Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.10.2020, Blaðsíða 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2020 Löggiltur heyrnarfræðingur Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Heyrnarþjónusta í alfaraleið Heyrðu umskiptin með háþróuðum ReSound gæðaheyrnartækjum. Margir verðflokkar, SÍ niðurgreiðir heyrnartæki. Heyrnargreining, ráðgjöf og heyrnartæki til reynslu afgreidd samdægurs. Íslandspóstur ohf., sem fengið hefur vel á annan milljarð króna frá skattgreiðendum á síðustu misserum til að bjarga sér frá greiðslu- þroti, fékk 250 milljón- ir króna úr ríkissjóði í upphafi ársins til að mæta fyrirframmögu- legri byrði fyrirtækis- ins af alþjónustu, en undir hana falla bæði bréfa- og pakkasendingar upp að ákveðnu marki. Birgir Jónsson, forstjóri Ís- landspósts, sagði í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag að fyrirtækið þyrfti meiri peninga frá skattgreið- endum; kostnaðurinn við veitingu al- þjónustu væri a.m.k. helmingi hærri en þetta „varúðarframlag“. Póstlöggjöfin gerir vissulega ráð fyrir að póstrekandi, sem sinnir al- þjónustu, fái greiðslur úr ríkissjóði – en það er þá til að sinna þjónustu sem enginn annar vill sinna á við- skiptagrundvelli, til dæmis að dreifa pósti á dreifbýlum svæðum sem ekki geta talizt virk markaðssvæði. Ís- landspóstur virðist hins vegar vilja fá greiðslur úr vösum skattgreið- enda fyrir samkeppni á virkum markaðssvæðum. Undirverðlagning í pakkadreifingu Í upphafi ársins breytti Pósturinn gjaldskrá sinni fyrir pakka- og vöru- sendingar innanlands. Gjaldskráin fyrir dreifingu innan höfuðborg- arsvæðisins hækkaði lítið eitt, eða um 3%, en lækkaði um tugi prósenta á öðrum dreifingarsvæðum; allt að 38%. Þar með fór verð Íslandspósts enn lengra en áður undir verð keppinautanna, t.d. landflutningafyrir- tækjanna, sem halda uppi dreifingu til þétt- býlisstaða um allt land. Þessi gjaldskrár- breyting var gerð með vísan til nýrra póst- laga, sem kveða á um að gjaldskrá fyrir pakka upp að 10 kg skuli vera sú sama um allt land. En í póstlögunum er líka ákvæði, sem á að koma í veg fyrir tap á þjónustunni; að gjaldskrá fyrir alþjónustu skuli taka mið af raun- kostnaði að viðbættum hæfilegum hagnaði. Með því að láta verð höfuð- borgarsvæðisins gilda um allt land var hins vegar augljóslega verið að dúndra verðinu rækilega undir raun- kostnað – og svo er farið fram á að skattgreiðendur greiði mismuninn. Íslandspóstur er með þessu ekki aðeins að fara fram á að skattgreið- endur niðurgreiði samkeppni hans við stóru landflutningafyrirtækin, heldur ekki síður við ýmsa smærri keppinauta, sem eru að reyna að hasla sér völl t.d. í dreifingu fyrir netverzlanir. Netverzlun er mjög vaxandi starfsemi og með þessari undirverðlagningu reynir ríkisfyrir- tækið að krækja sér í stærri sneið af þeirri köku. Telur PFS gjaldskrána standast lög? Það vakti vonir með keppinautum Íslandspósts þegar Póst- og fjar- skiptastofnun (PFS) krafðist þess í byrjun febrúar (eftir að FA hafði vakið athygli á undirverðlagning- unni) að Íslandspóstur sýndi fram á það að gjaldskráin stæðist lög. „Að mati PFS þarf ÍSP að sýna fram á að verðlagning fyrirtækisins hverju sinni taki mið af raunkostnaði að viðbættum hæfilegum hagnaði. Á þetta sérstaklega við um kröfuna um sömu gjaldskrá um allt land þar sem ÍSP kýs að miða verðlagningu á landinu öllu við gildandi verð á svæði 1, þ.e. vegna svæða 2, 3 og 4 sem or- sakar samsvarandi tekjutap á pökk- um innanlands að óbreyttu,“ sagði í bréfi PFS til Póstsins. Lagt var fyrir ríkisfyrirtækið að endurskoða gjald- skrána fyrir 5. maí. Í stöðuskjali, sem PFS birti á sama tíma, kom fram að stofnunin hefði ekki tekið afstöðu til þess hvort ný gjaldskrá Póstsins innan alþjón- ustu væri í samræmi við ákvæði samkeppnislaga. Ekkert fréttist af endurskoðun gjaldskrárinnar fyrir 5. maí. Í ágúst tilkynnti Pósturinn 9,5% hækkun á pakkagjaldskránni, sem breytir engu um undirverðlagningu félags- ins á virkum markaðssvæðum; gjaldskrá ríkisfyrirtæksins er enn tugum prósenta undir gjaldskrá keppinauta þegar horft er t.d. á flutning á pakka milli Reykjavíkur og Akureyrar. Fyrirspurnum FA til Póst- og fjarskiptastofnunar um endur- skoðun gjaldskrárinnar og hvort hún sé talin standast lög hefur ekki verið svarað og stofnunin hefur ekk- ert látið frá sér fara um málið. Í níu og hálfan mánuð hefur ríkisfyr- irtækið komizt upp með það sem að mati FA er klárlega ólögleg undir- verðlagning og náð til sín stækkandi hluta af vaxandi markaði fyrir pakkasendingar. Um leið hefur fyrirtækið fjölgað dreifingardögum á pökkum til að styrkja stöðu sína í samkeppninni. Þeir eru nú sex í viku en alþjónustu- skyldan kveður eingöngu á um tveggja daga dreifingu í viku. Þann- ig hækkar kostnaður ríkisfyrirtæk- isins verulega en væntanlega vill það svo sækja þá peninga í vasa skatt- greiðenda. FA hefur einnig bent Samkeppn- iseftirlitinu á hina ólögmætu gjald- skrá. Miðað við vinnsluhraða mála sem varða Íslandspóst hjá þeirri stofnun má búast við niðurstöðu að einhverjum árum liðnum. Vill Alþingi niðurgreiða sam- keppnisrekstur ríkisfyrirtækis? Ætli það hafi verið meining Al- þingis, þegar það lagði Íslandspósti til peninga, að ríkisfyrirtækið færi í niðurgreidda samkeppni við einka- aðila á virkum markaðssvæðum? Var meining þingsins að klekkja sér- staklega á einkafyrirtækjum sem reyna að halda uppi viðskiptum og þjónustu á landsbyggðinni? Ef ekki, þarf þingið að leggjast rækilega yfir það hvernig opinbera hlutafélagið hagar sér. Eftir Ólaf Stephensen »Ætli það hafi verið meining Alþingis, þegar það lagði Íslands- pósti til peninga, að ríkisfyrirtækið færi í niðurgreidda sam- keppni við einkaaðila? Ólafur Stephensen Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Niðurgreidd samkeppni ÍslandspóstsMóttaka að- sendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.