á skjön við umhverfið sem gerir ráð fyrir að við séum öll steypt í sama mótið í stað þess að taka mið af okkar ólíku styrkleikum. Fyrir vikið var lífshlaupið hennar ekki alltaf auðvelt en hún átti sterka og styðjandi fjölskyldu sem hún var mjög elsk að. Það eru forréttindi mín að hafa fengið að fylgjast með Ei- ríku Steinunni og eiga hana sem vinkonu þau 27 ár sem hún dvaldi með okkur, þótt síðustu árin höfum við hist stopult. Vin- skapurinn við hana og fjölskyld- una hefur gert mig ríkari og skil- ur mig vonandi eftir sem pínulítið betri manneskju – að minnsta kosti sem nemur einni litlu tá. Takk fyrir samfylgdina skott- an mín. Guðbjörg Anna. MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020 ✝ Axel P.J. Ein-arsson fæddist á Fáskrúðsfirði 27. október 1947. Hann lést á Landspít- alanum í Reykjavík 5. september 2020. Foreldrar hans voru Einar Guðni Sigurðsson kaupfé- lagsstjóri og hrepp- stjóri á Fáskrúðs- firði, f. 11. febrúar 1904, og E. Antona V. Gunn- arstein, vann við veitingastörf, f. 29. júní 1917. Axel átti eina systur, Kristrúnu Sigfrid, f. 20. ágúst 1949, d. 2016. Börn Axels eru: 1) Elísabet, f. 1966, m. Arngrímur Thorlacius, f. 1956. Börn Elísabetar eru Magnús Helgi Sigurðsson, f. 1988, unnusta hans er Aðalheiður lærði hann hjá frænku sinni Bíbí. Axel gekk í Réttarholtsskóla og strax þá fór hann að spila í ýms- um hljómsveitum sem komu víða fram. Af þekktari hljómsveitum sem Axel spilaði í má nefna Tilveru, Icecross og Deildarbungu- bræður. Axel var mikill lagahöfundur og eru þekktustu lög hans án efa „Hjálpum þeim“ útg. 1985 og „Aldrei ég gleymi“ útg. 1987. Axel rak stúdíó um margra ára skeið, Stúdíó Stöðina, og gaf út stórt safn tónlistar. Hann gaf út mikið af barnaefni, má þar nefna Sönglögin í leikskólanum, bæði tónlist og myndbönd. Síðustu árum eyddi Axel í Sví- þjóð og vann hann að tónlist, lífs- verki sínu, sem mun koma út á næstunni. Náði hann að klára verkið með aðstoð góðra vina. Útför Axels fer fram í Háteigs- kirkju í dag, 24. september 2020, kl 15 að viðstöddum ættingjum og vinum. Útförinni verður streymt og má nálgast hlekk á facebook- síðu aðstandenda og Axels. Rósa Harðardóttir, f. 1992, og Katrín Sigurðardóttir, f. 1992, unnusti hennar er Haraldur Birg- isson, f. 1991, og Ein- ar Ágúst Helgason, f. 2002. Börn Magnúsar og Aðalheiðar eru Sigurður Helgi og Málfríður Hekla. Sonur Katrínar og Haraldar er Birgir. 2) Rakel María, f. 1977, m. Brynj- ar Már Karlsson, f. 1974, börn þeirra eru Hera Björk, Þórunn Freyja og Svandís Eva. 3) Heiðar Steinn Pálsson, fóstursonur, f. 1991. Axel var húsasmiður að mennt og vann við það í fjölda ára. Tónlistaráhuginn kviknaði snemma og fyrstu gítargripin Pabbi. Það er svo skrítið að þau skyldu vilja taka þig svona snemma frá okkur þar sem þú varst boðberi hins góða og viss tenging milli lifandi og látinna. Þú varst oft að færa mér fréttir að handan, sérstaklega ef það snerti börnin mín. Þegar hún Svandís Eva fæddist allt of snemma varst þú búinn að frétta að þetta yrði allt í lagi, það voru ótrúlega góðar fréttir fyrir okkur foreldrana. Ég trúði öllu sem þú sagðir. Og þegar þú fórst í nýrna- skiptin til Svíþjóðar ’95 sagðir þú okkur að stofan hefði verið stút- full af læknum og hjúkkum að handan, enda gekk þetta eins og í lygasögu. Ég á yndislegar