Morgunblaðið - 26.09.2020, Síða 11

Morgunblaðið - 26.09.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020 Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Skoðið // www.hjahrafnhildi.is HAUST 2020 Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgdu okkur á facebook SKOÐIÐNETVERSLUNLAXDAL.IS TRAUST Í 80 ÁR YFIRHÖFNIN FÆST Í LAXDAL Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Hækkanir á verðskrá á langtíma- bílastæðum hjá Isavia hafa verið allt að 300% frá árinu 2015. Sé leiguverð á hvern fermetra á langtímabílastæði við Keflavíkur- flugvöll sett í samhengi við leiguverð á fasteignamarkaði er leiguverð við flugvöllinn hærra en meðalleiguverð á þriggja herbergja íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Nýtingarhlutfallið 96% 2016 Þannig kostar hver sólarhringur 1.750 krónur á viku á langtímastæði á flugvellinum. Aðra viku er dagur- inn á 1.350 krónur en þá þriðju kost- ar dagurinn 1.200 krónur. Sé gert ráð fyrir 30 dögum hljóðar kostnað- ur því upp á 40.900 kr. með meðal- verði upp á 1.363 kr. á sólarhring. Fram kemur í svari við fyrirspurn til Isavia að hvert bílastæði er 11,5 fer- metrar og fermetraverðið því rúmar 3.550 kr.á tímabilinu. Til samanburð- ar var meðalleiguverð á hvern fer- metra í þriggja herbergja íbúð í miðbæ Reykjavíkur 3.291 kr. í júní sl. Þá kemur einnig fram í svari frá Isavia við fyrirspurn að í heild séu bílastæði á langtímasvæði 2.366 og var þeim fjölgað um 300 árið 2016. Í frétt á vef fyrirtækisins í febrúar það sama ár kemur fram að ein ástæða stækkunarinnar hafi verið sú að nýt- ingarhlutfall hafi verið allt að 96%. Isavia vildi ekki gefa upp tekjur og hagnað af rekstri bílastæðanna undanfarin ár þegar eftir því var leit- að. Fyrirtækið er opinbert hluta- félag og því undanskilið upplýsinga- löggjöf. Eingöngu var vísað í ársreikning þar sem fram kemur að tekjur af bílastæðum og fasteignum Isavia voru um 11% af heildartekjum hlutafélagsins árið 2019. Heildar- tekjur fyrirtækisins árið 2019 voru rúmir 38,4 milljarðar. Fasteigna- og bílastæðatekjur voru því um 4,2 milljarðar króna. Vilja standa undir kostnaði Taka ber fram að m.a. eru einnig inni í þessum tölum tekjur af skammtímastæðum. Gjaldið er um 500 krónur ef dvalið er lengur en 15 mínútur inni á bílastæði en 750 krón- ur ef dvalið er klukkustund eða leng- ur á skammtímastæði. Sagði í frétt með tilkynningu um gjaldskrárhækkun samhliða fjölg- un bílastæða árið 2016 að stefna Isavia væri að láta tekjur af bíla- stæðaþjónustu standa undir kostn- aði við þjónustuna og framkvæmdir. Í svari Isavia við fyrirspurn Morg- unblaðsins um hvort látið hafi verið af þeirri stefnu segir m.a: „Sú krafa er gerð að einstaka fjárfestingar- verkefni standi a.m.k. undir sér.“ Árið 2015 kostaði fyrsta vika á langtímastæði 950 kr. en kostar nú sem fyrr segir 1.750 kr. dagurinn og er það hækkun upp á tæp 90%. Önn- ur vika kostaði árið 2015 600 kr. en kostar nú 1.350 kr. og er það hækkun upp á 125% og árið 2015 kostaði þriðja vikan 400 kr. en kostar nú 1.200 kr. og er það hækun upp á 300%. Mun ódýrara í borginni Til samanburðar er mánaðargjald á sólarhringspassa í Hafnarhúsið 27.000 kr. á mánuði og mánaðargjald í bílastæðahús og önnur bílastæði á vegum bílastæðasjóðs sem ætluð eru til langtímadvalar á bilinu 7.500- 14.500 kr. Stæðin dýrari en leiga í miðbænum Bílastæði Vinsælt er að geyma bíla í langtímastæðum á Keflavíkurflugvelli þegar fólk fer til útlanda. Verðskrá Isavia hefur hækkað á síðustu árum.  