Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Rétt og slétt áttatíu ár eru í dag, 15. október, frá því strandferðaskipið Esja kom til Reykjavíkur eftir sögu- lega siglingu til og frá Petsamo í Finnlandi en þangað voru sóttir 258 Íslendingar sem orðið höfðu innlyksa á Norðurlöndunum þegar Þjóðverjar hernámu Danmörku og Noreg. Margvíslegt strögl fylgdi því að fá leyfi á æðstu stöðum fyrir þessu ferðalagi, sem var alls ekki hættu- laust. Þessa sögu hefur Davíð Logi Sigurðsson nú tekið saman í bókinni Þegar heimurinn lokaðist sem kemur formlega út í dag. Áhöfnin á Gullfossi sat föst í Kaupmannahöfn „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fólki, sögum þess og því hvernig ör- lögin spinna þráðinn. Frásagnir af fólkinu sem fór heim með Esjunni eru því áberandi í þessari bók. Og raunar líka af sumum sem kusu að fara hvergi – sem í nokkrum tilfellum reyndist afdrifaríkt,“ segir Davíð Logi um þessa fjórðu bók sína. Ein þeirra fyrri er Ljósin á Dettifossi, sem út kom fyrir fjórum árum. Þar sagði frá síðustu ferð Dettifoss, skips Eimskipafélags Íslands, sem þýskur kafbátur skaut niður við Belfast á Norður-Írlandi 21. febrúar 1945. Þrjátíu manns af skipinu björguðust, en fimmtán fórust, þeirra á meðal Davíð Júlíus Gíslason, fyrsti stýri- maður skipsins. Sá var einmitt afi Davíðs Loga. „Örlagasaga afa míns sótti á mig á sínum tíma og úr varð þessi bók,“ segir höfundurinn. Davíð Júlíus Gíslason hafði siglt með Gullfossi áður en hann fórst með Dettifossi. Sat fastur í Kaupmanna- höfn þegar Þjóðverjar hernámu Danmörku 9. apríl 1940. Var í hópi 31 skipverja sem lokaðist inni í næstum hálft ár. „Mér fannst vera saga í því sem Íslendingar í áhöfn Gullfoss, sem var við bryggju í Danmörku, tóku sér fyrir hendur sumarið þegar hvergi varð komist,“ segir Davíð Logi og heldur áfram: „Sagan um Petsamofarana er gjarnan sögð með tilliti til þeirrar svaðilfarar eingöngu. Ferðin sjálf tók hins vegar aðeins á þriðju viku, en átti sér langan aðdraganda. Lengi vel var raunar tvísýnt um að af ferð- inni yrði. Í raun var óvíst að fólk ætti eftir að komast heim til Íslands aftur, ekki þá fyrr en í stríðslok. Hvað dreif á daga fólks við þessar aðstæður? Hvaða hugsanir leituðu á fólk á með- an það horfði á Dani takast á við her- nám Þjóðverja?“ Diplómatískar aðgerðir og ýtrasta lagni Margvíslegar heimildir um Pet- samoferðina eru tiltækar, svo sem í Þjóðskjalasafni. Þar kemur fram að diplómatískar aðgerðir og ýtrustu lagni hafi þurft svo leyfi fengist fyrir ferðinni. Víða var leitað liðsinnis. Þegar kom fram á sumarið 1940 höfðu Bretar hernumið Ísland og þeir höfðu áhyggjur af því að hugs- anlega vildu Þjóðverjar senda flugu- menn á sínum vegum til Íslands með skipinu. Sú var líka raunin, eins og sagt er frá. Esjan lagði af stað frá Íslandi 20. september á þessu herrans ári, 1940. Á sama tíma héldu Íslendingar frá Danmörku og Noregi áleiðis til Stokkhólms, en þaðan var haldið til móts við skipið í einu höfninni á Norðurlöndum sem opin var, í Pet- samo nyrst í Finnlandi. Ásgeir Sig- urðsson, skipstjóri Esjunnar, og áhöfn hans skiluðu sér þangað 2. október, eftir alls 1.800 sjómílna sigl- ingu og viðdvöl í Þrándheimi í Nor- egi, eftir að þýskar herflugvélar höfðu skotið að skipinu og vísað því til hafnar. Beðið var í þrjá sólar- hringa eftir að Íslendingahópurinn næði til Petsamo en þangað var langt ferðalag með járnbrautarlestum og