Morgunblaðið - 26.09.2020, Síða 29

Morgunblaðið - 26.09.2020, Síða 29
Hjörvar Steinn Grétarssonvann Braga Þorfinnssoní fimmtu umferð Haust-móts TR sem fór fram sl. miðvikudagskvöld. Hann hefur unn- ið allar fimm skákir sínar og telja verður ólíklegt að Bragi nái að blanda sér í baráttuna um efsta sæt- ið. Það munu Guðmundur Kjart- ansson og Helgi Áss Grétarsson hinsvegar báðir gera en þeir eru ekki langt undan. Nokkuð hefur verið um frestanir í A-flokki haustmótsins m.a. vegna Evrópumóts ungmenna sem fram fór um síðustu helgi. En staða efstu manna er þessi: 1. Hjörvar Steinn Grétarsson 5 v. (af 5) 3. Guðmundur Kjartansson 4 v. (af 4) + frestuð skák. 3. Helgi Áss Grétarsson 4 v. (af 5) 4. Bragi Þorfinnsson 2½ v. (af 4) + frestuð skák. Keppendur í A-riðli eru tíu talsins. Efstu menn munu mætast í loka- umferðum mótsins. Í B-riðli eru keppendur einnig tíu talsins. Lenka Ptacnikova er efst með 4 vinninga af fimm mögulegum en í 2.-3. sæti koma Pétur Pálmi Harðarson og Þorvarður Ólafsson með 3½ vinning af fimm mögu- legum. Í Opna flokknum hefur Batel Goitom unnið allar fimm skákir sín- ar. Í 2.-3. sæti koma Jóhann Jónsson og Halldór Kristjánsson með 4½ vinning hvor. Hrósa ber stjórn Tafl- félags Reykjavíkur fyrir góða um- gjörð um þetta mót. Hjörvar Steinn er óneitanlega sigurstranglegur eftir hina góðu byrjun. Hann hefur ekki þurft mikið fyrir vinningum að hafa en frá er skilin skák hans í 1. umferð við Sig- urbjörn Björnsson. Í fjórðu umferð tefldi Hjörvar við Davíð Kjartans- son. Það er dýrt að missa þráðinn í sikileyjarvörn; einn ónákvæmur leikur getur gert útslagið eins og þetta dæmi sannar: Haustmót TR 2020; A-riðilli, 4. umferð: Hjörvar Steinn Grétarsson – Davíð Kjartansson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. f4 a6 7. Rxc6 bxc6 8. Bd3 d5 9. O-O Rf6 10. Df3 Be7 11. Bd2 O-O 12. Hae1 He8 13. Kh1 Hb8? Ónákvæmni. Nú fara peð hvíts á skrið. 14. e5 Rd7 15. f5! Rc5 Gallinn við 13. … Hb8 kemur í ljós því að 15. … Rxe5 gengur ekki vegna 16. Hxe5! Dxe5 17. Bf4 og hrókurinn á b8 fellur óbættur. 16. f6 Rxd3 17. Dxd3 gxf6 18. exf6 Bd6 19. Re4! Snarplega leikið og annar skemmtilegur möguleiki er 19. Hf5 sem einnig ætti að vinna. 19. … dxe4 20. Hxe4 Hb5 Kóngsstaða svarts er opin upp á gátt og lítið hald í þessum leik. 21. Hg4+ Kh8 22. Hh4 Hf5 23. Hxf5 exf5 24. Dh3 – og svartur gafst upp. Vignir Vatnar í toppbaráttunni á EM ungmenna. 18 ungmenni tóku þátt í Evrópu- móti einstaklinga 18 ára og yngri á netinu, keppnin fór fram dagana 18. – 20. september og var teflt í átta aldurflokkum pilta og stúlkna. Tíma- mörk voru 25:5. Keppnin var vel skipulögð í hvívetna og langflestir ís- lensku þátttakendurnir bættu ætl- aðan árangur sinn verulega. Vignir Vatnar Stefánsson var eins og stundum áður í nokkrum sérflokki meðal íslensku keppendanna en hann var í baráttunni um efsta sætið allan tímann og var einn í 2. sæti fyr- ir síðustu umferð með 6½ vinning af átta mögulegum. Jafntefli í loka- umferðinni hefði að líkindum tryggt honum silfurverðlaun en hann tapaði og hrapaði niður í 5. sæti með nokkr- um öðrum. Engu að síður frábær frammistaða, því að 18 ára flokk- urinn var skipaður flestum af bestu ungu skákmönnum Evrópu. Þrír berjast um sigurinn á Haustmóti TR Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Annasöm helgi Fulltrúar Íslands sem tefldu á EM ungmenna á netinu. Vignir Vatnar Stefánsson var lengi í baráttu um verðlaunasæti en endaði í 5. sæti. UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020 Melteigur 19, 230 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is 6 herbergja neðri hæð með bílskúr í hjarta Keflavíkur. ATH EFRI HÆÐ LÍKA TIL SÖLU Eignarlóð Verð kr. 41.000.000Stærð 184,7 m2 Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Arnfríður Guð- mundsdóttir, prófessor við guðfræðideild Há- skóla Íslands, ritar grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni „Var Jesús með brjóst og farða?