Morgunblaðið - 26.09.2020, Síða 46

Morgunblaðið - 26.09.2020, Síða 46
46 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Haltu ró þinni á hverju sem geng- ur og líttu bara á björtu hliðar tilverunnar. Hafðu ekki áhyggjur af framtíðinni, hún sér um sig. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert reiðubúin/n til að leggja þig fram við að bæta afkomu þína með nýj- um hætti. Nýtt samband veldur þér heila- brotum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Óöryggi gerir vart við sig, en ekki láta á neinu bera út á við. Gættu þess að blandast ekki persónulega í erjur annarra. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfa/n þig. Góður undirbúningur tryggir farsæla fram- kvæmd. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú mátt eiga von á harðri gagnrýni ef þú hefur ekki stjórn á skapi þínu. Þú lætur ekki kjaftagang hafa áhrif á þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Láttu aðra ekki velkjast í vafa um skoðanir þínar. Hafðu hugfast að ef þú ert tilbúin/n til að gefa af þér, færðu heil- mikið til baka. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ættir að slá öllum meiriháttar ákvörðunum á frest því þú ert ekki í formi til þess að ákveða eitt eða neitt að svo stöddu. Makinn hjálpar þér að settu marki. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er hætt við að þú kaupir eitthvað í fljótræði í dag. Hafðu það þó í huga að allir þurfa einhverja hvíld. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ef þú finnur til óánægju skaltu ekki byrgja hana innra með þér. Hópvinna er einstaklega árangursrík í dag. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur fullt að segja, en bíddu fram yfir hádegi með að segja það. Búðu þig undir erfiða ákvarðanatöku. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Breytingar á aðstæðum gætu sparað þér fé eða bætt líf þitt á einhvern hátt. Mundu að allir hafa eitthvað til síns ágætis. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur lagt mikla vinnu í verk- efni þitt og sérð nú fyrir endann á því. Hvað sem þú gerir mun það kenna þér ýmislegt um þig sjálfa/n þig. segja að það sé mín lífssýn því já- kvæðnin bætir allt í lífinu og smitar út frá sér.“ Ólafur hefur verið við ýmis félags- og sjálfboðastörf hjá slökkviliðinu, Slysavarnafélaginu og síðar Lands- björg. Hann var einnig í sveitarstjórn í Grundarfirði um nokkurra ára skeið. „Ég hóf störf hjá Orkuveitu Reykjavíkur árið 2001 og var vél- stjóri á Nesjavöllum og Hellisheiði þar til ég hætti störfum síðastliðin áramót. Ég á margar góðar minn- ingar frá Orkuveitunni og kynntist mörgum. Þegar ég hætti sögðu vinnufélagarnir um mig að ég væri já- kvæður út í eitt og það má eiginlega Ó lafur Hjálmarsson fædd- ist 26. september 1950 á Hlaðhamri í Bæjar- hreppi í Strandasýslu og ólst þar upp til 20 ára aldurs. Hann gekk í Barnaskól- ann á Borðeyri og fór svo á Héraðs- skólann á Skógum í þrjá vetur. „Það var yndislegt að vera í sveitinni hjá afa og ömmu og vera frjáls eins og fuglinn.“ Ólafur flutti til föður síns árið 1970, en hann var útgerðarmaður í Grundafirði. Hann sá að þarna gætu verið góðir atvinnumöguleikar fyrir sig svo hann ákvað að mennta sig og fór í Iðnskólann í Reykjavík á verk- námsbraut. Þaðan lá leiðin í Vélskól- ann og Ólafur útskrifaðist sem vél- fræðingur 1976 og sem vélvirki haustið 1978 frá Vélsmiðju Sig. Sveinbjörnssonar. „Það er mjög mikilvægt fyrir alla sem fara í þetta nám að ljúka því al- veg og taka vélvirkjaprófið líka til að hafa meiri möguleika síðar meir.“ Ólafur hafði strax byrjað á sjó vor- ið 1970 í Grundarfirði og var á sjó með skólanum. Eftir útskrift var hann alfarið á sjónum til ársins 2001, fyrir utan smá tíma sem hann var út- gerðarstjóri í landi. Hann varð vél- stjóri á bátum og svo yfirvélstjóri á togara hjá útgerð föður síns í fimm ár og eitt ár var hann vélstjóri hjá Eimskip. Eftir það var hann yfir- vélstjóri á Breiðafjarðarferjunni Baldri í ellefu ár. „Þetta var mjög skemmtilegur tími og gott samstarfsfólk á ferjunni. Það var heilt ævintýri að kynnast lifnaðarháttum eyjarskeggja sem maður kynntist mikið og ég á marga góða kunningja frá þessum tíma. Svo var allur þessi fjöldi af farþegum á sumrin svo þetta var líflegt og alltaf nóg að gera.