Morgunblaðið - 26.09.2020, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 26.09.2020, Qupperneq 51
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Þetta er þriðja sólóplata Gyðu og sú þriðja sem ég fæ að rýna í á þessum vettvangi. Í ítarlegu viðtali við blað þetta (27. ágúst) segir Gyða: „Þessi plata er óður til samstarfs … Ég væri ekki það sem ég er án fólksins í kringum mig. Allir þeir sem ég vinn með á plötunni hafa verið í lífi mínu í um 20 ár og hafa haft stór áhrif á sköpun mína.“ Fólkið sem um ræðir eru þau Ólöf Arnalds, Daníel Bjarna- son, Úlfur Hansson, Jónsi, María Huld Markan Sigfúsdóttir, Kjartan Sveins- son, Skúli Sverr- isson og Anna Þorvaldsdóttir. Átta tónskáld og átta lög/verk sem spanna um 40 mínútur. Allt fólk sem tengist Gyðu en er líka með marg- víslegar innbyrðis tengingar. Tvær plötur Gyðu til þessa hafa verið mikilfenglegar og ekkert minna. Stórkostleg verk sem hafa komið henni á kortið og það verð- skuldað en fyrir það seinna var hún sæmd tónlistarverðlaunum Norður- landaráðs. Epicycle (2016/2017) inni- hélt verk sem spönnuðu 2000 ára sögu skrifaðrar tónlistar og útkoman hreinasta snilld. „Einhver óræður galdur í gangi sem hefur sig upp fyr- ir sjálfa tónlistina og hittir mann þráðbeint í hjartastað,“ sagði ég á sínum tíma. Gyða fylgdi henni eftir með frumsömdu verki, Evolution (2018): „Flæðið er, líkt og á Epicycle, draumkennt og óheft, líkt og tónlist- in sé samin og flutt í einhverjum handanheimi.“ Já, ég var kjaftstopp þegar ég heyrði þessi verk á sínum tíma og er það í raun enn. Þau hafa ekki misst agnarögn af mætti sínum, eða eins og ég sagði um Epicycle: „Stemningin er óútskýranleg í raun, en maður finnur svo vel fyrir áhrif- unum, hvernig tónlistin talar til hjartans og fær líkamann til að skjálfa. Einstaklega heilsteypt plata, Að ná andanum … Morgunblaðið/Eggert Flytjandinn Gyða Valtýsdóttir ljær átta nýjum íslenskum tónverkum líf á Epicycle II. líður áfram eins og fallegur draum- ur.“ Epicycle II hefst með „Unfold“, sex mínútna verki eftir Skúla Sverrisson. Þekki maður listamenn- ina verður maður strax var við fingraförin og það er mikill „Skúli“ yfir hér. Skúli skrifar alltaf svo fal- lega, dregur mann inn í seiðandi heim og í útsetningu Gyðu og hans er ekki að spyrja að leikslokum. Frá- bært verk! „Safe to Love“ er eftir Ólöfu Arnalds en hún semur líka texta. Meira „lag“ en upphafs- stemman en líka mjög Ólafarlegt. Blíð melódía sem snertir mann. Gyða syngur og sellóið er marglaga og áhrifaríkt eftir því. „Mikros“ er stutt verk eftir Önnu Þorvalds en þeim mun öflugra. Maður skilur vel af hverju Anna er í hávegum höfð. Þessi dýpt í tónlistinni hennar – hyl- dýpi eiginlega – er svo tilfinnanleg og máttug og þetta stefnumót Önnu og Gyðu með því best lukkaða hér. Magnað. Úlfur Hansson og Gyða semja „Morphogenesis“ saman, dökkleitt og kvikmyndalegt enda alls kyns hljóðgervlar í heimsókn í þetta sinnið. Rökkurstemmur sem skríða upp eftir bakinu. „Liquidity“ er sam- ið af Gyðu og Kjartani Sveinssyni. Rómantískt nánast og flúrað enda heil hljómsveit mætt, trommur, gít- arar og þess háttar. „Air to Breathe“ er eftir Daníel Bjarnason og það má finna á plötu hans Processions (2010). Sterkt lag og Gyða bendir réttilega á í nefndu viðtali að sú stað- reynd að hún og Daníel hafi verið par í sex ár spili inn í flutninginn og túlk- unina. „Evol Lamina“ er samstarfs- verkefni Gyðu og Jónsa og eins og er mitt uppáhald. Sérkennilegasta smíðin og sú frumlegasta en það er eitthvað við þetta sem fer alla leið og það með glans. „Octo“ eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur (í sam- starfi við Gyðu) slúttar plötunni, hægt og nokk dramatískt kveðjustef sem býr yfir ókennilegum ógnum sem er ýjað að út í gegn. Þrátt fyrir alla þessa ólíku höf- unda er sterkur þráður út í gegn. Gyðuhljómur. Hún, eðlilega, bindur þetta allt saman. Það er húm yfir mestallan tímann, en glettur á stöku stað líka (Kjartan, Ólöf). En fyrst og fremst finnur maður fyrir þessum óútskýranlega galdri sem þessi ótrú- lega tónlistarkona býr svo ríkulega yfir. » Tvær plötur Gyðutil þess hafa verið mikilfenglegar og ekk- ert minna. Stórkostleg verk sem hafa komið henni á kortið og það verðskuldað en fyrir þá seinni var hún sæmd tónlistarverðlaunum Norðurlandaráðs. Nú verður rýnt í plötuna Epicycle II sem Gyða Valtýsdóttir sendi frá sér í ágústlok. Á henni flytur hún verk eftir átta íslensk tónskáld sem öll eiga það sammerkt að tengjast henni á einn eða annan hátt. MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020 Sýningin Lalli og töframaðurinn verður frumsýnd í Tjarnarbíói í dag, laugardag, kl. 15. Um er að ræða fræðandi og skemmtilega fjöl- skyldusýningu sem er sögð veita „einstaka innsýn í leyndarmál og töfra leikhússins“. Lalli töframaður, Lárus Blöndal Guðjónsson, er þekktur og vinsæll fjölskylduskemmtikraftur og tón- listarmaður. Hér mætir hann, eins og segir í tilkynningu, „með glæ- nýja fjölskyldusýningu sem ætlað er að veita ungum sem öldnum ein- staka innsýn í undirbúning töfra- sýningar og hina einu sönnu töfra leikhússins“. Töframaður Lalli veitir innsýn í töfra- sýningar og líka í töfra leikhússins. Lalli töframaður sýnir í Tjarnarbíói Fyrsta hljóm- sveitar-akademía Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands fer fram í Eld- borgarsal Hörpu í dag, laugardag, frá kl. 12.30 til 15.30 og verður unnið með fjórðu sinfóníu Beet- hovens. Akademían er nýjung í tón- listarnámi ungmenna þar sem ungt tónlistarfólk fær tækifæri til þess að spreyta sig á stjórnendapallinum undir handleiðslu Evu Ollikainen aðalstjórnanda og Bjarna Frímanns Bjarnasonar, staðarhljómsveitar- stjóra SÍ. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir en gestir verða að sækja aðgöngumiða á vef hljóm- sveitarinnar eða í miðasölu Hörpu. Fyrsta hljómsveit- ar-akademía SÍ Eva Ollikainen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.