Morgunblaðið - 03.10.2020, Side 25

Morgunblaðið - 03.10.2020, Side 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020 Fullkomið fatbrauð f yrir öll tækifæri Stefán Gunnar Sveinsson Andrés Magnússon Donald Trump Bandaríkjaforseti var í gærkvöld fluttur með þyrlu frá Hvíta húsinu á Walter Reed-her- sjúkrahúsið, skammt norður af höf- uðborginni Washington. Forsetinn gekk óstuddur en mjög þreytulegur um borð í þyrluna og út úr henni við spítalann. Að sögn talsmanns Hvíta hússins mun forsetinn dveljast á sjúkrahús- inu í nokkra daga, en þar mun hann hljóta lyfjameðferð við kórónuveir- unni, sem enn er á tilraunastigi. Ekki var greint frá því um hvaða lyf var að ræða. Forsetinn var sagður þreyttur og með væg sjúkdómsein- kenni kórónuveirunnar, hita, stíflu og hósta. Mike Pence varaforseti hefur ver- ið skimaður og reyndist ósmitaður. Hann mun halda áfram í fyrirhuguðu kosningaferðalagi, en að svo stöddu mun hann ekki taka við embættis- störfum forsetans. Kosningabarátta í uppnámi Kosningabaráttan í Bandaríkjun- um komst í uppnám í fyrrinótt þegar greint var frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti og forsetafrú hans Melania hefðu greinst með kórónu- veiruna. Nokkrar vangaveltur höfðu verið um heilsufar hans í fyrradag eftir að greint var frá því að Hope Hicks, einn nánasti aðstoðarmaður forsetans, hefði greinst jákvæð fyrir veirunni, en hún hafði ferðast með forsetavélinni Air Force One og tek- ið þátt í ýmsum viðburðum með hon- um. Trump staðfesti svo tíðindin á Twitter-síðu sinni um kl. 1 eftir mið- nætti í fyrrinótt að bandarískum austurstrandartíma. Talsmenn Hvíta hússins sögðu í gær að Trump væri með mild einkenni og að hann geti áfram sinnt embættisskyldum sínum úr sóttkví í Hvíta húsinu. Trump er 74 ára gamall og því í hópi þeirra sem eru taldir líklegri til þess að láta lífið af völdum veirunnar. Mike Pence varaforseti og Karen, eiginkona hans, fóru í skimun í gær sem reyndist neikvæð. Batakveðjur streyma að Tíðindin hafa þegar valdið nokkru uppnámi, og brugðust verðbréfa- markaðir vestanhafs illa við fregn- unum. Þá hafa þjóðarleiðtogar víðs vegar að sent Trump-hjónunum samúðar- og batakveðjur sínar, þar á meðal Angela Merkel Þýskalands- kanslari og Vladimír Pútín Rúss- landsforseti, sem sagði í yfirlýsingu sinni vera sannfærður um að „lífs- þróttur, góður andi og bjartsýni“ Trumps myndu hjálpa honum í gegnum veikindin. Þá sendi Boris Johnson, forsætis- ráðherra Bretlands, Trump-hjónun- um sérstakar kveðjur, en Johnson veiktist sjálfur illa í vor og þurfti að dvelja í þrjá daga á gjörgæslu. Forseti Íslands, Guðni Th. Jó- hannesson, sendi einnig batakveðjur sínar til forsetahjónanna banda- rísku, og lýsti hann þar þeirri von sinni að bóluefni, lyf og lækningar fyndust senn við vágesti kórónuveir- unnar. Joe Biden, forsetaframbjóðandi demókrata, og Jill, eiginkona hans, hafa einnig sent Trump-hjónunum kveðjur, en Biden-hjónin fóru í sér- staka skimun í gær, þar sem talið er að Trump hafi mögulega verið smit- andi þegar forsetaefnin mættust í kappræðum á þriðjudagskvöldið í Cleveland í Ohio. Þau reyndust nei- kvæð. Óvíst er hvort seinni tvær kappræður þeirra muni nú fara fram, en næstu kappræður þeirra eiga að fara fram 15. október nk. Talið áfall fyrir forsetann Kappræðurnar eru hins vegar ekki hið eina sem raskast í kosninga- baráttunni, en mánuður er í dag þar til kosið verður, þriðjudaginn 3. nóv- ember. Framboð Trumps neyddist til þess að aflýsa stórum kosninga- fundi sem hann ætlaði að halda í Flórída-ríki, en skoðanakannanir benda til þess að forsetinn eigi ekki möguleika á endurkjöri nái hann ekki sigri þar. Víst er að Trump muni ekki geta haldið kosningafundi sína næstu tvær vikurnar hið minnsta, einmitt þegar kosningabaráttan er að nálg- ast hámark sitt, en Trump hefur lagt mikið upp úr stórum og fjölmennum fundum með stuðningsmönnum sín- um í kosningabaráttunni, og um leið gagnrýnt Biden fyrir að hafa haldið sér meira til hlés. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru ekki á einu máli um það hvaða áhrif veikindi Trumps hafi á kosn- ingabaráttuna og fylgi hans. AFP Bandaríkin Donald Trump Bandaríkjaforseti gengur um borð í þyrlu sína á leið á sjúkrahús í gærkvöldi. Trump og Melania eiginkona hans greindust með kórónuveiruna í fyrrinótt og er óvíst hvaða áhrif það muni hafa á fylgi hans. Trump fluttur á spítala  Donald og Melania Trump hafa greinst með kórónuveiruna  Forsetinn var fluttur á spítala í gærkvöldi  Mikil óvissa um framhald kosningabaráttunnar Armenskir aðskilnaðarsinnar í Na- gorno-Karabak-héraði sökuðu í gær stjórnvöld í Aserbaídsjan um að hafa skotið á Stepanakert, höfuðborg hér- aðsins, með fallbyssum, og um leið sært fjölda fólks. Þar á meðal voru að sögn aðskilnaðarsinna tíu starfs- menn í neyðarþjónustu. Stjórnvöld í Aserbaídsjan sökuðu hins vegar að- skilnaðarsinna um að hafa gert árás- ir á nokkra bæi og þorp. Stjórnvöld í Armeníu sögðu í gær að þau væru loks reiðubúin til þess að hefja viðræður um vopnahlé í deil- unni á grundvelli boðs Frakka, Bandaríkjamanna og Rússa frá í fyrradag. Aserar sögðu hins vegar að fyrst yrðu allar hersveitir á veg- um Armeníu að yfirgefa héraðið. Áhyggjur vegna vígamanna Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að hann hefði þungar áhyggjur af því að vígamenn frá Sýr- landi hefðu blandað sér í átökin, en Emmanuel Macron Frakklandsfor- seti sagðist í fyrradag hafa sannanir fyrir því að 300 slíkir hefðu ferðast í gegnum Tyrkland til átakasvæð- anna. Macron krafðist í gær skýr- inga frá Tyrkjum, en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að þau hafi veitt Aserum slíkan stuðning. Bresku mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgst hafa náið með borgarastríðinu í Sýrlandi, lýstu því hins vegar yfir í gær að rúmlega 850 vígamenn úr hópum íslamista sem Tyrkland hefur stutt væru nú komn- ir til þess að berjast fyrir hönd Asera. Þá höfðu samtökin heimildir fyrir því að 28 vígamenn hið minnsta hefðu verið felldir í átökunum til þessa. Sprengingar í höfuðborginni  Armenar segjast tilbúnir í viðræður AFP Mótmæli Armenskir Bandaríkja- menn í Los Angeles mótmæltu framferði Tyrkja í fyrradag. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að það væri á ábyrgð Evrópusambandsins að finna lausnir á þeirri pattstöðu sem komin væri upp í fríverslunarviðræðum Breta og Evrópusambandsins, en ní- undu viðræðulotu þeirra lauk í gær án árangurs. „Ég vona að við náum samningi, það veltur á vinum okkar,“ sagði Johnson við breska ríkisútvarpið BBC. Spurði hann hvers vegna ekki væri hægt að gera áþekkan samning við Bretland og Evrópusambandið gerði áður við Kanada. Enn í sömu hjólförunum Aðalsamningamenn Breta og Evr- ópusambandsins sögðu í gær að margt hefði áunnist í vikunni, en að enn væri ágreiningur um fiskveiðimál og samkeppnisreglur, sem hafa verið helstu ásteytingarsteinarnir til þessa. Michel Barnier, samningamaður ESB, sagðist í gær hafa áhyggjur af því að tíminn væri orðinn mjög naum- ur, en stefnt hefur verið að því að klára viðræðurnar fyrir leiðtogafund sambandsins 15. október nk. Boris Johnson og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu halda fjarfund í dag, en von der Leyen til- kynnti í vikunni að sambandið hygð- ist höfða mál á hendur Bretum vegna löggjafar sem breska þingið sam- þykkti á þriðjudaginn, sem sögð er ganga gegn samkomulagi Bretlands og ESB um útgönguna. AFP Brexit Ursula von der Leyen hyggst höfða mál á hendur Bretum. Boltinn hjá Evrópu- sambandinu  Brexit-viðræður enn í strandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.