“. Segir pró- fessorinn að mynd af Jesú með farða og brjóst hjálpi til þess að skýra afstöðu krist- innar kirkju til þeirra einstaklinga í okkar samfélagi, sem ekki skilgreina kyn sitt á hefðbund- inn hátt. Prófessorinn spyr svo hvort alveg sama sé hvernig Jesúslíti út svo framarlega sem hann líti út sem karl- maður. Það útlit Jesú hafi t.d. nasist- ar notað sem rök fyrir yfirburðum hins hreina hvíta kynstofns. Myndir af Jesú með brjóst og farða henti þess vegna vel til þess að koma á framfæri þeim boðskap, að kirkjan taki afstöðu með einstaklingum óháð kynvitund, kyngervi eða kynhneigð. Kirkjan er sko ekki nasisti! Fleiri í tölu heilagra hafa verið dýrkaðir og taldir vera fyrirmyndir kristinnar kirkju en Jesús frá Nasar- et. Einn þessara, sem einna mest helgi hefur verið borin til, er móðir Jesú, María Guðsmóðir. Eigum við þá ekki þess að vænta að kirkjan fari að birta myndir af henni með skalla og skegg? Er það ekki sannasta tákn- myndin af því að kirkjan taki afstöðu með einstaklingum óháð kynvitund, kyn- gervi eða kynhneigð? Kannski má það ekki – af því að María mey var kona, eða svo var sagt. Þá væri ekki heldur við- eigandi að teikna bisk- upinn yfir Íslandi með skalla og skegg. Hún er jú líka kona. En hvað um Martein Lúter? Væri hann ekki fínn með brjóst og farða? Hann var jú karl. Og heilagur Sankti Pétur? Væntanlegur með stór brjóst og mik- inn farða til marks um það að kirkjan tekur ríkulega afstöðu með einstak- lingum óháð kynvitund, kyngervi og kynhneigð? Og hver getur svo sem sannað, að sankti Pétur hafi ekki ver- ið einn af þeim? Hvað segir prófess- orinn um það? Þegir barasta?!? María með skalla og skegg, skulu kirkjugestir vona og þegar Kristur komst á legg, kom í ljós að hann var kona. Var María með skalla og skegg? Eftir Sighvat Björgvinsson »Eigum við þá ekki þess að vænta að kirkjan fari að birta myndir af henni með skalla og skegg? Sighvatur Björgvinsson Höfundur er fv. ráðherra. Laufey Jakobsdóttir fæddist á Bóndastöðum í Seyðisfirði 25. september 1915. Foreldrar hennar voru Jakob Sigurðsson frá Unaósi í Hjaltastaðaþinghá, f. 15. nóvember 1884, d. 15. febrúar 1952, og Þuríður Björnsdóttir frá Snotrunesi í Borgarfirði eystra, f. 21. sept- ember 1888, d. 31 október 1971. Maki Laufeyjar var Magnús Björgvin Finnbogason frá Eskifirði og eignuðust þau átta börn. Laufey var virk í fé- lagsmálum og var m.a. einn af stofnendum Kvennalistans. Hún var heiðursfélagi í Dýra- verndunarfélagi Íslands, sinnti málefnum aldraðra, var áhuga- söm um friðun gamalla húsa og formaður Torfusamtakanna um tíma. Laufey barðist ávallt fyrir rétti lítilmagnans og er hún þekkt fyrir störf sín í þágu unglinganna í miðborg Reykja- víkur og þekktu hana margir sem „ömmuna í Grjótaþorp- inu.“ Megas kallar hana „bjargvættinn Laufeyju“ í texta sínum um krókódíla- manninn og vísar þar í að hún hefði komið mörgum unglingn- um til bjargar í vafasömum að- stæðum. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 1996. Laufey lést 6. mars 2014. Merkir Íslendingar Laufey Jakobsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.