Morgunblaðið - 03.10.2020, Page 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020
Hagræðing
Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is
á haustdögum
án þess að það bitni á gæðum
Hafðu samband og við
gerum fyrir þig þarfagreiningu
og tilboð í þjónustu
án allra skuldbindinga.
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
3. október 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 138.01
Sterlingspund 178.79
Kanadadalur 103.85
Dönsk króna 21.795
Norsk króna 14.87
Sænsk króna 15.468
Svissn. franki 150.37
Japanskt jen 1.3083
SDR 194.73
Evra 162.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 193.8692
Hrávöruverð
Gull 1895.55 ($/únsa)
Ál 1737.0 ($/tonn) LME
Hráolía 40.66 ($/fatið) Brent
● Fjöldi starfandi fólks dróst saman í
ágústmánuði miðað við sama mánuð
í fyrra samkvæmt skrám. Þetta kem-
ur fram í tölum Hagstofu Íslands.
Þar segir að samdrátturinn hafi num-
ið 5,5% milli ára. Þannig hafi
197.875 verið skráðir starfandi nú í
ágúst, samanborið við 209.296 í
sama mánuði í fyrra.
Starfandi Íslendingum fækkaði
milli tímabila um 4.364 og voru þeir
164.270 í ágúst í ár. Jafngildir það
2,6% fækkun milli ára. Hlutfallsleg
fækkun meðal innflytjenda var mun
meiri. Þannig voru þeir 40.662 í
ágúst í fyrra en 33.605 í sama mán-
uði nú í ár. Nemur fækkunin ríflega
17%.
Starfandi fólki á vinnu-
markaði fækkar milli ára
STUTT
Kristrún segir að íslenska ríkið
ráði vel við að skulda 60% af lands-
framleiðslu árið 2025, eins og spáð
er. „Skuldahlutfallið er líka lágt í al-
þjóðlegum samanburði. Þetta er til
dæmis svipað og Þjóðverjar skuld-
uðu við upphaf COVID-krísunnar.
Við erum í raun að tvöfalda skulda-
hlutfall okkar úr 30% í 60%: Löndin í
kringum okkur eru almennt að auka
skuldahlutfallið um 20%. Það er ekki
skrýtið að lítið opið hagkerfi sem er
háð ferðaþjónustu, sé að verða fyrir
aðeins meira falli í þessu samhengi.“
Kristrún vonast til að eftir nokkur
ár verði íslenska ríkið komið í þá
stöðu að auknar tekjur vegna lands-
framleiðslu muni smám saman
ganga á skuldahlutfallið, og koma
þannig í veg fyrir að fara þurfi í mik-
inn niðurskurð eða skattahækkanir.
Þurfa fyrirtæki og heimili því ekki
að óttast auknar skattaálögur á
næstu árum?
„Ég held að það sé mjög mikil-
vægt að ríkið sendi skýr skilaboð um
að verkefnið nú sé að stækka tekju-
stofna ríkisins á náttúrulegan hátt
með auknum umsvifum í hagkerfinu,
en ekki út frá auknum álögum á
hvern og einn einstakling og fyrir-
tæki, sem gæti sett fjárfestingu,
neyslu og umsvif þessara aðila í bak-
lás. Þetta 60% skuldahlutfall er langt
undir því sem telst til hættulegrar
skuldsetningar. Við höfum svigrúm
til að bíða þetta af okkur, án þess að
fara í skattahækkanir eða niður-
skurð á grunnþjónustu.“
Vonar að vextir hækki
Spurð um vaxtastigið og þau orð
Ragnars Árnasonar prófessors í
Morgunblaðinu í gær að ekki sé
ástæða til að sjá ofsjónum yfir lágum
vöxtum í dag, enda muni þeir verða
kannski þrisvar eða fjórum sinnum
hærri innan þriggja til fimm ára,
segist Kristrún vonast til að vextir
hækki. „Þetta lága vaxtastig sem við
erum í núna endurspeglar mjög al-
varlegt kreppuástand. Það eru nei-
kvæðir raunvextir og heilbrigt hag-
kerfi ætti að vera með raunvexti í
takti við hagvöxt. Heilbrigð hagkerfi
í þróuðum löndum eru með 2-2,5%
