Morgunblaðið - 26.09.2020, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.09.2020, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020 SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Leiðin er löng en bílstjórinnþekkir hverja brekku,beygju og beinan kafla.Umferðin er þétt þegar ek- ið er út úr borginni en færri eru á veg- unum þegar fjær er komið. Bílvélin syngur og drifskaftið hvín þegar ekið er upp úr Hvalfjarðargöngunum og kæliviftan er á fullum snúningi þegar komið er af Bröttubrekku niður í Dali. Rétt eins og foreldri les hug barns síns og knapinn kannast við kenjar klárs- ins hefur ökumaðurinn næma tilfinn- ingu fyrir bílnum; hjarta hans og sál. Volvo FH-16, spánnýr bíll með 16 lítra og 650 hestafla vél. Í eftirdragi er stór vagn; drekkhlaðinn af meðal annars neysluvörum sem fara eiga í Bónus- búðina. Samanlagt eru ökutækin og fraktin 47 tonn. Sjö tíma á leiðinni vestur Við erum á vesturleið; bílstjórinn er Veigar A. Sigurðsson sem segist verða sjö tíma vestur á Ísafjörð úr Reykja- vík, rétt eins kemur á daginn. „Í skóla prófaði ég bæði kokkanám og bak- arann, en fann mig ekki. Innst inni langaði mig alltaf mest að verða trukkabílstjóri og sá draumur rætt- ist,“ segir Veigar. Hann hóf bílstjóra- ferilinn árið 2006. Starfaði hjá Ragnari og Ásgeiri í Grundarfirði og Böðvari Sturlusyni í Stykkishólmi um nokk- urra ára skeið, en hefur verið með tvo bíla í eigin útgerð frá 2016. Er verk- taki fyrir Eimskip og sér um flutninga á Ísafjarðarleiðinni. Veigar og Atli bróðir hans keyra bíl- ana tvo; fara úr Reykjavík síðla dags og ef allt gengur upp er komið í áfangastað snemma nætur. Svo er far- ið aftur suður síðla næsta dags. Aðrir tveir bílar, gerðir út að vestan, eru í áætlunarferðum á þessari leið og svo er fleiri bætt við ef mikið þarf að flyja. Aflahrota til sjávar kallar á mikla flutninga og stundum koma þeir dagar að Eimskip er með 8-10 bíla í ferðum á norðanverða Vestfirði. Bílarnir og vegirnir eru lífæð svæðisins. Árni trukkur og Erlendur ofurmenni Frá Reykjavík vestur á Ísafjörð eru 455 kílómetrar – en fram og til baka með snatti og snúningum í nærliggj- andi kauptún vestra er hver vest- urferð um 1.000 kílómetrar. „Þennan bíl fékk ég í maí og núna er teljarinn kominn í 53 þúsund kílómetra. Sam- anlagt eru þetta um 150 þúsund kíló- metrar á ári á bílnum sem eyðir um 55 lítrum af díselolíu á hundraðið,“ segir Veigar. Þótt birtu sé farið að bregða þekk- ir bílstjórinn úr langri fjarlægð hvern einasta trukk sem við mætum. Bílar og umhverfið er kunnuglegt og meðal flutningabílstjóra er líka sérstök menning og orðfæri. Stemning og stikkorðastíll eins og heyra má í sím- tölum Víðis. „Já, það eru margir lit- ríkir persónuleikar á flutningabílum; Árni trukkur, Erlendur ofurmenni og Stebbi bleiki svo ég nefni nú nokkur nöfn. Flestir í bransanum þekkjast og þetta er skemmtilegt samfélag,“ segir Veigar sem er Strandamaður að uppruna. Samkvæmt því er hann með einkanúmer á bílnum, T-75. Sjö snjóflóð í Skötufirði Steingrímsfjarðarheiði. Ljósin í mælaborðinu blikka og neyðarbrems- urnar detta inn á beinum og breiðum vegi. „Þetta gerist stundum án nokk- urrar ástæðu, nema hún sé yf- irskilvitleg. Að minnsta kosti finnst mér ég ekki vera einn á ferð. Sér- staklega finn ég fyrir slíku í Skötufirð- inum; kunnugir segja að kona sem er löngu látin fái stundum far þótt enginn viti hvert,“ segir Veigar. Bílstjórinn rifjar upp stóru drættina af ferli sínum síðastliðin fjórtán ár. Á þeim tíma hefur hann ekið um tvær milljónir kílómetra og allt gengið óhappalaust. Stundum