minningar frá því ég var lítil og hékk með þér í stúdíóinu á Vitastíg og svo seinna í Einholti. Ég byrjaði snemma að syngja bakraddir í alls konar verkefnum sem þú tókst að þér, hvort sem var fyrir þig eða annað tónlistarfólk. Og, vá, hvað þú varst nákvæmur og kannski svo- lítið sérvitur, stundum þurfti ég að syngja þúsund sinnum sömu línuna. Þú varst mikill já-maður, sér- staklega þegar kom að tónlist. Margir upprennandi upptöku- menn áttu sín fyrstu handtök í stúdíó Stöðinni. Ég upplifði þig alltaf svo ham- ingjusaman þegar þú sast í svarta upptökustólnum og þú gleymdir stund og stað, engar áhyggjur í þessum stól. Við gátum gleymt okkur langt fram eftir. Ég er endalaust þakklát fyrir þessar stundir. Eftir að þú fluttir til Svíþjóðar heyrðumst við ekki eins oft, en þú hringdir alltaf annað slagið til að fá fréttir af okkur, sérstaklega stelpunum. Ég er þakklát fyrir að þú náðir að koma heim og vera hjá þínum nánustu áður en þú fórst á vit æv- intýra þinna. Það er fallegt að vita að nú sértu kominn til ömmu Tonu og Einars afa, þú varst gullmolinn þeirra, hún amma sá ekki sólina fyrir þér. Takk fyrir allt elsku pabbi minn, ég veit að nú líður þér vel og nú er ró. Rakel María. Elsku pabbi. Ég sakna þín strax. Ég horfi í kringum mig og sé þig alls staðar. Þú ert búinn að vera svo stór hluti af lífi mínu um langan tíma. Þú varst sannarlega ekki besti pabbi í heimi. Ég kynntist þér í rauninni ekki fyrr en ég var um tvítugt. Þá komstu með systur mína hana Rakel sem var níu ára til mín. Hún var ný- flutt heim frá Danmörku og þú lagðir mikla áherslu á að við þekktum hvor aðra. Fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Pabbi minn hann Axel Einarsson var hljómsveitargæi sem helgaði líf sitt tónlistinni og var þegar ég var lítil pabbi í hjáverkum. Hann var ofboðslega góður tónlistarmaður, með frábært tóneyra. Hann var líka frábær lagahöfundur og gít- arleikari. Hann var töffari fram á síðasta dag þótt líkaminn væri ekki lengur ungur. Honum dugði að fara í brúna rúskinnsvestið, setja upp derhúfuna og upp í bíl og hann var orðinn ungur á ný. Ennþá betra ef bíllinn var sendi- bíll. Pabbi var sjarmör sem þurfti ekkert að hafa fyrir því að heilla konur. Elsku pabbi, við vorum bara alls ekki reiðubúin fyrir þetta. Við áttum eftir að gera svo margt. Pabbi ætlaði að flytja í nýju glæsi- legu íbúðina sína á Skaganum þremur dögum eftir að hann yf- irgaf þessa tilvist. Ég finn núna hvað ég myndi gefa mikið til að þessi draumur hans hefði ræst. Ég hefði sko ekki talið eftir mér að dekra hann áfram, bjóða hon- um í mat, fara og kaupa mat og bjór fyrir hann eins og ég hef gert síðustu misserin. Sitja í nýja leð- ursófanum með honum, tala um allt og ekkert. Við deildum lífssýn varðandi drauma og merkingu þeirra, sýn á líf eftir dauðann og pabbi sá lengra en nef hans náði. Ég spáði líka stundum fyrir hon- um í bolla. Við höfðum nóg um að tala, oft valt upp úr honum eitt- hvað skondið, það var stutt í húm- orinn. Hann elskaði að segja sög- ur og þá breytti hann röddinni og lék sögupersónurnar. Pabbi átti eftir að fá stúdíóið sitt frá Svíþjóð og semja ennþá fleiri lög. Hann átti svo frábær barnabörn og krúttlegustu barnabarnabörn í heimi. Hann átti eftir að halda jólaball með þeim. Við áttum líka eftir að fara til Færeyja