Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020 GÆÐADEKKIN ÞÍN FÁST ÓDÝRARI HJÁ OKKUR! E N D U M H V E R T Á L A N D S E M E R M I K I Ð Ú R V A L A F V E T R A R D E K K J U M S F u n a h ö f ð a 6 , 1 1 0 R e y k j a v í k • N j a r ð a r b r a u t 1 1 , 2 6 0 R e y k j a n e s b æ r S í m i : 5 1 9 - 1 5 1 6 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skemmdir voru nýlega unnar á ný- legum vegg/hljóðmön við Miklu- braut norðan Rauðagerðis í Reykja- vík. Tákn voru máluð á vegginn með hvítri málningu. Ekki er vitað hver þarna var að verki. Um er að ræða svokallaða grjót- körfuveggi, þar sem grjóti er raðað í járnkörfur. Sams konar veggir voru settir upp á Miklubraut við Klambratún. Starfsmenn frá Reykjavíkur tóku til við það í gær að hreinsa veginn og reiknað var með að því verki myndi ljúka í dag eða á morgun, samkvæmt upplýsingum sem blaðið fékk frá Reykjavíkurborg síðdegis í gær. Áætlaður kostnaður við hreins- unarstarfið lá ekki fyrir. Á fundi skipulags- og samgöngu- ráðs Reykjavíkur í síðustu viku var svarað fyrirspurn fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins um vegginn við Miklubraut frá október 2018, en það hafði farist fyrir að svara fyrir- spurninni á sínum tíma. Þar kemur fram að bygging veggjarins var hluti af samvinnu- verkefni Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar, um gerð for- gangsreinar fyrir strætisvagna, göngu- og hjólastíga og hljóðvarnar við Miklubraut. Kostnaður við for- gangsreinar var greiddur af Vega- gerðinni, kostnaði við göngu- og hjólastíga var skipt til helminga á milli Vegagerðarinnar og Reykja- víkurborgar en Reykjavíkurborg greiddi að fullu kostnað við hljóð- varnir. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu framkvæmda og viðhalds, var kostnaður borgarinnar af hönn- un, framkvæmd og eftirliti með byggingu veggsins um 90 milljónir króna. Markmið breytinganna var m.a. að lækka umferðarhávaða í og við íbúðarhús í Rauðagerði næst Miklubraut. Íbúar í nágrenninu mótmæltu framkvæmdunum og tókst að stöðva þær tímabundi. Framkvæmdaleyfi var gefið út í júní 2017 og verklok voru sumarið 2018. Morgunblaðið/Eggert Miklabrautin Skemmdirnar á hljóðmöninni voru umtalsverðar eins og sjá má. Byrjað var að fjarlægja krotið í gær. Skemmdir voru unnar á hljóðmön við Miklubraut  Tákn voru máluð á grjótkörfuveggi  Hreinsun hafin SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Netverslun með mat og aðrar nauð- synjar hefur aukist mikið í kór- ónuveirufaraldrinum. Talið er að verslun sé að breytast til fram- búðar. „Við höfum séð mikla aukningu frá 5. október þegar hertar reglur tóku gildi,“ sagði Gunnar Egill Sig- urðsson, framkvæmdastjóri versl- anasviðs Samkaupa, sem eiga Nettóbúðirnar og netverslunina. „Salan hefur þrefaldast síðustu daga miðað við það sem áður var,“ sagði Gunnar. „Við vorum fyrstir inn á þennan markað 2017 og höfum haldið því forskoti. Við afhendum vörur úr 14 verslunum í 33 póst- númerum á landinu. Heimsendingar á höfuðborgarsvæðinu fara frá mið- lægu vöruhúsi sem var tekið í notk- un í apríl til að anna eftirspurninni.“ Þegar eftirspurnin jókst enn var aftur farið að afgreiða pantanir frá fjórum verslunum á höfuðborgar- svæðinu. Starfsfólki hefur verið fjölgað til að sinna eftirspurninni. Öðruvísi markaður „Við náðum því í síðustu viku að auka afkastagetuna um 50%. Nú er afgreiðslutíminn innan dagsins, ef pantað er snemma, eða daginn eft- ir.