Morgunblaðið - 26.09.2020, Síða 30

Morgunblaðið - 26.09.2020, Síða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020 Boðið er upp á einkaskoðun og fólk vinsamlegast beðið um að hafa samband í síma 898-9396 eða á hakon@valfell.is og panta tíma til skoðunar. Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is Þingvangur ehf byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi. STILLHOLT 21 - AKRANESI Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu. Sýningaríbúð á 1. h Innréttingar og fataskápar frá danska framleiðandanum HTH Innhurðir og flísar frá Parka Heimilistæki frá Ormsson æð. Aðeins örfáar íbúðir eftir Sunnudaginn 13. september 2020 var Silfur Egils á dagskrá. Þar komu fram fulltrúi Pírata, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, og odd- viti Sjálfstæðismanna, Eyþór Laxdal Arn- alds. Þau ræddu stöðu Sundabrautar eina ferðina enn, þéttingu byggðar og nýbygg- ingarland í Örfirisey þrátt fyrir hækkun sjávarborðs á næstu árum, en stefnan er að byggja íbúðir og önnur mannvirki þrátt fyrir ábend- ingar um hættur. Hvar eru flótta- leiðir fólksins og umferðargötur, ekki blindgötur? Nú er ein leið til fram og til baka til að komast leiðar sinnar. Hvers konar rugl er þetta í þessum borgarfulltrúum? Ekki var minnst einu orði á þá hættu sem stafar af olíubirgðastöð í Örfirisey sem borgarstjóri lagði til að færi burt á sínum tíma, fyrir utan þá sprengjuhættu sem fylgir því að aka hættulegum efnum inn í miðbæ Reykjavíkur. Yfirgangur Sigur- borgar í þessum þætti var slíkur að hún gekk yfir velsæmismörk, sem hún komst upp með án skýringar. Í lok þáttar missti hún algjörlega vald á skapi sínu þegar hún hóf reiðilest- ur um leið og hún varð rökþrota í viðræðum við Eyþór. Þá greip hún til þess ráðs að fara í nornaveiðar af blaði sem hún hafði undirbúið; las það síðan beint í beinni útsendingu. Í geðvonsku sinni sakaði Sigurborg Eyþór um að vera viðriðinn Sam- herja! Var Samherji á dagskrá hjá þáttarstjórnanda? Ég held ekki. Sundabraut er búin að vera til skoðunar síðan þú varst smástelpa og hafðir ekki hugmynd um hvað var að gerast hjá Reykjavíkurborg. Sundabraut kom fyrst í skipulag ár- ið 1984. Nú eru liðin nær 40 ár síðan hún var sett í aðalskipulag. Í mars árið 2008, þegar það var kynnt sem nýr kostur að leggja Sundabraut í göng í fyrsta kafla úr borginni, Sundagöng, eða frá Laugarnesi í vestri, samþykkti borgarráð að Sunda- braut yrði lögð í göng. Þá samþykkti borg- arráð að fela borg- arstjóra að efna til samráðs við sveit- arfélög og aðra lykilhagsmunaaðila á Vestur- og Norður- landi og funda með þingmönnum viðkom- andi kjördæma um aðrar aðgerðir til að vinna að framgangi lagningar Sundabrautar í göng. Ekki verður hér rakin sagan öll. Sigurborg borgarfulltrúi, málið snýst um að þú, sem kjörinn fulltrúi, farir að settum reglum og gætir hags borgarbúa og tjáir þig með réttum hætti, ekki með mein- fýsni í garð fólks sem er ekki á sama máli og þú sjálf. Þú þarft ekk- ert að fara í naflaskoðun um Sunda- braut í göng; það er Sigurborg sem stendur í vegi fyrir lagningu Sunda- brautar í fjögurra akreina göng fjarri íbúðarbyggð með sínum krúsidúllum og yfirgangi gagnvart skoðunum fólksins sem hefur aðra skoðun en hún sjálf! Ekki hefur þú áhuga á að auka lífsgæði fólks við Kleppsveg, sundin blá eða í Graf- arvogi með því að setja yfir 100 þús- und bíla umferð inn í skipulögð íbúðarhverfi, sem myndi hverfa með Sundagöngum. Þú hefur ekki áhuga á að gera athugasemdir við fjögurra akreina götu, Hallsveg, með tilheyr- andi hljóðmönum. Þið Dagur B. Eggertsson hafið ekki áhuga á að bæta samgönguleiðir í Reykjavík þar sem svifrykið fer yfir PM 10 – sem er mælingarstaðall ef þú veist það