Morgunblaðið - 26.09.2020, Page 48

Morgunblaðið - 26.09.2020, Page 48
10. UMFERÐIN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Valsarinn Birkir Már Sævarsson átti stórleik fyrir Val þegar liðið heim- sótti FH í toppslag úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max- deildarinnar, í Kaplakrika í Hafn- arfirði í frestuðum leik úr 10. umferð deildarinnar á fimmtudaginn síðasta. Birkir, sem er 35 ára gamall, skor- aði tvívegis í 4:1-sigri Valsmanna sem eru með pálmann í höndunum í efsta sæti deildarinnar með 11 stiga forskot á FH sem á leik til góða á Val. Birkir er uppalinn á Hlíðarenda en hann sneri aftur til félagsins fyrir tímabilið 2018 eftir tíu ár í atvinnu- mennsku með Brann í Noregi og Hammarby í Svíþjóð. „Við vissum það fyrir leikinn að sigur myndi gera mikið fyrir okkur og setja okkur í ansi þægilega stöðu,“ sagði Birkir í samtali við Morgunblaðið. „Við mættum 100% einbeittir til leiks og vorum vel und- irbúnir. Við vissum nokkurn veginn hvað FH-ingarnir ætluðu að gera, hvar við ættum að sækja á þá og hvernig við áttum að verjast þeim. Mér fannst sigurinn sanngjarn og við erum komnir í ansi góða stöðu á toppnum,“ sagði Birkir sem á að baki 112 leiki í efstu deild hér á landi þar sem hann hefur skorað níu mörk. Engin þreytumerki að finna Valsmenn hafa verið óstöðvandi síðustu vikur en sigurinn gegn FH var sá tíundi í röð hjá liðinu í deild- inni. „Við fengum mun færri leiki en gengur og gerist til þess að slípa okk- ur saman fyrir tímabilið, alveg eins og önnur lið deildarinnar. Það tók okkur því smá tíma að finna taktinn en það mætti alveg segja sem svo að við höfum verið það lið sem var kannski fljótast að slípa sig saman í sumar, allavega af þeim liðum sem eru með nýjan þjálfara. Það má líka ekki gleyma því að við erum með frábæran leikmannahóp og þetta hefur einhvern veginn allt komið saman á hárréttum tíma fyrir okkur. Við vorum mjög samvisku- samir í kórónuveiruhléinu þar sem menn þurftu að æfa einir og allar æf- ingatölur voru framúrskarandi. Þrátt fyrir þétt leikjaplan eru lítil þreytumerki á liðinu sem er mjög já- kvætt þar sem við erum að spila mik- ið á sama liðinu.“ Heimir Guðjónsson tók við liðinu í október 2019 og fékk Srdjan Tufeg- dzic með sér en þeir tóku við liðinu af Ólafi Jóhannessyni sem lét af störf- um eftir síðasta tímabil. „Það hafa einhverjar áherslu- breytingar átt sér stað frá því Heim- ir tekur við sem er bara eðlilegt. Það gekk mjög vel hjá okkur tímabilið 2018 en tímabilið í fyrra var hörmu- legt og það var einfaldlega margt sem fór úrskeiðis. Við erum búnir að strika það tíma- bil út og gleyma því en á móti kemur að við erum nánast með sama leik- mannahóp. Mér finnst við hafa gert mjög vel í að núllstilla okkur á milli ára og læra af því sem fór til fjand- ans í fyrra. Breytingar sem Heimir og Tufa hafa lagt fyrir hópinn hafa hentað okkur gríðarlega vel enda báðir frá- bærir þjálfarar sem undirbúa okkur gríðarlega vel fyrir alla leiki.