hagvöxt, og raunvextir ættu að
liggja á því bili. Miðað við eðlilega
verðbólgu upp á 2,5% þýðir það nafn-
vexti á bilinu 4-5%. Hærra vaxtastig
eru ekki slæmar fréttir. Það endur-
speglar ákveðna jákvæðni um vaxt-
argetu þjóðarbúsins, arðbærni verk-
efna og svigrúm til aukins
kaupmáttar sem vegur mun þyngra
hjá flestum en vaxtaliðurinn einn og
sér.“
Réttar áherslur stjórnvalda
Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, segir að sú forgangsröð-
un ríkisins að greiða niður skuldir í
uppsveiflu síðustu ára sé nú að skila
sér. Svigrúm sé til skuldsetningar í
þessari kreppu. „Ég tel að áherslur
stjórnvalda í fjármálaáætluninni séu
réttar, þ.e. við vitum að hallarekstur
er óumflýjanlegur á næstu árum. Í
stað þess að ráðast í miklar skatt-
kerfisbreytingar til að brúa halla-
rekstur eru útgjöld aukin til fjárfest-
inga og nýsköpunar. Aðgerðir sem
skapa bæði störf og hagvöxt til fram-
tíðar. Tekjuskattslækkunin mun
auka ráðstöfunartekjur tekjulægsta
hópsins og lækkun tryggingagjalds
eykur svigrúm hjá fyrirtækjum til að
taka á sig komandi launahækkanir,
a.m.k. að einhverju leyti.“
Ásdís telur að það blasi við að leið-
in út úr ástandinu sé að forgangs-
raða í ríkisrekstrinum og skapa svig-
rúm á útgjaldahliðinni til að draga úr
álögum. Það sé besta leiðin til að
hvetja til aukinnar neyslu og verð-
mætasköpunar.
Skynsamlegar aðgerðir
Morgunblaðið/Hari
Efnahagur Óveðursský eru nú yfir hagkerfinu, en vonast er til að viðspyrnan verði öflug þegar þar að kemur.
Hagfræðingur Kviku segir 60% skuldahlutfall viðráðanlegt Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins segir niðurgreiðslu skulda í uppsveiflu nú skila sér Forgangsraða þarf í ríkisrekstrinum
Kristrún
Frostadóttir
Ásdís
Kristjánsdóttir
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Eins og fjallað var um í Morgun-
blaðinu í gær er í nýrri fjármálaáætl-
un gert ráð fyrir að skuldir ríkissjóðs
hækki í 1.250 milljarða króna í lok
þessa árs, og verði 430 milljörðum
hærri en gert var ráð fyrir í fjár-
lögum. Þá er áætlað að skuldir haldi
áfram að hækka fram til ársins 2025,
en þá muni þær nema 59,2% af
vergri landsframleiðslu.
Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðal-
hagfræðingur Kviku banka, segir í
samtali við Morgunblaðið að staðan
nú sé ekki ákjósanleg, en við hana
verði ekki ráðið, enda sé stór hluti af
hallarekstri ríkisins tilkominn vegna
tekjufalls og hruns í atvinnustigi.
Hún segir að stjórnvöld hafi gripið
til skynsamlegra aðgerða. „Það sem
verið er að gera núna er að gefa í, svo
að ríkið missi ekki tekjustofna í
framtíðinni. Hættan er sú að ef fólk
og fyrirtæki eru ekki gripin núna, og
grunnþjónustu verði ekki viðhaldið,
þá dragist kraftur úr hagkerfinu síð-
ar meir. Það gæti orðið til þess að
skuldir yrðu enn hærra hlutfall af
landsframleiðslu síðar meir.“
Þriðjungur kom frá vexti
Hún segir að mikilvægt sé fyrir
stjórnvöld að reyna að hafa stjórn á
aðstæðum, bregðast hratt og örugg-
lega við og stýra fjármagni í rétta
átt, í stað þess að bregðast við eftir á.
„Ríkissjóður Íslands hefur verið
heppinn að því leyti að það hefur ver-
ið mikill hagvöxtur hér undanfarin
ár, þannig að það gekk hratt á
skuldahlutfallið. Þriðjungur af
minnkun skuldahlutfallsins eftir
hrun kom til af því að hagkerfið óx.“