Morgunblaðið - 24.09.2020, Page 47

Morgunblaðið - 24.09.2020, Page 47
þau eiga börnin Ágúst, f. 2009, og Sólveigu, f. 2013, og búa í Hafnar- firði. 2) Guðrún Júlía Ólafsdóttir viðskiptafræðingur, f. 6.1. 1994, í sambúð með Hirti Eyþórssyni nema í atvinnuflugi. Þau eiga soninn Alex- ander Tryggva, f. 2009, og búa í Garðabæ. 3) Aþena Elíasdóttir nemi, f. 9.5. 2000. Systkini Sólveigar eru Karl, f. 13.1. 1958, kokkur og matarfröm- uður í Reykjavík; Haraldur, f. 7.3. 1965, veðurfræðingur í Reykjavík, og Eiríkur, f. 7.3. 1965, athafnamað- ur í London. Foreldrar Sólveigar eru Eiríkur Haraldsson menntaskólakennari og einn af stofnendum Skíðaskólans í Kerlingarfjöllum, f. 12.3. 1931, og Hildur Karlsdóttir píanókennari, f. 25.11. 1935. Þau hafa verið gift í 63 ár og búa í Reykjavík. Sólveig Eiríksdóttir Magnea Ingibjörg Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík Sigurhans Hannesson rennismiður og verkstjóri í Reykjavík Steinunn Jóhanna Þorsteins húsmóðir í Reykjavík Karl Andreas Eiríksson Þorsteins stórkaupmaður og ræðismaður í Reykjavík Hildur Karlsdóttir píanókennari í Reykjavík Marín Sigurðardóttir húsfreyja, Borgarfirði eystra Eiríkur Sigfússon póstafgreiðslumaður, Borgarfirði eystra Kristíana Ágústa Eymundsdóttir húsfreyja í Vestmannaeyjum Jes Anders Gíslason prestur, verslunarstjóri, kennari og bókavörður í Vestmannaeyjum Solveig Soffía Jesdóttir hjúkrunarkona í Reykjavík Haraldur Eiríksson rafvirkjameistari í Reykjavík Sigurbjörg Rannveig Pétursdóttir húsfreyja í Vestmannaeyjum Eiríkur Hjálmarsson útvegsbóndi á Vegamótum og barnakennari í Vestmannaeyjum Úr frændgarði Sólveigar Eiríksdóttur Eiríkur Haraldsson menntaskólakennari í Reykjavík Brúðhjónin Sólveig og Elías úti í náttúrunni á brúðkaupsdaginn. DÆGRADVÖL 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020 Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Vefverslun komin í loftið! mostc.is St. 38-56 Gerið verðsamanburð FULL BÚÐ AF NÝJUM OG FALLEGUM VÖRUM 26.990 kr. Kápur - Úlpur loðfóðraðar „EKKERT FYRIR MIG, TAKK. ÉG ER AÐ REYNA AÐ HÆTTA AÐ BORÐA RUSLFÆÐI.” „ÞETTA ER SÚ SÍÐASTA SEM HANN MÁLAÐI.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hlakka til að fá hann heim aftur. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG ER AÐ SENDA LÍSU SJÁLFU ÚÚPS SMELL HÚN FÓR TIL MÖMMU ÞÚ ERT SEINN Í KVÖLDMATINN KYSSILEGUR ER ÞÁ MATURINN MINN KALDUR? NEI, HANN ER HEITUR OG FÍNN … Í MAGANUM Á SNATA! TIL ÞJÓNUSTU REIÐUBÚINN! SKELL ÍVísnahorni á þriðjudag féll niðurfyrir vangá fyrsta vísuorðið í vísu, sem Elísabet Jónasdóttir kenndi mér og hafði eftir móður sinni. Mér þykir þetta mjög leið- inlegt og bið hana og lesendur að afsaka. Hér er erindið eins og hún fór með það: Margur ágirnist meira en þarf. Maður fór að veiða skarf hafði fengið fjóra, elti þann fimmta og í því hvarf ofan fyrir bergið stóra. Á föstudag gengu sjóirnir yfir Eiðsgrandann og fleygðu stórgrýti á land. Því rifjast upp þetta erindi úr Kláusarvísum Bjarna Thor- arensen: Kláus karlinn gamli, Kambs í leiru fæddur, í landsynning þó svamli sést hann aldrei mæddur, og þó að brjóti og bramli brimsjór stormi glæddur er hann óhræddur. Það berast fréttir úr Mývatns- sveit. Friðrik Steingrímsson segir á Boðnarmiði að bitmýið gjósi upp í hvert sinn sem lygnir: Síst er lífið sæla tóm svífur haustið yfir, þó að fryst’og fölni blóm fluguskrattinn lifir. Björn Ingólfsson svarar: Lífið hjá Filla er stapp og stríð og stúrinn er karlinn að vonum því bitmýið gleðst yfir góðri tíð og gæðir sér óspart á honum. Ingólfur Ómar Ármannsson hefur orð á því að það hafi gránað í Esjuna: Erja vindar úfinn ver öldur brotna á dröngum. Kuldaleg nú Esjan er orðin grá í vöngum. Ármann Þorgrímsson segir: „Þetta heldur áfram“: Tapast bæði fólk og fé og fleira en ég hef grun um Finnst mér eins og fjandinn sé að fara á límingunum. Þessi haustvísa Magnúsar Gríms- sonar þykir mér alltaf jafn falleg: Lóan í flokkum flýgur, fjarlægist sumarból. Fyrri og fyrri hnígur fögur að djúpi sól. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Margur ágirnist meira en þarf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.