hafa veður þó verið válynd og allur er varinn góður á fjallvegum; til dæmis Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði. Ferðirnar geta oft verið slarksamar og dregist á lang- inn eins og í mars síðastliðnum, þegar sjö snjóflóð lokuðu veginum í aust- anmegin í Skötufirði. Þá var ekki annað fyrir bílstjórana að gera en bíða átekta, uns óveðrinu slotaði og moksturstæki voru komin í gegnum spýjurnar. „Hvergi á leiðinni milli Reykjavíkur og Ísafjarðar finnst mér samt fallegra en í Djúpinu, þar sem ekið er fyrir hvern fjörðinn á fætur öðrum. Á sum- arnóttum eru þeir spegilsléttir, svo stundum fer ég út úr bílnum og virði dýrðina fyrir mér. Samt er þetta starf endalaust kapphlaup við tímann; að vörurnar séu komnar á réttum tíma til kaupenda sem gera kröfur. Fyrst og síðast er þetta þjónusta og samskipti við fólkið í landinu á ferðum um vegi landsins.“ Áfram veginn Við rennum inn á Ísafjörð um mið- næturbil. Ferðin gekk eins og í sögu og sendingar að sunnan fara í búðirnar í bænum næsta morgun. Hver gengur að sínu, lífið er hringrás og svo fór bíl- stjórinn að huga að suðurferð. Áfram veginn. Svona er lífið í landinu. Vesturferð með Veigari Trukkur Volvoinn hér í Djúpinu og í baksýn í rigningarveðrinu er hið svip- sterka Hestfjall. Bílstjórinn lagður af stað suður þegar hér var komið sögu. Bílstjóri „Innst inni langaði mig alltaf mest að verða trukkabílstjóri og sá draumur rættist,“ segir Veigar A. Sigurðs- son, hér undir stýri á bílnum. Sérstakt samfélag er meðal manna sem keyra stóru trukkana, skriðdrekaher Íslands. Strandabíll Merkingin er T, skv. gamla bílnúmerakerfinu. Leiðin til Ísafjarðar 455 km Reykjavík Ísafjörður Búðardalur Hólmavík Borgarnes Úr Reykjavík á Ísafjörð eru 455 km. Þá leið fer Veig- ar A. Sigurðsson stundum þrisvar í viku á stórum trukk. Hann skynjar huldukonu í Skötufirði í Djúpi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sé veður um helgina sæmilegt er bíltúr austur á Þingvelli fín hug- mynd. Klukka náttúrunnar er þar í hefðbundnum takti. Stórurriðinn syndir upp Öxará og blasir við þegar gengið er um árbakkann og fjalls- topparnir eru komnir með hvíta snjóhúfu. Þá eru haustlitirnir nú í al- gleymingi; gulur, rauður og brúnn. Skógargróður, lyng og grös eru kom- in með annan svip, en ekki síður fal- legan en gerist um hásumar. „Fegurð Þingvalla nær hámarki á haustin. Þó er vissara að fylgjast vel með veðurspám þar sem vindar geta spillt tónum og laglínu í haustlita- sinfóníunni sem ég kalla svo,“ segir Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðs- vörður í samtali við Morgunblaðið. Opið er í gestastofunni á Hakinu þar sem er sýn- ingin Hjarta lands og þjóðar. Þar kalla gestir sjálfir fram stafrænar upplýsingar um sögu og náttúru þjóðgarðsins um leið og þeir rölta í gegnum rýmið. Gagnvirkt viðhorf ásamt hefð- bundnu viðmóti gerir gestum kleift að verða hluti af þjóðgarðinum. Eftir það er tilvalið fara í göngutúr um Al- mannagjá og að Þingvallabæ og -kirkju. Leiðangurinn er síðan fínt að enda með því að fá sér kaffi og kleinu í þjónustumiðstöðinni á Leir- unum. Haustlitabíltúr um helgina er góð hugmynd Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þingvellir Horft yfir gjár, gróður og fjöll, sem nú hafa fengið hvíta snjóhúfu. Einar Á.E. Sæmundsen Fegurð Þingvalla nær hámarki Hagræðing Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is á haustdögum án þess að það bitni á gæðum Hafðu samband og við gerum fyrir þig þarfagreiningu og tilboð í þjónustu án allra skuldbindinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.