“ Þegar dætur Ólafs uxu úr grasi stóð fjölskyldan frammi fyrir ákvörð- un. „Það var enginn framhaldsskóli í Grundarfirði og þegar dæturnar spurðu okkur hvort við myndum ekki bara koma með þeim til Reykja- víkur þegar þær færu í menntaskóla var erfitt að segja bara nei.“ Þar með var ákveðið að fjölskyldan flytti öll saman í höfuðstaðinn. „Ég byrjaði í Slysavarnafélaginu þegar ég var í Grundarfirði og var töluvert virkur í því og hélt því svo bara áfram í bænum og var vélstjóri á björgunarbátnum og fleira. Þetta er sjálfsagt gamli ungmennafélagsand- inn eða framsóknarandinn að vilja leggja sitt af mörkum,“ segir Ólafur og hlær, en hann hefur starfað mikið fyrir Framsóknarflokkinn í gegnum tíðina, bæði í Grundarfirði, Kópavogi, Reykjavík og núna síðast í Hafn- arfirði. „Menn sem alast upp í ein- hverjum pólitískum skoðunum – það er bara mjög erfitt að breyta því.“ Síðan hefur Ólafur verið í Kiwanis frá 1994 og er núna forseti Hraun- borgar í Hafnarfirði. Hann hefur líka verið virkur í félagsstarfi fyrir þjóð- kirkjuna. „Þegar ég kom til Grund- arfjarðar ákvað ég að halda uppi merkjum afa míns, sem hafði gert mikið fyrir kirkjuna í bænum, svo ég fór í sóknarnefnd.“ Ólafur var síðar formaður sóknarnefndar Guðríð- arkirkju og hefur sinnt ýmsum trún- aðarstörfum fyrir þjóðkirkjuna. Núna er hann varamaður í sóknar- nefnd Ástjarnarkirkju. Ólafur Hjálmarsson vélfræðingur – 70 ára Orkuveitan Hér er Ólafur kátur að vanda á vaktinni á Nesjavöllum, en hann vann í tæp 20 ár hjá Orkuveitunni. Jákvæður út í eitt Í golfi Ólafur og Emilía hafa farið í margar góðar golfferðir til Spánar. Til hamingju með daginn Reykjavík Vinkonurnar Hrafnhildur Vala Heiðarsdóttir og Sara Lind Snorradóttir héldu tombólu í Hlíðahverfinu og söfnuðu með því 7.009 kr. til styrktar Rauða krossinum. Við þökkum þeim kærlega fyrir þeirra framlag til mannúðar- mála. Tombóla 40 ára Margrét ólst upp í Reykjavík og er nýflutt í bæinn aftur eftir að hafa búið í 12 ár á Kársnesinu. Hún er grunnskólakennari í Vogaskóla. Margrét hefur mjög gaman af listum og bæði teiknar, skrautskrifar og málar. Hún reynir að nýta tímann sem mest með börnum sínum og fjölskyld- unni. Maki: Halldór Heiðar Sigurðsson, f. 1980, rafeindavirki. Börn: Embla Hrönn, f. 2007, Styrmir Heiðar, f. 2010 og Hákon Bjarmi, f. 2017. Foreldrar: Nína Draumrún Guðleifs- dóttir, f. 1944, d. 2015 og Guðmundur Eyjólfsson, f. 1945, d. 2018. Margrét Erla Guðmundsdóttir 40 ára Arnar ólst upp í Hveragerði og býr þar enn. Hann er kokkur og pípulagn- ingamaður að mennt en er nýbúinn að stofna fyrirtækið Leik- tæki og sport sem setur upp gervigrasvelli og útileikvelli. Helsta áhugamál Arnars er skotveiði- mennska og síðan eru mótorhjól of- arlega á listanum auk ferðalaga. Maki: Thelma Rós Kristinsdóttir, f. 1981, háskólanemi og fasteignasali. Synir: Kristinn Berg, f. 2005, og Viktor Ernir, f. 2012. Foreldrar: Erna Valdimarsdóttir, f. 1954, kennari, og Stefán Stefánsson, f. 1953, vinnur á Morgunblaðinu. Arnar Stefánsson Viðskipta Viðskiptapúlsinn er hlaðvarpsþáttur um viðskipti og efnahagsmál. Þar setjast blaðamenn ViðskiptaMoggans niður ásamt góðum gestum og ræða stærstu viðskiptafréttir vikunnar hverju sinni og hvað um er að vera í íslensku viðskiptalífi. Þættirnir fara í loftið á miðvikudögum í kjölfar útgáfu ViðskiptaMoggans og eru í samstarfi við Arion banka. Hlaðvarpið má nálgast á iTunes, Spotify og á öðrum hlaðvarpsrásum. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á mbl.is VIÐSKIPTAPÚLSINN VIÐSKIPTAPÚLSINN NÝTTU TÍMANN OG FYLGSTU MEÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.