rútubílum frá Stokkhólmi. Esjan lagði svo aftur í haf 5. október. Við- koma var höfð í Kirkwall á Orkn- eyjum á þeirri leið, en svo stefnt til Íslands. Summan er 291 „Eitt af því sem ég lagði mig fram um að gera var að finna nöfn allra sem voru í þessari sögulegu ferð,“ segir Davíð Logi. Sem fyrr segir voru farþegarnir sem komu heim með Esjunni frá Petsamo alls 258; það er 216 frá Danmörku, 33 frá Sví- þjóð, átta frá Noregi, einn frá Finn- landi og svo áhöfnin á Esjunni; alls 33. Summan af því er 291; allt fólk sem skapaði og tók þátt í sögunni. Söguleg heimför í heimsstyrjöld  Petsamoferð Esjunnar til Finnlands 1940 í bók eftir Davíð Loga Sigurðsson  Innlyksa Íslendingar á Norðurlöndunum komu heim í stríðinu  Örlögin spinna þráðinn  Heimur lokaður líkt og nú Ljósmynd/Jón Kaldal Petsamofólk Íslendingarnir sem komu með Esjunni í hinni sögulegu ferð, hér við Háskóla Íslands fáum dögum eft- ir heimkomu. Læknar, listamenn, hjúkrunarfræðingar, saumakonur og mjólkurfræðingar voru áberandi í hópnum. Höfundur Davíð Logi Sigurðsson sendir nú frá sér sína fjórðu bók. Ljósmynd/Gunnar Cortes Heimferð Lagt upp frá Kaupmannahöfn til Svíþjóðar, en þaðan var farið með lest og bílum til nyrstu hafnar Finnlands og svo siglt heim. Morgunblaðið/Sigurður Bogi „Farþegarnir í siglingunni frá Pet- samo mynduðu fjölbreyttan hóp,“ segir Davíð Logi Sigurðsson. „Þarna voru alls ellefu læknar sem höfðu verið við nám ytra, einnig fólk sem hafði verið í listnámi og átti síðar eftir að setja svip sinn á menningarlíf þjóðarinnar. Þá vakti áhuga minn að þótt áhafnir tveggja skipa, Gullfoss og Snæfells, færu heim með Esjunni, fyrst og fremst karlar, voru konur engu að síður í meirihluta meðal farþega. Þetta voru ungar konur sem höfðu verið í hjúkrunarnámi í Danmörku og aðr- ar til dæmis að læra saumaskap.“ Forsetafrú og blaðakona Ekki urðu allir farþegar þjóðþekktir. Allt átti þetta fólk þó sér sína sögu og greinilegt er, segir höfundurinn, að Petsamoleiðangurinn lifði sterkt með því og bar oft á góma. Það kom vel fram, til dæmis í minning- argreinum um fólkið. Sex úr þess- um stóra hópi lifa enn, þar af einn sem búsettur er í Ástralíu. „Skúli Skúlason blaðamaður, sem hafði búið lengi í Noregi en var þjóðþekktur maður á sinni tíð, var meðal farþega. Þarna var ung kona, Þórunn Hafstein, fyrsta konan sem starfaði við blaðamennsku á Ís- landi. Væntanleg forsetafrú, Georgía Björnsson, vakti eftirtekt allra en svo voru þarna listamenn eins og Jón Engilberts og Gunn- laugur Blöndal. Og tvö hjónabönd urðu til í siglingunni. Þetta var örlagaferð margra.“ Byrjaði sem skáldsaga Davíð Logi lagði áherslu á að ljúka bókinni á þessu ári og koma út þeg- ar áttatíu ár væru liðin frá þessum atburði. Einnig að koma út í því ástandi sem nú er í veröldinni, þeg- ar flest er í biðstöðu vegna kórónu- veirunnar. Titill bókarinnar, Þegar heimurinn lokaðist, kallast í raun á við aðstæður í dag. „Ég byrjaði að skrifa þessa bók sem heimildaskáldsögu og kannski ber hún þess merki. Veruleikinn og staðreyndirnar urðu þó á endanum meira spennandi en það sem ég gat skáldað. Þessi saga hefur haft yfir sér ævintýrablæ og stendur fylli- lega fyrir sínu,“ segir Davíð Logi. Leiðangurinn lifði með fólkinu FYRSTA FORSETAFRÚIN OG BLAÐAKONA MEÐ Í FÖR Ljósmynd/Gunnar Cortes Farþegar Nokkur börn voru meðal Pet- samofara, fólk sem sumt lifir enn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.