Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020
Dan V. S. Wiium
hdl., lögg. fasteignasali
s. 896 4013
Ásta María Benónýsdóttir
lögg. fasteignasali
s. 897 8061
Þórarinn Friðriksson
lögg. fasteignasali
s. 844 6353
Jón Bergsson
lögmaður og lg.fs.
s. 777 1215
Ármúla 21, 108 Reykjavík • s. 533 4040 • kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is
OPIÐ HÚS sunnudaginn 27. september kl. 14-15
AÐEINS
9 ÍBÚÐIR
EFTIR
Nýjar glæsilegar íbúðir í grónu umhverfi í Kópavogi.
40 íbúðir. 3ja, 4ra og 5 herbergja. 3 stigahús, útsýni.
Húsið er klætt að utan. Bílastæði í bílageymslu með
völdum íbúðum.
NÓNHÆÐ
Arnarsmári 36-40
starfi við svefnrannsóknadeild há-
skólasjúkrahússins í borginni Fíla-
delfíu í Bandaríkjunum (PENN).
Samvinna Þórarins við sérfræð-
inga á svefnrannsóknadeild PENN
hófst um aldamótin og hefur teymi
hans fengið að jafnaði um 40 millj-
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Þórarinn Gíslason, yfirlæknir svefn-
deildar Landspítalans og prófessor
við læknadeild Háskóla Íslands, hef-
ur gert samkomu-
lag um tæplega
200 milljóna
króna hlutdeild í
stórum styrk frá
bandarísku heil-
brigðisstofnun-
inni (National
Institude of
Health, NIH) til
þriggja ára. Frá
aldamótum hefur
hann fengið samtals tæplega milljarð
frá NIH til svefnrannsókna í sam-
ónir króna á ári frá NIH undanfarin
20 ár.
Nýja rannsóknin hefur hlotið
vinnuheitið MOSA (Metabolomics of
Obstructive Sleep Apnea). „Rann-
sóknin felst í byltingarkenndri nálg-
un á greiningu og mati kæfisvefns,“
segir Þórarinn. Rannsakað verði
hvort greina megi kæfisvefn með
einfaldri blóðprufu, sem gæti einnig
sagt fyrir um birtingarform sjúk-
dómsins og gert rannsakendum fært
að fylgja eftir árangri meðferðar.
Gjörbylting
Þórarinn segir að þetta yrði gjör-
bylting frá þeim aðferðum sem nú
séu notaðar þótt líklegt sé að hefð-
bundnar svefnrannsóknir haldi
áfram í einhverjum mæli. Þekking á
því ástandi sem kallað er kæfisvefn
hafi gjörbreyst á undanförnum ár-
um. „Ljóst er að sjúkdómsmyndin er
mjög mismunandi og sterkt samspil
er milli kæfisvefns og heilsufars að
öðru leyti. Að minnsta kosti 11.000
kæfisvefnssjúklingar hafa greinst á
Íslandi og notar meirihluti þeirra
svefnöndunartæki að staðaldri. Bið-
listar eru ógnarlangir og líklega eru
fleiri ógreindir kæfisvefnssjúklingar
en greindir.“
Viðamikil rannsókn
Áður en meðferð hefst verður 250
einstaklingum á aldrinum 18-90 ára á
Íslandi með nýgreindan kæfisvefn á
meðalháu eða háu stigi boðin þátt-
taka í rannsókninni.
Þórarinn segir að gerð verði ná-
kvæmari svefnrannsókn en í fyrri
rannsóknum með nýrri tegund mæli-
tækis, sem hægt sé að sofa með
heima og mæli meðal annars heilarit
frá mikilvægum mælistöðvum á höfði
og hreyfingar augna. Athygli og ein-
beiting með nýrri útfærslu á við-
bragðsprófun verði könnuð í kjölfar-
ið. Hreyfing verði mæld í tvær vikur
með nýjustu gerð hreyfiskynjara.
Næringarfræðingur muni ræða við
þátttakendur og safna upplýsingum
með stöðluðum spurningalista. Eftir
sex mánaða meðferð með svefn-
öndunartæki verði ofangreindar
rannsóknir endurteknar. Viðmiðun-
arsýni verði einnig skoðuð frá þátt-
takendum í öðrum faraldsfræðirann-
sóknum sem rannsóknarhópurinn
vinnur að.
