Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla STAN Model 3035 rafmagn L 206 cm Áklæði ct. 70 Verð 609.000,- L 206 cm Leður ct. 10 Verð 729.000, CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði. Einn af þingmönnum Vinstri-grænna sagði sig nýlega úr þingflokki sínum og skömmu síðar úr VG líka. Var sagt að af því til- efni yrðu stjórnarflokkarnir að stokka upp dæmið í þingnefndum til að tryggja meiri- hluta þeirra þar.    Það skrítna varað þessi til- tekni þingmaður hafði aldrei stutt ríkisstjórnina sem flokksformaður hennar stýrði!    Og það sem meira er, áður hafðiannar þingmaður sama flokks sem ekki studdi ríkisstjórnina setið í þingnefnd fyrir hönd stjórnar- meirihlutans.    Sýnir þetta þá óhollu lausungsem er í hinni stjórnmálalegu yfirstjórn.    Jafnvel skuggaráðuneytin í Bret-landi sýna meiri aga.    Yngsti þingmaður Verkamanna-flokksins átti sæti í skugga- ráðuneytinu. Hún var í sjónvarps- viðtali spurð út í hvort hún óttaðist ekki agaviðbrögð forystu flokksins eftir að hafa greitt atkvæði gegn því að breska hermenn mætti sækja til saka af alþjóðlegum stofn- unum. Harðlínuhópur nærri Cor- byn fyrrverandi leiðtoga hafði greitt atkvæði gegn þeirri frið- helgi þvert á fyrirmæli núverandi leiðtoga um hjásetu.    Fyrirmælin voru bindandi fyrirskuggaráðherra en ekki al- menna þingmenn. Fréttamaðurinn upplýsti þingmanninn unga, gap- andi hissa, um að henni hefði þeg- ar verið vikið úr skuggaráðu- neytinu. Rósa Björk Brynjólfsdóttir Agamunur STAKSTEINAR Skipulags- og samgönguráð Reykja- víkur hefur samþykkt að taka upp gjaldskyldu á nokkrum bílastæðum við húð- og kynsjúkdómadeild Land- spítalans í Fossvogi. Með bréfi dagsettu 2. mars 2020 óskaði Landspítalinn eftir því við Bílastæðasjóð Reykjavíkur að fjölga gjaldskyldum bílastæðum vegna aukins álags á spítalann. Á lóð Land- spítalans í Fossvogi eru nú þegar tvö stæði með gjaldskyldum svæðum og eru þau staðsett vestan megin við spítalann. Austan megin við spít- alann er húð- og kynsjúkdómadeildin í sjálfstæðri byggingu og því langur gangur frá stæðunum vestan megin spítalans að deildinni. Spítalinn met- ur það svo að með því að taka upp gjaldskyldu austan megin sé verið að mæta þörfum sjúklinga og aðstand- enda þeirra. Gjaldskyldutími verður virka daga frá kl. 8-16. Fulltrúar meirihlutaflokka í ráðinu bókuðu við afgreiðsluna: „Samþykkt er að bílastæði austan megin við Landspítalann í Fossvogi verði gerð gjaldskyld í samræmi við ósk Landspítalans. Ástæða er til að hrósa Landspítalanum og starfsfólki hans fyrir að hafa verið til fyrir- myndar hvað varðar breyttar ferða- venjur undanfarinn áratug.“ sisi@mbl.is Gjaldskyld stæði við „Húð og kyn“  Í dag er langur gangur fyrir sjúklinga og aðstandendur sem eiga þangað erindi Morgunblaðið/Hanna Gjaldskylda Núna eru tvö gjald- skyld svæði vestan megin spítalans. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Reykjavíkurborg hyggst leggja til fjármagn til að liðka fyrir áhuga fólks á að koma að deilibílaþjónustu í Reykjavík. Tillaga þess efnis var lögð fyrir og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í borgarstjórn. Undanfarin ár hefur deilibílaþjón- ustan Zip-Car rekið starfsemi sína í Reykjavík. Í greinargerð með tillög- unni segir að verkefnið hafi gengið ágætlega. Hins vegar sé það mat borgarinnar að til þess að ná fram markmiðum um breyttar ferðavenj- ur þurfi deilibílaleiga að auka notkun enn frekar innan borgarinnar. Til stendur að leggja verkefninu fimm milljónir króna árlega næstu tvö ár- in. „Ferlið er þannig að borgin aug- lýsir eftir áhugasömum aðilum til að reka deilibílaleigu í Reykjavík. Ein- hverjir munu lýsa yfir áhuga og upp frá því hefst samtal um útfærslu. Fjármagnið sem borgin setur í verk- efnið rennur því til þess aðila sem við teljum að sé með áhugaverðustu hugmyndina í kjölfar samræðna,“ segir Dagur B. Eggertsson í skrif- legu svari við fyrirspurn Morgun- blaðsins. „Líklega verður byrjað þar sem byggðin er þéttust og bílaeign minni en ég sé alveg fyrir mér að fara í tilraunaverkefni inni í hverfum en það verður bara að koma í ljós í viðræðunum,“ segir Dagur. Minnki líkur á umferðarteppum Þá segir hann að markmiðið með þessu sé að fjölga ólíkum ferðamát- um. „Eftir því sem fleiri nota alls konar ferðamáta minnka líka líkurn- ar á umferðarteppum. Þannig að öfl- ug deilibílaleiga í Reykjavík er ekki bara skemmtilegt verkefni heldur getur verið beinlínis mikilvægt fyrir borgina,“ segir Dagur. Borgin leggur deilibílum til fé  Áhugaverðasta hugmyndin valin Morgunblaði/Arnþór Umferðarteppa Deilibílum er ætlað að fjölga valkostum í borginni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.