Morgunblaðið - 24.09.2020, Síða 48
48 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020
Lengjudeild kvenna
Völsungur – Tindastóll............................. 0:4
Víkingur R. – Fjölnir ............................... 1:0
Leikjum ÍA – Aftureldingar og Augnabliks
– Gróttu var ekki lokið þegar blaðið fór í
prentun í gærkvöld.
Staðan eftir fyrri tvo leikina:
Tindastóll 15 13 1 1 43:5 40
Keflavík 14 10 3 1 36:14 33
Haukar 14 9 2 3 26:14 29
Afturelding 14 6 3 5 18:17 21
Grótta 14 5 4 5 18:21 19
Víkingur R. 15 5 3 7 21:26 18
Augnablik 13 5 3 5 20:27 18
ÍA 14 2 6 6 19:24 12
Fjölnir 15 2 1 12 7:29 7
Völsungur 14 1 0 13 7:38 3
2. deild karla
Fjarðabyggð – Þróttur V......................... 1:3
Dalvík/Reynir – Kári................................ 1:2
KF – Völsungur ........................................ 1:2
Víðir – Njarðvík........................................ 1:2
Kórdrengir – Selfoss................................ 3:1
Staðan:
Kórdrengir 18 13 4 1 39:11 43
Þróttur V. 18 11 4 3 37:18 37
Selfoss 18 12 1 5 31:22 37
Njarðvík 18 11 3 4 35:23 36
Haukar 18 10 0 8 34:25 30
KF 18 8 1 9 30:35 25
Fjarðabyggð 18 7 3 8 27:25 24
Kári 17 6 4 7 25:23 22
ÍR 18 6 1 11 30:36 19
Víðir 17 4 1 12 20:43 13
Völsungur 18 3 2 13 22:49 11
Dalvík/Reynir 18 2 4 12 22:42 10
4. deild karla
8-liða úrslit, seinni leikir:
Kormákur/Hvöt – KÁ...................... 1:0 (3:2)
Hamar – KH..................................... 1:1 (3:1)
KFS – KFR ...................................... 6:0 (7:2)
Kría – ÍH........................................... 2:5 (2:8)
Í úrslitaeinvígjum um sæti í 3. deild mæt-
ast Kormákur/Hvöt – ÍH, og Hamar –
KFS.
Meistaradeild Evrópu
Umspil, fyrri leikir:
Olympiacos – Omonia Nikósía ............... 2:0
Ögmundur Kristinsson var ekki í leik-
mannahópi Olympiacos.
Gent – Dynamo Kiev ................................ 1:2
Molde – Ferencváros ............................... 3:3
England
Deildabikar, 32ja liða úrslit:
Fleetwood – Everton............................... 2:5
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn
með Everton.
Leicester – Arsenal ................................. 0:2
Rúnar Alex Rúnarsson var varamark-
vörður Arsenal.
Millwall – Burnley ................................... 0:2
Jón Daði Böðvarsson lék allan leikinn
með Burnley.
Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með
Burnley vegna meiðsla.
Fulham – Sheffield Wednesday.............. 2:0
Preston – Brighton................................... 0:2
Stoke – Gillingham................................... 1:0
Chelsea – Barnsley................................... 6:0
Morecambe – Newcastle ......................... 0:7
Ítalía
Bikarkeppnin, 1. umferð:
Padova – Breno........................................ 2:0
Emil Hallfreðsson lék ekki með Padova.
Meistaradeild karla
A-RIÐILL:
Kielce – Pick Szeged........................... 26:23
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 2
mörk fyrir Kielce en Haukur Þrastarson
ekkert.
Stefán Rafn Sigurmannsson lék ekki
með Pick Szeged vegna meiðsla.
B-RIÐILL:
Aalborg – Motor Zaporzhye .............. 38:29
Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal-
borg.
Noregur
Haslum – Drammen ............................ 27.24
Óskar Ólafsson skoraði 5 mörk fyrir
Drammen.
Hallbera Guðný Gísladóttir, lands-
liðskona í knattspyrnu og fyrirliði
Íslandsmeistara Vals, er á förum
frá Val. Hallbera, sem er 34 ára
gömul, mun klára tímabilið með
Valskonum en heldur utan til Sví-
þjóðar í nám eftir áramót. Hún
stefnir á að spila áfram fótbolta í
Svíþjóð en óvíst er með hvaða liði
hún mun leika. Þá er óvíst hvort
hún muni leika eitthvað með Vals-
liðinu næsta sumar. Hallbera þekk-
ir vel til í Svíþjóð eftir að hafa leikið
með bæði Piteå og Djurgården í úr-
valsdeildinni þar í landi.
Hallbera fer
til Svíþjóðar
Morgunblaðið/Eggert
Reynd Hallbera Guðný Gísladóttir
hefur leikið 114 landsleiki.
NOREGUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Fyrirheitna landið hjá íslensku
knattspyrnufólki þessa dagana er
Noregur. Jón Guðni Fjóluson,
Hólmfríður Magnúsdóttir, Valdimar
Þór Ingimundarson, Hólmar Örn
Eyjólfsson, Viðar Örn Kjartansson
og Björn Bergmann Sigurðarson
hafa öll gengið til liðs við norsk félög
síðustu daga og vikur.