ekki! Þínar krúsídúllur eru að heltaka íbúa í Reykjavík með því að banna umferð bíla. Hafið þið borg- arstjóri skoðað það hörmulega ástand sem íbúar í Reykjavík búa við? Þeir komast ekki af heimilum sínum vestur í bæ og víðar um borg- ina vegna þrenginga á gangbraut- arljósum og þrenginga gatna með geysilegum töfum á flæði bíla- umferðar í stað þess að setja gang- brautir og hjólabrautir í stokka til að auka flæði bíla og umferðar af öryggisástæðum og koma þannig í veg fyrir loftmengun sem oftast fer yfir viðmiðunarmörk á höfuðborgar- svæðinu. Borgarstjórnarmeirihluti í Reykjavík: Hafið þið ekki upplýst borgarbúa um umhverfismörk sem tóku gildi árið 2010? Fróðlegt væri ef borgarstjóri gæti upplýst borgar- búa um hvar málið er statt í dag! Leikritaflokkar í meirihluta Reykjavíkurborgar Sigurborg Ósk Haraldsdóttir: Þið tókuð við stjórn Reykjavíkurborgar í júní fyrir rúmum tveimur árum með stórri kattafárssýningu við Breiðholtslaug – þvílíkt leikrit – undir stjórn borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar, sem lék leikritið afar vel. Sami borgarstjóri lét endurnýja allar lagnir við Óðinstorg þar sem hann á heima til að baka vöfflur með sultu og rjóma. Ég vil minna á R-listann, sem Dagur B. Eggerts- son sat í með Samfylkingu í broddi fylkingar, sem kom í veg fyrir fram- tíðarþróun í umferðarmálum þegar hætt var við 90 milljarða uppbygg- ingu nýs vegakerfis; lagningu Sundabrautar og Hlíðarfótar vestan Öskjuhlíðar; fjögurra akreina vegar sem hefði tengt Hringbraut við Kringlumýrarbraut, líklega í göng- um undir Öskjuhlíð. Það hefði létt á umferð um Miklubraut, umferð frá miðbænum til Kópavogs og Hafn- arfjarðar og á nýjum vegi yfir Skerjafjörð og Kópavog þar sem hann hefði tengst Hlíðarfæti við Hafnarfjarðarveg eða með jarð- göngum undir Skerjafjörð. Einþykki píratinn í borgarstjórn Reykjavíkur Eftir Jóhann Pál Símonarson » Sigurborg, þú þarft ekkert að fara í naflaskoðun um Sunda- braut. Það liggur ljóst fyrir að það ert þú sem stendur í vegi fyrir lagn- ingu Sundaganga. Jóhann Páll Símonarson Höfundur er fv. sjómaður. Þið líklega hálf- vorkennið okkur, sem búum úti í henni Am- eríku, eða BNA eins og íslensku fjölmiðl- arnir eru farnir að kalla landið. Hér geisa skógareldar og felli- byljir. Kröfugöngur og óeirðir eru algengar í mörgum borgum, og blámenn segjast vera kúgaðir af okkur þessum hvítu. Eng- um kemur saman um, hvernig eigi að höndla útbreiðslu kórónuveir- unnar og við höfum öngvan Þórólf eða Víði. Stjórnmálalega er þjóðin klofin í tvennt og kosningar eru á næsta leiti. Og yfir öllu þessu ríkir spillirinn Trump með sína fínu hár- greiðslu. Sem eðlilegt er veldur þetta mörgum manninum hér miklu hug- arangri. En við gamlingjarnir, sem ekki búumst við allt of miklu af framtíðinni, látum mest af þessu sem vind um eyru þjóta. En það kom mér á óvart, að skyndilega var mér ýtt inn í þessa framtíð þegar ég þurfti að endurnýja ökuskírteinið. Ég vissi ekki fyrir víst hve mörg ár nýja skírteinið myndi gilda. Varð ég því yfir mig hissa og ánægður þegar í ljós kom að það gildir í átta ár! Ég er sem sagt skyldugur til þess að halda áfram að aka bíl inn í framtíð- ina þangað til ég verð 96 ára! Mér skilst að öðruvísi reglur gildi hjá ykkur á Fróni. Á mánudaginn skrapp ég í búð, með grímuna auðvitað, að kaupa ýmsa hluti, meðal annars flösku af víni og kippu af öli. Hér í Georgíu, þar sem afar auðvelt er að komast yfir skotvopn, passa yfirvöldin mjög vel upp á það, að fólk yngra en 18 ára geti ekki keypt áfengi. Þess vegna verða allir að draga upp vesk- ið, hversu gamlir sem þeir eru, og sýna ökuskírteinið þar sem fæðing- ardagurinn er skráður. Þetta gerði ég skilmerkilega og afgreiðslukonan leit