“ Mikið sjálfstraust á Hlíðarenda Það virðist fátt geta stoppað Vals- menn á leið sinni að sínum 23. Ís- landsmeistaratitili. „Sjálfstraustið er í botni en við sem erum búnir að vera lengi í þessu vitum að það þýðir ekkert að ætla að fljúga upp í geim eftir nokkra sigur- leiki. Við höfum sýnt það sem hópur að við getum núllstillt okkur eftir hvern sigurleik og mætt svo brjál- aðir til leiks í næsta leik. Þetta er stutt deild og það skiptir miklu máli að tapa ekki leikjum. Þegar ég labba inn á völlinn í dag líður mér eins og við séum langbesta lið landsins og það sé enginn að fara að vinna okkur, sem er auðvitað frábær tilfinning. Við gerum okkur grein fyrir því að við þurfum að vera 100% ef við ætl- um okkur sigur því það fara öll lið í gegnum okkur ef við erum bara 90% eins og á síðustu leiktíð og það er kannski helsti lærdómurinn frá síð- asta ári,“ sagði Birkir. Líður eins og við séum langbesta lið landsins  Birkir Már Sævarsson skoraði tvívegis í tíunda deildarsigri Valsmanna í röð Morgunblaðið/Árni Sæberg Valur Birkir Már Sævarsson hefur skorað þrjú mörk í tveimur sannfærandi útisigrum Valsmanna síðustu daga. 48 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020 HK vann sinn fyrsta sigur á tíma- bilinu í Olísdeild kvenna í hand- bolta í gærkvöld er liðið gerði góða ferð í Garðabæinn og vann 25:23- sigur á Stjörnunni. Var HK án stiga fyrir leikinn og Stjarnan með fullt hús stiga og komu úrslitin því nokk- uð á óvart. Díana Kristín Sigmars- dóttir og Valgerður Ýr Þorsteins- dóttir voru markahæstar hjá HK með sex mörk og Sigríður Hauks- dóttir gerði fimm mörk. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði átta fyrir Stjörnuna og Sólveig Lára Kjærne- sted sjö. HK fagnaði fyrsta sigrinum Morgunblaðið/Eggert Drjúg Díana Kristín Sigmarsdóttir átti góðan leik fyrir HK. Haukar fóru í gærkvöld upp í topp- sæti Olísdeildar karla í handbolta með 32:26-sigri á Stjörnunni á úti- velli. Eru Haukar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en Stjarnan að- eins með eitt stig. Var jafnræði með liðunum framan af en Björgvin Páll Gústavsson í marki Hauka skellti í lás í seinni hálfleik og varði alls 17 skot, þar af eitt víti. Orri Freyr Þorkelsson skoraði tíu mörk fyrir Hauka og Atli Már Báruson átta. Tandri Már Konráðsson var marka- hæstur hjá Stjörnunni með sex mörk. Haukamenn með fullt hús Morgunblaðið/Eggert Markvarsla Björgvin Páll Gúst- avsson fór á kostum í seinni hálfleik. Eftir tíundu umferðina í Pepsi Max-deild karla í fótbolta sem var leikin í fyrradag eru fjórir leikmenn jafnir og efstir í M-einkunnagjöf Morgun- blaðsins. Steven Lennon úr FH, Patrick Pedersen úr Val og Stefán Teitur Þórðarson úr ÍA náðu allir Valdimari Þór Ingimundarsyni úr Fylki með 13 M samanlagt. Valdimar er sem kunnugt er farinn til Strömsgodset í Noregi. Atli Sigurjónsson úr KR og Ágúst Eðvald Hlynsson úr Víkingi koma næstir með 12 M en þeir Kennie Chopart úr KR, Þórir Jóhann Helgason úr FH, Ar- on Bjarnason úr Val og Tryggvi Hrafn Haraldsson úr ÍA koma þar á eftir með 11 M hver. Úrvalslið 10. umferðar má sjá hér að ofan en þar eru fimm nýliðar, sem ekki hafa verið valdir áður í liðið í ár. 10. umferð í Pepsi Max-deild karla 2020 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 25-3-2 Ásgeir Eyþórsson Fylki Arnar Þór Helgason Gróttu Birkir Már Sævarsson Val Ingvar Jónsson Víkingi Damir Muminovic Breiðabliki Hörður Árnason HK Tryggvi Hrafn Haraldsson ÍA Almarr Ormarsson KA Oliver Sigurjónsson Breiðabliki Kristinn Freyr Sigurðsson Val Sigurður Egill Lárusson Val 2 2 2 3 3 3 Fjórir jafnir með þrettán M Pepsi Max-deild kvenna KR – Stjarnan........................................... 