Morgunblaðið - 03.10.2020, Page 2

Morgunblaðið - 03.10.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020 Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Greinahöfundum í nýjasta tölublaði Lögmannablaðsins, tímarits lög- manna, verður tíðrætt um ferð Ró- berts Spanó, forseta Mannréttinda- dómstóls Evrópu, á fund Erdogans Tyrklandsforseta í september. Ferð Róberts var sem kunnugt er mjög umtöluð og hafa margir gagnrýnt hana. Nú um mánuði eftir Tyrk- landsför Róberts, skrifa þau Berg- lind Svavarsdóttir, formaður Lög- mannafélagsins, Ragnar Aðalsteins- son lögmaður og Sveinn Andri Sveinsson, einnig lögmaður, öll greinar um málið. Berglind segir það góðar og gildar vangaveltur að telja að til harkalegra viðbragða hefði komið ef Róbert hefði ekki þegið boð Erdogans. Hún segir það þó skýrt, með vísan í 21. grein MSE, að sjálfstæði og hlutleysi dómstólsins sé fólgið í því að dóm- arar MDE geri það sem þeir voru skipaðir til að gera – að leysa úr dómsmálum. Sveinn segir í grein sinni að hann telji að hlutleysi dóm- stólsins hefði verið ógnað ef Róbert hefði ekki þegið boð Tyrklandsfor- seta. Hefð sé fyrir því að dómarar MDE fari í slíkar opinberar heim- sóknir og því hefði verið varasamt að rjúfa þá hefð. Ragnar er harðorðari og segir að Róbert hefði átt bera sig eftir því að fá að heimsækja þá Tyrki sem vísað hafa mannréttindabrotum Tyrklandsstjórnar gegn sér til MDE. Það hefði vegið þyngra en „falleg orð í hátíðarræðu“ og vísar Ragnar þar til þakkarræðu Róberts við útnefningu heiðursnafnbótar við háskóla í Tyrklandi. Rita um Tyrklandsför  Lögmenn fjalla um umdeilda ferð Róberts Spanó á fund Erdogans Tyrklandsforseta  Á að leysa úr dómsmálum Berglind Svavarsdóttir Ragnar Aðalsteinsson Biðröð var eftir slátri þegar slát- ursala Sláturfélags Suðurlands og Hagkaupa var opnuð í Kringlunni í gær. Var þetta annar dagur slátur- sölunnar en í fyrradag seldist slátr- ið upp. Eru því enn margar fjöl- skyldur sem nýta þessa þjóðlegu ofurfæðu. Slátur er hefðbundinn íslenskur matur og hægt er að gera ein- staklega hagkvæm matarinnkaup með því að gera slátur. Sláturgerð hefur farið minnkandi en enn vilja margir halda í hefðirnar. Algengt er að fjölskyldur taki slátur saman og þannig færist kunnáttan á milli kynslóða. Sláturmarkaður SS og Hagkaupa er opinn frá þriðjudögum til föstu- daga, frá klukkan 14 til 18. Næst er því hægt að kaupa slátur næstkom- andi þriðjudag. Til sölu er ferskt og frosið slátur. Hægt er að fá þrjú slátur í kassa og er í honum mör, blóð, lifur, hjarta, nýru, sviðinn haus, þindar og prótínkeppar. Einnig verður hægt að fá kalónaðar vambir sem sumum finnst ómiss- andi við sláturgerðina. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Biðröð eft- ir íslenskri ofurfæðu Aldrei hafa fleiri dvalið í farsóttar- húsunum við Rauðarárstíg heldur en síðustu daga og hefur fjölgað jafnt og þétt í hópnum. Um miðjan dag í gær voru þar 75 manns, langflestir í einangrun með kórónuveikina, að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, um- sjónarmanns farsóttarhúsanna. Hann segir að nú dvelji nánast ein- göngu Íslendingar í farsóttarhús- unum og fólk innan við miðjan aldur sé áberandi í hópnum. Sex manns hafa verið þar við störf undanfarið, en í vikunni var auglýst eftir fleira starfsfólki. Gylfi segir að unnið sé á vöktum allan sólarhring- inn og vegna álags sé nauðsynlegt að fjölga um 4-5 starfsmenn. Hann segir að unnið sé að því að útbúa nýja aðstöðu og bæta við ein- angrunarrýmum, sem full þörf virð- ist vera á. Hins vegar eigi hann von á því að allstór hópur fari til síns heima um helgina og þá létti á í far- sóttarhúsunum við Rauðarárstíg. Um miðjan dag í gær voru 54 ein- staklingar í upprunalega farsótt- arhúsinu við Rauðarárstíg, þar sem áður var Hótel Lind. Í húsinu við hliðina var 21 einstaklingur, en bæði húsin eru í eigu Fosshótela. Það er Rauði krossinn á Íslandi sem hefur umsjón með farsóttarhúsunum á Rauðarárstíg. aij@mbl.is Aldrei fleiri í farsóttarhúsum  Starfsfólki fjölg- að  Einangrunar- rýmum bætt við Morgunblaðið/Ásdís Einangrun Gylfi Þór Þorsteinsson í farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg. Göngudeild vegna kórónuveikinnar hefur síðustu dag verið efld í sam- ræmi við aukinn fjölda smitaðra í samfélaginu, samkvæmt upplýsing- um frá Önnu Sigrúnu Baldursdótt- ur, aðstoðarmanni forstjóra Land- spítala. Starfið felst í reglulegri eftirfylgd símleiðis við fólk í ein- angrun og eins er fólki sinnt á göngudeildinni í Birkiborg, þegar það þarfnast sérstaks mats eða upp- vinnslu. Göngudeildin var opnuð síðari hluta marsmánaðar en eftir því sem smituðum fækkaði í vor dró úr starf- seminni. Breytingarnar nú felast í auknum fjölda verkefna og þar með auknum fjölda starfsmanna sem sinna verkefnum deildarinnar, bæði í símaþjónustu og í Birkiborg. Fram kemur á heimasíðu Land- spítalans að í gær voru 609 sjúkling- ar í eftirliti Covid-19 göngudeildar- innar. Þeir voru 572 á fimmtudag, 550 á miðvikudag, 519 á þriðjudag og 497 sjúklingar voru í eftirliti göngu- deildarinnar á mánudag. Ragnar Freyr Ingvarsson er yfirlæknir deildarinnar og Sólveig Sverrisdótt- ir deildarstjóri. aij@mbl.is Göngudeildin efld til að mæta álagi  Sjúklingum í eftirliti fjölgar hratt Morgunblaðið/Eggert Landspítalinn Viðbúnaður aukinn vegna fjölgunar kórónuveirusmita.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.