Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020
GÆÐADEKKIN ÞÍN
FÁST ÓDÝRARI
HJÁ OKKUR!
E N D U M H V E R T Á L A N D S E M E R
M I K I Ð Ú R V A L A F V E T R A R D E K K J U M
S
F u n a h ö f ð a 6 , 1 1 0 R e y k j a v í k • N j a r ð a r b r a u t 1 1 , 2 6 0 R e y k j a n e s b æ r
S í m i : 5 1 9 - 1 5 1 6
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Skemmdir voru nýlega unnar á ný-
legum vegg/hljóðmön við Miklu-
braut norðan Rauðagerðis í Reykja-
vík. Tákn voru máluð á vegginn með
hvítri málningu. Ekki er vitað hver
þarna var að verki.
Um er að ræða svokallaða grjót-
körfuveggi, þar sem grjóti er raðað
í járnkörfur. Sams konar veggir
voru settir upp á Miklubraut við
Klambratún.
Starfsmenn frá Reykjavíkur tóku
til við það í gær að hreinsa veginn
og reiknað var með að því verki
myndi ljúka í dag eða á morgun,
samkvæmt upplýsingum sem blaðið
fékk frá Reykjavíkurborg síðdegis í
gær.
Áætlaður kostnaður við hreins-
unarstarfið lá ekki fyrir.
Á fundi skipulags- og samgöngu-
ráðs Reykjavíkur í síðustu viku var
svarað fyrirspurn fulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins um vegginn við
Miklubraut frá október 2018, en það
hafði farist fyrir að svara fyrir-
spurninni á sínum tíma.
Þar kemur fram að bygging
veggjarins var hluti af samvinnu-
verkefni Vegagerðarinnar og
Reykjavíkurborgar, um gerð for-
gangsreinar fyrir strætisvagna,
göngu- og hjólastíga og hljóðvarnar
við Miklubraut. Kostnaður við for-
gangsreinar var greiddur af Vega-
gerðinni, kostnaði við göngu- og
hjólastíga var skipt til helminga á
milli Vegagerðarinnar og Reykja-
víkurborgar en Reykjavíkurborg
greiddi að fullu kostnað við hljóð-
varnir.
Samkvæmt upplýsingum frá
skrifstofu framkvæmda og viðhalds,
var kostnaður borgarinnar af hönn-
un, framkvæmd og eftirliti með
byggingu veggsins um 90 milljónir
króna. Markmið breytinganna var
m.a. að lækka umferðarhávaða í og
við íbúðarhús í Rauðagerði næst
Miklubraut. Íbúar í nágrenninu
mótmæltu framkvæmdunum og
tókst að stöðva þær tímabundi.
Framkvæmdaleyfi var gefið út í júní
2017 og verklok voru sumarið 2018.
Morgunblaðið/Eggert
Miklabrautin Skemmdirnar á hljóðmöninni voru umtalsverðar eins og sjá má. Byrjað var að fjarlægja krotið í gær.
Skemmdir voru unnar á
hljóðmön við Miklubraut
Tákn voru máluð á grjótkörfuveggi Hreinsun hafin
SVIÐSLJÓS
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Netverslun með mat og aðrar nauð-
synjar hefur aukist mikið í kór-
ónuveirufaraldrinum. Talið er að
verslun sé að breytast til fram-
búðar.
„Við höfum séð mikla aukningu
frá 5. október þegar hertar reglur
tóku gildi,“ sagði Gunnar Egill Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri versl-
anasviðs Samkaupa, sem eiga
Nettóbúðirnar og netverslunina.
„Salan hefur þrefaldast síðustu
daga miðað við það sem áður var,“
sagði Gunnar. „Við vorum fyrstir
inn á þennan markað 2017 og höfum
haldið því forskoti. Við afhendum
vörur úr 14 verslunum í 33 póst-
númerum á landinu. Heimsendingar
á höfuðborgarsvæðinu fara frá mið-
lægu vöruhúsi sem var tekið í notk-
un í apríl til að anna eftirspurninni.“
Þegar eftirspurnin jókst enn var
aftur farið að afgreiða pantanir frá
fjórum verslunum á höfuðborgar-
svæðinu. Starfsfólki hefur verið
fjölgað til að sinna eftirspurninni.
Öðruvísi markaður
„Við náðum því í síðustu viku að
auka afkastagetuna um 50%. Nú er
afgreiðslutíminn innan dagsins, ef
pantað er snemma, eða daginn eft-
ir.“ Viðskiptavinir geta líka pantað
og greitt fyrir vörur á netinu og sótt
þær. Í Nettó í Mjódd er sjálfs-
afgreiðsluskápur fyrir pantanir.
Viðskiptavinurinn slær inn kóða,
opnar skápinn og tekur vörurnar.
„Við erum að sjá breytingu til
framtíðar. Það er miklu stærri hóp-
ur en áður sem verslar á netinu og
mun gera það áfram þegar við kom-
umst yfir faraldurinn. Markaðurinn
verður allt öðruvísi en hann var áð-
ur,“ sagði Gunnar. Hann sagði að
við hefðum stokkið fram um þrjú ár
á einum mánuði miðað við áætlanir
um vöxt netverslunar.
