Morgunblaðið - 26.09.2020, Side 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020
Áminning um
framtalsskil lögaðila
Forráðamenn lögaðila, sem enn hafa
ekki staðið skil á skattframtali 2020
ásamt ársreikningi, eru hvattir til að
annast skil hið allra fyrsta.
Skráður lögaðili skal ætíð skila
skattframtali vegna undangengins
reikningsárs, jafnvel þó að engin
eiginleg starfsemi eða rekstur hafi
átt sér stað á reikningsárinu.
Félög eiga jafnframt að skila
ársreikningi til ársreikningaskrár.
Skattframtali og ársreikningi ber
að skila rafrænt á skattur.is
Álagning opinberra gjalda á lögaðila
árið 2020 vegna rekstrarársins 2019
fer fram 30. október nk.
Lokaskiladagur
skattframtals lögaðila
er 2. október
skatturinn@skatturinn.is 442 1000
Upplýsingaver opið:
Mán.-fim. 9:00-15:30
Fös. 9:00-14:00
Alls útskrifuðust 4.370 nemendur
með 4.408 próf á háskóla- og dokt-
orsstigi skólaárið 2018-2019 sem er
svipaður fjöldi og árið áður, að því
er fram kemur á vef Hagstofunnar.
Doktorar hafa aldrei verið fleiri
en þeir voru 101, eða 40 fleiri en ár-
ið áður. Um fjórir af hverjum tíu
brautskráðum doktorum teljast
hafa innflytjendabakgrunn, þ.e. eru
fæddir erlendis og eiga erlenda for-
eldra. Sumir doktoranna hafa
brautskráðst frá íslenskum háskól-
um í samstarfi við erlenda háskóla.
Alls voru 2.442 brautskráningar
vegna fyrstu háskólagráðu, braut-
skráningar með viðbótardiplómu
voru 466 og 1.323 brautskráningar
vegna meistaragráðu. Eins og
undanfarin ár voru konur um tveir
af hverjum þremur nemendum sem
luku háskólaprófi skólaárið 2018-
2019, eða 65,8%, segir í frétt Hag-
stofunnar.
Aldrei fleiri
doktorar
útskrifaðir
1.323 luku meist-
ara- og doktorsgráðu
Háskóli Íslands Frá brautskrán-
ingu doktora frá skólanum.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Reiðhjólauppboð lögreglunnar er nú
í fullum gangi. Lýkur því klukkan 21
á sunnudagskvöld.
Samkvæmt upplýsingum frá
Gunnari Rúnari Sveinbjörnssyni,
upplýsingafulltrúa lögreglunnar,
hefur uppboðið farið frekar hægt af
stað miðað við uppboðið í júlí þegar
hátt í́ 100 hjól voru seld.
Sú breyting hefur orðið á uppboði
nú og í júlí að það er eingöngu á net-
inu. Vanalega hefur verið eitt reið-
hjólauppboð á ári sem fram hefur
farið að vori til í húsakynnum Vöku.
Í óskilum í eitt ár og einn dag
Þar hefur fólk getað mætt á stað-
inn og boðið í gripina. Yfirleitt hafa
uppboðin verið vel sótt en hjólin eru
óskilamunir sem hafa verið í vörslu
lögreglunnar í að minnsta kosti eitt
ár og einn dag. Ágóði uppboðsins
hefur runnið í lögreglusjóð.
Uppboði að ljúka
Uppboð Hjólin sem boðin eru upp á reiðhjólauppboði lögreglunnar voru til skoðunar hjá Vöku í vikunni.
Reiðhjólauppboð fór hægt af stað
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Harpa Þórunn
Pétursdóttir, lög-
fræðingur hjá
Orkustofnun, hef-
ur verið kjörin
áfram formaður
félagsins Konur í
orkumálum.
Harpa var ein af
stofnendum fé-
lagsins árið 2016
og hefur gegnt
formannsstöðu frá upphafi, segir í
tilkynningu.
Fimm nýjar konur tóku sæti í
stjórn eftir aðalfund sem fram fór í
vikunni með rafrænum hætti. Þær
eru Amel Barich, verkefnastjóri hjá
GEORG, Anna Lilja Oddsdóttir,
verkefnastjóri hjá OS, Ásdís Bene-
diktsdóttir, teymisstjóri hjá ÍSOR,
Ásdís Eir Símonardóttir, mannauðs-
sérfræðingur hjá OR, og Svandís
Hlín Karlsdóttir, forstöðumaður hjá
Landsneti.
Harpa áfram
formaður
orkukvenna
Harpa Þórunn
Pétursdóttir