0:2 Staðan: Valur 14 12 1 1 36:10 37 Breiðablik 13 12 0 1 57:3 36 Fylkir 13 5 5 3 21:21 20 Selfoss 13 6 1 6 21:15 19 Stjarnan 15 5 2 8 24:33 17 ÍBV 14 5 2 7 15:28 17 FH 14 4 1 9 15:32 13 Þróttur R. 14 2 6 6 20:33 12 Þór/KA 14 3 3 8 17:36 12 KR 12 3 1 8 14:29 10 Lengjudeild karla Vestri – Keflavík....................................... 1:3 Staðan: Keflavík 17 11 4 2 52:25 37 Leiknir R. 17 10 3 4 37:21 33 Fram 17 9 6 2 36:23 33 ÍBV 17 6 9 2 28:21 27 Þór 17 8 3 6 32:29 27 Grindavík 16 6 8 2 32:27 26 Vestri 18 7 5 6 25:25 26 Afturelding 17 6 3 8 33:27 21 Víkingur Ó. 17 4 4 9 21:36 16 Þróttur R. 17 3 3 11 15:34 12 Leiknir F. 17 3 3 11 16:36 12 Magni 17 2 3 12 17:40 9 3. deild karla Ægir – KV................................................. 0:2 Elliði – Tindastóll ..................................... 3:1 Staðan: KV 18 13 1 4 54:29 40 Reynir S. 17 11 3 3 54:34 36 KFG 17 8 4 5 32:27 28 Augnablik 17 7 5 5 38:35 26 Tindastóll 18 6 7 5 37:39 25 Elliði 18 7 3 8 35:36 24 Sindri 16 6 4 6 29:37 22 Ægir 18 5 5 8 30:38 20 Einherji 17 6 2 9 33:45 20 Vængir Júpiters 16 5 3 8 23:29 18 Höttur/Huginn 17 4 3 10 26:32 15 Álftanes 17 3 4 10 25:35 13 Katar Deildabikarinn, B-riðill: Al-Arabi – Al Ahli Doha.......................... 5:1  Aron Einar Gunnarsson lék fyrstu 82 mínúturnar með Al-Arabi. Heimir Hall- grímsson þjálfar liðið. Danmörk B-deild: Esbjerg – Helsingör ................................ 2:1  Andri Rúnar Bjarnason kom inn á sem varamaður á 63. mínútu hjá Esbjerg. Ólaf- ur H. Kristjánsson þjálfar liðið. Noregur B-deild: Strömmen – Lilleström........................... 1:4  Björn Bergmann Sigurðarson og Arnór Smárason voru ekki í leikmannahópi Lille- ström. Tromsö – Grorud..................................... 0:3  Adam Örn Arnarson lék ekki með Tromsö vegna meiðsla.  Olísdeild karla Stjarnan – Haukar ............................... 26:32 Staðan: Haukar 3 3 0 0 82:68 6 Afturelding 3 2 1 0 77:73 5 Valur 2 2 0 0 76:54 4 FH 3 2 0 1 82:74 4 KA 2 1 1 0 47:45 3 Selfoss 3 1 1 1 75:76 3 ÍBV 2 1 0 1 61:61 2 Þór Ak. 3 1 0 2 67:69 2 Fram 3 0 1 2 70:78 1 Grótta 2 0 1 1 44:45 1 Stjarnan 3 0 1 2 77:84 1 ÍR 3 0 0 3 76:107 0 Grill 66 deild karla Kría – Hörður ....................................... 33:31 Olísdeild kvenna Stjarnan – HK ...................................... 23:25 Staðan: Valur 2 2 0 0 59:47 4 Stjarnan 3 2 0 1 75:67 4 ÍBV 2 1 1 0 46:42 3 Fram 2 1 0 1 49:52 2 Haukar 2 1 0 1 49:56 2 HK 3 1 0 2 70:73 2 KA/Þór 2 0 1 1 42:44 1 FH 2 0 0 2 46:55 0 Grill 66 deild kvenna Víkingur – ÍR........................................ 21:30 Svíþjóð Ystad IF – Alingsås ............................. 26:31  Aron Dagur Pálsson skoraði tvö mörk fyrir Alingsås. Danmörk Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Aalborg – Silkeborg ........................frl. 33:40  Sandra Erlingsdóttir skoraði átta mörk fyrir Aalborg.  

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.