Viðskiptavinir netverslunar Nettó
eru á öllum aldri. Eldra fólk nýtir
þetta ekki síður en yngra fólk. Hver
viðskiptavinur á sína síðu þar sem
verður til innkaupalisti. Innkaup til
vikunnar þurfa ekki að taka nema
3-5 mínútur, miðað við að fólk kaupi
oftast það sama. Heimsending kost-
ar ekkert ef keypt er fyrir meira en
15.000 krónur, annars er heimsend-
ingargjaldið 1.490 krónur. Nettó er í
samvinnu við AHA og nýtir sér
tæknilausnir þeirra og heimsend-
ingarkerfi. Vörunum er ekið út á
rafmagnsbílum og því er þetta mjög
vistvæn aðferð við að kaupa til
heimilsins.
„Það er gríðarlega mikið að
gera,“ sagði Guðmundur Magnason,
framkvæmdastjóri netverslunar-
innar Heimkaup.is sem selur m.a.
matvörur. Hann sagði að eft-
irspurnin hefði vaxið svo mikið að
afgreiðslutíminn hefði lengst. „Við
sendum vörur alla jafna út fimm
sinnum á dag á höfuðborgarsvæðinu
en nú er álagið svo mikið að ef pant-
að er í dag þarf að velja tíma til að
taka við vörunum á morgun.“
Guðmundur sagði að venjulega
hefði starfsfólki verið fjölgað í byrj-
un nóvember vegna jólanna en nú
var því fjölgað talsvert fyrr og fjöldi
starfsmanna bæst við í vöruhúsinu.
Eins hafa verið fengin til liðs fyrir-
tæki sem annast útkeyrslu. Þá er
verið að taka í notkun nýjan búnað í
vöruhúsinu til að auka afköstin.
Í síðustu COVID-19-bylgju var
kæligeymslan tvöfölduð til að anna
þörfinni. Nú er að auki kominn kæli-
gámur til að geyma ferskvörur.
Viðskiptavinir heimkaup.is eru á
öllum aldri. Guðmundur sagði
greinilegt að í hvert sinn sem ný
bylgja hafi farið af stað í kór-
ónuveirufaraldrinum hafi með-
alaldur nýskráðra viðskiptavina
hækkað umtalsvert.
Ekkert gjald er tekið fyrir heim-
sendingu ef pantað er fyrir 14.900
krónur eða meira hjá heimkaup.is.
Ef pöntunin er á bilinu 9.900-14.900
kostar heimsending 745 krónur. Sé
keypt fyrir minna er heimsending-
argjaldið 1.490 krónur.
Matarinnkaup á netinu taka kipp
Fólk á öllum aldri kaupir inn á netinu Netverslanir fjölga starfsfólki til að mæta eftirspurninni
Talið er að nú sé að verða breyting á verslun til frambúðar þar sem netverslun verður meiri
Ljósmynd/Nettó
Nettó netverslun Bæði Nettó og Heimkaup.is hafa þurft að fjölga starfsfólki vegna mikillar eftirspurnar. Netversl-
un með matvörur og aðrar nauðsynjar til heimilisins hefur vaxið mikið. Krónan.is er einnig með snjallverslun.
Ríkisendurskoðun segir í nýrri
stjórnsýsluúttekt að bæta þurfi máls-
meðferð hjá Tryggingastofnun ríkis-
ins (TR). Sérstaklega er fundið að því
að of fáir viðskiptavina TR fái réttar
greiðslur. Bent er á að á tímabilinu
2016-19 hafi endurreikningur bóta
leitt í ljós að mikill meirihluti lífeyr-
isþega fékk ýmist of- eða vangreiddar
greiðslur vegna mismunar á tekju-
áætlun og rauntekjum. Á þessu tíma-
bili fengu 87-90,6% lífeyrisþega rang-
ar greiðslur. Þá er sagt nauðsynlegt
að minnka umfang endurreiknings
bóta og endurskoða þá fjárhæð sem
ekki skal innheimta komi til of-
greiðslna, en sú fjárhæð er í dag að-
eins 1.000 kr.
Í stjórnsýsluúttektinni segir einnig
að stofnunin þurfi að sinna leiðbein-
ingarskyldu sinni betur og efla upp-
lýsingagjöf. Endurskoða þurfi núgild-
andi fyrirkomulag um að rekin séu
umboð fyrir TR hjá sýslumannsemb-
ættum landsins. Sömuleiðis telur Rík-
isendurskoðun brýnt að heildarend-
urskoðun laga um almanna-
tryggingar ljúki sem fyrst, en hún
hefur nú staðið yfir í 15 ár og lagaum-
gjörðin orðin flókin og ógagnsæ.
Fulltrúar Ríkisendurskoðunar
kynntu skýrsluna á fundi stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefndar í gær og hef-
ur hún nú verið birt á vef embættis-
ins. Þar segir að ýmsar brotalamir
megi finna í starfsemi TR. Umboðs-
maður Alþingis hafi þannig bent á að
rannsóknarskylda hafi ekki alltaf ver-
ið uppfyllt og að stofnunin hafi ekki
aflað allra nauðsynlegra gagna við af-
greiðslu tiltekinna mála. Dæmi séu
um að viðskiptavinir hafi orðið af rétt-
indum sínum um lengri eða skemmri
tíma vegna þessa.
Fengu rangar
greiðslur frá TR
90% lífeyrisþega fengu vitlaust greitt