saman. Ég tala nú ekki um að pabbi átti eftir að kenna mér á gítarinn sem hann gaf mér fyrir nokkrum mán- uðum. Ég átti eftir að kynna hon- um sundlaugarnar hérna á Akra- nesi. Líka sannfæra hann um að það væri ekki alltaf rok hérna á Skaganum. Við áttum eftir að fara í gegnum bækurnar hans Einars afa með Arngrími og faxanum. Við áttum sérstakt samband, kannski ekki endilega eins og pabbi og dóttir, stundum var ég jafnvel meira eins og mamma hans. Þetta er ömurleg staðreynd og svo furðulegt að kveðjast: Heyr- umst á morgun. En morguninn eftir fæ ég símtal þar sem mér er tjáð að pabbi sé dáinn. Þetta er þungt högg og kennir manni að taka ekki neitt sem sjálfsagt. Elsku pabbi, ég veit að núna ertu laus við allar áhyggjurnar og ert farinn að stunda laugarnar og semja ný lög. Og þú fylgist með okkur. Hvíl þú í friði. Þín dóttir, Elísabet (Beta). Axel afi var mjög ungur í anda og sagði oft við mig að hann væri ekkert venjulegur afi, sem hann var svo sannarlega ekki. Ég var mikið hjá honum sem krakki og það má segja að hann hafi verið eins og minn annar helgarpabbi. Aðalástæðan fyrir því að ég var mikið hjá honum er að hann leiddi mig á barna- stjörnubrautina en ég söng inn á sjö geisladiska sem hann tók upp og gaf út. Einnig lék ég í mörgum tónlistarmyndböndum sem hann tók upp og söng bæði í sjónvarpi og tróð upp á ýmsum skemmtun- um þar sem hann var í forsvari fyrir mig og alla hina krakkana. Það voru alltaf mörg börn í kring- um hann. Fyrir utan barnaútgáf- una var hann vanur að fylla bílinn sinn óþarflega mikið af börnum og fara í sund með okkur öll. Í mörg ár fór hann í sund á hverju kvöldi og ég fékk að fara með honum í ófáar ferðirnar. Ég á eftir að sakna þess að hringja í hann til að segja hvað ég gerði frábæran díl eða lenti á svaka útsölu því þá var hann stolt- ur! Ég kallaði hann ekki afa af- slátt fyrir ekki neitt! Hann elti upp afslætti og það var mjög rótgróið í honum að gera díla. Sem dæmi keypti hann eitt sinn sjö stykki af gulllituðum gallabux- um því þær voru á svo svakalega góðu verði en svo var hann í mesta basli með að koma þeim út. Þegar ég var lítil var afi vanur að gera díla um mat á skyndibitastöðum, sérstaklega ef hann vissi að það væri alveg að fara að loka, og þannig sannfærði hann starfsfólk- ið um að þau gætu allt eins selt honum matinn á lítið í staðinn fyr- ir að henda honum. Þetta fannst mér mjög pínlegt á sínum tíma en ég held að ég hafi nú samt erft slatta af þessum afsláttargenum. Eins og margir vita var hann einstaklega flottur tónlistarmað- ur. Ég gerði einu sinni verkefni um hann í tónlistarsögu í Fjöl- brautaskóla Suðurlands og þar spurði ég hann hvernig væri að vera rokkstjarna og hann svaraði án umhugsunar: „Ég er ekki stjarna, ég er „legend“.“ Við vorum alls ekki alltaf sam- mála og við skildum ekki alltaf hvort annað en við vorum afar ná- in og væntumþykjan mikil. Ég tel mig afar heppna að hafa átt í svona nánu sambandi við afa minn. Það er held ég ekki gefið að hringja í afa sinn eða fá símtöl frá honum stundum tvisvar eða þrisv- ar í viku til að tala um allt og ekk- ert, mjög oft ekkert. Svo er ég líka bara heppin, ásamt öllum þeim sem fengu að kynnast honum, að hafa þekkt svona skondinn kar- akter. Þið getið ekki ímyndað ykkur allar sögurnar af honum, sem margar líkjast