Morgunblaðið - 26.09.2020, Page 8

Morgunblaðið - 26.09.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla STAN Model 3035 rafmagn L 206 cm Áklæði ct. 70 Verð 609.000,- L 206 cm Leður ct. 10 Verð 729.000, CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði. Einn af þingmönnum Vinstri-grænna sagði sig nýlega úr þingflokki sínum og skömmu síðar úr VG líka. Var sagt að af því til- efni yrðu stjórnarflokkarnir að stokka upp dæmið í þingnefndum til að tryggja meiri- hluta þeirra þar.    Það skrítna varað þessi til- tekni þingmaður hafði aldrei stutt ríkisstjórnina sem flokksformaður hennar stýrði!    Og það sem meira er, áður hafðiannar þingmaður sama flokks sem ekki studdi ríkisstjórnina setið í þingnefnd fyrir hönd stjórnar- meirihlutans.    Sýnir þetta þá óhollu lausungsem er í hinni stjórnmálalegu yfirstjórn.    Jafnvel skuggaráðuneytin í Bret-landi sýna meiri aga.    Yngsti þingmaður Verkamanna-flokksins átti sæti í skugga- ráðuneytinu. Hún var í sjónvarps- viðtali spurð út í hvort hún óttaðist ekki agaviðbrögð forystu flokksins eftir að hafa greitt atkvæði gegn því að breska hermenn mætti sækja til saka af alþjóðlegum stofn- unum. Harðlínuhópur nærri Cor- byn fyrrverandi leiðtoga hafði greitt atkvæði gegn þeirri frið- helgi þvert á fyrirmæli núverandi leiðtoga um hjásetu.    Fyrirmælin voru bindandi fyrirskuggaráðherra en ekki al- menna þingmenn. Fréttamaðurinn upplýsti þingmanninn unga, gap- andi hissa, um að henni hefði þeg- ar verið vikið úr skuggaráðu- neytinu. Rósa Björk Brynjólfsdóttir Agamunur STAKSTEINAR Skipulags- og samgönguráð Reykja- víkur hefur samþykkt að taka upp gjaldskyldu á nokkrum bílastæðum við húð- og kynsjúkdómadeild Land- spítalans í Fossvogi. Með bréfi dagsettu 2. mars 2020 óskaði Landspítalinn eftir því við Bílastæðasjóð Reykjavíkur að fjölga gjaldskyldum bílastæðum vegna aukins álags á spítalann. Á lóð Land- spítalans í Fossvogi eru nú þegar tvö stæði með gjaldskyldum svæðum og eru þau staðsett vestan megin við spítalann. Austan megin við spít- alann er húð- og kynsjúkdómadeildin í sjálfstæðri byggingu og því langur gangur frá stæðunum vestan megin spítalans að deildinni. Spítalinn met- ur það svo að með því að taka upp gjaldskyldu austan megin sé verið að mæta þörfum sjúklinga og aðstand- enda þeirra. Gjaldskyldutími verður virka daga frá kl. 8-16. Fulltrúar meirihlutaflokka í ráðinu bókuðu við afgreiðsluna: „Samþykkt er að bílastæði austan megin við Landspítalann í Fossvogi verði gerð gjaldskyld í samræmi við ósk Landspítalans. Ástæða er til að hrósa Landspítalanum og starfsfólki hans fyrir að hafa verið til fyrir- myndar hvað varðar breyttar ferða- venjur undanfarinn áratug.“ sisi@mbl.is Gjaldskyld stæði við „Húð og kyn“  Í dag er langur gangur fyrir sjúklinga og aðstandendur sem eiga þangað erindi Morgunblaðið/Hanna Gjaldskylda Núna eru tvö gjald- skyld svæði vestan megin spítalans. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Reykjavíkurborg hyggst leggja til fjármagn til að liðka fyrir áhuga fólks á að koma að deilibílaþjónustu í Reykjavík. Tillaga þess efnis var lögð fyrir og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í borgarstjórn. Undanfarin ár hefur deilibílaþjón- ustan Zip-Car rekið starfsemi sína í Reykjavík. Í greinargerð með tillög- unni segir að verkefnið hafi gengið ágætlega. Hins vegar sé það mat borgarinnar að til þess að ná fram markmiðum um breyttar ferðavenj- ur þurfi deilibílaleiga að auka notkun enn frekar innan borgarinnar. Til stendur að leggja verkefninu fimm milljónir króna árlega næstu tvö ár- in. „Ferlið er þannig að borgin aug- lýsir eftir áhugasömum aðilum til að reka deilibílaleigu í Reykjavík. Ein- hverjir munu lýsa yfir áhuga og upp frá því hefst samtal um útfærslu. Fjármagnið sem borgin setur í verk- efnið rennur því til þess aðila sem við teljum að sé með áhugaverðustu hugmyndina í kjölfar samræðna,“ segir Dagur B. Eggertsson í skrif- legu svari við fyrirspurn Morgun- blaðsins. „Líklega verður byrjað þar sem byggðin er þéttust og bílaeign minni en ég sé alveg fyrir mér að fara í tilraunaverkefni inni í hverfum en það verður bara að koma í ljós í viðræðunum,“ segir Dagur. Minnki líkur á umferðarteppum Þá segir hann að markmiðið með þessu sé að fjölga ólíkum ferðamát- um. „Eftir því sem fleiri nota alls konar ferðamáta minnka líka líkurn- ar á umferðarteppum. Þannig að öfl- ug deilibílaleiga í Reykjavík er ekki bara skemmtilegt verkefni heldur getur verið beinlínis mikilvægt fyrir borgina,“ segir Dagur. Borgin leggur deilibílum til fé  Áhugaverðasta hugmyndin valin Morgunblaði/Arnþór Umferðarteppa Deilibílum er ætlað að fjölga valkostum í borginni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.