Þar með eru tuttugu Íslendingar
á mála í atvinnumennsku í norska
fótboltanum, og einn þjálfari að
auki. Fimmtán leika í úrvalsdeild
karla, ásamt þjálfaranum, þrír í B-
deild karla og tvær í úrvalsdeild
kvenna.
Noregur hefur um árabil verið
fyrsta stoppistöð hjá mörgum Ís-
lendingum sem hafa verið að hefja
atvinnuferilinn. Í þessari síðustu
bylgju er hinsvegar aðeins einn í
þeirri stöðu, Fylkismaðurinn Valdi-
mar sem lék sinn fyrsta leik með
Óslóarliðinu Strömsgodset um síð-
ustu helgi.
Viðar, Björn, Hólmar og Hólm-
fríður eiga það sameiginlegt að snúa
aftur til síns gamla félags í Noregi.
Viðar varð markakóngur úrvals-
deildarinnar með Vålerenga 2014 og
mætti aftur með látum á dögunum
þegar hann skoraði þrennu í fyrsta
leiknum. Björn er kominn aftur til
Lilleström þar sem hann hóf at-
vinnuferilinn, Hólmar leikur á ný
með Rosenborg þar sem hann varð
tvívegis norskur meistari og Hólm-
fríður er komin á ný til Avaldsnes
þar sem hún var einn besti leikmað-
urinn í norska fótboltanum um fimm
ára skeið.
Metjöfnun þegar Jón spilar
Jón Guðni hefur aftur á móti ekki
leikið í Noregi áður á sínum níu ár-
um í atvinnumennsku en hann er
fimmtándi Íslendingurinn sem
klæðist búningi Brann frá Bergen.
Þegar Jón Guðni leikur fyrsta
leikinn með Brann jafnar félagið
metin við Lilleström sem mesta Ís-
lendingafélagið í úrvalsdeild karla.
Fimmtán íslenskir leikmenn hafa
spilað með Lilleström í deildinni. Á
hælunum á þessum liðum er Viking
frá Stavanger sem hefur teflt fram
fjórtán Íslendingum í efstu deild.
Alfons þrettándi meistarinn?
Íslendingar gætu hæglega fagnað
Noregsmeistaratitli í bæði karla- og
kvennaflokki í ár.
Alfons Sampsted og samherjar í
Bodö/Glimt hafa haft ótrúlega yf-
irburði í úrvalsdeild karla og eru
með sextán stiga forystu eftir 18
umferðir af 30. Norski meistaratitill-
inn blasir við þeim eftir sextán sig-
urleiki og tvö jafntefli. Alfons hefur
eignað sér stöðu hægri bakvarðar á
fyrsta ári sínu hjá félaginu, sem
verður sögulegt því Bodö/Glimt hef-
ur aldrei orðið norskur meistari.
Liðið jafnaði sinn besta árangur í
fyrra þegar það hafnaði í öðru sæti,
fjórtán stigum á eftir meisturunum í
Molde.
Alfons verður ef allt gengur eftir
þrettándi Íslendingurinn til að verða
norskur meistari í karlaflokki. Árni
Gautur Arason er sigursælastur
allra en hann varði mark Rosenborg
á sex meistaraárum í röð, frá 1998 til
2003, og var síðan í marki Vålerenga
sem stöðvaði sigurgöngu Rosenborg
árið 2005. Matthías Vilhjálmsson
vann titilinn fjögur ár í röð með Ros-
enborg, frá 2015 til 2018, og Hólmar
Örn var samhliða Matthíasi tvö
fyrstu árin.
Kristinn Björnsson (Vålerenga
1981), Gunnar Gíslason (Moss 1987),
Ármann Smári Björnsson, Kristján
Örn Sigurðsson og Ólafur Örn
Bjarnason (Brann 2007), Pálmi Rafn
Pálmason og Veigar Páll Gunn-
arsson (Stabæk 2008), Björn Berg-
mann (Molde 2014) og Guðmundur
Þórarinsson (2016) hafa einnig orðið
norskir meistarar í karlaflokki.
Vinnur Ingibjörg eða
Hólmfríður meistaratitilinn?
Ingibjörg Sigurðardóttir er á
toppnum í kvennadeildinni með
Vålerenga sem heyr gríðarlega
jafna keppni við Rosenborg, Lille-
ström og Avaldsnes þegar tólf um-
ferðir hafa verið leiknar af átján.
Vålerenga er með tveggja stiga for-
ystu en hefur leikið einum leik meira
en keppinautarnir þrír sem eru
tveimur, þremur og fjórum stigum á
eftir.
Takist Ingibjörgu eða Hólmfríði
að landa meistaratitlinum með Våle-
renga eða Avaldsnes verður það
fyrsti titill viðkomandi félags í sög-
unni en bæði hafa þau best náð öðru
sæti hingað til.