fyrst á skírteinið og svo beint framan í mig með undrun og/eða vorkunn og hrópaði „vá“! Ég bara hældi henni fyrir hvað hún væri góð í reikningi. Alltaf er gaman að fara í göngu- klúbbinn, en hann kemur saman á miðvikudögum í garði nálægt öldr- unarsetrinu. Við puðum og svitnum með grímuna fyrir vitunum í klukku- tíma og meðlimirnir, mest konur í eldri kantinum, spjalla saman um heima og geima og gæða okkur stundum á gróusögum. Um daginn var ein af þeim um hálfníræðan karl, sem er í kúluspilsliðinu á öldr- unarsetrinu, en hann var sagður vera farinn að bera víurnar í unga konu úr leikfiminni, aðeins sjötíu og tveggja ára gamla. Göngukonurnar sögðust ekki vita, hvað hann gæti nú afrekað í ástamálum, ef svo ólíklega skyldi vilja til að hann kæmist yfir hana. Sagði ég þeim þá söguna um bóndann á Íslandi, sem átti hund, sem alltaf hljóp á eftir bílum. Sagðist hann ekki vita, hvað snati gæti gert, ef hann næði einhverjum þeirra. Á daglegum göngum um hverfið hitti ég oft nágranna, sem stundum vilja stoppa og spjalla. Flestir þeirra eru konur, komnar af léttasta skeiði, úti að labba með kjöltu- rakkana sína. Margir íbúanna hér hafa flutt hingað annars staðar frá og ætla að eyða hér ellinni. Sumir þeirra eiga börn, sem búa hér nálægt. Svo var um Susan, sem ég hitti næstum daglega, þegar hún viðrar hundinn sinn. Flutti hún hingað í fyrra. Um daginn varð mér á að spyrja hana hvaðan hún hefði komið. Úr varð næstum 20 mínútna stopp, því nú kom öll ævisaga hennar. Hún var fædd í Minnesota og hafði gifst ung manni, sem vann hjá stóru fyrirtæki. Var hann fluttur á milli ríkja sex sinnum á starfsævinni og sagðist Susan hafa búið honum gott heimili á hverjum stað. Þar á ofan hafði hún borið honum þrjá syni. Þegar eig- inmaðurinn komst á eftirlaun og þau fluttu hingað til að búa nálægt ein- um syninum gerði hann sér lítið fyr- ir og skildi við hana. „Þetta gerði hann eftir 54 ára hjónaband og fór að búa með yngri kvensnift. Hann skildi mig eftir eins og skít í polli með hundinn. En það get ég sagt þér, að hundurinn er miklu betri en karlhelvítið!“ Susan var orðið heitt í hamsi. Þótt fólk hér reyni að tala ekki um stjórnmál, trúmál og kynferðismál sín í milli verður stundum brestur þar á. Nágrannakonan Nancy, rúm- lega áttræð ekkja, er algjör trump- isti sem getur ekki á sér setið að syngja honum lof og dýrð við gesti sem gangandi. Hún reynir að skjalla mig og segist ekki skilja, að svona skynsamur maður eins og ég (!) skuli ekki vera ánægður með Trump. Dóttir Nancyar býr hér nálægt ásamt manni sínum og fimm börnum þeirra. Tengdasonurinn, sem er frjálslyndur demókrati, gafst loks upp á stöðugum Trump-áróðri tengdamútter og bannaði henni að koma inn á heimilið. Eymingja dótt- irin var sem milli steins og sleggju. Sem eðlilegt er var konugreyið slegið yfir því að fá ekki að umgang- ast dóttur og barnabörn. Ráðlagði ég henni að afneita Trump til að geta endurheimt fjölskylduna. En hún var ekki tilbúin að gera það og var hún því útskúfuð í marga mánuði. Loks tókst dótturinni að miðla mál- um og allt féll í ljúfa löð. Um daginn fékk Nancy hita og hósta og fór dótt- irin með hana til læknis til að finna út hvort um veiruna illræmdu væri að ræða. Það var sem betur fer ekki og sagði Nancy við mig sigri hrós- andi, að engin covid-veira hefði fund- ist. Mig langaði að spyrja, en þorði ekki, hvort þeir hefðu rekist á Trump-veiruna. Gamlingjarnir og framtíðin Eftir Þóri S. Gröndal Þórir S. Gröndal »En við gamlingj- arnir, sem ekki bú- umst við allt of miklu af framtíðinni, látum mest af þessu sem vind um eyru þjóta. Höfundur er fyrrverandi fisksali og ræðismaður. floice9@aol.com ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.