Verðskrá Isavia á langtímabílastæðum hefur hækkað um allt að 300% frá 2015  Gefa ekki upp tekjur af rekstrinum  Mánaðarpassi í Hafnarhúsinu ódýrari Morgunblaðið/Eggert Allt um sjávarútveg Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hópur fólks vinnur að því að koma upp safni og sýningu um snjóflóð á Flateyri og víðar á landinu. Verið er að leita að húsnæði á Flateyri til að koma því fyrir. „Snjóflóð eru mannskæðustu náttúruhamfarir á Íslandi frá upp- hafi byggðar. Hvergi er hægt að fræðast um þau á aðgengileg- an hátt. Snjóflóð eru því miður ansi stór hluti af sögu Flateyrar og liggur beinast við að setja slíka sýningu upp hér. Það koma til dæmis margir til Flateyrar og vonast til að fá upplýsingar um snjóflóðin hér en grípa kannski í tómt. Við viljum svara þeirri þörf,“ segir Eyþór Jóvinsson, kaupmaður í Gömlu bókabúðinni á Flateyri, sem unnið hefur að málinu í samvinnu við fleira áhugafólk. Hann segir að í þeim hópi séu meðal annars Flat- eyringar og brottfluttir Flateyr- ingar. Segir hann mikilvægt að fræða fólk um snjóflóðaógnina, um varnir gegn henni og hegðun fólks í nátt- úrunni þar sem hætta geti verið á snjóflóðum. Áhugi á Svarta pakkhúsinu Hópurinn hefur haft augastað á Svarta pakkhúsinu á Flateyri og hefur óskað eftir því við Ísafjarðar- bæ að fá það til afnota. Málið er í vinnslu hjá bænum en komið hefur fram að fólk sem var með sýningu í Svarta pakkhúsinu áður en gerðar voru endurbætur á húsinu hefur áhuga á að setja sýn- inguna upp að nýju. Eyþór segir áhugann á Svarta pakkhúsinu hafa komið þannig til að húsið stendur beint á móti bókabúðinni. Hann hafi séð samlegðaráhrif í að reka starf- semina með sama starfsfólki og ná með því móti að hafa lengri af- greiðslutíma. Tekur Eyþór fram að samhliða sé verið að athuga önnur hús og jafn- vel nýbyggingu en það sé líklega of stór pakki til að byrja með. Mikið til af upplýsingum Eitthvað er til af munum frá snjó- flóðunum á Flateyri en Eyþór von- ast einnig til að heyra í fólki annars staðar sem á slíka muni eða veit um þá. Þá segir hann að mikið hafi verið skrifað um snjóflóð. Hefur hann hugsað sér að nota efni sem til er og setja það í nýjan búning svo fólk geti upplifað ógnina sjálft með sýningartækni nútímans. Morgunblaðið/RAX Snjóflóð Mannskæð snjóflóð féllu á byggðina á Flateyri haustið 1995. Eftir það voru byggðir snjóflóðavarnagarðar. Tvö snjóflóð féllu á þá í janúar sl. og fóru yfir hann að hluta. Skemmdust hús við garðinn og bátar í höfninni. Flateyringar undirbúa safn og sýningu um snjóflóð  Leitað að hentugu húsnæði  Ferðafólk vill upplýsingar Eyþór Jóvinsson Heimilt verður að sekta hjólreiða- menn sem ekki sýna gangandi eða akandi vegfarendum tillitssemi, verði frumvarp samgönguráðherra um breytingar á umferðarlögum sam- þykkt. Einnig varði það sektum ef menn hjóla eða reyna að hjóla eða stjórna eða reyna að stjórna hesti undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Frumvarpið hefur verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda. Meðal nýjunga er að lagt er til að heimilt verði að beita sektum fyrir brot gegn ákvæðum laganna sem fjalla um að hjólreiðamönnum beri skylda til að sýna öðrum vegfar- endum tillitssemi. Þar er átt við til- litssemi gagnvart gangandi vegfar- endum á gangstétt, göngustíg og göngugöngu og gagnvart ökumönn- um á götum þar sem þeim er heimilt að hjóla á miðri götu. Ekki fullir á hjóli eða hesti Þau ákvæði núgildandi umferð- arlaga sem kveða á um refsingu við því að hjóla eða að reyna að hjóla eða stjórna eða reyna að stjórna hesti undir miklum áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna voru ekki talin nógu skýr til að hægt væri að beita refsingum. Til að taka af allan vafa um að þessi háttsemi sé refsiverð er ætlunin að skerpa á orða- lagi. Ekki er þó miðað við ákveðið magn vínanda í blóði eða vínanda- mæli heldur gert ráð fyrir að það sé háð mati hverju sinni hvort ein- staklingur sé fær um að stjórna hjóli eða hesti á öruggan hátt. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Hari Hjólað Hægt er að sekta fyrir glannaskap á göngustígum. Sektað fyrir til- litsleysi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.