brandara. Það væri leikandi létt að skrifa bók um afa afslátt! Takk fyrir allt elsku afi minn. Katrín Sigurðardóttir. Við Axel Einarsson áttum gott samstarf árið 1985, þegar ráðist var í að taka upp lagið Hjálpum þeim og koma því á markað. Þetta kom þannig til að nokkru eftir að breskir popparar söfnuðu tals- verðri fjárhæð til stuðnings svelt- andi íbúum Eþíópíu með útgáfu lagsins Do They Know Its Christ- mas, kviknaði sú hugmynd að gera eitthvað svipað hér á landi. Jóhann G. Jóhannsson, sem var mikill hugsjónamaður, hafði sam- band við mig og stakk upp á því að við legðum okkar af mörkum. Ax- el var nýbúinn að opna hljóðver í húsnæði á Vitastíg þar sem F.T.T. og fleiri aðilar ráku tónlistar- klúbbinn Púlsinn. Jóhann hélt ut- an um rekstur staðarins og þeir Axel höfðu rætt þessa hugmynd áður en Jóhann kom til mín. Það var því eðlilegt að þeir kæmu báð- ir að þessu verkefni. Það var svo mitt hlutverk að annast sjálfa út- gáfuna. Axel samdi fallegt og nokkuð dramatískt lag og Jóhann samdi mjög áhrifaríkan texta sem hæfði laginu vel. Þegar ég heyrði lagið var ég sannfærður um að þetta ætti eftir að ganga vel. Við gáfum okkur ágætan tíma og ég bað Björgvin Halldórsson um að halda utan um verkefnið. Hann hafði samband við nokkra úrvalshljóðfæraleikara og fremstu söngvara landsins og voru allir til í að taka þátt í þessu. Síðan var Þórir Baldursson beð- inn um að útsetja lagið og einnig komu Gunnar Þórðarson og Ey- þór Gunnarsson að því verki. Sig- urður Bjóla og Gunnar Smári Helgason önnuðust upptökuvinn- una og allt var þetta unnið af sannri fagmennsku. Okkur þótti við hæfi að fá góð- gerðaraðila að verkefninu og höfðum samband við Guðmund Einarsson, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, sem setti undirbúningsnefnd á lagg- irnar. Ákveðið var að láta ágóða af sölu plötunnar renna til bygging- ar heimilis fyrir 250 munaðarlaus börn í Eþíópíu og rekstur þess. Allt ferlið gekk vel fyrir sig og sá Ísfilm um að gera myndband þar sem allir söngvararnir komu fram. Elías Sigurðsson og Kol- beinn Andrésson hönnuðu um- slagið og fyrirtækin Korpus og Prisma sáu um filmuvinnu og prentun. Plötupressan Alfa, sem við Björgvin og Guðmundur Ósk- arsson áttum saman, sá um press- un plötunnar. Allir gerðu þetta án endurgjalds til að tryggja að verk- efnið skilaði sem mestu. Hjálpar- stofnun kirkjunnar og Skífan gáfu plötuna út í samstarfi við Auglýs- ingastofuna Nýtt útlit. Þetta var ótrúlega magnað og gefandi verk- efni sem gekk vonum framar. Það tókst að selja rúmlega 20 þúsund plötur á örfáum vikum fyrir jólin 1985 og safna dágóðri fjárhæð sem kom í góðar þarfir. Axel átti ekki minnsta þáttinn í að þetta gekk svona vel. Hann var þekktur gítarleikari og lagsmiður og kom víða við í tónlistinni en hann var líka hugmyndaríkur framkvæmdamaður. Það er álit mitt að Hjálpum þeim sé hans langbesta lag. Hann samdi það fyrir góðan málstað undir ákveð- inni pressu og skilaði því verki með slíkum ágætum að þess verð- ur minnst um langan aldur. Hon- um ber að þakka fyrir þetta góða framlag. Ég sendi fjölskyldu Ax- els, ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur mínar. Jón Ólafsson. Axel P.J. Einarsson Sími · 567 9110 · utfarir@utfarir.is · www.utfarir.is Stofnað 1990 Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.