Viðamikil rannsókn á kæfisvefni
Samstarf Þórarins Gíslasonar prófessors og teymis hans við svefnrannsóknadeild háskólasjúkra-
hússins í Fíladelfíu í Bandaríkjunum heldur áfram Að minnsta kosti 11.000 með kæfisvefn á Íslandi
Þórarinn
Gíslason
Kæfisvefn
» Að minnsta kosti 11.000
kæfisvefnssjúklingar hafa
greinst á Íslandi.
» Þórarinn Gíslason telur senni-
legt að ógreindir kæfisvefnssjúk-
lingar séu fleiri en greindir.
Líney Sigurðardóttir, Þórshöfn
Margir telja sjósund hafa jákvæð áhrif á heilsu
fólks og hópur kvenna á Þórshöfn er því hjart-
anlega sammála. Þær stofnuðu nýlega hópinn
„Áhugakellur um sjósund“ en fyrsta sund hóps-
ins var í byrjun september. Ekki er ylströnd né
heitir pottar við strendur Langanessins en þar
finnast samt staðir sem heilla til sín sundfólk.
Oft er farið í sjóinn við Brekknasand innst í
Þistilfirði, austan við ósa Hafralónsár. Þangað er
þægilega stutt að fara frá Þórshöfn, svört sand-
fjaran er mjúk og hægt að fara nokkuð langt út á
grunnsævi. Annar vinsæll baðstaður er úti á
Langanesi, nokkru lengra frá Þórshöfn og ekki í
alfaraleið en þar upplifa sundkonur sig aleinar í
heiminum úti við ysta haf. „Þetta er ótrúlega
magnað, endurnærir bæði líkama og sál og
dásamleg vellíðan fylgir svo í kjölfar sjóbaðsins,“
sögðu þessar hressu konur í norðrinu sem drifu
sig í ullarsokka á sandinum eftir sjóvolkið. Brúsi
með brennheitu jurtatei er líka með í sokkapok-
anum og yljar vel eftir volkið. Það er farið hægt
af stað í sjóböðin og engin ofgerir sér.
Námskeið varðandi sjósund verður á vegum
Þekkingarnets Þingeyinga á Þórshöfn upp úr
miðjum október og búast má við fjölmenni.
Sjósund
við ysta haf
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Í ljósi lækkandi verðs og minni spurn-
ar eftir ferskum fiski í Bretlandi og
víðar í Evrópu var ákveðið að hætta
við útflutning á um 35 tonnum frá
Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum á
fimmtudag. Fiskurinn var kominn í
gáma á bryggjunni í Eyjum og skip
frá Eimskip var í innsiglunni þegar
þessi ákvörðun var tekin.
Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri
botnfisksviðs VSV, segir að svo virðist
sem þriðja bylgja kórónuveikinnar sé
að koma með þunga í mörgum
Evrópulöndum, hliðstætt því sem sé
að gerast hér á landi. Ekki sé langt
síðan menn hafi haldið að faraldurinn
væri í rénun, en mikil breyting hefði
orðið á síðustu tvær vikur. Verð hefði
verið gott fram eftir hausti, en síðan
lækkað mikið á mörkuðum um miðja
þessa viku og búist sé við frekari
lækkunum.
Opnunartímar og aðgengi að bör-
um og veitingahúsum hefur verið tak-
markað á ný í Bretlandi og það hefur
um leið komið niður á fiskverði og eft-
irspurn, að sögn Sverris. Svipaða
sögu sé að segja frá Frakklandi og
fleiri Evrópulöndum.
Því hafi verið ákveðið að kippa
þessum tveimur gámum til baka, en
aðrir tveir gámar með ferskum fiski
fóru í flutningaskipið. Þeir eru vænt-
anlega í sölu og dreifngu í Englandi
og Frakklandi í byrjun næstu viku.
aij@mbl.is
Þriðja bylgjan hefur
áhrif á verð á fiski
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Löndun Togarinn Breki við bryggju í Vestmannaeyjum fyrr á árinu.