“ Viðskiptavinir geta líka pantað og greitt fyrir vörur á netinu og sótt þær. Í Nettó í Mjódd er sjálfs- afgreiðsluskápur fyrir pantanir. Viðskiptavinurinn slær inn kóða, opnar skápinn og tekur vörurnar. „Við erum að sjá breytingu til framtíðar. Það er miklu stærri hóp- ur en áður sem verslar á netinu og mun gera það áfram þegar við kom- umst yfir faraldurinn. Markaðurinn verður allt öðruvísi en hann var áð- ur,“ sagði Gunnar. Hann sagði að við hefðum stokkið fram um þrjú ár á einum mánuði miðað við áætlanir um vöxt netverslunar. Viðskiptavinir netverslunar Nettó eru á öllum aldri. Eldra fólk nýtir þetta ekki síður en yngra fólk. Hver viðskiptavinur á sína síðu þar sem verður til innkaupalisti. Innkaup til vikunnar þurfa ekki að taka nema 3-5 mínútur, miðað við að fólk kaupi oftast það sama. Heimsending kost- ar ekkert ef keypt er fyrir meira en 15.000 krónur, annars er heimsend- ingargjaldið 1.490 krónur. Nettó er í samvinnu við AHA og nýtir sér tæknilausnir þeirra og heimsend- ingarkerfi. Vörunum er ekið út á rafmagnsbílum og því er þetta mjög vistvæn aðferð við að kaupa til heimilsins. „Það er gríðarlega mikið að gera,“ sagði Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri netverslunar- innar Heimkaup.is sem selur m.a. matvörur. Hann sagði að eft- irspurnin hefði vaxið svo mikið að afgreiðslutíminn hefði lengst. „Við sendum vörur alla jafna út fimm sinnum á dag á höfuðborgarsvæðinu en nú er álagið svo mikið að ef pant- að er í dag þarf að velja tíma til að taka við vörunum á morgun.“ Guðmundur sagði að venjulega hefði starfsfólki verið fjölgað í byrj- un nóvember vegna jólanna en nú var því fjölgað talsvert fyrr og fjöldi starfsmanna bæst við í vöruhúsinu. Eins hafa verið fengin til liðs fyrir- tæki sem annast útkeyrslu. Þá er verið að taka í notkun nýjan búnað í vöruhúsinu til að auka afköstin. Í síðustu COVID-19-bylgju var kæligeymslan tvöfölduð til að anna þörfinni. Nú er að auki kominn kæli- gámur til að geyma ferskvörur. Viðskiptavinir heimkaup.is eru á öllum aldri. Guðmundur sagði greinilegt að í hvert sinn sem ný bylgja hafi farið af stað í kór- ónuveirufaraldrinum hafi með- alaldur nýskráðra viðskiptavina hækkað umtalsvert. Ekkert gjald er tekið fyrir heim- sendingu ef pantað er fyrir 14.900 krónur eða meira hjá heimkaup.is. Ef pöntunin er á bilinu 9.900-14.900 kostar heimsending 745 krónur. Sé keypt fyrir minna er heimsending- argjaldið 1.490 krónur. Matarinnkaup á netinu taka kipp  Fólk á öllum aldri kaupir inn á netinu  Netverslanir fjölga starfsfólki til að mæta eftirspurninni  Talið er að nú sé að verða breyting á verslun til frambúðar þar sem netverslun verður meiri Ljósmynd/Nettó Nettó netverslun Bæði Nettó og Heimkaup.is hafa þurft að fjölga starfsfólki vegna mikillar eftirspurnar. Netversl- un með matvörur og aðrar nauðsynjar til heimilisins hefur vaxið mikið. Krónan.is er einnig með snjallverslun. Ríkisendurskoðun segir í nýrri stjórnsýsluúttekt að bæta þurfi máls- meðferð hjá Tryggingastofnun ríkis- ins (TR). Sérstaklega er fundið að því að of fáir viðskiptavina TR fái réttar greiðslur. Bent er á að á tímabilinu 2016-19 hafi endurreikningur bóta leitt í ljós að mikill meirihluti lífeyr- isþega fékk ýmist of- eða vangreiddar greiðslur vegna mismunar á tekju- áætlun og rauntekjum. Á þessu tíma- bili fengu 87-90,6% lífeyrisþega rang- ar greiðslur. Þá er sagt nauðsynlegt að minnka umfang endurreiknings bóta og endurskoða þá fjárhæð sem ekki skal innheimta komi til of- greiðslna, en sú fjárhæð er í dag að- eins 1.000 kr. Í stjórnsýsluúttektinni segir einnig að stofnunin þurfi að sinna leiðbein- ingarskyldu sinni betur og efla upp- lýsingagjöf. Endurskoða þurfi núgild- andi fyrirkomulag um að rekin séu umboð fyrir TR hjá sýslumannsemb- ættum landsins. Sömuleiðis telur Rík- isendurskoðun brýnt að heildarend- urskoðun laga um almanna- tryggingar ljúki sem fyrst, en hún hefur nú staðið yfir í 15 ár og lagaum- gjörðin orðin flókin og ógagnsæ. Fulltrúar Ríkisendurskoðunar kynntu skýrsluna á fundi stjórnskip- unar- og eftirlitsnefndar í gær og hef- ur hún nú verið birt á vef embættis- ins. Þar segir að ýmsar brotalamir megi finna í starfsemi TR. Umboðs- maður Alþingis hafi þannig bent á að rannsóknarskylda hafi ekki alltaf ver- ið uppfyllt og að stofnunin hafi ekki aflað allra nauðsynlegra gagna við af- greiðslu tiltekinna mála. Dæmi séu um að viðskiptavinir hafi orðið af rétt- indum sínum um lengri eða skemmri tíma vegna þessa. Fengu rangar greiðslur frá TR  90% lífeyrisþega fengu vitlaust greitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.