Guðbjörg Gunnarsdóttir lands-
liðsmarkvörður hefur ein Íslendinga
orðið norskur meistari í tvígang,
með Lilleström 2014 og 2015. Þá
hafa Katrín Jónsdóttir með Kolbotn
(2002), Telma Þrastardóttir með
Stabæk (2013) og Sigríður Lára
Garðarsdóttir með Lilleström (2018)
orðið norskir meistarar í kvenna-
flokki.
Hólmar og Viðar
slást um Evrópusæti
Hólmar Örn Eyjólfsson og Viðar
Örn Kjartansson koma beint í harð-
an slag um Evrópusæti en lið þeirra
eru jöfn í fjórða til fimmta sæti,
tveimur stigum á eftir Molde og Odd
sem eru í öðru og þriðja sæti. Matt-
hías Vilhjálmsson er liðsfélagi Við-
ars hjá Vålerenga.
Axel Andrésson leikur með Vik-
ing frá Stavanger sem er á lygnum
sjó um miðja deild.
Jón Guðni Fjóluson hjá Brann,
Valdimar Þór Ingimundarson og Ari
Leifsson hjá Strömsgodset og þeir
Emil Pálsson og Viðar Ari Jónsson
hjá Sandefjord sigla með liðum sín-
um rétt fyrir ofan fallsvæðið og þar
má lítið út af bera.
Start, undir stjórn Jóhannesar
Harðarsonar, er í fjórtánda sæti,
umspilssæti, en Guðmundur Andri
Tryggvason hefur ekkert náð að
spila með liðinu vegna meiðsla. Að-
eins einu stigi neðar er lið Mjön-
dalen en þar er Dagur Dan Þórhalls-
son meðal leikmanna.
Á botninum situr lið Aalesund í
erfiðri stöðu en með því leika Hólm-
bert Aron Friðjónsson, Daníel Leó
Grétarsson og Davíð Kristján Ólafs-
son. Þrátt fyrir slæmt gengi liðsins
er Hólmbert fjórði markahæsti leik-
maður deildarinnar og hefur skorað
11 af 23 mörkum liðsins.
Íslendingalið í toppbaráttu
Í norsku B-deildinni hafa ávallt
verið nokkrir Íslendingar. Björn
Bergmann freistar þess að koma
Lilleström aftur upp í úrvalsdeildina
en þaðan féll liðið í fyrra eftir 45 ára
dvöl sem er met í norska fótbolt-
anum. Liðið er nú í fjórða sæti. Arn-
ór Smárason er meðal leikmanna
Lilleström en er ekkert farinn að
spila á tímabilinu vegna meiðsla.
Adam Örn Arnarson leikur með
Tromsö sem er með tveggja stiga
forystu á toppnum, og féll líka úr úr-
valsdeildinni í fyrra.
Íslendingarnir í Noregi eru fleiri
en á undanförnum árum en hafa þó
ekki náð þeim fjölda sem mestur
hefur verið. Flestir voru þeir árið
2014, átján talsins í úrvalsdeild karla
og 26 samtals í umræddum þremur
atvinnudeildum karla og kvenna.
Fyrirheitna landið
Sex Íslendingar hafa gengið til liðs við norsk félög síðustu vikur Nálgast
metfjöldann frá 2014 Íslendingar norskir meistarar hjá báðum kynjum í ár?
Ljósmynd/Vålerenga
Vålerenga Viðar Örn Kjartansson
var fljótur að taka fram skotskóna.
AFP
Brann Jón Guðni Fjóluson er fimm-
tándi Íslendingurinn með liðinu.
Morgunblaðið/Eggert
Avaldsnes Hólmfríður Magnús-
dóttir er mætt þangað á ný.
Dominos-deild kvenna
Fjölnir – Snæfell................................... 91:60
Breiðablik – Valur ................................ 71:67
Haukar – Skallagrímur........................ 51:54
Keflavík – KR ..................................... 114:72
Úrslitakeppni NBA
Vesturdeild, úrslit:
Denver – LA Lakers ........................ 114:106
Staðan er 2:1 fyrir Lakers og fjórði leik-
urinn fer fram í nótt.
Litháen
Siauliai – Pieno Zvaigzdes ................. 80:81
Elvar Már Friðriksson skoraði 19 stig
fyrir Siauliai, átti 10 stoðsendingar, tók 6
fráköst og lék í 35 mínútur.
Rúnar Alex Rúnarsson var í leik-
mannahópi Arsenal í fyrsta skipti í
gærkvöld þegar liðið vann Leicest-
er 2:0 á útivelli í 32ja liða úrslitum
enska deildabikarsins í knatt-
spyrnu. Rúnar var varamarkvörður
liðsins en aðalmarkvörðurinn
Bernd Leno varði markið. Fyrra
markið var sjálfsmark og Edward
Nketiah skoraði það síðara.
Gylfi Þór Sigurðsson var fyrirliði
Everton sem vann Fleetwood 5:2 og
Jón Daði Böðvarsson var í liði Mill-
wall sem tapaði 0:2 fyrir Burnley á
heimavelli.
Rúnar í hópnum
hjá Arsenal
AFP
Everton Gylfi Þór Sigurðsson í
leiknum í Fleetwood í gær.